Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsuppfyllandi spádómar eða réttlát viðvörun matsfyrirtækja með lítið traust

Stóru matsfyrirtækin þrjú eru í sérkennilegri klemmu.  Á árunum fyrir fjármálakreppuna voru lykill í markaðssetningu fjármálafyrirtækja á skuldabréfavafningum sem síðar hleyptu fjármálakerppunni af stað.  Núna eru þau líklegast að reyna að bæta fyrir fyrri misgjörðir með því að koma með raunhæft mat á stöðunni í dag.  Klemman sem fyrirtækin eru í, er að þau hafa því miður glatað trúverðugleika sínum vegna þáttöku í svindlinu sem gekk á fyrir hrun og hitt er hvort neikvæðar breytingar þeirra, hvar sem er í heiminum, eigi ekki á hættu að verða að sjálfsuppfyllandi spádómum.

Árin 2008-10 birti ég nokkrar færslu hér, þar sem ég er mjög gagnrýninn á matsfyrirtækin. Hér eru nokkrar þeirra:

Hrunið - hlutar 4 og 5:  Basel II og matsfyrirtæki (16.2.2010)

Svindl matsfyrirtækjanna og Basel II reglurnar (25.10.2008)

Geta þeir ekki hætt þessari vitleysu?  (11.10.2008)

Sökudólgurinn fundinn!  Er það? (16.9.2008)

Matsfyrirtækin fá ákúru frá SEC og ESB  (17.7.2008)

Eru matsfyrirtækin traustsins verð? (3.4.2008)

Eru matsfyrirtækin traustsins verð - hluti 2 (23.4.2008)

Ég geri mér fulla grein fyrir að ekki stenst allt í þessum skrifum stenst nánari skoðun en ótrúlega margt gerir það og það sem meira er, að atriði sem byggð voru á hreinni rökvísi í upphafi hafa verið staðfest síðar.

Í stuttu máli eru staðreyndir málsins sem hér segir:

  • Matsfyrirtækin voru beggja vegna borðsins þegar kom að mati á ýmsum afurðum fjármálafyrirtækjanna fyrir hrun alþjóðlegra fjármálamarkaða.
  • Matsfyrirtækin gættu ekki að því að viðhalda hlutleysi milli mats og ráðgjafar.  Þannig aðstoðuðu þau fjármálafyrirtæki við að útbúa vafninga, sem ættu möguleika á að fá hátt mat.
  • Matsfyrirtækin virtu ekki kröfur um "kínverska veggi" milli ólíkrar starfsemi.  Þannig vann sami aðili að því að semja við fjármálafyrirtæki um verð á matsgerð og tók síðan þátt í matinu.
  • Matsfyrirtækin höfðu hag af því að meta afurðir fjármálafyrirtækja hátt, þar sem það jók líkurnar á því að fjármálafyrirtæki beindi meiri viðskiptum til matsfyrirtækisins.
  • Matsfyrirtækin tóku þátt í að útbúa fjármálaafurðir sem höfðu í sér innbyggða galla.  SEC fjallar sérstaklega um þetta í skýrslu sumarið 2008.
  • Matsfyrirtækin tóku þátt í ráðstefnum á vegum fjármálafyrirtækja, þar sem þau voru virk í markaðsstarfi vegna afurðanna sem þau voru að meta.
  • Matsfyrirtækin endurskoðuðu ekki fyrra mat sitt undirmálslánavafningum og gáfu út ný, þrátt fyrir að staðreyndir sýndu að áhættan tengd þeim væri allt önnur og meiri, en forsendur fjármálafyrirtækjanna sögðu til um.

Vafalaust væri hægt að telja fleira upp, en vil ljúka færslunni með tilvitnun í bloggfærslu mína frá 11.10.2008 þar sem ég fjalla m.a. skýrslu SEC frá júní 2008:

Í skýrslu SEC með frumniðurstöðum þá er að finna ólýsanlega fáránlega hluti. Hér eru tvö dæmi:

Tölvupóstur sendur 15. des. 2006 milli tveggja greinenda í sama fyrirtæki að lýsa CDO (collateralized debt obligations):

Let's hope we are all wealthy and retired by the time this house of cards falters.

Pælingar starfsmanns í tölvupósti frá 2004 um hvort viðskiptavinur fari annað ef greiningin sé óhagstæð:

I am trying to ascertain whether we can determine at this point if we will suffer any loss of business because of our decision and if so how much.

Ég fæ ekki betur séð en þetta þætti glæpsamlegt athæfi, ef þetta ætti sér stað innan verðbréfafyrirtækis.

Skýrslu SEC er að finna í heild á vefsíðu SEC og má nálgast hana með því að smella hér.

 

PS. Mæli með því að fólk skoði þátt BBC The Greed Game sem er að finna á færslu hjá Láru Hönnu Einarsdóttur frá 10.10.2008, frá þeim tíma þegar flóðbylgja bankahrunsins var að skella á okkur.


mbl.is Moody's lækkar einkunn írskra banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Matsfyrirtækin hafa reyndar aldrei haft neinn trúverðugleika. Ekki frekar en t.d. Olís, Esso og Skeljungur á meðan þau réðu sameiginlega yfir eldsneytismarkaðnum og skiptu honum bróðurlega á milli sín. Matsfyrirtækin vara meira að segja sjálf við því að tekið sé nokkuð mark á þeim. Sjá notkunarskilmála lánshæfismats Moody's sem hér er til umræðu:

"The credit ratings and financial reporting analysis observations, if any, constituting part of the information contained herein are, and must be construed solely as, statements of opinion and not statements of fact or recommendations to purchase, sell or hold any securities. No warranty, express or implied, as to the accuracy, timeliness, completeness, merchantability or fitness for any particular purpose of any such rating or other opinion or information is given or made by Moody’s in any form or manner whatsoever."

Vá... ef þetta stæði á leikfangi myndi ég ekki þora að láta fermingarbarn hafa það af ótta við hörmulegar afleiðingar!

Við yfirheyrslu hjá bandarískri þingnefnd haustið 2008 fullyrti Raymond McDaniel forstjóri Moody's enn fremur að lánshæfiseinkunn væri ekkert annað en álit og félli þar af leiðandi undir málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu væri því réttara að tala um þessi fyrirtæki sem álitsgjafa heldur en einhverskonar matsaðila.

Ég gæti alveg sjálfur gerst álitsgjafi og sett fram einhverjar tilhæfulausar fullyrðingar um greiðslugetu annara, og gefið það út í skýrslu og látið fylgja með svona notkunarskilmála sem firra mig allri ábyrgð. Það er ekkert sem bannar mér það og heldur ekkert sem segir að mitt álit sé hvorki verra né betra en önnur. Ef eitthvað er að marka árangur í fortíðinni þá held ég satt að segja að simpansi gæti verið marktækari en Moody's.

Nú ætla ég að setja fram mitt eigið hæfnismat sem nær yfir fleiri svið en bara lántökur heldur almennt hæfi aðila til að standa sig í sínu hlutverki: Hæfnismat Moddy's er D (vanhæfni) gagnvart öllum helstu verkefnum sem það hefur tekið að sér í seinni tíð.

Þetta mat er jafn marktækt og hvað annað, og málsfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar heimilar mér að setja það fram opinberlega. Skýrsla með nánari greinargerð um þessa niðurstöðu er fáanleg gegn greiðslu. Verðið er trúnaðarmál. Ábyrgðin er engin. Afhendið mér peninga núna.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2011 kl. 15:10

2 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Góður punktur með klemmu lánshæfismatsfyrirtækjanna, bókin The Big Short lýsir því afar vel hvernig þau soguðust í hana: http://www.amazon.com/Big-Short-Inside-Doomsday-Machine/dp/0393338827/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1303141613&sr=8-1

Már Wolfgang Mixa, 18.4.2011 kl. 15:49

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég var að glugga í ritgerð sem ég fann á netinu.  Þar segir að skuldavafningar (CDO's) hafi verið ábyrgir fyrir USD 542 milljarða af þeim rúmlega USD 1.000 milljarða tjóni sem varð í fjármálakreppunni.  Síðan segir:

Perhaps most disturbing about these losses is that most of the securities being marked down were initially given a rating of AAA by one or more of the three nationally recognized credit rating agencies, essentially marking them as “safe” investments.

Ég segi bara:  I rest my case.

Marinó G. Njálsson, 19.4.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband