Leita í fréttum mbl.is

"Seðlabankinn er hvergi"

Nú er útlendingur búinn að segja það sem allir á Íslandi hafa hugsað frá því í vor:

Bloomberg hefur einnig eftir sérfræðingum í Lundúnum, að þeim þyki íslenski seðlabankinn vera aðgerðarlítill á sama tíma og seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu dæla fé inn í fjármálakerfið til að aðstoða banka.

„Allir eru í raun að bíða eftir því að Seðlabankinn geri eitthvað," segir Beat Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Securities í Lundúnum. „Þetta er eini seðlabankinn í heiminum, sem ekki hefur gripið til aðgerða með einhverjum hætti til að styðja við fjármálakerfi sitt. Tilfinningin er sú núna, að hann sé hvergi, sé ekki nálægur."

Siegenthaler segir að gengislækkun krónunnar muni væntanlega leiða til þess að verðbólga verði 20% en verðbólgumarkmið seðlabankans sé 2,5%.  

„Margir miðlarar segjast aldrei hafa séð gjaldmiðil tapa jafn miklu á jafn stuttum tíma og án þess að seðlabankinn segi neitt eða reyni að grípa inn í með stuðningsaðgerðum," segir hann.

Ekki að ég sé vanur að fagna ummælum erlendra aðila, þar sem þeir fara ansi oft með fleipur.  Og ekki veit ég heldur hvort þetta sé málsmetandi maður með þekkingu á íslenska fjármálakerfinu.  En hvort Beat Siegenthaler er somebody eða nobody þá rataðist honum/henni rétt á munn í þessu tilfelli.  Þegar kemur að því að bregðast við falli krónunnar, þá hefur Seðlabankinn lítið gert og það sem hann hefur gert hefur frekar aukið á vandann en slegið á hann.

Ég sagði um daginn "Vakna þú mín Þyrnirós" og nú segi ég "VAKNAÐU, VAKNAÐU, ÞYRNIRÓS".

 


mbl.is Boðar aðgerðir til að auka lausafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er langt í landsfund Sjálfstæðismanna?

Hvernig vildi það til að Geir var hleypt í stól formanns Sjálfstæðisflokksins?  Ég hlustaði á ræðuna hans í kvöld vegna þess að ég hélt að hann hefði eitthvað fram að færa.  Maðurinn er forsætisráðherra þjóðarinnar á mestu krepputímum á lýðveldistíma.  Hvað segir hann?  Listamenn eru að gera það gott!!  Ríkisstjórnin hefur góð tök á málunum!!  Er ekki alveg í lagi?

Ég vona þjóðarinnar vegna, að stutt sé í næsta landsfund Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín bjóði sig fram á móti honum þar.  Ég veit það frá gamalli tíð að hún hefur bein í nefinu og kemur hlutunum í verk.  Hún er búin að laga skemmdirnar sem Björn vann á menntakerfinu og nú er komið það því að hún lagi það sem Geir og Davíð hafa eyðilagt í hagkerfinu.

Annars get ég ekki annað en furðað mig á ummælum Björgvins, viðskiptaráðherra, þegar hann sagði að verið væri að taka saman lista yfir það sem hægt væri að gera.  Fjármálakreppan er búin að vera í gangi í 14 mánuði og þar af verið mjög alvarleg í tæpa 7 og það er núna fyrst verið að taka saman LISTA yfir það sem hugsanlega er hægt að gera.  Hvers konar stjórnun er þetta?

Ég vinn við að aðstoða fyrirtæki við að framkvæma áhættumat og áhrifagreiningu vegna stjórnunar á upplýsingaöryggi.  Upplýsingaöryggi er ríkur þáttur í rekstraröryggi og jafnvel fjárhagslegu, þó ég skipti mér almennt ekki að því síðarnefnda nema hvað varðar aðgang að upplýsingum og staðgengla fyrir verk.  En í mínu starfi vinn ég við að spyrja "Hvað ef?" spurninga.  Mér finnst einhvern veginn sem það hafi gleymst síðustu mánuði að spyrja hvað er það versta sem gæti gerst.  Þó maður spyrji slíkra spurninga, þá er maður ekki þar með að reikna með að það versta gerist, en geti maður gert sér það versta í huglund, þá getur maður búið sig undir það. 

Auðvitað reikna ég með Seðlabankinn hafi verið á fullu í því frá því að krónan var sett á flot að velta fyrir sér hinum og þessum áhrifum ákvarðana sinna.  Það virðist bara vera sem þeir hafi ekki verið nógu svartsýnir.  Það sama á við um það þegar ákvörðunin var tekin um síðustu helgi að þjóðnýta Glitni og rýra eigur hluthafa um 180 milljarða.  Menn veltu því greinilega ekki fyrir sér hvað þessir 180 milljarðar voru notaðir í fyrir utan að vera hlutafé í Glitni.  Menn skoðuðu greinilega ekki ruðningsáhrifin af því að tryggingarnar/veðin, sem fólust í hlutabréfunum, hyrfu.  180 milljarða hlutafé í Glitni er notað sem tryggingar í alls konar viðskiptum við hina bankana, þannig að það voru ekki bara hluthafarnir sem töpuðu peningunum sínum heldur töpuðu lánadrottnar þeirra tryggingunum sínum.  Þó Kaupþing eigi 500 milljarða í eigin fé, þá má bankinn ekkert við því að tapa tryggingum upp á 90 - 130 milljarða bara si svona eða hver svo sem upphæðin var.  Sama á við um Landsbankann.  Menn voru svo æstir í að eignast banka, að þeir föttuðu ekki hvað þeir gerðu, af því að þeir spurðu sig ekki hvað væri það versta sem gæti gerst.  Eða kannski spurðu þeir sig að því og vissu að með þessu myndu þeir eignast alla bankana á silfurfati?

Ég vil síðan bæta við, að um allan heim eru menn á mínu sviði að fást við þrennt um þessar mundir:  Áhættustjórnun, stjórnun rekstrarsamfellu/neyðarstjórnun og finna leiðir til að hlíta ákvæðum laga og reglna og uppfylla kröfur fjármálaeftirlita og Seðlabanka.  Og fyrir fjármálaheiminn er ekkert mikilvægara núna en að spyrja sig að því hvað getur farið úrskeiðis næst og hvernig geta menn komið í veg fyrir það eða linað áfallið.  Slíkt er ekki gert nema með samstilltu átaki allra ráðandi aðila innan fjármálastofnana og með því að setja áhættustjórnun í forgang.  Um þessar mundir hagnast menn eingöngu á því að koma í veg fyrir tapið, áfallið.  Menn gera það ekki með endurhverfum viðskiptum, vegna þess að menn vita ekki hvort hinn aðilinn verður til staðar á morgun.  Með gera það ekki með afleiðuviðskiptum eða skortsölu eða flóknum stærðfræðilíkönum eða hvað það nú er.  Menn gera það eingöngu með því að líta eins einfalt á hlutina og hægt er:  Hvað gerist ef tiltekin eign, þjónusta, starfsemi, starfsþáttur, samningur o.s.frv. er ekki til staðar? Hvernig getur stofnunin dregið úr líkunum á því að það gerist? Hvernig getur stofnunin brugðist við ef það gerist?  Hefur stofnunin getu til að standa af sér slíkt áfall?


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilar sér í vel yfir 20% verðbólgu og 25% stýrivöxtum á næstu mánuðum

Það er greinilega búið að festa akkeri á blessaða flotkrónuna svo hún hætti að sveiflast.  Vandinn er að það er allt of stutt í keðjunni og hún of þung að auki, þannig að krónu greyið er að sökkva til botns.  Vandamálið er að við vitum ekki ennþá hve djúpt er þar sem akkerinu var kastað út.

Það er náttúrulega út í hött að krónan sé orðin lægri en japanska jenið eða að svissneskur franki og kanadískur dalur séu komnir yfir 100 kall.  Bilun!

En við eigum eftir að bíta úr nálinni með þetta.  18% gengisfall í mars hafði í för með sér 3,4% hækkun vísitölu neysluverðs milli mars og apríl.  Hækkun gengisvísitölu nemur um 30% síðustu 30 daga og ef við segjum að verðbólgan hagi sér hlutfallslega svipað núna og í vor, þá má búast við að hækkun vísitölu neysluverðs verði 5,7% milli mælinga í september og október.  Það gerir 68% verðbólgu á ársgrunni (þ.e. 5,6% verðbólgan margfölduð með 12) og 12 mánaðaverðbólga yrði 19,9%.  Ef síðan er gert ráð fyrir að hækkun vísitölu helmingist milli mánaða næstu tvo mánuði, þ.e. verði 2,8% í nóvember og 1,4% í desember, þá mun verðbólgan ná nýjum toppi í tæpum 24,5% í janúar 2009.

Inn í þessa útreikninga vantar alveg áhrif sem verða af mikilli hækkun stýrivaxta, en fall krónunnar og hækkun verðbólgu kallar óhjákvæmilega á allt af 10% hækkun þeirra, þ.e. úr 15,5% í 25,5% ætli Seðlabankinn að halda jákvæðum stýrivöxtum.

Ég verð að viðurkenna, að þegar ég spáði 18-20% verðbólgu í færslu hér í vor (sjá Verður 12 mánaðaverðbólga 18 - 20% í haust), þá átti ég ekki von á því að þar væri ég of varkár. En svo virðist sem orð mín:

þá má jafnvel gera ráð fyrir allt að 20% verðbólgu í vetrarbyrjun

muni því miður standast.  (Svo það sé skjalfest, þá er fyrsti vetrardagur 25. október, þegar Gormánuður gengur í garð.)


mbl.is Krónan á enn eftir að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var sleggju beitt þar sem hamar hefði dugað?

Jæja, ég hef verið að kalla eftir viðbrögðum frá ríkisstjórn og Seðlabanka vegna fjármálakreppunnar sem gengið hefur yfir undanfarna ríflega 13 mánuði. Nú sannast hið fornkveðna, að menn eigi að gæta hvers þeir óska. Ég get ekki gert að því að velta því...

Að hindra framgang réttvísinnar

Þegar maður les svona frétt um þessa fjóra menn sem hafa bindusti sammælum um að segja ekki rétt frá, þá veltir maður því fyrir sér hvort ekki séu í gildi lög á Íslandi um viðurlög við því að hindra framgang réttvísinnar. Það er nokkuð ljóst að einn...

Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum

Pétur Blöndal lætur hafa eftirfarandi eftir sér á visir.is: Alveg eins og ríkið sker upp krabbameinssjúklinga sem hafa reykt tóbak alla ævi, mætti athuga með hvort félagsleg úrræði þurfi til að hjálpa þeim sem hafa af eigin vangá farið illa út úr því að...

Ó, vakna þú mín Þyrnirós

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Seðlabanka Íslands eru hlutverk hans sem hér segir: Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og hefur með höndum margþætta starfsemi í þeim tilgangi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í...

Fátt sem kemur á óvart

Það var alveg fyrirséð að ársverðbólgan myndi lækka milli ágúst og september. Að lækkunin hafi ekki orðið meiri er viss vonbrigði, en því veldur fyrst og fremst veiking krónunnar. Greinilegt er að menn eru að taka lækkun krónunnar í meira mæli inn í...

Hækkun gengisvísitölu er 50% það sem af er ári

Þau stórmerku tímamót urðu í dag, að gengisvísitalan lokaði í yfir 180 stigum. Það sem meira er að hækkun vísitölunnar það sem af er árinu er komin yfir fimmtíu af hundraði. Þetta þýðir að það sem kostaði okkur 2 krónur í ársbyrjun kostar núna 3 krónur....

Ótrúverðug skýring

Ég verð nú að viðurkenna að þetta er ákaflega ótrúverðug skýring. Velta á gjaldeyrismarkaði er búin að vera hundruð milljarða króna í þessum mánuði. Vissulega var gjalddagi á krónubréfum upp á 5 milljarða í gær, en hvað geta útlendingar átt mikið af...

Myndir í vefalbúmum

Ég tek eftir því, að fólk hefur oft fjölskyldumyndir í vefalbúmum hér á blogginu. Það hefur svo sem verið varða við því áður, en ég vil af gefnu tilefni gera það aftur. Ekki setja myndir af börnunum ykkar fáklæddum í slík albúm. Þetta getur verið...

Eru Bandaríkjamenn farnir að verðtryggja líka?

Ég held að blaðamanni hljóti að hafa orðið á einhver skyssa hér: Úr frétt mbl.is: Aðgerðir kosta hundruð milljarða dala, segir Paulson Fjármálaráðherrann sagði að fasteignalánafélögin Fannie Mae og Freddie Mac muni í auknu mæli kaupa verðtryggð...

Björgunaraðgerðir virðast bera árangur

Heimsins umfangsmestu björgunaraðgerðir virðast vera að bera árangur. Opnunin í Bandaríkjunum hefur ekki verið betri í 6 ár. Hamagangurinn í kauphöllunum er svo mikill að menn hafa ekki undan. Hækkanirnar á fjármálafyrirtækjum mælast allt að 90% og flest...

Hrunið í Bandaríkjunum íslenskum bönkum að kenna!!!

Það er forvitnilegt að fylgjast með umræðunni á erlendum fréttamiðlum um hrunið í Bandaríkjunum. Ég rambaði inn á einn þráðinn á FT Alphaville og þar blasti við eftirfarandi athugasemd: Posted by stocious Icelandic Banks suspected of shorting Investment...

Innviðir bandaríska hagkerfisins að molna?

Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér um leið og maður fylgist með atganginum fyrir vestan haf, hvort innviðir bandaríska hagkerfisins séu að molna. Fjármálafyrirtækin falla eitt af öðru, stærsta tryggingafyrirtæki heims er bjargað úr snörunni,...

Til hamingju, Björn Óli

Minn fyrrum bekkjarfélagi og samstúdent Björn Óli Östrup Hauksson hefur verið ráðinn forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf. Hann er búinn að fara ýmsa króka á leiðinni í þetta starf. Verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak og síðar Kosovo, sveitarstjóri...

Sökudólgurinn fundinn! Er það?

Jæja, nú er leitin af sökudólginum hafin og menn ætla að einblína á afleiðurnar. En eru afleiðurnar ekki saklausar í sjálfu sér meðan menn skilja eðli þeirra og afleiðingar. Er það ekki miklu frekur vandamálið, að menn bjuggu til svo miklar flækjur að...

Getur einhver útskýrt fyrir mér

Um helgina var ákveðið að Lehman Brothers yrði ekki bjargað og fyrirtækið færi í gjaldþrot, Merryll Lynch var keypt á brunaútsölu, AIG leitar eftir neyðarláni til að forða sér frá gjaldþroti og Seðlabanki Bandaríkjanna segist ekki geta bjargað fleirum. Á...

Gömlu bragði beitt - kenna hinum um

Það er ekki í lagi með þá forráðamenn ríkja á Vesturlöndum sem halda því fram að ógn stafi af hernaði Rússa. Ef það er virkilega það sem menn halda, af hverju dettur mönnum þá í hug að storka Rússum við hvert tækifæri? Eldflaugavarnir Bandaríkjamanna í...

Tilfinningamúrar koma í veg fyrir samninga

Að mínu viti eru það fyrst og fremst einhverjir ímyndaðir múrar/glerþök sem koma í veg fyrir að þessir samningar náist. Ég held að allir sæmilega vitibornir einstaklingar sjái hvílíkt réttlæti felst í kröfum ljósmæðra. Þær eru eingöngu að óska eftir því...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1682130

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband