Leita í fréttum mbl.is

Gefið lífeyrissjóðunum Kaupþing

Ég skora á viðskiptaráðherra að afhenda lífeyrissjóðunum Kaupþing endurgjaldslaust.  Lífeyrissjóðirnir eru í sameign vel flestra landsmanna og því snertir afkoma þeirra okkur landsmenn ekki minna en afkoma ríkissjóðs.  Viðskiptaráðherra sagði á fréttamannafundi í síðustu viku að lífeyrir landsmanna yrði varinn.  Nú kemur í ljós að hann getur líklega ekki staðið við þau stóru orð sín frekar en margt annað sem hann hefur sagt.  Hér hefur hann tækifæri.  Með því að afhenda lífeyrissjóðunum Kaupþing með manni og mús, þá eiga þeir möguleika á því að vinna upp það tap sem landsmenn hafa orðið fyrir. 

Fjárhagslegur styrkleiki lífeyrissjóðanna er mikill og innan þeirra starfa margir aðilar með mjög mikla og góða reynslu af fjármálakerfinu.  Ég treysti þessum aðilum mun betur fyrir Kaupþingi en þeim misvirtu stjórnmálamönnum sem hjálpuðu til með aðgerðaleysi sínu að koma okkur í þá stöðu sem við erum núna í.  Setja má alls konar skilyrði fyrir meðhöndlun lífeyrissjóðanna á eignarhlut sínum og hve mikið þeir mega setja í bankann.  Eigið fé bankans má auka með því að gefa út viðbótar hlutafé og með framlagi frá lífeyrissjóðunum.


mbl.is Tilboði lífeyrissjóða hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin þurfa að bæta skaðann

Ég er kominn á þá skoðun, að alþjóðasamfélagið eigi að gera þá kröfu á Bandaríkjamenn að þeir bæti því þann skaða sem fjárplógsstarfsemi bandarískra fjármálafyrirtækja hefur valdið heiminum.  Bandarísk stjórnvöld létu það líðast að fjárfestingabankar og vogunarsjóðir störfuðu án eftirlits og versluðu með svikapappíra.  Þau létu það líðast að matsfyrirtækin Moody's og Standard & Poor störfuðu án eftirlits.  Niðurstaðan er stærsta svikamylla sem heimurinn hefur séð.  Með græðgi og ótrúlegri ósvífni hefur hinn eftirlitslausi hluti bandaríska fjármálageirans stefnt hagkerfi heimsins í gjaldþrot.  Menn komust upp með að fara á svig við eftirlit bandaríska fjármálaeftirlitsins með því að kalla gjörninga ekki lögformlegum nöfnum og bandaríska fjármálaeftirlitið lét það gott heita!

Það er eðlileg krafa að bandarísk stjórnvöld axli ábyrgð sína, loki þeim fyrirtækjum sem hér hafa staðið að verki, frysti eigur þeirra og eigenda þeirra, sæki viðkomandi til saka og greiði fyrir skaðann.

Fall íslensku bankanna er bein afleiðing af þessu rugli í Bandaríkjunum.  Umfang tjónsins, sem fallið hefur valdið, er fyrst og fremst íslenskum bankamönnum að kenna.  Ég vil gera skýran greinarmun á þessu tvennu.


mbl.is Bush: Stöndum frammi fyrir alvarlegri fjármálakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrægammarnir mættir til að bæta um betur

Ég veit í sjálfu sér ekkert hvernig staðið var að þessari sölu eða hvað liggur undir.  Þetta er svona dæmigerð frétt þessa daganna, þar sem hlutunum er skellt fram án nægilegra upplýsinga.  En það er samt skelfilegt að vita, að hingað til lands streyma hrægammar fjármálakerfisins og vilja kaupa íslenskar eignir á brunaútsölu.  Kaldhæðnin í þessu, að þetta eru líklega sömu mennirnir, eða vinna við hliða á þeim, og eru valdir af fjármálakreppunni í leit sinni af skyndigróða.  Þetta eru meira og minna aðilar frá bandarískum fjárfestinga- og vogunarsjóðum sem af eigin siðblindu hafa sett fjármálakerfi heimsins á hliðina.

Ég skora á skilnefndir bankanna, viðskiptaráðherra og forsætisráðherra að gera þessa aðila alla afturreka.  Að veita þeim ekki einu sinni viðtal, heldur benda þeim á að Ísland eigi ekki í viðskiptum við hrægamma.


mbl.is Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabær aðgerð

Ég spáði því í sumar að farið yrði í uppskurð á regluverki fyrir fjármálafyrirtæki. Var það í framhaldinu á því að Evrópusambandið setti ofan í við þann aðila sem hefur haft umsjón með þessum málum, þ.e. Basel-nefndina sem starfar innan Alþjóða...

Heldur vel í lagt eða hvað?

Gaman væri nú að sjá á hverju Lars Christiansen byggir spádóma sína. Ekki ætla ég að efast um að hann hefur reiknað þetta út, en ég býst við að forsendur hans byggi á því að krónan fari niður á það stig sem hún er skráð hjá UBS. Hvort sú skráning er...

Velfarnaðaróskir

Ég óska Nýjum Glitni hf. og starfsfólki hans velfarnaðar í starfi um ókomin ár. Þá óska ég einnig Birnu Einarsdóttur góðs gengis, þó ég telji hlutskipti hennar langt frá því að vera öfundsvert.

Skref í rétta átt

Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er skref í rétta átt. Hvort þetta skref sé af réttri stærð verður að koma í ljós. Við skulum hafa í huga, að með þessu verða stýrivextir neikvæðir um 1,5% miðað við síðustu verðbólgutölur og hugsanlega neikvæðir um allt að...

Tillögur að stjórnarháttum fyrir nýju bankana

Frétt á vb.is vakti hjá mér gleði. Fyrirsögn fréttarinnar er: Unnið að tillögum um stjórnarhætti nýrra ríkisbanka. Þannig eru mál með vexti að Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöll Íslands hafa sem sagt verið að vinna við gerð tillagna...

Lögum gegn hryðjuverkum beitt vegna 100 milljóna punda

Þeir hljóta núna að vera stoltir Knoll og Tott, nei fyrirgefið þið Darling og Brown, að hafa náð að sanna að heilar 100 milljónir punda hafi vantaði í sjóði Landsbankans. Og er líklegast skít sama þó í leiðinni hafi þeir kallað yfir skaðabótakröfu upp á...

Litlir karlar í stórum störfum

Mér sýnist sem bæði Alistair Darling og Gordon Brown séu litlir karlar í allt of stórum störfum sem þeir ráða ekki við. Að AD sé ennþá að fara með sama bullið og í síðustu viku gagnvart breskum fjölmiðlum, þrátt fyrir að hann segi allt annað við íslenska...

Hvað segja matsfyrirtækin við þessu?

Nú verður fróðlegt hvort matsfyrirtækin meðhöndla RBS, HBOS og TSB Lloyd's á sama hátt og Glitni, þ.e. fella lánshæfismat þeirra um marga flokka. Ástæðan fyrir því að breska ríkisstjórnin er að fara inn í bankana (miðað við fréttir undanfarna daga) er...

Áhugaverð hugmynd í Belgíu

Samkvæmt frétt á vb.is, þá eru uppi hugmyndir í Belgíu að láta hluthafa Fortis banka fá hlutdeild af söluhagnaði bankans til BNP Paribas. Þannig eigi að bæta minni hluthöfum að hluta tap sitt. Kannski má gera þetta sambærilega hluti hér. Bara...

Aðstæður á fjármálamarkaði felldu bankana

Mér finnst mjög sérkennilegt að sjá hvernig allir hella sig yfir stjórnendur og þá sérstaklega eigendur bankanna, eins og þeir séu landráðamenn. Það er eins og fólk haldi að þeir hafi gert það að gamni sínu að fella bankana og láta íslensku þjóðina sitja...

Geta þeir ekki hætt þessari vitleysu?

Enn halda matsfyrirtækin að níðast á íslenskum fyrirtækjum. Og hver er tilgangurinn? Það eru sjálfuppfyllandi spádómar þessara matsfyrirtækja sem í raun hafa valdið mestum skaða hér á landi. Það er enginn vandi fyrir matsfyrirtækin að spá versnandi...

Samkomulagi náð við Breta?

Samkvæmt frétt á Sky vefnum hefur náðst samkomulag milli ríkisstjórna Íslands og Bretlands um Icesave reikningana eða eins og segir: Officials have agreed in principle on an accelerated payout to retail depositors of failed Landsbanki's Icesave bank....

Blue chip er málið

Er það ekki löngu ljóst að fyrirtækin, sem eru í framleiðslugeiranum, eru þau sem hagvöxtur byggir á. Vandamálið undanfarin ár hér á landi, er að menn hafa verið að hæpa þessi félög upp án þess að raunverulega verðmætaaukning hafi átt sér stað inni...

Menn voru að reyna bjarga málum

Ég rakst á athugasemd á bloggi hjá breskum fréttamanni, þar sem Breti nokkur segir af vini sínum. Ég er nú ekki með tilvísunina á takteinunum, en innihaldið var nokkurn veginn svona (hugsanlega eitthvað höfundarleyfi í þessu): Ég þekki ungan mann, sem...

Ég hélt sem snöggvast..

..að tilvísunin "ljóti hálfvitinn" væri í ónefndan Breta. Það voru liggur við vonbrigði, þegar ég uppgötvaði að svo var ekki.

Er víst að peningarnir hafi tapast?

Mér finnst þessi fréttaflutningur af innlánum á reikningum IceSave og KaupthingEdge vera dálítið litaður. Það er alltaf talað um að peningar hafi tapast. Miðað við þær upplýsingar sem fást hér á landi, þá eru þessir peningar ekki tapaðir. Vissulega hafa...

Við þurfum að brjóta odd af oflæti okkar

Eftir því sem lengra líður, þá virðast fleiri brestir koma í ljós og nýir myndast. Skál hagkerfisins er að molna. Ég geri mér grein fyrir því að stjórnvöld eru að róa lífróður, en margt bendir til að það þurfi fleiri að leggjast á árarnar. Annars sekkur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1682129

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband