9.10.2008 | 23:38
Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
Þessa daga eru í gangi miklar björgunaraðgerðir til að bjarga íslenska bankakerfinu, en ekki síður íslenska hagkerfinu. Ég, líkt og margir aðrir, hef verið í skotgröfunum og hef vafalaust sett fram alls konar blammeringar, sem ekki standast nánari skoðun, meðan annað stendur traustum fótum. Eitt af því sem mikið hefur verið rætt um hér á blogginu er: Hvernig gat þetta gerst? Það eru örugglega mjög margar ástæður fyrir því og ekki allar augljósar. Ég hef tekið saman hér fyrir neðan nokkrar sem ég tel að skipti máli og síðan sett fram spurningar sem ég tel nauðsynlegt að sé svarað svo við getum lært af þessari bitru reynslu. Auk þess nefni ég nokkur atriði sem gætu stuðlað að betra umhverfi. Ég tek það fram, að ég hef unnið að ráðgjöf á svið upplýsingaöryggismála hjá fjölmörgum fjármálastofnunum og í tengslum við þá vinnu hef ég þurft að kynna mér fjölmargt um rekstrar- og lagaumhverfi fjármálafyrirtækja. Það er þó langt frá því að vera einhver sérfræðiþekking og alveg örugglega ekki á fjármálahliðinni.
Ég held að það sé öllum ljóst að rekja má bankakreppunnar hér á landi til bæði innlendra og erlendar þátta. Sumir af þessum erlendu þáttum voru atriði sem við réðum ekkert við, en annað er hægt að rekja til aðgerða eða aðgerðaleysis ríkisstjórnar, Seðlabanka, FME, bankanna og útrásarmanna. Nú er ég ekki að pikka einhvern einn út og segja að meginsökin liggi hjá einum aðila umfram aðra og er alls ekki að persónugera mistökin í einstaklingum. En atriði sem mér finnst hafa vegið þyngst eru eftirfarandi:
- Regluverk fjármálakerfisins á Íslandi
- Framkvæmd peningamálastefnu Seðlabanka Íslands
- Afmörkun og framkvæmd eftirlits FME með fjármálafyrirtækjum
- Framkvæmd áhættustjórnunar hjá íslenskum bönkum
- Framkvæmd áhættustjórnunar hjá erlendum bönkum
- Ótrúleg afglöp matsfyrirtækjanna við mat á fjármálavafningum með undirmálslánum - sem síðar kom lausafjárkreppunni af stað
- Of skammur aðlögunartími fyrir Basel II regluverk Bank of International Settlements (Alþjóðagreiðslubankinn, BIS) eða að bankar og matsfyrirtæki hófu undirbúning of seint
- Í senn bíræfni, bjartsýni og áræðni íslensku útrásarinnar. Útrásarmenn tróðu líklegast of mörgum um tær á vegferð sinni og sköpuðu sér þannig óvinsældir og láðist að ávinna sér traust nema í þröngum hópi.
(Svo mætti líklegast bæta við takmarkalausri minnimáttarkennd þjóðarinnar sem gerir það að verkum að við þurfum alltaf að vera að sanna okkur.)
Atriði 5 og 6 eru alfarið úr okkar höndum, sem og framkvæmd erlendra aðila á Basel II reglunum.
Nú er ég að leita að frumorsökum, en ekki afleiddum, þannig að lokun lánalína og skortur á lausafé (sem ég tel afleiddar ástæður) eru ekki með. Margar ástæðnanna eru að sjálfsögðu samverkandi og mynda oft einn hrærigraut. T.d. má líklega rekja hluta afglapa matsfyrirtækjanna til þess að bankar byrjuðu of seint að búa sig undir Basel II regluverkið. Þá treystu menn matsfyrirtækjunum og fórnuðu sjálfstæðri gagnrýni eða mati á taphættunni af undirmálslánavafningunum sem varð til þess að menn keyptu þessar eiturpillur. Á sama hátt leiðir slakt regluverk á Íslandi m.a. til þess að afmörkun og eftirlit FME náði líklegast ekki nógu djúpt inn í fjármálafyrirtækin. Hafa skal í huga að FME vinnur mikið eftir forskriftum frá BIS og er ekki síður hægt að gagnrýna BIS þegar kemur að regluverkinu, þ.e. að regluverkið hafi ekki leitt til bestu starfshátta. Ástæðan fyrir því að ég horfi ekki á útlánastefnu eða markaðsleg mál, er að allt slíkt á að fara í gegnum greiningarnet áhættustjórnunar áður en nokkru slíku er ýtt úr vör.
Þegar búið er að ákveða hvaða þætti á að skoða, þá þurfum við að greina hvað fór úrskeiðis. Þar einbeiti ég mér að íslenska hlutanum, enda efast ég um að erlendir aðila séu að velta moggabloggi fyrir sér:
- Af hverju gátu bankarnir vaxið svona og skuldsett sig jafnmikið og raun ber vitni?
- Af hverju veiktist gengi krónunnar svona mikið og hafði Seðlabankinn einhver úrræði til að sporna gegn því sem hann nýtti ekki?
- Hver var hluti viðskiptabankanna í sveiflum á gengi krónunnar?
- Af hverju var styrkur Seðlabankans ekki meiri en raun ber vitni?
- Af hverju var betra að setja Glitni í þrot í staðinn fyrir að lána bankanum?
- Af hverju hefur peningamálastefna Seðlabankans ekki virkað til að halda genginu stöðugu og verðbólgunni niðri?
- Af hverju stóðust bankarnir álagspróf FME en hrundu eins og spilaborg þegar á reyndi?
- Hvaða skilyrði/reglur eru varðandi notkun gjaldeyrisvarasjóðsins? Hefði mátt notað hann til að verja gengi krónunnar eða bjarga bönkum í nauð?
- Hvaða skilyrði þarf banki að uppfylla, þegar hann fær neyðarlán frá Seðlabankanum?
- Hefði verið ástæða til að breyta þessum viðmiðum í ljósi aðstæðan á fjármálamörkuðum?
- Skoðuðu menn í Seðlabankanum hugsanlega breytingu á lánshæfismati ríkissjóðs og hinna stóru bankanna áður en tekin var ákvörðun um að þjóðnýta Glitni?
- Hvernig er staðið að ákvörðunum um stýrivexti?
- Hvers vegna var vísitala neysluverðs með húsnæði notuð fyrir verðbólgumarkmið en ekki samanburðarhæfa vísitalan án húsnæðis eins og í nágrannalöndum okkar?
- Hvers vegna var raunstýrivöxtum haldið jafn háum og raun ber vitni eða þeir hækkaðir í lækkandi verðbólgu?
- Af hverju lækkaði áhættuvægi veðlána við útreikning eiginfjárstöðu í mars 2007, þegar hér var bullandi verðbólga? Tekið er fram í Basel II reglum frá BIS, að þessi breyting sé undir hverju aðildarlandi komið.
- Af hverju stofnaði Landsbankinn ekki dótturfélag í London um IcsSave reikningana?
- Hvernig stóð á því að FME greip ekki inn í, þegar innstæður IceSave reikninganna voru orðnar það háar að ljóst var að ríkið gæti ekki staðið undir skuldbindingum vegna þeirra?
- Skortir Seðlabankann/FME valdheimildir til að grípa inn í, þegar bankarnir stækka of hratt eða skuldsetja sig of mikið?
- Hafa Seðlabanki og viðskiptabankarnir fengið fundi með matsfyrirtækjunum, þar sem farið er ítarlega yfir rökstuðning fyrirtækjanna fyrir mati sínu og fengið frá þeim leiðbeiningar um hvað betur hefur mátt fara?
- Hvers vegna hafa lánalínur frá seðlabönkum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku ekki verið nýttar?
Svona mætti halda áfram endalaust.
En hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur? Þegar stórt er spurt er ekki alltaf mikið um svör. Ég vil þó leggja til nokkrar tillögur:
- Það þarf að breyta lögum og reglum og veita FME, Seðlabanka og ríkisstjórn mun meiri heimildir í að stoppa menn af.
- Það þarf að breyta reglum um eiginfjárhlutfall fjármálastofnana, þannig að 8% séu lágmark sama hvaða lán á við til annarra en opinberra aðila. Einnig mætti hækka eiginfjárhlutfallið í 12 eða 16% og halda áhættustuðlum Basel II óbreyttum. Þó er kannski betra að færa stuðlana aftur til þess sem gilti fyrir 2. mars 2007.
- Innleiða þarf eins og skot nýjar reglur Basel nefndarinnar hjá BIS um stjórnun greiðsluhæfisáhættu/lausafjáráhættu. Setja þarf það skilyrði að allar fjármálastofnanir uppfylli þær reglur frá og með áramótum.
- Endurskoða þarf lög um Seðlabanka Íslands, fækka bankastjórum í einn og setja það skilyrði að hann hafi sérþekkingu á málum peningamálastjórnunar, auk þess að vera með mikla reynslu úr fjármálaheiminum. Helst einhverja alþjóðlega reynslu.
- FME þarf að breyta eftirliti sínu úr því að menn sendi inn skýrslur á netinu yfir í að skýrslum sé skilað á formlegum fundum, þar sem menn þurfa að sýna fram á hlutina. Ég er ekki að gefa í skyn að menn séu ekki að greina rétt frá, en menn verða nákvæmari þegar skýra þarf svörin út jafnóðum. Fyrir vikið þarf að efla og styrkja FME.
- Banna þarf að stofna til reikninga eins og Icesave út frá Íslandi. Vilji menn gera það, skal það gert í erlendum dótturfélögum/systurfélögum.
- Það er ekki hægt að banna útrás, en hún verður að fylgja réttum leikreglum.
Og svo fyrir okkur sem engu ráðum:
- Af nema verðtryggingu lána. Við erum búin að borga þessa verðtryggingu dýrum dómi og nú er tími til kominn að hún hverfi. Án verðtryggingar bíta stýrivextir strax og á stærri hluta útlána. Það má meira að segja gera þá kröfu að stýrivextir hafi vægi inn í vexti erlendra lána, ef menn vilja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.10.2008 | 18:05
Tillögur talsmanns neytenda
Mig langar að vekja athygli á tillögum talsmanns neytenda, Gísla Tryggvasonar, um þessi mál, en þær er auðvelt að útvíkka þannig að þær nái til verðtryggðra lána. Talsmaður neytenda setur fram fjórar tillögur sem hér segir í grein sem birt var á vefsvæði hans 7. október:
- Gengi erlendra lána verði fest varanlega í tiltekinni gengisvísitölu sem samrýmist meðallangtímagengi sem neytendur hefðu mátt vænta við lántöku.
- Þau lán sem um ræðir verði tekin inn í Íbúðalánasjóð sem samkvæmt heimild muni lækka þau til samræmis við það gengi sem var þegar lánið var tekið, sbr. ummæli viðskiptaráðherra á www.dv.is í morgun.
- Gengistryggð lán verði yfirtekin á tilteknu gengi til bráðabirgða en hinn hluti lánsins frystur þar til betur árar.
- Greiðslubyrði lána verði fastsett tímabundið í tiltekinni krónutölu miðað við ákveðna gengisvísitölu.
Það er lítill vandi og líklega skynsamlegt að annað hvort tengja gengisvísitöluna á einhvern hátt við vísitöluneysluverðs eða klippa af vísitöluuppfærslu verðtryggðra lána.
Annars held ég að leysa megi bæði málin í einu með því að fara leið 3, sem er jafnframt leið sem ég hef lagt til og hafði talsmaður neytenda reyndar samband við mig til að fá nánari skýringu á henni. Er hún sett þarna fram í einfaldaðri mynd. Í fullri lengd (en þó ekki að fullu útfærð) þá gengur tillaga mín út á eftirfarandi:
- Íbúðalánasjóður yfirtekur lán að fullu hjá banka, sparisjóði eða lífeyrissjóði samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnar.
- Fundið er viðmiðunargengi/vísitala, sem láni er stillt í, fyrir lántakanda að greiða.
- Upphæð sem verður afgangs er sett til hliðar og geymd.
- Lántakandi greiðir af sínum hluta lánsins eins og áður og tekur þaðan í frá á sig vísitölu- eða gengishækkanir eða nýtur vísitölu- eða gengislækkana.
- Verði annað hvort mjög mikil styrking á krónunni/verðhjöðnun eða mikil kaupmáttaraukning, þá tekur lántakandi á sig stærri hluta lánsins.
- Stofnaður verði sjóður sem renna í einhverjir X milljarðar á ári, t.d. af fjármagnstekjuskatti eða söluandvirði bankanna þegar þeir verða seldir, og hann notaður til að afskrifa þann hluta lánanna sem er geymdur.
![]() |
Jafnræði milli lántakenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2008 | 09:56
Velfarnaðaróskir
Ég óska starfsfólki hins nýja banka velfarnaðar í starfi og megi þetta vera upphaf að farsælum banka öllum landsmönnum til hagsbóta.
![]() |
Nýi Landsbanki tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 07:18
Bláa höndin kláraði verkið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.10.2008 | 15:54
Það er lokað fyrir gjaldeyrisviðskipti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2008 | 15:02
Er erlent slökkvilið komið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2008 | 12:46
Eldurinn hefur borist til útlanda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.10.2008 | 12:27
Héldu menn að örfáar milljónir dygðu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2008 | 10:09
Get ég keypt á þessu gengi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 22:08
Það er verr fyrir okkur komið en ég hélt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.10.2008 | 10:59
Ætli þeir hafi lækkað víðar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 10:07
Má aldrei gera neitt fyrr en í óefni er komið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.10.2008 | 17:20
Miklar heimildir en ekkert sagt um fjármagn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.10.2008 | 16:01
Basel-nefndin gefur út reglur um lausafjáráhættu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 01:58
Smá damage control
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2008 | 00:06
Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2008 | 00:01
Hvaða spennu var létt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2008 | 21:21
Ábyrgð Seðlabanka Íslands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.10.2008 | 02:58
Gengistryggð lán eða verðtryggð lán, það er spurningin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2008 | 23:19
Viðnámsþol þjóðarinnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1682130
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði