Leita í fréttum mbl.is

Í þögninni eftir storminn kemur þroskinn

Á vefsíðu minni www.betriakvordun.is er að finna hugleiðingu um áhættumat og rekstrarsamfellu í skugga jarðskjálftanna á Suðurlandi í síðustu viku.  Ber hún yfirskriftina:  Í þögninni eftir storminn kemur þroskinn - Hugleiðingar um áhættumat og samfelldan rekstur í skugga jarðskjálfta.  Hér fyrir neðan er hægt að lesa upphaf greinarinnar, en með því að smella á meðfylgjandi hlekk er hoppað yfir á greinina í heild.

Í þögninni eftir storminn kemur þroskinn 

Hugleiðing um áhættumat og samfelldan rekstur í skugga jarðskjálfta

Í annað sinn á 8 árum skekur jörð á Suðurlandi.  Tjónið er mikið og sumt verður ekki bætt.  Margir hafa þurft að yfirgefa heimili sín og sum fyrirtæki eru illa farin.  En lífið heldur áfram hvað sem tjóninu eða skjálftanum líður.  Spurningin er bara hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að takmarka tjónið og gera fólki og fyrirtækjum auðveldara með að taka upp þráðinn að nýju.

Fornt spakmæli segir:  ,,Vita skaltu, að blómið nær fullum þroska í þögninni á eftir storminum - ekki fyrr en þá."  Og það eru orð að sönnu.  Það er nefnilega eftir að við erum búin að ná áttum eftir áfallið að við verðum fær um að líta til baka og sjá hvað hefði mátt gera með öðrum hætti.  Vissulega má segja, að með þessu séum við að reyna að vera vitur eftir á, en í því felst líka þroskinn.  Við verðum að geta horft á afleiðingar hamfaranna og hugsað: Hvað gátum við gert betur?  Hvað er rétt að gera öðruvísi næst?  Grundvallaratriðið er að draga lærdóm af reynslunni og miðla þeim lærdómi til annarra sem ekki lentu í hamförunum.  Vandamálið er að allt of mörgum er ómögulegt að læra af reynslu annarra.

Til að lesa meira smellið hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband