26.7.2008 | 01:51
Er ESB-aðild að hafa áhrif eða er verið undirbúa atlögu?
Elsta barnið á heimilinu er í námi í Ungverjalandi við Hungarian Dance Academy, þar sem hún er í námi í klassískum ballett. Þetta hefur orðið til þess að ég hef verið að fylgjast með gangi mála í landinu og hef komið þangað nokkrum sinnum á síðustu 12 mánuðum. Ungverjar eru margir hverjir mjög svartsýnir og neikvæðir á gang efnahagsmála í landinu. Svo svartsýnir og neikvæðir að þeir tala um ráðamenn sem glæpamenn og þjófa og segja að allt hafi verið betra í tíð kommúnista. Ég er ekki dómbær á það, en mér virðist sem einhver viðsnúningur hafi orðið í landinu síðustu mánuði.
Það fer ekkert á milli mála að Ungverjar og nágrannaríki þeirra í norðri, Slóvakía og Tékkland og síðan Pólland, eru farin að njóta inngöngunnar í ESB. Þó aðlögunartími fyrstu áranna hafi verið erfiður, þá virðist vera sem þessi lönd séu að koma betur út úr fjármálakreppunni sem heltekur önnur lönd ESB. Af hverju segi ég þetta? Jú, þegar dóttir mín fór til Ungverjalands sl. haust, þá var ungverska forintan jafnvirði 0,34 IKR (gengi 22.8.2007), en núna er gengið 1 forint = 0,55 IKR (gengi 25.7.2008) eða hækkun upp á rúmlega 61%. Aðeins tékkneska krónan og pólska zlotyið hafa hækkað meira af öllum þeim myntum sem Glitnir birtir gengi á eða um rúm 69% og tæp 74%. Á sama tíma hefur USD og GBP hækkað um rúm 25%, evra um rúm 45% og japanska jenið um 33,5%.
Það væri fróðlegt rannsóknarefni fyrir einhverja hagspekinga og stjórnmálafræðinga að skoða hvernig standi á því að þessar fjórar myntir eru að hækka jafn mikið og raun ber vitni gagnvart stóru og sterku myntunum. Pólska zloty hefur styrkst um 16,4% gagnvart evrunni, tæp 28% gagnvart USD og rúm 23% gagnvart JPY. Hjá tékknesku krónunni eru þessar tölur 14,3%, rúm 26% og rúmt 21%. Og hjá ungversku forintunni þá eru tölurnar 10%, 22,5% og 17,25%. Þetta eru svo ótrúlegar tölur, að þær hljóta að vekja athygli. Kannski ætti þetta að hringja einhverjum aðvörunarbjöllum, eins og ég kem að á eftir.
Hvað eru þessar þjóðir að gera sem við erum ekki að gera? Nú veit ég að verðbólga í Ungverjalandi er mjög há á þeirra mælikvarða og sama á við um stýrivexti og atvinnuleysi. Þjóðin (almenningur) lifir á lánum svipað og Íslendingar. Það eru tekin há lán fyrir húsnæði, bílum, ferðalögum og húsmunum. Á síðasta ári voru yfir 20.000 lúxusbílar teknir af skráðum eigendum, þar sem þeir höfðu ekki staðið í skilum með afborganir. Fólk er að kikna undan afborgunum lána. Hljómar kunnuglega? Í vor gerði svo þjóðin uppreisn, ef svo má segja, þegar hún hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu að heimila ríkisstjórninni að taka lán frá eftirlaunasjóðum (lífeyrissjóðum) fyrir ýmsum nauðsynlegum framkvæmdum. Fólk treysti ekki ríkisstjórninni til að greiða lánið.
Þegar maður kemur til Ungverjalands, þá kemst maður ekki hjá því að sjá að þar er uppgangur á sumum sviðum. T.d. er nýbúið að opna (að þeirra sögn) stærstu verslunarmiðstöð Evrópu í hjarta Búdapest. Laugavegurinn þeirra í Búdapest (Vaci utca) er alltaf fullur af fólki og sama á við um þær verslunarmiðstöðvar sem ég hef farið í. Umferð er mikil og almenningssamgöngur mikið notaðar. En maður fær það aldrei á tilfinninguna að almenningur hafi það gott. Heimilisleysingjar eru út um allt og betlarar á hverju strái. Maður fær svolítið á tilfinninguna að velmegunin sé bara hjá útvöldum.
Þannig að ef efnahagsástandið er ekki að skýra styrkingu þessara mynta, hver er þá skýringin? Ég sé svo sem tvær skýringar. Báðar eru svona íslenskir fortíðardraugar, þ.e. innstreymi erlends fjármagns og vaxtaskiptasamningar. Ég veit að stýrivextir í Ungverjalandi eru komnir vel upp fyrir stýrivexti Seðlabanka Evrópu og stýrivexti Bank of England. Þar eru því að myndast svipaðar aðstæður og voru hér, nema líklegast sætta menn sig við lægri vaxtamun á krepputímum, en þeir gerðu áður. Á þessari skýringu er einn hængur, en hann er sá að Slóvakar munu taka upp evru 1. janúar nk. og því hafa spákaupmenn stuttan tíma til að athafna sig, ætli þeir það á annað borð. Lengra er í að hin löndin taki upp evru. Hugsanlega gera menn ekki greinarmun á Slóvökum og Tékkum og því fljóta þeir með. En ef þetta er skýringin, þá er hugsanlega verið að leika sama leik gagnvart brasilíska ríalinu, en það hefur einnig hækkað talsvert gagnvart evru, USD, GBP og JPY. Það væri a.m.k. forvitnilegt að vita hvort nýlega hafi orðið mikil aukning í skuldabréfaútgáfu í myntum þessara landa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.7.2008 | 13:04
Spáin breytist um 17% á tveimur mánuðum
Það hefur heldur betur orðið viðsnúningur í spám greiningardeildar Glitnis. Í þjóðhagsspá Greiningar Glitnis sem kom út í lok maí kemur fram að gert er ráð fyrir að meðalgengisvísitala ársins verði 142, en lokagildi 135. Ég bloggaði um þessa spá (sjá Glitnir: Svartsýni fyrir þetta ár, en bjartsýni fyrir það næsta) og taldi m.a. að til þess að þessi spá Glitnis gæti gengið eftir, þá þyrfti gengið að veikjast talsvert frá því sem þá var:
Mér virðist því Glitnir spá því að gengisvísitala á bilinu 143 til 147 verði það sem við stöndum frammi fyrir alveg til nóvemberloka og það verði ekki fyrr en í desember sem gengið takist að styrkjast svo heitið getur. Annar möguleiki er að ástandið eigi eftir að versna aftur áður en það tekur að batna.
Nú er komið annað hljóði í strokkinn hjá Glitni og fólk hjá Glitni orðið svartsýnna. Spáð er gengisvísitölu upp á 158 í árslok, sem er heilum 17% lægri vísitala en spáð var í lok maí! Þetta er umtalsverð breyting á ekki lengri tíma, sem sýnir að menn hafa raunar ekki hugmynd um hvernig hlutirnir munu þróast. Og á meðan ríkisstjórn og Seðlabankinn gera ekkert til að styðja við gengi krónunnar, þá er alveg öruggt að engum öðrum dettur það í hug. Ég væri hins vegar til í að taka hátt erlent lán á næstu dögum, ef einhver er til í að veita mér það.
![]() |
Spá lítilli styrkingu krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 11:13
Verðbólga í takt við væntingar
Það kemur svo sem ekkert mikið á óvart við þessar tölur um hækkun neysluverðvísitölu. Sjálfur var ég búinn að spá 0,8% hækkun og gekk ég út frá fyrri hegðun eftir svipað skot. Það er þó eitt sem vekur furðu: Markaðsverð húsnæðis HÆKKAÐI á milli mánaða!!!! Það stendur þarna í fréttinni:
Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,1% (0,19%). Þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,11% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,08%.
Mér finnst þetta svo með ólíkindum, að ég trúi þessu ekki. Samkvæmt talnaefni Hagstofunnar, þá er undirliður sem heitir Reiknuð húsaleiga. Mælir hann 1,12% hækkun milli júní og júlí sem gefur 0,19% hækkun í vísitölunni. Þetta er sérlega athyglisvert í ljósi þess að flestir hafa verið að tala um að húsnæðisverð hafi lækkað um allt að 10% undanfarnar vikur. Þessi "lækkun" hefur því að mestu átt sér stað í því að nafnverð húsnæðis hefur staðið í stað.
Þessar tölur um verðbólgu í júlí ýta ennþá frekar undir þá spá mína frá því í maí (sjá hér), að verðbólga verði að minnsta kosti 14% síðsumars (lesist ágúst). Ef gert er ráð fyrir að verðbólgan helmingist á milli mánaða næsta mánuðinn og verði því nálægt 0,5%, þá mun verðbólga í ágúst samt hækka og verða yfir 14% (14,1%). Vandamálið er að það lítur alls ekki út fyrir að vísitöluhækkun milli júlí og ágúst verði lægri en milli júní og júlí.
Venjulega hefur ágúst verið sá mánuður sem hefur verið með lægsta verðbólgu. Hefur það fyrst og fremst verið vegna að útsöluáhrifin hafa komið inn í þá vísitölumælingu. Í ár verður breyting á, þar sem verðbólgumælingar eru núna framkvæmdar um miðjan mánuð, en voru áður framkvæmdar í byrjun mánaðar. Þetta gerir það að verkum, að útsöluáhrifin koma fram í júlívísitölunni og hækkun vegna nýrrar vöru kemur fram í ágústvísitölunni, þ.e. gert er ráð fyrir að útsölur byrji eftir miðjan júní og ný vara komi inn fljótlega eftir Verzlunarmannahelgi. Það eru því talsverðar líkur á því að vísitalan í ágúst verði eins og septembervísitalan hefur verið venjulega. Undanfarin 10 ár hefur septembervísitalan alltaf verið hærri en ágústvísitalan svo nemur á bilinu 0,27 og upp í 1,31%. Ef við gefum okkur sambærilegan mun á júlí og ágúst og hingað til hefur verið á ágúst og september, þá erum við ekki í góðum málum varðandi mælinguna í ágúst. 0,27 til 1,31 punkta viðbót ofan á 0,94% er allsvakalegt. Lægri talan gæfi okkur ársverðbólgu upp á 14,9%, en hærri talan ársverðbólgu upp á 16%. Það er víst ekkert annað en að bíða og vona að hækkanirnar verið ekki svona skarpar.
![]() |
Verðbólgan mælist nú 13,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 10:33
Fyrir þá sem vilja fylgjast með heimsmarkaðsverði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2008 | 14:33
Hvað þurfa raunstýrivextir að vera háir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2008 | 13:10
Nýr Listaháskóli - fleygur í götumynd Laugavegar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.7.2008 | 15:12
Samstarfsamningur við IT Governance Ltd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 18:51
Olíuverð í frjálsu falli - loksins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2008 | 17:05
Hversu oft hefur mátt horfa upp á krónuna veikjast verulega í lok dags?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 02:21
Matsfyrirtækin fá ákúru frá SEC og ESB
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.7.2008 | 12:28
Orðrómur gerir menn taugaveiklaða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2008 | 00:42
Áhrif lánakreppunnar á sjóðsstjóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2008 | 12:36
Evra eða ekki, það er spurningin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.7.2008 | 23:13
Rangárvellir undir Eyjafjöllum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 13:14
Hvaða reglur gilda á þínum vinnustað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.7.2008 | 16:34
Hver er kostnaðurinn af bæjarstjóraskiptunum í Grindavík?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2008 | 22:13
Hvað hefði gerst ef þetta hefði verið öfugt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.7.2008 | 00:38
Úrskurður Persónuverndar í Grundarmáli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2008 | 15:27
Áhugaverðir og spennandi tímar framundan hjá GGE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 01:18
Af kökum, hausum og fleira vefrusli á blog.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði