Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegt að færa niður verðmæti/höfuðstól veðlána

Ég tel nauðsynlegt að við þetta mat verði höfuðstóll veðlána heimilanna hjá bönkunum færður niður í þá tölu sem þau stóðu í 1. janúar 2008 og síðan afborganir síðustu 12 mánaða dregnar frá.  Það er út í hött að gera ráð fyrir að þessi veðlán innheimtist í samræmi við stöðu höfuðstóls á síðustu 4 mánuðum.  Verði miðað við núverandi stöðu lánanna, þá er búið að byggja verulegt fyrirséð tap inn í stofnefnahagsreikning bankanna.  Mun skynsamlegra er að tapið verði eftir í gömlu bönkunum eða það verði afskrifað strax.
mbl.is Mat á eignum og skuldum bankanna miðar vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

a) kröfuhafar gömlu bankanna munu ekki samþykkja það, og þar af leiðandi ekki samþykkja uppgjörið við gömlu bankana. Þannig að sú hugmynd að láta erlenda kröfuhafa borga fyrir óráðsíu íslenskra neytenda gengur ekki. Hvorki lagalega né með tilliti til þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem við höfum undirgengist.

b) ef þú "afskrifar" skuldirnar strax samrýmist það EKKI alþjóðlegum reikningsskilavenjum. En það sem meira skiptir er að slíkt kallar fram TAP á rekstri bankanna sem sópar burt eigin fé þeirra, og til að þeir geti lifað þarf ríkið að borga inn nýtt hlutafé sem nemur afskriftinni.

Ergó, önnur leiðin er ófær og hina leiðina borga skattgreiðendur upp í topp strax.

Þessar "tillögur" þínar eru einkennandi fyrir dæmalaust röfl pöpulista sem vita ekki um hvað þeir eru að tala.

Liberal, 29.1.2009 kl. 18:01

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þú veist að þú getur lokað á þennan Liberal, sem er svo mikil gunga að hann þorir ekki að skrifa undir nafni, það tekur því ekki að eiða orðum í hann, ég vorkenni honum hræðilega mikið og það er hræðilega erfitt að vera hann. mæli með að allir taki þetta nafnlausa lið út hjá sér, sem er í egóköstum hér á blogginu.

Mæli með þessari aðferð, heimilin eru að fara á hausinn Marinó.

Sigurveig Eysteins, 29.1.2009 kl. 18:23

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Og "Liberal" þitt röfl er dæmigert fyrir aðila, sem hafa ekkert að segja nema vera á móti því sem aðrir segja.  Þú ert meira að segja, ekki meira "liberal" en svo að koma fram undir nafnleynd.  Enda gætir þú líklegast ekki komið fram undir nafni miðað við stóryrtar yfirlýsingar þínar um samlanda þína.

Ég hef engar áhyggjur af kröfuhöfum gömlu bankanna.  Þeim bjóðast alveg örugglega ágætis kjör, sem þeir sætta sig við.  Ég get ekki séð að það muni skipta þá máli hvort endurgreiðslan til þeirra verður 20% eða 22%.

Stofnefnahagsreikningur er eitthvað sem stjórnvöld og FME taka ákvörðun um.  Þessir aðilar ráða því hvað fer inn í hann.  Það eina sem ég er að segja, er að það væri ákaflega klaufalegt að taka inn í hann kröfur sem fyrirséð er að þurfi að afskrifa um 30-50%.

Varðandi "alþjóðlegar reikningsskilavenjur", þá held ég að farið hafi verið allfrjálslega með þær undanfarna mánuði.

Loks, varðandi að ég viti ekki hvað ég er að segja, þá held ég að þau ummæli dæmi sig sjálf.

Marinó G. Njálsson, 29.1.2009 kl. 18:30

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir ábendinguna, Sigurveig, ég vissi af því, en vil leyfa fólki að tjá sig.

Marinó G. Njálsson, 29.1.2009 kl. 18:31

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

alltaf kemur betur í ljós veik hugmyndafrædi verdtryggingarinnar. ekki er raunhæft ad nota slíka vidmidun nema í reiknilíkani sem tharf ekki ad taka tillit til lifandi fólks í síreytilegu hagkerfi. (af hverju ekki mida verdtryggingu vid vísitölu fiskverds á Bremerhafenmarkadi. ) Thegar vísitalan bendir nidur á höfudstóllinn ad lækka samsvarandi. Einsog svo margir hafa bent á er "samningurinn" um verdtryggingarákvædi einhlida færsla frá lántakanda til eigenda. Ákvædin eru samin á tímum thegar "neytendur" voru nánast réttlausir í landinu. Ef réttlát breyting á thessu fáranlega kerfi verdur til thess ad bankarnir fari aftur á hausinn thá sé ég ekki fyrir mér ad their muni hvort ed er lifa af hremmingarnar sem skuldsettur sjávarútvegur færir theim. Thakka thér svo Marinó ad halda thessari umrædu á lofti.

Ég geri rád fyrir ad their sem kalla sig "líberal" séu af söfnudi frjálshyggjunnar. Flestir í theim söfnudi eru í raun langoftast áskrifendur ad launum sínum frá ríki almúgans sem their líta nidur á. Hannesar og Davídar. Verdtryggingin er ríkisafskiptaleid af frjálsum fjármagnssamningum og thví alveg rökrétt ad "frjálshyggjumenn" hallist einhlida ad slíkum lausnum.

Gísli Ingvarsson, 29.1.2009 kl. 18:55

6 Smámynd: Offari

Fyrirgefðu að ég skuli voga mér að koma með nafnlausar skoðanir hér.

Björgun heimilana er í raun frumþörf þeirra björgunaraðgerða sem þarf. Talað er um að 40-50% heimilana séu á barmi gjaldþrots. Ef stór hluti heimilina fer á hausinn blasir við enn verra óstand. Bankar og fyrirtæki munu líklega falla með. Hagkerfið mun þá líklega líka fara í þrot. Siðeitrun almennings mun aukast með glæpum og óeirðum.  Táragasnotkum mun þá trúlega aukast það verulega að skattgreiðendur munu finna fyrir þeim útgjaldalið.

 

Með svona svartsýnisspá er hægt að réttlæta afskriftir skuldugustu heimilana. Staðreyndin er líka sú að mestur hluti skuldsetningar heimilana stafaði af alltof háu fasteignaverði. Var það heimilinum að kenna? Nei heimilin eru saklaus fórnarlömb og því finnst mér að ríkinu beri skilda til að leiðrétta þessa skekkju mað því að afskrifa stóran hluta af skuldum heimilana.

Það skal tekið fram að ég er sem betur fer svo lágt launaður að engin lánastofnun vildi lána mér til íbúðakaupa þótt ég haf getað borgað 15 mijónir sem útborgun í húsnæði.

Offari, 29.1.2009 kl. 19:34

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Góðar tillögur Marinó. Koma Hagsmunasamtök heimilanna að vinnu með ríkisstjórninni um þennan málaflokk. Ég sé ekki ástæðu til að opinbera mína vanþekkingu á þessu flókna kerfi með tillögugerð út í loftið, eins og fólk gerir gjarna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 20:22

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Offari, þínar skoðanir eru undir nafni (Starri), þó þú notir Offari sem undirskrift.  "Liberal" fer út um allt með blammeringar og hans aðferðir eiga ekkert skylt við hvernig þú berð þig að.  Auk þess eru þín innlegg málefnaleg.  Þannig að haltu endilega áfram að setja inn athugasemdir.

Ég er sammála þér í því að björgun heimilanna er forgangsmál.  Það er gert með því að tryggja störf fólks og stilla greiðslubyrðina þannig að fók hafi efni á að greiða af lánunum. 

Marinó G. Njálsson, 29.1.2009 kl. 20:31

9 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Alveg hárrétt Marínó.    Nú er að safna liði til að sannfæra nýja ríkisstjórn um þörfina fyrir "almenna aðgerð" - sem virðir jafnræði og getur komið öllum til góða.  Skattalegar leiðréttingar í gegn um vaxtabætur/húsaleigubætur er svo annað mikilvægt úrlausnarefni . . .  fyrir hagsmuni allra fjölskyldna.

Hef bloggað um þetta og tjáð mig í blöðum og á fundum frá því í október;

http://blogg.visir.is/bensi/2009/01/05/ney%c3%b0arkall-yngri-fjolskyldnanna-vegna-orettlatrar-ver%c3%b0tryggingar/ 

Benedikt Sigurðarson, 29.1.2009 kl. 22:12

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sæll Benedikt.  Ég er í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (varamaður) og við erum því í samstarfi.  Ég hef líka bloggað um þetta og er hægt að finna tengla á það hérna hægra meginn (aðeins ofar).

Mér er ómögulegt að skilja margt af því sem fráfarandi ríkisstjórn hefur gert og barið sér á brjósti fyrir að vera heimilunum til hagsbóta.

Ég setti m.a. þessar tillögur fram 6. október:

Í fyrsta lagi að hækka hámarksvaxtabætur umtalsvert.  Þess vegna í 1.000.000 kr. fyrir einstakling og 2.000.000 kr. fyrir hjón.  Fyrir mjög marga mun það ekki einu sinni duga til að vega upp verðbætur og gengisbreytingu. 

Í öðru lagi að afnema eignamörk vegna vaxtabóta, þar sem mjög margir sitja uppi með tvær eignir, þ.e. nýkeypt húsnæði eða húsnæði í byggingu og síðan gamla húsnæðið sitt. 

Í þriðja lagi, að leyfa fólki að setja bílalán inn í vaxtabótaútreikninga. 

Í fjórða lagi, að leyfa fólki að taka gengisbreytingu umfarm eitthvað tiltekið gengi sem kemur fram í afborgunarhluta lánsins inn í vaxtabótaútreikninginn.  Viðmiðið gæti t.d. verið að hækkun gjaldmiðla umfram verðbólgu + 10%.  Hægt væri að fá bankana til að hjálpa fólki við þessa útreikninga. 

Marinó G. Njálsson, 29.1.2009 kl. 22:31

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkissjóður er algjörlega fallít og var það raunar þegar áður en keðjubréfaæði bankanna stoppaði. Útgefinn væntanlegur halli hans á þessu ári er eitthvað 150 milljarðar sem örugglega þýðir að hann verður ekki undir 250-300 milljörðum (yfir 60% af þverrandi tekjum). Gjaldþrota aðili með risavaxinn rekstrarhalla getur illa bætt við sig skuldum til að dekka hallann, það segir sig sjálft.

Húsnæðisverð þarf að falla um amk. 50% til að einhver kaupáhugi að ráði myndist og húsnæðiskostnaður almennt verði í sambandi við efnahagslegan veruleika sem við blasir. En við það fara tugþúsundir beint á hausinn. 

Þetta er augljóslega óviðráðanlegt með öllu nema einingin verði hreinlega innlimuð í stærra kerfi. Evrópusambandið mun þar af leiðandi hirða draslið á næstu 1-2 árum á algjöru botnverði og ekkert getur komið í veg fyrir það úr þessu. 

Baldur Fjölnisson, 30.1.2009 kl. 09:11

12 identicon

Þessar tillögur þínar eru góðar fyrir lánþega Marínó en samt er margt rétt í því sem Liberal segir. Þetta verður að ræða frá mörgum hliðum.  Staða margra skuldugra heimila er í stórhættu. 
Bankarnir eru gjaldþrota bæði gömlu og nýju og þeir sem eiga kröfu í þau þrotabú þeas. erlendir lánadrottnar bankanna hafa í raun mikið að segja um uppgjörið.  Lánadrottnar okkar erlendis undir forystu IMF mun hafa hér lykilstöðu.
Það er nokkuð augljóst að einhliða skuldaamnesi verður á kostnað íslenskra skattgreiðenda og mun í raun tefja uppbyggingu fjármálakerfis landsins og gera skuldastöðu bankanna og þar með ríkisins ennþá erfiðari.  Þetta verður náttúrulega að meta hvað er raunhæft og margar af þessum kröfum verður náttúrulega að afskrifa.

Hagfræði er fag sem hefur ekkert með réttlæti að gera þar eru guðfræði og heimspeki og siðfræði. 
Eitt er að vilja gera eitthvað annað hvað er hægt að gera.  Það er ótalmargt sem stjórnvöld og hagsmunasamtök vilja gera til að hjálpa heimilum, fyrirtækjum og auka á framkvæmdir en við erum í óþægilegri pattstöðu.  Raunar held ég að fyrri stjórn hafi reynt ýmislegt til að bæta þetta en rekið sig stöðugt á það sama að örlög okkar eru komin í annara hendur. 

Gunnr (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 09:24

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunnr, við sem erum að greiða af húsnæðislánum erum öll íslenskir skattgreiðendur.  Ég get ekki séð að það sé eitthvað betri forgangsröðun á notkuun "skattpeninga" að greiða fyrst erlendar skuldir og bjarga síðan heimilunum, ef eitthvað er eftir.  Við þurfum fyrst að bjarga heimilunum og síðan semjum við um greiðslu annarra skulda.  Ef heimilin fara á hausinn, þá verða ekki nægar skatttekjur eftir til að greiða hitt.  Síðan annað sem ég hef aldrei skilið:  Af hverju mátti nota skattpeninga til að bjarga innstæðieigendum og þeim sem lagt höfðu í peningasjóðina, en það má ekki nota skattpeninga til að hjálpa þeim sem hafa tapað stórum hluta sparnaðar síns í hlutabréfum eða steinsteypu?  Skýrið þið snillingar þetta út fyrir mér með haldbærum rökum.  Við erum að tala um fleiri hundruð milljarða sem fóru í þetta af skattpeningum.  Ég hef svo sem ekki skoðað það, en hvað ætli jafnræðisregla stjórnarskrárinnar segi um þetta?

Mér finnst menn gjörsamlega horfa framhjá því, að stór hluti húsnæðislánanna er þegar tapaður.  Greiðslur er komnar langt upp fyrir greiðslugetu lántakenda.  Upphæð veða er komin upp fyrir markaðsverð.  Ég sé ekki muninn á því að bankinn afskrifi lánið áður en gengið er að skuldaranum eða eftir að búið er að ganga að skuldaranum.  Raunar hled ég að tap bankans verði minna við að semja við skuldarann um niðurfærslu höfuðstóls, en með því að geyma verðlitla eign í langan tíma eða selja á hálfvirði.

Síðan er ég ósammála því að lánadrottnar okkar hafi einhverja lykilstöðu.  Þetta eru lánadrottnar gömlu bankanna, ekki ríkisins.  Ríkið er, að því ég best veit, ekki í ábyrgðum fyrir skuldum gömlu bankanna.

Málið er að það er búið að gera svo mörg mistök í þessari svo kölluðu björgunarvinnu, að ástandið er verra í dag, en það var í byrjun október.  Mér finnst t.d. fáránlegt hvernig farið var að því að "bjarga" Seðlabanka Íslands.  Af hverju var valið að kaupa skuldabréf bankanna?  Það var alveg eins hægt að fara allt aðra leið, sem ég hef bent á.  Hún var að gera þríhliða samning sem hefði falið í sér að ríkið keypti veðlán (m.a. húsnæðislán) af fjármálafyrirtækjunum, sem notuðu peninginn til að greiða Seðlabankanum.  Þannig myndu fjármálafyrirtækin leysa til sín aftur skuldabréfin sem þau lögðu að veði fyrir lánum sínum hjá Seðlabankanum.  Málið er leyst:  Höfuðstóll veðlána lækkar í viðráðanlega greiðslubyrði, fjármálafyrirtækin greiða upp hluta skuldar sinnar við Seðlabankann og Seðlabankinn fær þá innspýtingu sem hann þarf.  Vissulega sitja fjármálafyrirtækin uppi með skuldabréf gefin út af gömlu bönkunum, en þau þarf líklegast að færa minna niður til skamms tíma en veðskuldir heimilanna og fyrirtækja.  Ríkissjóður á veðskuldir fyrir einhverja 350 milljarða sem hægt er að geyma þar til betur árar í þjóðfélaginu eða afskrifa á löngum tíma.  Skuldabréf gömlu bankanna þarf aftur að afskrifa um 80% á 2 - 3 árum.

Eitt í viðbót.  Getur einhver sagt mér hvaða skuldbindingar lágu/liggja að baki húsnæðislánum bankanna?  Mér er t.d. sagt að bak við stóran hluta myntkröfulána séu óverðtryggð íslensk lán.  Það hafi því verið nauðsynlegt og ákaflega hagstætt fyrir lánveitendur að krónan féll eins og raun bar vitni.  Menn hafi gengið út frá því, þegar lánin voru veitt, að GVT myndi hækka í 135 stig á lánstímanum.  Við þá stöðu stæðu menn uppi með góðan hagnað.  Það þýðir að allt sem er umfram GVT 135 er að gefa fjármálafyrirtækjunum hagnað sem ekki var gert ráð fyrir við óbreyttan kostnað.  Gömlu bankarnir hefðu því verið meira en aflögufærir við að lækka gengisviðmiðið niður í GVT 150 eða jafnvel neðar.  Þetta þarf að skoða, þegar stofnefnahagsreikningar nýju bankanna eru settir upp, þ.e. að upphaflegu skuldbindingar gömlu bankanna vegna húsnæðislánanna fylgi yfir í nýju bankanna, en ekki bara uppblásinn höfuðstóll lánanna.  Það verður að skapa nýju bönkunum strax svigrúm til að afskrifa 30-50% af höfuðstóli veðlána.  Og ég mótmæli þeirri staðhæfingu, að hér sé um skattpeninga að ræða.  Þetta snýst um debit og kredit í bókhaldi bankanna, en ekki bara aðra hliðina.

Marinó G. Njálsson, 30.1.2009 kl. 10:09

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Til viðbótar þessu heyrði ég nokkuð skemmtilega lagaskýringu um daginn.  Þegar maður tekur lán, þá fær maður blað sem sýnir væntanlegar greiðslur allan lánstímann.  Þetta er skjal sem maður þarf að skrifa undir og þar með staðfesta að maður hafi lesið.  Það eru einhverjir lögfræðingar sem vilja meina, að þetta sé hinn eiginlegi samningur milli lánveitandans og lánstakans um greiðslur og því sé skuldaranum ekki skylt að greiða umfram það sem þar segir.  Þetta eigi jafnt við um lán í íslenskum krónum sem mynt körfulán, þar sem greiðslurnar á greiðsluyfirlitinu eru í íslenskum krónum.

Það væri áhugavert að láta reyna á þetta.

Marinó G. Njálsson, 30.1.2009 kl. 10:17

15 Smámynd: Offari

Marino hér er mín hugmynd reyndar meðal annars byggð á þínum hugmyndum.

Sú aðferð sem ég tel vera best til að niðurgreið fasteignalán er að ríkið kaupi skuldir bankana af seðlabanka með afföllum. Bankinn greiðir skuldina með fasteignaskuldabréfum heimilana. Ríkissjóður afskrifar hluta þeirrar skuldar og kapir síðan fasteignaskuldabréf af íbúðalánasjóð og öðrum í skiptum fyrir önnur ofveðsett bréf.  Fyrir vikið verða til bréf sem heimilin sjá fram á að geta greitt og með því móti verða bréfin í raun verðmætari en þau voru.

 http://offari.blog.is/blog/offari/entry/789390

Offari, 30.1.2009 kl. 10:55

16 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Offari, þetta er nokkurn veginn sömu hugmyndir og ég hef lagt fram í tveimur færslum:

Björgunaraðgerðir vegna Seðlabankans geta nýst heimilunum

Tillaga um aðgerðir fyrir heimilin

Marinó G. Njálsson, 30.1.2009 kl. 11:24

17 Smámynd: Offari

Já enda voru það þínar hugmyndir sem leiddu mig að svipaðri niðurstöðu. En nú þarf að koma þessum hugmyndum og öðrum í umræðuna með einhverjum ráðum.

Offari, 30.1.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband