23.1.2009 | 00:41
Hagsmunasamtök heimilanna
Ég vil minna fólk á að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna. Við erum þegar farin að ná athygli ráðamanna og þeir vilja tala við okkur. Næstkomandi laugardag, 24. janúar, milli kl. 11 og 13 verður opinn vinnufundur í Borgartúni 3. Á fundinum verður rætt um verðtryggð lán, gjaldeyrislán (myntkörfu) og lagabreytingar. Allir eru velkomnir.
Hjálpið okkur að standa vörð um heimilin sem grunnstoð samfélagsins. Sendið okkur erindi og uppástungur á heimilin@heimilin.is. Takið þátt í að móta kröfur til stjórnvalda og tillögur um það hvernig bæta má hag heimilanna og koma þeim út úr þeim ógöngum sem mikil verðbólga, háir stýrivextir og hrun krónunnar hafa orsakað. Allt of mörg heimili líða fyrir þetta, þó sem betur fer það eigi ekki við öll heimilin í landinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 1679456
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gott að heyra að ráðamenn hafi tekið eftir ykkur/okkur. Þau eru auðvitað ánægð ástjórnarheimilinu að fá faglega aðstoð. Hvet fólk að ganga til liðs
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2009 kl. 01:31
Varðandi tillögur vegna aðgerða sem stjórnvöld hafa, eða hafa ekki gripið til, þá maður heyrt marga kvarta yfir því hversu verðtryggð lán hafa hækkað í kjölfar bankahrunsins. Félagsmálaráðherra brást við þessu með lögum 133/2008 (greiðslujöfnun) sem manni finnst þó ekki vera nein alvöru lausn heldur frekar það að vandanum sé velt á undan sér. Maður hefur séð þær tillögur víða að réttlátast væri ef vísitöluútreikningurinn væri niðurfærður eins vísitalan var fyrir hrunið, auk þess sem grundvelli vísitölunnar væri breytt. Af hverju ætti t.d. almenningur að þurfa að líða fyrir svona kerfishrun sem verður að telja hæpið að hafi verið tilgangur laganna um verðtryggingu á sínum tíma ? Gegn þessu hafa heyrst raddir sem segja að það væri það vitlausast sem hægt væri að gera hrófla við vísitölunni á einn eða annan hátt, lífeyrissjóðirnir eigi svo mikið af verðtryggðum eignum o.s.frv.
Ég verð að segja fyrir mitt leyti að þá sakna ég þess að hafa ekki séð neitt á opinberum vettvangi frá stjórnvöldum alvöru úttekt á áhrifum slíkra breytinga í tölum og orðum á þjóðarbúið, ef áhrifin yrðu jafn drastískt og sumir vilja meina. Var fjallað um þetta með konkret hætti í vinnu nefndarinnar sem Félagsmálaráðherra skipaði, hvers vinna varð svo að lögum 133/2008? Ef svo er hefur skýrsla nefndarinnar verið gerð opinber ? Mér finnst það vera lágmarkskrafa að ef e-h slíkar aðgerðir stefna þjóðarbúinu í voða að það sé þá útskýrt skilmerkilega af hverju og í hverju það felist nákvæmlega.
Þórarinn (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:29
Þórainn, ég hef skrifað um þessi mál frá því áður en bankarnir hrundu og má finna tengla í þau skrif mín hér hægra megin. Í þessum skrifum mínum er að finna nokkrar tillögur, sem ég tel að sé ekki bara skynsamlegt að grípa til, heldur brýnt. Ég tel, t.d., að skynsamlegt sé að taka hluta af höfuðstóli lána og setja á afskriftarreikning. Mín tillaga er að miðað sé við gengi og vísitölu 1. janúar 2008, þ.e. áður en hamfarirnar hófust. Ég tel líka mikilvægt að setja þak á vexti og verðbætur, þannig að skuldari beri ekki einn ábyrgð á efnahagsþróuninni. Loks hef ég lagt til að ríkið taki yfir hluta allra veðlána heimilanna (t.d. það sem fer á afskriftarreikning) í staðinn fyrir að kaupa bankaskuldabréfin af Seðlabankanum. Þetta er allt útlistað í hinum og þessum færslum sem tengt er við hér til hliðar.
Marinó G. Njálsson, 23.1.2009 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.