Leita í fréttum mbl.is

Bankaleynd úr sögunni!

Var að hlusta á ræðu herra Brúns.  Hann lofar nýju alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, endalok skattaskjóla sem veita ekki upplýsingar þegar um þær er beðið og að bankaleynd, eins og við þekkjum hana í dag, sé úr sögunni.  Hér er miklu lofað og spurningin er hverjar verða efndirnar.

En þeir sögðu svo sem meira, blessaðir leiðtogarnir.  Alveg merkilegt hvað margir svona háttsettir aðilar hafa góðan tíma til að semja texta!  En öllu gríni sleppt þá heita þessir heimsleiðtogar ýmsu.  Ætlunin er að:

  • endurheimta trúnað, vöxt og störf
  • endurreisa fjármálakerfið til að koma útlánum af stað
  • styrkja regluverk fjármálakerfisins til að endurbyggja traust
  • fjármagna og umbreyta alþjóðlegum fjármálastofnunum til að sigrast á núverandi kreppu og forðast nýjar í framtíðinni
  • styðja við alþjóðaviðskipti og fjárfestingu og hafna verndarstefnu til að auka velmegun
Þetta er stutt lengri lista yfir aðgerðir, sem innifela atriði eins og 1.000 milljarða dollara í fjármálakerfið, láta eftirlit ná til allra mikilvægra fjármálastofnana, þar á meðal mikilvægra vogunarsjóða!

Nú er bara að sjá hverjar efndirnar verða og hve langan tíma tekur að hrinda hlutum í framkvæmd.
mbl.is OECD birtir skattaskjólalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að afturkalla hreppaflutninga?

Ég er í hópi fjölmargra viðskiptavina SPRON, sem var fluttur hreppaflutningum fyrir réttri viku.  Tekin var ákvörðun að mér forspurðum að rjúfa um 45 ára viðskiptasamband mitt við SPRON og flytja yfir í banka sem ég hef hingað til ekki verið í viðskiptum við.  Hvers vegna sú leið var valin, er mér óskiljanlegt og hefur mér sýnst margir vera sammála mér varðandi það.  Hefði ekki verið betra að taka SPRON yfir og selja í heilulagi, en vera með þessa vitleysu.  Það er sem oftar, að gripið er til sleggjunnar, þegar hamar hefði dugað.  Nú þætti mér vænt um, ef hægt væri að ýta á "undo" takkann.

Ég vona innilega, að Margeir ráði til sín stóran hluta af því frábæra starfsfólki sem missti vinnuna um daginn.  Ég vona líka að starfsfólkið sem fluttist yfir í Kaupþing snúi aftur "heim".  Ég þegar heyrt af því að það hafi fengið kúltúrsjokk á nýjum vinnustað.  Vissulega væri akkur af því fyrir Kaupþing að halda því, þar sem það er afburðastarfsfólk og gæti vafalaust smitað út frá sér þeim anda, sem fært hefur sparisjóðunum viðurkenningar viðskiptavina ár eftir ár fyrir að vera hlýlegastir viðskiptabankanna.


mbl.is MP banki eignast SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru þekktir á Google?

Af því tilefni að fyrrverandi Seðlabankastjóri óskapaðist í gjörningi sínum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær yfir því hve þekktir menn eru á Google, þá gerði ég smá könnun.  Ég valdi nokkra "þjóðþekkta" einstaklinga og athugaði hversu vel kynntir þeir væru á Google.  Könnun var þannig framkvæmd, að ég leitaði eftir því nafni sem viðkomandi gengur undir, þ.e. noti viðkomandi millinafn þá var það haft með.  Leitarorð voru sett innan gæsalappa, t.d. "Davíð Oddsson", svo ekki kæmu upp allir Davíðar mannkynssögunnar.  Talan sem Google birtir á fyrstu síðu með niðurstöðum er birt hér sem fyrsta tala.  Því næst var flett, þar til að Google sýndi ekki fleiri færslur og er sá fjöldi birtur undir "Í reynd".  Hafa skal í huga að Google birtir í svona leit í mesta lagi 2 færslur frá hverju léni, þannig að mbl.is telur bara tvisvar hjá hverjum og einum.  Ég geri enga tilraun til að gera upp á milli einstaklinga með sama nafni.  Þannig heita fleiri en einn Davíð Oddsson og Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, á sér nafna sem er mun þekktari en hann.  Vegna mismunandi ritvenju þá skoðaði ég Svein Harald bæði sem Öygard og Øygard.  Þetta er sem sagt ákaflega óvísindalegt, en svo hefur einnig gilt um alls konar fullyrðingar manna, sem birst hafa á vefsíðum síðasta sólarhringinn eða svo. 

Hér eru niðurstöðurnar í þessari óvísindalegu könnun:

Nafn

Fyrsta tala

Í reynd

Davíð Oddsson

222.000

632

Eiríkur Guðnason

7.500

299

Ingimundur Friðriksson

7.020

304

Svein Harald Øygard

23.200

310

Bjarni Benediktsson

44.200

443

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

48.000

459

Þorgerður K. Gunnarsdóttir

3900

149

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

28.400

282

Steingrímur J. Sigfússon

115.000

350

Jóhanna Sigurðardóttir

134.000

399

 

Miðað við þetta hefur einna minnst verið fjallað um Svein Harald af þeim aðilum sem hér eru til skoðunar, en þegar haft er í huga að maðurinn hefur gegnt starfinu í nokkrar vikur, þá þarf það ekki að koma á óvart.  Annað sem vekur athygli, að lítið hefur farið mönnunum Davíð til hægri og vinstri handa (svo notuð sé samlíking hans sjálfs) þó svo að þeir hafi verið býsna lengi í sínum störfum áður en þeir hættu.


Skoðanakönnun eða kosningaspá?

Mér finnst vera mjög áberandi í flóði "skoðanakannana" að þær eru ekki að lýsa skoðunum fólks, heldur er verið að birta kosningaspár. Það er haf og himinn á milli þessa. Í niðurstöðum könnunar Gallups, sem birt var í gær, þá kemur í ljós að það er enginn...

Kunnuglegur útúrsnúningur um LSR í fréttum Stöðvar 2

Stöð 2 bar saman epli og appelsínu í fréttatíma sínum í kvöld. Þar voru þeir að skoða stöðu LSR og kölluðu í viðtal helsta afbakara stöðu LSR í gegnum tíðina, þ.e. Pétur Blöndal, alþingismann. Minnst var á í fréttinni að LSR vantaði mikið til að standa...

Falsanir í niðurstöðum skoðanakannana

Ég hef í dag átt í skoðanaskiptum við bloggarann Svanborgu um skoðanakannanir. Þekki ég svo sem engin frekari deili á bloggaranum, en hitt er að ég furða mig á ýmsum ummælum hans (bloggarans). Ég er þeirrar skoðunar að aðferðafræði sumra fyrirtækja, sem...

Lífeyrissjóðir eiga "þolinmótt fé"

Árið 2008 var afleitt í ávöxtun lífeyrissjóðanna. Heimsendahamfarir gengu yfir íslenska fjármálakerfið og ástandið utan landsteinanna var lítið skárra. Tap lífeyrissjóðanna var gríðarlegt, en það sem verra var, að það fór samfara mikilli verðbólgu. Þetta...

Lögbundinn sparnaður tapast - valfrjáls ekki

Mikið er ég ánægður að sjá gagnrýni Kára Arnórs Kárasonar í þessari frétt Morgunblaðsins. Ég hef verið eins og biluð plata að benda á þá mismunun sparnaðarforma sem fólst í setningu neyðarlaganna. Með þeim var sá valfrjálsa sparnaðarins, sem fór inn á...

Tvö námskeið um stjórnun upplýsingaöryggis, áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu

Mig langar að vekja aftur athygli á tveimur námskeiðum sem haldin verða í apríl. Fyrra námskeiðið er haldið 2. apríl á vegum Staðlaráðs Íslands og er um Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 og 27002 - Lykilatriði og notku . MARKMIÐ...

Lækkun visitölu á milli mánaða - efni í stýrivaxtalækkun!

Þetta verður að teljast stórfrétt. Veruleg lækknun visistölu neysluverðs (VNV) á milli mánaða . Ég var búinn að gera ráð fyrir 0,25-0,4% hækkun vísitölu milli mánaða, sem er nokkuð nærri lagi að vera hækkun vísitölu án húsnæðis. Miðað við 0,25% hækkun...

Áhugaverð lesning, svo ekki sé meira sagt

Mér finnst þetta skjal hin áhugaverðasta lesning. Meira í átt við hryllingssögu en fagurbókmenntir. Það er gott að búið er að birta þessar upplýsingar, en ég get ekki tekið undir það að þetta sé einhver syndaaflausn fyrir Seðlabankann. Langar mig að...

Enn hittir gagnrýnin gagnrýnandann heima

Það var vissulega slæmt að starfsmenn SPRON hafi þurft að heyra af örlögum vinnustaðar síns í beinni útsendingu, en þeir fengu þó réttar upplýsingar. Mig rekur nefnilega minni til blaðamannafunda (í beinni útsendingu), þar sem saman stóðu Geir H. Haarde...

Getur einhver útskýrt fyrir mér...

Ég get stundum verið svo tregur að það er með ólíkindum. Nú er svona fattleysi dottið yfir mig. Þetta eru raunar tvö aðskilin mál. Annað kom fram í málflutningi Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og hitt í frétt á visir.is. Tökum fyrst Sigríði. Sigríður...

SPRON in memoriam

Sparisjóðurinn minn, SPRON, er allur. Hann var lýstur látinn af Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, á fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Búi hins látna hefur verið ráðstafað og fellur það að mestu í hlut afkvæmi hans, þ.e. Kaupþings, þó svo að...

Hækkun vaxtabóta - plástur á fótbrot!

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um hækkun vaxtabóta. Eiga þetta að vera tímabundnar hækkanir um 25%. Það eru öll ósköpin. Í þetta eiga að fara 2 milljarðar sem eiga fást með tekjuskatti af útborguðum séreignasparnaði. Þannig að heimilin eiga að...

Bankarnir sísvangir eða gráðugir?

Bandarísk stjórnvöld eru á síðustu mánuðum búin að dæla þúsundum milljarða dala í bankakerfið, en það er svo furðulega vill til að í hvert sinn sem meira er bætt við lækkar gengi fjármálafyrirtækja á markaði. Mér sýnist ástæðan vera einföld:...

Rangar áherslur í slökkvistarfi

Ég eiginlega má til að fá þessa mynd lánaða. Sá hana fyrst hjá Agli, en hún lýsir einmitt veruleika íslenskra heimila og fyrirtækja. Öll einbeitingin fer í að bjarga bönkunum, en menn átta sig ekki á því að eldurinn frá bönkunum er fyrir löngu búin að...

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna

Ég vil vekja athygli á því að í kvöld fer fram aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK . Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 19:30. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins 3. Lagabreytingar 4. Kosning...

Afleiðing af reglubreytingu 30. júní 2003 - Blame it on Basel, taka tvö

Ég hef nokkrum sinnum bent á að þensluna í þjóðfélaginu sem síðan varð að útrásinni megi (meðal annars) rekja til reglubreytinga sem komu í framkvæmd 1. júlí 2003. Daginn áður gaf FME í samráði við Seðlabankann út nýjar reglur nr. 530/2003 um...

Vandi Sparisjóðabankans og ráðþrot ríkisvaldsins

Samkvæmt frétt á visir.is, þá segir Steingrímur J. Sigfússon "að það sé takmarkað hve mikið ríkið geti lagt að mörkum til aðstoðar Sparisjóðabankanum." Síðan segir í fréttinni: Steingrímur segir að áfram sé unnið að málefnum Sparisjóðabankans og leitað...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband