17.10.2008 | 15:16
Gefið lífeyrissjóðunum Kaupþing
Ég skora á viðskiptaráðherra að afhenda lífeyrissjóðunum Kaupþing endurgjaldslaust. Lífeyrissjóðirnir eru í sameign vel flestra landsmanna og því snertir afkoma þeirra okkur landsmenn ekki minna en afkoma ríkissjóðs. Viðskiptaráðherra sagði á fréttamannafundi í síðustu viku að lífeyrir landsmanna yrði varinn. Nú kemur í ljós að hann getur líklega ekki staðið við þau stóru orð sín frekar en margt annað sem hann hefur sagt. Hér hefur hann tækifæri. Með því að afhenda lífeyrissjóðunum Kaupþing með manni og mús, þá eiga þeir möguleika á því að vinna upp það tap sem landsmenn hafa orðið fyrir.
Fjárhagslegur styrkleiki lífeyrissjóðanna er mikill og innan þeirra starfa margir aðilar með mjög mikla og góða reynslu af fjármálakerfinu. Ég treysti þessum aðilum mun betur fyrir Kaupþingi en þeim misvirtu stjórnmálamönnum sem hjálpuðu til með aðgerðaleysi sínu að koma okkur í þá stöðu sem við erum núna í. Setja má alls konar skilyrði fyrir meðhöndlun lífeyrissjóðanna á eignarhlut sínum og hve mikið þeir mega setja í bankann. Eigið fé bankans má auka með því að gefa út viðbótar hlutafé og með framlagi frá lífeyrissjóðunum.
![]() |
Tilboði lífeyrissjóða hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.10.2008 | 14:54
Bandaríkin þurfa að bæta skaðann
Ég er kominn á þá skoðun, að alþjóðasamfélagið eigi að gera þá kröfu á Bandaríkjamenn að þeir bæti því þann skaða sem fjárplógsstarfsemi bandarískra fjármálafyrirtækja hefur valdið heiminum. Bandarísk stjórnvöld létu það líðast að fjárfestingabankar og vogunarsjóðir störfuðu án eftirlits og versluðu með svikapappíra. Þau létu það líðast að matsfyrirtækin Moody's og Standard & Poor störfuðu án eftirlits. Niðurstaðan er stærsta svikamylla sem heimurinn hefur séð. Með græðgi og ótrúlegri ósvífni hefur hinn eftirlitslausi hluti bandaríska fjármálageirans stefnt hagkerfi heimsins í gjaldþrot. Menn komust upp með að fara á svig við eftirlit bandaríska fjármálaeftirlitsins með því að kalla gjörninga ekki lögformlegum nöfnum og bandaríska fjármálaeftirlitið lét það gott heita!
Það er eðlileg krafa að bandarísk stjórnvöld axli ábyrgð sína, loki þeim fyrirtækjum sem hér hafa staðið að verki, frysti eigur þeirra og eigenda þeirra, sæki viðkomandi til saka og greiði fyrir skaðann.
Fall íslensku bankanna er bein afleiðing af þessu rugli í Bandaríkjunum. Umfang tjónsins, sem fallið hefur valdið, er fyrst og fremst íslenskum bankamönnum að kenna. Ég vil gera skýran greinarmun á þessu tvennu.
![]() |
Bush: Stöndum frammi fyrir alvarlegri fjármálakreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2008 | 09:33
Hrægammarnir mættir til að bæta um betur
Ég veit í sjálfu sér ekkert hvernig staðið var að þessari sölu eða hvað liggur undir. Þetta er svona dæmigerð frétt þessa daganna, þar sem hlutunum er skellt fram án nægilegra upplýsinga. En það er samt skelfilegt að vita, að hingað til lands streyma hrægammar fjármálakerfisins og vilja kaupa íslenskar eignir á brunaútsölu. Kaldhæðnin í þessu, að þetta eru líklega sömu mennirnir, eða vinna við hliða á þeim, og eru valdir af fjármálakreppunni í leit sinni af skyndigróða. Þetta eru meira og minna aðilar frá bandarískum fjárfestinga- og vogunarsjóðum sem af eigin siðblindu hafa sett fjármálakerfi heimsins á hliðina.
Ég skora á skilnefndir bankanna, viðskiptaráðherra og forsætisráðherra að gera þessa aðila alla afturreka. Að veita þeim ekki einu sinni viðtal, heldur benda þeim á að Ísland eigi ekki í viðskiptum við hrægamma.
![]() |
Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2008 | 01:21
Löngu tímabær aðgerð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.10.2008 | 13:06
Heldur vel í lagt eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2008 | 10:23
Velfarnaðaróskir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2008 | 10:18
Skref í rétta átt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 00:35
Tillögur að stjórnarháttum fyrir nýju bankana
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 16:20
Lögum gegn hryðjuverkum beitt vegna 100 milljóna punda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2008 | 12:13
Litlir karlar í stórum störfum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.10.2008 | 09:03
Hvað segja matsfyrirtækin við þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.10.2008 | 18:21
Áhugaverð hugmynd í Belgíu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2008 | 23:34
Aðstæður á fjármálamarkaði felldu bankana
Bloggar | Breytt 12.10.2008 kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.10.2008 | 22:11
Geta þeir ekki hætt þessari vitleysu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2008 | 17:07
Samkomulagi náð við Breta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 16:59
Blue chip er málið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 14:34
Menn voru að reyna bjarga málum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.10.2008 | 14:22
Ég hélt sem snöggvast..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 15:19
Er víst að peningarnir hafi tapast?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2008 | 14:06
Við þurfum að brjóta odd af oflæti okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1682129
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði