Leita í fréttum mbl.is

Menn voru að reyna bjarga málum

Ég rakst á athugasemd á bloggi hjá breskum fréttamanni, þar sem Breti nokkur segir af vini sínum.  Ég er nú ekki með tilvísunina á takteinunum, en innihaldið var nokkurn veginn svona (hugsanlega eitthvað höfundarleyfi í þessu):

Ég þekki ungan mann, sem vinnur hjá Kaupþingi Singer og Friedlander.  Þar er starfsfólkið búðið að vinna langt fram á nótt undanfarna daga við að tryggja hag sparifjáreigenda og taldi sig vera komið með fast land undir fótum seinni hluta þriðjudags.  Þá alveg gjörsamlega að tilefnislausu ræðst FSA inn í KSF og eyðileggur allt þeirra starf.  Þessi ungi maður (Englendingur) hann skilur ekki hvers vegna þetta var gert.  Hann er líklegast búinn að missa vinnuna og er alveg eyðilagður maður á eftir.

Síðan var önnur athugasemd, en frá Íslendingi inn á annað blogg (líka eftir minni):

Ef íslensku bankarnir eru hryðjuverkasamtök, þá hljóta bresk stjórnvöld að þurfa að kæra alla þá sem lagt hafa peninga inn á reikninga í þessum bönkum, þar sem með því voru viðkomandi að fjármagna hryðjuverkasamtök.


mbl.is Brown öfundsjúkur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er nú ansi mikið sem bretar þyrftu að borga ef það vinnst.. Raunar hels ég að Gordon Brown sé látin taka pokan sinn í kjölfarið..

Brynjar Jóhannsson, 11.10.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Calvín

Góður punktur í seinni tilvitnuninni.

Calvín, 11.10.2008 kl. 14:47

3 identicon

Já, þetta er rétt hjá ykkur og ég er ekki viss um að þeir geri sér grein fyrir hvað þeir hafa hlaupið mikið á sig. Leikslok eru ekki fyrirséð.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: corvus corax

Ég held því miður að leikslok séu einmitt fyrirséð. Geir gunga og félagar munu ekki hafa kjark til annars en að sleikja rassgatið á Gordoni Browni en Geir er vanur slíku en gæti verið kærkomin tilbreyting fyrir hann frá rassgatinu á Ceaucescu Oddssyni í Bleðlabankanum.

corvus corax, 11.10.2008 kl. 17:42

5 Smámynd: Nostradamus

Ceaucescu Oddson... það er gott...

Nostradamus, 11.10.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1678242

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband