Leita í fréttum mbl.is

Olíuverð í frjálsu falli - loksins

Hráolía (Crude oil) hefur lækkað skarpt í dag.  Þegar þetta er ritað kl. 18:45 stendur tunnan í rétt um USD 129,5 og hefur því lækkað um rúmlega 5 USD frá opnun í dag.  En breytingin hefur ekki bara verið niður á við, því hæst fór tunna í tæplega USD 138.  Nú er bara að sjá hvernig dagurinn endar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Vonandi að bjartsýnin brjótist fram úr skýjabökkunum fljótlega með lækkandi bensínverði.

Hrannar Baldursson, 17.7.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er aldrei að vita, Hrannar, nú þarf gengisvísitalan að fara sömu leið.

Marinó G. Njálsson, 17.7.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta kemur allt saman. Við þurfum bara að gæta öryggisins betur, nokkuð sem mér sýnist hafa klikkað svolítið í apríl og öll þjóðin er enn að súpa seiðið af.

Hrannar Baldursson, 18.7.2008 kl. 00:03

4 identicon

Hví loksins? Þetta kalla ég skammtímamarkmið, í besta falli

Hátt olíuverð leiðir til minni notkunar og betri nýtingar. Ef við getum komið okkur saman um það að olía sé takmörkuð auðlind, sem einhverntíman veður uppurin og ef við getum komið okkur saman um það að við viljum skilja heiminn eftir í eins góðu ásigkomulagi og hægt er handa komandi kynslóðum hlýtur hátt olíuverð að vera heppilegt.

Ég get amk. ekki séð betur.

Auk þess leiðir þetta til hækkunar á öðrum orkugjöfum sem senn leiðir til þess að við Íslendingar fáum meira fyrir orkuna okkar.

Manni hitnar við að pissa í skóinn sinn fyrst um sinn. Síðan kólnar heila klabbið.

Þrándur (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1678171

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband