Leita í fréttum mbl.is

Villandi, ef ekki rangur fréttaflutningur

Mér ţykir ástandiđ í ţjóđfélaginu alveg nógu klikkađ og alvarlegt, ţó svo ađ fjölmiđlar snúi ekki út úr upplýsingum á ţann hátt sem hér um rćđir.  Fyrirsögnin "Útlánin jukust um 3.500 milljarđa á einu ári" er villandi, ef ekki beinlínis röng.

Ţađ er rétt ađ andvirđi útlánasafns bankanna hćkkađi um 3.500 milljarđa miđađ viđ ţćr upplýsingar sem koma fram í fréttinni.  Ţegar betur er ađ gáđ (og Morgunblađiđ greinir skilvíslega frá), ţá er ástćđa fyrir 2.200 milljörđum breytingar á gengi krónunnar og verđbólga.  Höfuđstóll fyrirliggjandi lána hćkkađi af ţessum sökum, en ekki er fyrir nýjum útlánum ađ fara.  Útlánin jukust ekki, heldur varđ breyting á höfuđstóli.  Útlán aukast ekki nema nýtt lán sé veitt eđa eldra láni er skuldbreytt til hćkkunar.

Til ţess ađ svona samanburđur sé marktćkur, ţá verđur ađ gera hann á föstu gengi og á fastri vísitölu.  Morgunblađiđ reynir ţađ ađ hluta og segir ađ ţegar tekiđ hefur veriđ tillit til gengisbreytinga, ţá sé raunhćkkun 1.300 milljarđar króna.  Hér er aftur fetađ út á hálan ís.  Er veriđ ađ tala um raunhćkkun út frá nýjum lánum, sem ekki voru áđur til stađar eđa raunhćkkun sem hćkkun umfram ţađ sem hćgt er ađ skýra út frá gengisţróun?  Í okkar verđbólguţjóđfélagi, ţá er hugtakiđ raunhćkkun notađ um hćkkun umfram verđbólgu.  Verđbólga var nálćgt 15% frá miđju ári 2007 fram á mitt ár 2008 (ágúst til ágúst).  Nú er bara spurningin hvađ stór hluti ţessara 1.300 milljarđa er umfram verđbólguhćkkun útlánasafnsins.

Niđurstađa mín er ađ Morgunblađiđ setur fram í ţessum stutta stúf á mbl.is tvćr villandi, ef ekki rangar stađhćfingar.  Hin fyrri, sem síđan er leiđrétt í fréttinni, er ađ útlánin hafi aukist um 3.500 milljarđa.  Sú síđari er ađ raunhćkkun hafi veriđ um 1.300 milljarđa.  Hvorugt stenst skođun.

Síđan skil ég ekki hvers vegna eftirfarandi setningu er skotiđ inn í frétt mbl.is:

Á tímabilinu var mikil lausafjárkreppa í heiminum og margar lánalínur bankanna höfđu ţegar lokast.

Er ţarna veriđ ađ skýra hćkkun andvirđi útlánasafnanna eđa er veriđ ađ skýra út af hverju ţau hćkkuđu ekki meira?


mbl.is Útlánin jukust um 3.500 milljarđa á einu ári
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Er ţarna veriđ ađ skýra hćkkun andvirđi útlánasafnanna eđa er veriđ ađ skýra út af hverju ţau hćkkuđu ekki meira?"

Er ekki bara veriđ ađ gagnrýna bankana fyrir ađ auka útlán ţegar ađstreymi lánsfjár til ţeirra var ađ ţorna upp? Er ţađ ekki eđlilegt? Ţađ er ljóst ađ úlánin jukust á tímum ţegar ţau hefđu ekki átt ađ gera ţađ, hvort sem aukningin er sú sama og kom fram í frétinni eđa ekki. En ţađ breytir ţví ekki ađ ţađ ţarf ađ fara rétt međ tölur.

Ţorgeir Ragnarsson (IP-tala skráđ) 25.11.2008 kl. 09:25

2 identicon

Marinó,

  Ţetta heldur náttúrulega ekki vatni hjá ţér. Útlán bankana jukust einfaldlega um ţessa krónutölu. Síđan talar bankinn um ţađ hvađ sé á bak viđ tölurnar. Ţađ var jú verđbólga. Ţađ er ţađ eina relevant í ţessu, sem lćkkar tölurnar.

  Ţegar gengi krónunnar var hátt, ţá kostađi nú útrásin ekki mikinn pening, og útlán bankanna var lág. MÁLIĐ ER HINS VEGAR AĐ KRÓNAN VAR EKKI RÉTT SKRÁĐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

   Ţú verđur ađ átta ţig á ţví. Hver er rétta upphćđin? Máliđ er ţegar öllu er á botnin hvolft ađ útlánaaukningin var mikil!!!!!!!! PUNKTUR OG BASTA......................GET OVER IT!!!!!

Jóhannes (IP-tala skráđ) 25.11.2008 kl. 09:27

3 identicon

Held ad meginpunkturinn i tessarri frett se ad lanalinur bankanna vaeru lokadar og teir tvi ekki ad fa mikinn pening inn. Tratt fyrir tetta eru teir ad auka utlan um tugi prosenta. Hver svo se nakvaem utlanaaukningin er ta er  hun oedlileg midiad vid fjarmognun bankans.

GU (IP-tala skráđ) 25.11.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ţorgeir, ţađ er ekki tilgreint í fréttinni hvenćr á tímabilinu aukning útlánanna um 1.300 milljarđa átti sér stađ, ţannig ađ viđ vitum ekki hvort ţađ gerđist jafnt og ţétt eđa á ákveđnu tímabili.  Ég hef ekki hugmynd um hvenćr lánalínur tóku ađ lokast, en samkvćmt fréttum frá bönkunum, ţá áttu ţeir ekki í slíkum vandamálum fyrr en eftir mitt ţetta ár.

Jóhannes, ég skil hvorki upp né niđur í ţví sem ţú ert ađ segja.  Ég er ekki ađ verja útlán bankanna eđa gagnrýna.  Ég er ađ benda á ranga framsetningu Morgunblađsins á upplýsingum.  Ţetta hefđu alveg eins geta veriđ um sölu sumarblóma.

Marinó G. Njálsson, 25.11.2008 kl. 11:59

5 identicon

Sćll Marínó.

Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ Brennpunkt, einum besta rannsóknarblađamennskuţćtti Norđurlanda.  Hann er sýndur á besta senditíma í kvöld og ţar er fariđ í kjölin á Glitni og Jón Ásgeir og ţar er engu til sparađ.  Ţeir telja sig hafa fundiđ skúrkinn. Hér eru önnur tök en hjá ţessum ömurlegu fréttastofum á Íslandi.Ţeir eru međ beittustu fréttamenn Noregs, ţeir hafa fullan ađgang ađ endurskođendum, hagfrćđingum og lögrćđingum og ţar er engu til sparađ ţegar grunur er um mađk í mysunni.  Ţetta er alvöru fréttamennska en ekki ţessir sömu hrćddu og keyptu amatörarnir sem viđ höfum á Íslandi.

http://www.nrk.no/programmer/tv/brennpunkt/1.6322990.

Gunn (IP-tala skráđ) 25.11.2008 kl. 17:40

6 Smámynd: Sćvar Finnbogason

Enn og aftur frábćr fersla hjá ţér Marinó. Ţađ verđur ađ olesa fjölmiđla afar gagnrýniđ nú um stundir (eins og reyndar síđustu ár)

Eins og ţú segir er ţetta ekki til ađ hjálpa fólki ađ átta sig á stöđunni.

Sćvar Finnbogason, 26.11.2008 kl. 13:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1679457

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband