Leita í fréttum mbl.is

Innlegg í naflaskoðun og endurreisn

Þessa daga eru í gangi miklar björgunaraðgerðir til að bjarga íslenska bankakerfinu, en ekki síður íslenska hagkerfinu.  Ég, líkt og margir aðrir, hef verið í skotgröfunum og hef vafalaust sett fram alls konar blammeringar, sem ekki standast nánari skoðun, meðan annað stendur traustum fótum.  Eitt af því sem mikið hefur verið rætt um hér á blogginu er:  Hvernig gat þetta gerst?  Það eru örugglega mjög margar ástæður fyrir því og ekki allar augljósar.  Ég hef tekið saman hér fyrir neðan nokkrar sem ég tel að skipti máli og síðan sett fram spurningar sem ég tel nauðsynlegt að sé svarað svo við getum lært af þessari bitru reynslu.  Auk þess nefni ég nokkur atriði sem gætu stuðlað að betra umhverfi.  Ég tek það fram, að ég hef unnið að ráðgjöf á svið upplýsingaöryggismála hjá fjölmörgum fjármálastofnunum og í tengslum við þá vinnu hef ég þurft að kynna mér fjölmargt um rekstrar- og lagaumhverfi fjármálafyrirtækja.  Það er þó langt frá því að vera einhver sérfræðiþekking og alveg örugglega ekki á fjármálahliðinni.

Ég held að það sé öllum ljóst að rekja má bankakreppunnar hér á landi til bæði innlendra og erlendar þátta.  Sumir af þessum erlendu þáttum voru atriði sem við réðum ekkert við, en annað er hægt að rekja til aðgerða eða aðgerðaleysis ríkisstjórnar, Seðlabanka, FME, bankanna og útrásarmanna.  Nú er ég ekki að pikka einhvern einn út og segja að meginsökin liggi hjá einum aðila umfram aðra og er alls ekki að persónugera mistökin í einstaklingum.  En atriði sem mér finnst hafa vegið þyngst eru eftirfarandi:

  1. Regluverk fjármálakerfisins á Íslandi
  2. Framkvæmd peningamálastefnu Seðlabanka Íslands
  3. Afmörkun og framkvæmd eftirlits FME með fjármálafyrirtækjum
  4. Framkvæmd áhættustjórnunar hjá íslenskum bönkum
  5. Framkvæmd áhættustjórnunar hjá erlendum bönkum
  6. Ótrúleg afglöp matsfyrirtækjanna við mat á fjármálavafningum með undirmálslánum - sem síðar kom lausafjárkreppunni af stað
  7. Of skammur aðlögunartími fyrir Basel II regluverk Bank of International Settlements (Alþjóðagreiðslubankinn, BIS) eða að bankar og matsfyrirtæki hófu undirbúning of seint
  8. Í senn bíræfni, bjartsýni og áræðni íslensku útrásarinnar.  Útrásarmenn tróðu líklegast of mörgum um tær á vegferð sinni og sköpuðu sér þannig óvinsældir og láðist að ávinna sér traust nema í þröngum hópi.

(Svo mætti líklegast bæta við takmarkalausri minnimáttarkennd þjóðarinnar sem gerir það að verkum að við þurfum alltaf að vera að sanna okkur.)

Atriði 5 og 6 eru alfarið úr okkar höndum, sem og framkvæmd erlendra aðila á Basel II reglunum. 

Nú er ég að leita að frumorsökum, en ekki afleiddum, þannig að lokun lánalína og skortur á lausafé (sem ég tel afleiddar ástæður) eru ekki með.  Margar ástæðnanna eru að sjálfsögðu samverkandi og mynda oft einn hrærigraut.  T.d. má líklega rekja hluta afglapa matsfyrirtækjanna til þess að bankar byrjuðu of seint að búa sig undir Basel II regluverkið.  Þá treystu menn matsfyrirtækjunum og fórnuðu sjálfstæðri gagnrýni eða mati á taphættunni af undirmálslánavafningunum sem varð til þess að menn keyptu þessar eiturpillur. Á sama hátt leiðir slakt regluverk á Íslandi m.a. til þess að afmörkun og eftirlit FME náði líklegast ekki nógu djúpt inn í fjármálafyrirtækin. Hafa skal í huga að FME vinnur mikið eftir forskriftum frá BIS og er ekki síður hægt að gagnrýna BIS þegar kemur að regluverkinu, þ.e. að regluverkið hafi ekki leitt til bestu starfshátta.  Ástæðan fyrir því að ég horfi ekki á útlánastefnu eða markaðsleg mál, er að allt slíkt á að fara í gegnum greiningarnet áhættustjórnunar áður en nokkru slíku er ýtt úr vör.

Þegar búið er að ákveða hvaða þætti á að skoða, þá þurfum við að greina hvað fór úrskeiðis.  Þar einbeiti ég mér að íslenska hlutanum, enda efast ég um að erlendir aðila séu að velta moggabloggi fyrir sér: 

  • Af hverju gátu bankarnir vaxið svona og skuldsett sig jafnmikið og raun ber vitni? 
  • Af hverju veiktist gengi krónunnar svona mikið og hafði Seðlabankinn einhver úrræði til að sporna gegn því sem hann nýtti ekki?
  • Hver var hluti viðskiptabankanna í sveiflum á gengi krónunnar? 
  • Af hverju var styrkur Seðlabankans ekki meiri en raun ber vitni? 
  • Af hverju var betra að setja Glitni í þrot í staðinn fyrir að lána bankanum? 
  • Af hverju hefur peningamálastefna Seðlabankans ekki virkað til að halda genginu stöðugu og verðbólgunni niðri? 
  • Af hverju stóðust bankarnir álagspróf FME en hrundu eins og spilaborg þegar á reyndi? 
  • Hvaða skilyrði/reglur eru varðandi notkun gjaldeyrisvarasjóðsins?  Hefði mátt notað hann til að verja gengi krónunnar eða bjarga bönkum í nauð?
  • Hvaða skilyrði þarf banki að uppfylla, þegar hann fær neyðarlán frá Seðlabankanum?
  • Hefði verið ástæða til að breyta þessum viðmiðum í ljósi aðstæðan á fjármálamörkuðum?
  • Skoðuðu menn í Seðlabankanum hugsanlega breytingu á lánshæfismati ríkissjóðs og hinna stóru bankanna áður en tekin var ákvörðun um að þjóðnýta Glitni?
  • Hvernig er staðið að ákvörðunum um stýrivexti?
  • Hvers vegna var vísitala neysluverðs með húsnæði notuð fyrir verðbólgumarkmið en ekki samanburðarhæfa vísitalan án húsnæðis eins og í nágrannalöndum okkar?
  • Hvers vegna var raunstýrivöxtum haldið jafn háum og raun ber vitni eða þeir hækkaðir í lækkandi verðbólgu?
  • Af hverju lækkaði áhættuvægi veðlána við útreikning eiginfjárstöðu í mars 2007, þegar hér var bullandi verðbólga?  Tekið er fram í Basel II reglum frá BIS, að þessi breyting sé undir hverju aðildarlandi komið.
  • Af hverju stofnaði Landsbankinn ekki dótturfélag í London um IcsSave reikningana?
  • Hvernig stóð á því að FME greip ekki inn í, þegar innstæður IceSave reikninganna voru orðnar það háar að ljóst var að ríkið gæti ekki staðið undir skuldbindingum vegna þeirra?
  • Skortir Seðlabankann/FME valdheimildir til að grípa inn í, þegar bankarnir stækka of hratt eða skuldsetja sig of mikið?
  • Hafa Seðlabanki og viðskiptabankarnir fengið fundi með matsfyrirtækjunum, þar sem farið er ítarlega yfir rökstuðning fyrirtækjanna fyrir mati sínu og fengið frá þeim leiðbeiningar um hvað betur hefur mátt fara?
  • Hvers vegna hafa lánalínur frá seðlabönkum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku ekki verið nýttar?

Svona mætti halda áfram endalaust.

En hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur?  Þegar stórt er spurt er ekki alltaf mikið um svör.  Ég vil þó leggja til nokkrar tillögur: 

  • Það þarf að breyta lögum og reglum og veita FME, Seðlabanka og ríkisstjórn mun meiri heimildir í að stoppa menn af. 
  • Það þarf að breyta reglum um eiginfjárhlutfall fjármálastofnana, þannig að 8% séu lágmark sama hvaða lán á við til annarra en opinberra aðila.  Einnig mætti hækka eiginfjárhlutfallið í 12 eða 16% og halda áhættustuðlum Basel II óbreyttum.  Þó er kannski betra að færa stuðlana aftur til þess sem gilti fyrir 2. mars 2007. 
  • Innleiða þarf eins og skot nýjar reglur Basel nefndarinnar hjá BIS um stjórnun greiðsluhæfisáhættu/lausafjáráhættu.  Setja þarf það skilyrði að allar fjármálastofnanir uppfylli þær reglur frá og með áramótum. 
  • Endurskoða þarf lög um Seðlabanka Íslands, fækka bankastjórum í einn og setja það skilyrði að hann hafi sérþekkingu á málum peningamálastjórnunar, auk þess að vera með mikla reynslu úr fjármálaheiminum.  Helst einhverja alþjóðlega reynslu.
  • FME þarf að breyta eftirliti sínu úr því að menn sendi inn skýrslur á netinu yfir í að skýrslum sé skilað á formlegum fundum, þar sem menn þurfa að sýna fram á hlutina.  Ég er ekki að gefa í skyn að menn séu ekki að greina rétt frá, en menn verða nákvæmari þegar skýra þarf svörin út jafnóðum.  Fyrir vikið þarf að efla og styrkja FME.
  • Banna þarf að stofna til reikninga eins og Icesave út frá Íslandi.  Vilji menn gera það, skal það gert í erlendum dótturfélögum/systurfélögum. 
  • Það er ekki hægt að banna útrás, en hún verður að fylgja réttum leikreglum.

Og svo fyrir okkur sem engu ráðum: 

  • Af nema verðtryggingu lána.  Við erum búin að borga þessa verðtryggingu dýrum dómi og nú er tími til kominn að hún hverfi.  Án verðtryggingar bíta stýrivextir strax og á stærri hluta útlána.  Það má meira að segja gera þá kröfu að stýrivextir hafi vægi inn í vexti erlendra lána, ef menn vilja.

Tillögur talsmanns neytenda

Mig langar að vekja athygli á tillögum talsmanns neytenda, Gísla Tryggvasonar, um þessi mál, en þær er auðvelt að útvíkka þannig að þær nái til verðtryggðra lána.  Talsmaður neytenda setur fram fjórar tillögur sem hér segir í grein sem birt var á vefsvæði hans 7. október:

  • Gengi erlendra lána verði fest varanlega í tiltekinni gengisvísitölu sem samrýmist meðallangtímagengi sem neytendur hefðu mátt vænta við lántöku.
  • Þau lán sem um ræðir verði tekin inn í Íbúðalánasjóð sem samkvæmt heimild muni lækka þau til samræmis við það gengi sem var þegar lánið var tekið, sbr. ummæli viðskiptaráðherra á www.dv.is í morgun.
  • Gengistryggð lán verði yfirtekin á tilteknu gengi til bráðabirgða en hinn hluti lánsins frystur þar til betur árar.
  • Greiðslubyrði lána verði fastsett tímabundið í tiltekinni krónutölu miðað við ákveðna gengisvísitölu.

Það er lítill vandi og líklega skynsamlegt að annað hvort tengja gengisvísitöluna á einhvern hátt við vísitöluneysluverðs eða klippa af vísitöluuppfærslu verðtryggðra lána.

Annars held ég að leysa megi bæði málin í einu með því að fara leið 3, sem er jafnframt leið sem ég hef lagt til og hafði talsmaður neytenda reyndar samband við mig til að fá nánari skýringu á henni.  Er hún sett þarna fram í einfaldaðri mynd.  Í fullri lengd (en þó ekki að fullu útfærð) þá gengur tillaga mín út á eftirfarandi:

  1. Íbúðalánasjóður yfirtekur lán að fullu hjá banka, sparisjóði eða lífeyrissjóði samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnar.
  2. Fundið er viðmiðunargengi/vísitala, sem láni er stillt í, fyrir lántakanda að greiða.
  3. Upphæð sem verður afgangs er sett til hliðar og geymd.
  4. Lántakandi greiðir af sínum hluta lánsins eins og áður og tekur þaðan í frá á sig vísitölu- eða gengishækkanir eða nýtur vísitölu- eða gengislækkana.
  5. Verði annað hvort mjög mikil styrking á krónunni/verðhjöðnun eða mikil kaupmáttaraukning, þá tekur lántakandi á sig stærri hluta lánsins.
  6. Stofnaður verði sjóður sem renna í einhverjir X milljarðar á ári, t.d. af fjármagnstekjuskatti eða söluandvirði bankanna þegar þeir verða seldir, og hann notaður til að afskrifa þann hluta lánanna sem er geymdur.
Auðvitað er þetta ekkert annað en niðurfærsla höfuðstóls, en þó með þeim formerkjum að ekki er um endanlega niðurfærslu að ræða.  Hugmyndin var fyrst sett fram, þegar talið var að Landsbankinn og Kaupþing myndu standa storminn af sér, þannig að á þeim tímapunkti var gert ráð fyrir að bankar myndu greiða í sjóðinn.  Þar sem ekki er einu sinni vitað hverjir standa þennan storm af sér, þá er einfaldara að nota fjármagnstekjuskatt í þetta eða söluandvirði bankanna.
mbl.is Jafnræði milli lántakenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velfarnaðaróskir

Ég óska starfsfólki hins nýja banka velfarnaðar í starfi og megi þetta vera upphaf að farsælum banka öllum landsmönnum til hagsbóta.


mbl.is Nýi Landsbanki tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláa höndin kláraði verkið

það er ótrúlegt hvað kjaftagangur í einum manni getur gert. Slóð eyðileggingar liggur þar sem hann hefur farið. Á 10 dögum hefur Davíð Oddsson með gerræðislegum vinnubrögðum og kjaftagangi lagt íslenskt fjármálakerfi í rúst. Nú er tími til kominn að hann...

Það er lokað fyrir gjaldeyrisviðskipti

Ástæðan fyrir hækkuninni er að lokað er fyrir gjaldeyrisviðskipti. Ég ætlaði að greiða 1.000 EUR vegna skólagjalda fyrir dóttur mína, þegar ég sá að gengið var orðið þokkalegt. Þá fékk ég þetta svar. Þannig að hvað sem líður skráningunni, þá fæst enginn...

Er erlent slökkvilið komið?

Á visir.is er frétt um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) mun taka yfir stjórn landsins í dag. Þetta er nokkuð dramatísk frétt, en a.m.k. eru fulltrúar sjóðsins komnir til landsins. Það hefur svo sem komið fram í fjölmiðlum að japanski...

Eldurinn hefur borist til útlanda

Slökkviliðsstjórinn, Davíð Oddsson, fór í útkall fyrir hálfum mánuði. Eldur logaði í einni byggingu við Kirkjusand. Ekki tókst betur til en að húsið brann til kaldrakola og eldurinn breiddist út til margra bygginga við Borgartún og Austurstræti. Staðan í...

Héldu menn að örfáar milljónir dygðu?

Seðlabanki Íslands lagði 6 milljónir evra í þremur skömmtum inn á gjaldeyrismarkaði í gær. Þetta reyndist dropi í hafi og hefur greinilega ekki haft mikil áhrif á gengi krónunnar á alþjóðavísu. Til þess að áhrifin verði einhver, þá þarf Seðlabankinn...

Get ég keypt á þessu gengi?

Mér þætti vænt um að fá að kaupa svona eins og 1.000 EUR á þessu gengi Seðlabankans. Ef einhver getur aðstoðað mig við það, þá væri gott að fá að vita af því. Eða er þetta gengi bara fyrir banka og sparisjóði sem leggja svo 48,5% ofan á...

Það er verr fyrir okkur komið en ég hélt

Var að horfa á viðtalið sem "elsku drengurinn" hann Sigmar tók við Davíð Oddsson. Ég er eiginlega orðlaus. Hann Davíð er í svo ótrúlegri afneitun að það er hættulegt fyrir þjóðina. Fyrir utan kjaftaganginn í honum. Hann er verri en versta slúðurkerling....

Ætli þeir hafi lækkað víðar?

Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort S&P hafi verið eins fljótir að lækka lánshæfismat Fortis, Dexia, Northern Rock og fleiri erlendra fjármálastofnana og þeir hafa verið að lækka það gagnvart Íslandi. Ég hef raunar velt því fyrir mér...

Má aldrei gera neitt fyrr en í óefni er komið?

Það er gott að sjá, að Seðlabankinn ætlar loksins að grípa til aðgerða til að styrkja gengið. Virði ég það við bankann hvað hann ætlar að vera ákveðinn í aðgerðum sínum. Það eina sem ég velti fyrir mér er: Af hverju er Seðlabankinn ekki fyrir löngu búinn...

Miklar heimildir en ekkert sagt um fjármagn

Þetta eru stórtíðindi og er alveg óskiljanlegt hvernig svona hlutir geta gerst. Frumvarp forsætisráðherra fjallar bara um valdheimildir, en ekkert er sagt um hvernig eigi að fjármagna pakkann. Að því leiti er um innantóman pakka að ræða. Nú kemur enn...

Basel-nefndin gefur út reglur um lausafjáráhættu

Basel-nefndin innan Bank of International Settlements hefur gefið út reglur um stjórnun og eftirlit með greiðsluhæfisáhættu (Principles for Sound Liquidity Risk Management and Supervision). Með þessu er nefndin að bregðast við þeirri lausafjárkreppu sem...

Smá damage control

Þeim er ekki alls varnað. Hér er kominn mjög mikilvæg tilkynning og vonandi fylgja fleiri á eftir. Þessi yfirlýsing er upp á nokkra tugi milljarða í ábyrgðum og þýðir að fólk þarf ekki að æða í bankann til að skipta innistæðu á milli reikninga....

Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning

Jæja, það á ekkert að gera fyrir krónuna. Látum vera að bankarnir eigi að bjarga sér sjálfir, en það er nokkuð ljóst að koma þarf til móts við almenning. Þá sem eru með gríðarlega greiðslubyrði eftir hamfarir síðustu 7 mánaða. Það er mín skoðun að best...

Hvaða spennu var létt?

Hún er alveg með ólíkindum niðurstaða ríkisstjórnarinnar og þarfnast skýringar við. Ég trúi varla því sem ég les, að áfram eigi að láta hlutina leika á reiðanum eins og ekkert sé. Gengi krónunnar féll um 16% á einni viku (eða hvað það nú var),...

Ábyrgð Seðlabanka Íslands

Egil Helgason er með færslu hjá sér undir fyrirsögninni Wade búinn að vinna rökræðuna . Ég ætlaði að setja athugasemd inn á þá færslu, en hún hefði drukknað í umræðu um allt annað. Því ákvað ég að setja hana hér enda fjallar Peston að hluta um sömu...

Gengistryggð lán eða verðtryggð lán, það er spurningin

Ástandið á gjaldeyrismarkaði er skuggalegt. Nokkuð sem varla hefur farið framhjá nokkrum manni hér á landi. Gengisvísitala krónunnar hefur á 14 mánuðum farið frá því að vera 110,7 24.júlí 2007 í 120,5 um áramót í það að vera 156,3 28. mars og núna er hún...

Viðnámsþol þjóðarinnar

Ég byrjaði í vor á skýrslu þar sem ég ætlaði mér að draga fram þá þætti sem eðlilegt væri að skoða við gerð hættumats fyrir land og þjóð með tillit til þjóðaröryggis á breiðum grunni. M.a. með hliðsjón af seiglu fyrirtækja og heimila til að þola áföll....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1682130

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband