Leita í fréttum mbl.is

Hvar er skjaldborgin um heimilin?

Tíminn líður hratt og nú eru réttar 4 vikur frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við.  það var minna kossaflens í kringum hana og fáar yfirlýsingar.  Þær sem komu voru þó afdráttarlausar:

Slá skal skjaldborg um heimilin

Nú spyr ég: Hvar er skjaldborgin?  Lögð hafa verið fram lagafrumvörp um stöðvun aðfara og nauðungaruppboða til 31. ágúst 2009 og frumvarp um greiðsluaðlögun. Þau eru stopp í nefnd og er ekki vitað hvenær þau koma þaðan út.

Ég auglýsi eftir aðgerðum sem nýtast heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.  Nei, ég krefst aðgerða af hálfu ríkisvaldsins og fjármálafyrirtækja, sem koma til móts við síversnandi efnahag heimilanna og fyrirtækjanna.  Um þessar mundir eru 12 mánuðir síðan hrun krónunnar hófst.  Það eru 18 mánuðir síðan fyrsta "verðbólguskotið" kom.  Og á þessum 12 - 18 mánuðum hefur ríkisvaldið EKKERT gert til að hjálpa heimilum og fyrirtækjum í landinu.  Það eina sem kemur er "Það er ekki hægt.."  Hér er röng hugsun í gangi.  Í staðinn fyrir að segja "þetta er ekki hægt", þá á spyrja "hvernig getur við farið að þessu" og "hver er ávinningurinn af því að fara þessa leið".

Þjóðfélagið er fullt af fólki sem er til í að tala allar hugmyndir niður.  Gefum því frí núna og virkjum fólkið sem er með hugmyndirnar.  Notum aðferðir hugflæðifunda við að leita lausna, en þá er fyrst öllum hugmyndum hent fram og er bannað á því stigi að gagnrýna hugmyndirnar.  Næst eru hugmyndir flokkaðar og þær efnilegustu útfærðar nánar.


Á óvenjulegum tímum duga engin venjuleg ráð

Í dag sendu Hagsmunasamtök heimilanna sendur frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í dag:

Á óvenjulegum tímum duga engin venjuleg ráð

Hagsmunasamtök heimilanna telja tillögur Framsóknarflokksins í efnahagsmálum, sem fela m.a. í sér almennar aðgerðir vegna skuldavanda þjóðarinnar, skref í rétta átt þó útfæra þurfi þær frekar.  Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt ríka áherslu á að gripið verði til almennra aðgerða þar sem jafnræði og jöfnun áhættu milli lánveitenda og lántakenda sé höfð að leiðarljósi.

Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eru m.a.:

Leiðrétting á gengistryggðum íbúðalánum
Lýsing: Gengistryggðum íbúðalánum verði breytt í verðtryggð krónulán.
Útfærsla: Boðið verði upp á að gengistryggð íbúðalán verði umreiknuð sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi einstakra lána.

Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum
Lýsing: Verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. janúar 2008.
Útfærsla: Verðbótaþáttur, frá og með 1. Janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4%.  Aðgerð þessi er fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar.

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja stjórnvöld til að afgreiða frumvörp laga um frestun fullnustuaðgerða og greiðsluaðlögun sem allra fyrst.

Ávinningur af aðgerðum þessum:

·         Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt

·         Spornað við frekari hruni efnahagskerfisins

·         Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins

·         Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af lánum

·         Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar

·         Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný

Hagsmunasamtök heimilanna skora á stjórnvöld að tilkynna nú þegar um þær aðgerðir sem stjórnvöld muni grípa til, hvernig þær aðgerðir verða útfærðar og hvenær þær komi til framkvæmda.

26. febrúar 2009

Hagsmunasamtök heimilanna

www.heimilin.is  

 

 


Saga af venjulegum manni

Ég hef margoft talað um hina miklu eignaupptöku sem er að eiga sér stað í skjóli verð- og gengistryggingar.  Í leiðinni hef ég gagnrýnt að ábyrgðin á gengis- og verðbreytingum sé öll hjá lántakendum, sem hafa takmörkuð eða engin áhrif á þróun gengis og verðlags. Ýmsir (líklegast flestir úr hópi þeirra sem fengu spariféð sitt bætt að fullu við fall bankanna) hafa verið að hnýta í þessa gagnrýni mína og sagt að fólk hafi átt að kunna fótum sínum forráð og því sé nær að taka lán.

Mér barst í dag bréf frá manni lýsir stöðu sinni og hef ég fengið leyfi hans til að birta það.  það sem hann lýsir er nákvæmlega raunveruleiki mjög margra landsmanna.  Hægfara eignaupptaka sem mun eingöngu enda á einn hátt, verði ekki gripið inn í.  Almenningur mun ekki eiga neitt.  En hér er bréfið:

Sæll Marinó.

Ég og fjölskylda mín eru ein af fjöldamörgum sem er í þeirri aðstöðu að hafa nýlega keypt húsnæði fjármögnuðum að hluta með verðtryggðum lánum.

Við höfum verið varkár í okkar fjárfestingum,  við höfum aldrei tekið bílalán og höfum aldrei fjármagnað daglega neyslu með lánum.  Öll okkar lán snúa að því að koma þaki yfir höfuðið á okkur og börnunum okkar 5.

Við erum með tekjur fyrir neðan meðallag og hefur neysla okkar alltaf miðast við þá staðreynd.

Við keyptum hús fyrir 48 milljónir, áttum u.þ.b. 20 milljónir sem okkur hafði tekist að nurla saman með miklu harki og vinnuálagi. Afgangurinn var fjármagnaður með verðtryggðu láni frá Kaupþing.  hafa þessi lán hækkað um tæplega 8 milljónir, á þessum síðustu árum, launin okkar hafa ekkert hækkað á sama tíma.  Það má segja að lánin séu á góðri leið með að éta upp helming þess sem við áttum jafnvel þó að ekki sé tekið tilllit til lækkunar fasteignaverðs.

Maður á hús og svo nokkrum árum seinna á maður ekki hús, bankinn á það.  Er þetta ekki eignatilfærsla? Svo maður noti vinsælt orð hjá hagfræðingum.

Ég get ekki fyrir nokkra muni skilið afstöðu meirihluta hagfræðinga, að telja að verðtryggingin sé eitthvað sem megi alls ekki snerta á nokkurn hátt.   Eftir því sem ég skoða þessi meira finnst mér ég alltaf komast að því að meira og meira að verðtrygging, við aðstæður eins og þær eru í þjóðfélaginu í dag, gengur ekki upp og mismunar fólki stórlega eftir eigna og skuldastöðu.

Það er margt óskiljanlegt í afstöðu þeirra,t.d.  það er eins og þeir ímyndi sér að um leið og kreppunni ljúki þá rjúki kaupmáttur fyrirvaralaust í það sem hann var, og þar með verði greiðslubyrðin sambærileg.  Ég held því fram að það sé óhugsandi,  þeir sem skammta sér sín laun sjálfir munu vitanlega hækka þau asap, en fyrir aðra, þá sem þurfa  að reiða sig á kjarasamningaleiðina,  þá mun þetta taka allt upp í tugi ára að byggja upp sama kaupmátt, að því gefnu að Íslandi komist úr þessari stöðu í bráð.

Einnig er mér fyrirmunað að skilja afstöðu verkalýðsfélaganna, sem virðast eingöngu hafa að leiðarljósi hagsmuni eldri kynslóðarinnar og virðast kæra sig kollótta um það að sú kynslóð sem vinnur að því núna að koma þaki yfir höfuðið mun missa allt sem hún átti í þessari sérstæðu stöðu sem þjóðfélagið er í og þeir aðilar sem ekki fara hreinlega á hausinn munu sitja eftir í nokkurskonar skuldafangelsi það sem eftir er ævinnar.

Þetta er því miður alltof algengt í dag og skilningsleysi yfirvalda er eiginlega yfirþyrmandi.  Það þarf að leita lausna.  Hagsmunasamtök heimilanna hafa komið með tillögur að lausn, sem felst í því að setja afturvirkt þak á verðbætur, þannig að verðbætur takmarkist við 4% frá 1. janúar 2008 og gengistryggð lán verði færð yfir í verðtryggð lán miðað við höfuðstól á útgáfudegi.  Framsókn kom fram með sína tillögu um 20% flata niðurfærslu og hefur Bjarni Benediktsson (sem er líklegast næsti formaður Sjálfstæðisflokksins) sagst vera hrifinn af þeirri hugmynd.  (Ég myndi setja þak á niðurfærsluna við segjum 20 milljónir á hvern einstakling (40 milljónir á hjón) og síðan 5 milljónir til viðbótar fyrir hvert barn undir 18 ára aldri.  Einnig myndi ég setja þak á fyrirtæki en það er flóknara að útfæra.) Það er allt betra en að stórhluti heimila í landinu missi húsnæði sitt á nauðungarsölu, því þannig endar þetta verði höfuðstóll lánanna ekki lækkaður með handafli.


Verðbólgan leyfir mikla lækkun stýrivaxta

Það er gott að verðbólgan er aftur farin að vera fyrirsjáanleg. Þó verðbólgan sé ennþá talsverð, þá er 3 mánaða verðbólguhraðinn kominn niður í 10,9% sem mér finnst vera sterkasta vísbending um að hægt sé að lækka stýrivexti verulega. Hér áður fyrr voru...

Það er víst hægt að færa lánin niður

Nú eru menn farnir að rífast um það hvort hægt sé að færa niður lán heimilanna um 20% eins og Framsókn gerir tillögu að. Forsætisráðherra segir slíkt setja Íbúðalánasjóð á hausinn og Henny Hinz hjá ASÍ telur þær of kostnaðarsamar. Mér finnst hvorugur...

25% af ráðstöfunartekjum þrátt fyrir frystingu lána!

Morgunkorn Greiningar Íslandsbanka birtir hér áhugaverðar tölur. Á tveimur árum óx hluti afborgana og vaxta um þriðjung af ráðstöfunartekjum, þrátt fyrir launahækkanir í þjóðfélaginu. Þessar launahækkanir voru ríflega 8% á milli ára frá 2006 til 2008 eða...

Ræðan mín í dag

Ég er búinn að setja ræðuna mína frá því í dag inn á bloggið mitt og er hana að finna hér: Stöndum vörð um heimilin - Ræða flutt á Austurvelli 21.02.2009

Stöndum vörð um heimilin - Ræða flutt á Austurvelli 21.02.2009

Það er komin ný ríkisstjórn og það örlar á breytingum, enda tími til kominn. Um þessar mundir er tæpt ár frá því að efnahagslífið tók sína fyrstu skörpu dýfu sem endaði í hruninu í haust. Það var nefnilega í mars á síðasta ári sem krónan féll og...

Verð með ræðu á Austurvelli í dag kl. 15

Ég verð í púlti á Austurvelli í dag kl. 15.00. Þar mun ég fjalla um mín hjartans mál, þ.e. verðtryggingu, gengistryggingu og hagsmuni heimilanna. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Það má svo nefna að í dag er Þorraþræll, síðasti dagur Þorra. Á...

Verð- og gengistrygging böl heimilanna - 760 milljarða skattur á 8 árum

Greining Glitnis, nei, Íslandsbanka birtir áhugaverðar tölur um þróun skulda heimilanna. Gerður er samanburður við skuldastöðu heimila í öðrum löndum og er staða þeirra ekki jafn slæm. En þessi samanburður er ekki sanngjarn. Annars vegar eru skoðaðar...

Mikil verðmæti í Nýja Kaupþingi

Ég hef kynnt mér gögn sem birt hafa verið um líklegan stofnaefnahagsreikning Nýja Kaupþings og verð að segja, að í bankanum liggja mörg tækifæri. Sérstaklega hlýtur að vekja athygli hin gríðarlega háa upphæð, sem felst í niðurfærslu útlána bankans til...

Hagsmunir heimilanna eru hagsmunir þjóðarinnar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sannað tilverurétt sinn. Á þeim stutta tíma frá því að samtökin voru stofnuð hafa þau náð augum og eyrum ráðamanna, fjölmiðla og almennings. Tillögur samtakanna hafa vakið athygli og fengið hljómgrunn vegna þess að þar eru...

Að ósi skal stemma: Leynifélög á Tortola afhjúpa galla í lögum

Hún er sífellt að vinda upp á sig þessi saga um eyjuna Tortola sem skyndilega allir Íslendingar vita um. Eigendur félaganna eru sagðir óþekktir, en ég held að við vitum hverjir flestir þeirra eru. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en í mínum huga eru...

USD 700 milljarða tap hjá vogunarsjóðum

Samkvæmt lítilli frétt sem ég rakst á, þá kemur fram að vogunarsjóðir hafi tapað um USD 700 milljörðum á síðasta ári, sem er nálægt þriðjungi eigna þeirra. Þar af mælist tap þeirra á nýmörkuðum (sem Ísland telst til) vera yfir 50%. Þetta eru háar tölur,...

Björgun í gegnum fjármálageirann full reynd

Mér sýnist sem fjármálageirinn Vestanhafs vilji blóðmjólka ríkissjóðs Bandaríkjanna eins og frekast er kostur. Það er þegar búið að dæla yfir 1.000 milljörðum dala inn í kerfið og nú á að bæta 787 milljörðum við, en samt er það ekki nóg. Er það ekki bara...

Gott fyrsta skref - ábendingar til bóta

Það er ánægjulegt að ríkisstjórnin er að hlusta á ábendingar þeirra sem standa í fararbroddi fyrir því að verja hagsmuni heimilanna. Þarna koma fram þrjú mikilvæg atriði í baráttunni, en mér sýnist tvö þeirra mætti bæta örlítið, til að gera gott mál...

Game over - Gefa þarf upp á nýtt

Það stefnir í uppgjör í Monopoly spilinu sem fjármálastofnanir austan hafs og vestan hafa verið að spila undanfarin ár. Í fréttum dagsins er spáð falli ríkja víða um Evrópu og nú hefur pestin breiðst til Persaflóa. Í Japan var á síðasta ársfjórðungi...

Undanfari falls og uppbygging: Tenglar á skrif mín

Hér fyrir neðan er samansafn af þeim færslum sem ég hef skrifað undanfarin tæp 2 ár um það sem snýr að aðdragandi falls bankanna/hagkerfisins og neðst eru þær tillögur sem ég hef sett fram til að takast á við vandann. Elstu færslurnar eru efst og á meðal...

Eftirlitið ber ekki sök á glannaskap bankanna, bara á að hafa ekki stoppað hann

Á ýmsu átti ég von en því að hið veika íslenska fjármálaeftirlit hafi verið margfalt betur mannað hlutfallslega en hið stóra öfluga Financial Services Authority (FSA) í Bretlandi. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að FSA væri fyrirmynd annarra...

Er hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga?

Hækkun höfuðstóls verðtryggðra og gengistryggðra lána á undanförnum mánuðum vekur upp spurningar um réttmæti slíkra samninga. Mjög margir skuldarar standa frammi fyrir því að eigið fé húseigna þeirra hefur ekki bara gufað upp, heldur er andvirði verð-...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband