Leita í fréttum mbl.is

deCODE komið niður í penny stocks

Það er illa komið fyrir markaðsvirði þess fyrirtækis sem einu sinni var verðmætasta fyrirtæki landsins.  Verðmæti á markaði í dag USD 0,96 er ansi langt frá dölunum 60 sem verslað var með á gráa markaðnum fyrir 10 árum eða svo.  Vissulega var verðið á gráa markaðnum algjört bull og í engu samræmi við verðmat fyrirtækisins sjálfs eða innra verðmæti þess.  Á sama hátt er fall þess niður í penny-stock varla það sem eigendum og stjórnendur áttu von á.

Það er yfirleitt erfitt fyrir fyrirtæki að vinna sig upp úr falli niður fyrir 1 dal og þar með teljast til penny-stocks.  Þar sem ég veit að þetta verðmat hefur meira með markaðsatæður að gera en raunverulegt mat á fyrirtækinu, þá held ég að það eigi ekki að valda eigendum og stjórnendum of miklum áhyggjum.  Nú er greinilega kauptækifæri fyrir þá sem hafa pening og eru tilbúnir að fara í langtíma fjárfestingu.  Einnig ættu líkurnar á yfirtöku að hafa aukist verulega.

Ég er einn af þeim, sem hef tröllatrú á því sem fyrirtækið stendur fyrir, enda kynntist ég innviðum þess vel á sínum tíma sem starfsmaður þess.  Viðskiptahugmyndin er öflug, en líklegast er biðin eftir fyrsta lyfinu að reynast því fjötur um fót á markaði.  En gangi viðskiptahugmyndin upp, þá munu afurðir hennar gagnast komandi kynslóðum við að auka lífsgæði (a.m.k. hvað varðar heilsufar). 

Af þeim rannsóknum, sem komnar voru í gang, þegar ég vann fyrir ÍE, þá fannst mér langlífisrannsóknin áhugaverðust.  Það má segja, að með því að finna DNA-ið sem "veldur" langlífi þá finni menn anti-sjúkdómagenið.  Þ.e. það gen sem ver okkur fyrir sjúkdómum.  Hvort það sé síðan eftirsóknarvert að ná háum aldri verður hver að eiga við sig.


mbl.is Gengi deCODE niður fyrir 1 dal á hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jú, er það nú ekki eftirsóknarvert, að öðru jöfnu? Kv.

Baldur Kristjánsson, 11.6.2008 kl. 08:11

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill hjá þér Marinó.
Það er stöðugt verið að reyna að lengja lífið. Ég hef kynnst mörgum mjög gömlum einstaklingum, sumir hafa jafnvel náð 100 ára aldri eða hærri. Allir virðast þeir hafa verið sammála um ævilengd sína, því allir þeirra hafa sagt: "Ég vildi að ég væri dauð(ur)". Það má ekki gleyma því, að þau ár sem bætast við ævina, koma alltaf síðast.

Júlíus Valsson, 11.6.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: haraldurhar

   Það er mín von að Decode rétti úr kútnum, og verði öflugt fyrirtæki á sínu sviði,  gæti jafnvel  náð umtalsverðum rekstarbata á þessu ári, og það stax á þriðja ársfjórðungi.

haraldurhar, 19.6.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband