Leita í fréttum mbl.is

Lán í erlendri mynt voru almennt ekki veitt

Enn og einu sinni fer Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í orðaleik til að komast hjá því að taka upp hanskann fyrir lántaka í landinu.  Hann á að vita betur en svo að tala um gengistryggð lán sem lán í erlendri mynt. Hann á líka vita betur en svo að halda, að erlendur gjaldeyrir hafi skipt um hendur í slíkum gjörningum.  Það gerðist ekki.  Af hverju getur Gyldi ekki bara sagt sem er, að fjármálafyrirtæki hafi með gjörningum sínum reynt að fara á svig við lög.  Þetta snýst ekki um óvandaða skjalagerð.  Þetta snýst um að menn voru að leika sér á gráu svæði, að menn höfðu ekki betri skilning á lögunum en raun ber vitni og/eða að menn vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera en vegna þess að enginn kærði þá og að eftirlitsaðilar klikkuðu á vaktinni þá gengu þeir sífellt lengra og lengra.

Það skal þó virða við Gylfa að hann er nota ekki hugtakið erlent lán, í staðinn segir hann "lán í erlendri mynt".  Þar er hann að finna smugu til að skjóta sér inn í og forðast að segja að lánin hafi verið gengistryggð (þó það standi í flestum lánasamningunum) og í tilfelli "erlends láns" þarf útgefandinn að vera með heimilisfestu utan landsteinanna, þ.e. gefið út í erlendri starfstöð erlends lögaðila.  (Sjá nánar færsluna:  Íslenskt lán, myntkörfulán, gengistryggt lán eða erlent lán - hver er munurinn?).

Ég get ekki annað en fagnað þeirri umræðu sem varð á Alþingi í dag, en það vekur samt athygli hvað Samfylkingin forðast enn og aftur að taka afstöðu með fólkinu í landinu.  Það er nokkuð ljóst að hún telur sig ekki þurfa að sækja nýtt umboð til þjóðarinnar alveg á næstunni.

 


mbl.is Óvönduð skjalagerð veldur réttaróvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er þessi Gylfi sem hélt þrumuræðu á Austurvelli, er hann týndur og tröllum gefinn. Það er ótrúlegt að fylgjast með þessum orðhengilshætti samfylkingarfólks og það varla að maður trúi þessu áhugaleysi fyrir hag almennings í landinu.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég fór síðasta sumar niður í SP-fjármögnun með skjal sem ég hafði útbúið með samantekt úr lögum um vexti og verðtryggingu, sem var í grunnatriðum samhljóða þeim rökstuðningi sem kom fram í héraðsdómi í síðustu viku. Á grundvelli þessara ákvæða hélt ég því fram að kaupleigusamningur sem SP hefði gert við mig væri ólöglegur og skoraði á þá að ganga til samninga við mig um endurskoðun samningsins. Tekið var afrit af plagginu og það sent áfram til lögfræðisviðs fyrirtækisins og lofað að haft yrði samband við mig. Svarið sem ég fékk svo skömmu síðar var á þá leið að álit lögfræðinga fyrirtækisins væri að þrátt fyrir umrædd lagaákvæði teldu þeir samninginn löglegan og yrði hann innheimtur að fullu.

Ef SP-fjármögnun reynir að spila sig heimska í fjölmiðlum og þykjast ekki hafa vitað betur, þá er ég semsagt til vitnis um að það er bull. Það var einfaldlega meðvituð ákvörðun innan fyrirtækisins að snúa út úr lögunum í þágu eigin hagsmuna, sem ber vott um nokkuð einbeittan brotavilja. Þess má geta að brautryðjendur í því að beita svona fyrir sig lögfræðingum til að fara á svig við lög og reglu, er fjölþjóðlegur "mótórhjólaklúbbur" sem hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu. Og þeim er umsvifalaust vísað úr landi þrátt fyrir að hafa ekki hlunnfarið íslenska neytendur um hundruðir milljarða!

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2010 kl. 15:21

3 identicon

Eg segi bara það hvað erum við bunir að leggja a okkur við að koma þessum tveimur i gegnum haskolan og faum tvo svona storklikkuð eintok eyns og Gylfa og Þorhall eg skil valla að við hofum þorf fyrir þa lengur og burt með þa tvo ur islenskri landhelgi RG

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 15:25

4 identicon

Ef ég man rétt Guðmundur Á. þá voru vítisenglar allavega einhverjir tengdir þeim að hlunfara lánastofnun ekki alls fyrir löngu, það voru að vísu bara smáaurar á miða við þetta sem hefur verið talið löglegt en siðlaust. (Kanski löglegt, kemur í ljós síðar.) En samt sem áður er þetta rétt hjá þér og kanski selja þessar  lánastofnanir skuldirnar til vítisengla, ef dómur í hæstarétti verði þeim óhagstæður. Svo geta vítisenglar rukkað inn með sínum inheimtu aðferðum. „Vítis Justitia”

Ingolf (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband