Leita í fréttum mbl.is

Hvað fátt hefur breyst og margt reynst rétt - Upprifjun á færslum frá því í febrúar 2009

Ég var að leita að færslu frá febrúar 2009 og renndi því í gegn um allt sem ég skrifaði í þeim mánuði.  Mig eiginlega hryllir við hvað lítið hefur breyst á þessum u.þ.b. 22 mánuðum.

2.2.2009 Aðgerðir fyrir heimilin:  Hér ræði ég um það sem þurfi að gera og í reynd hefur sáralítið áunnist ennþá.

3.2.2009 Heimilin eiga að fjármagna bankana með fasteignalánum sínum:  Líklegast hef ég aldrei verið sannspárri.

6.2.2009 Greiðsluaðlögunarfrumvörp missa marks:  Þetta hefur sýnt sig vera hárrétt, enda ekki búið að breyta lögunum nema tvisvar og þau eru enn ekki að virka.

10.2.2009 Vandi heimilanna:  Tilraun til greiningar:  Hér er held ég ein raunsannasta greining á vandanum, áhrifum og afleiðingum.  Synd að stjórnvöld hafi ekki nýtt sér þessa greiningu til að taka á vandanum strax.

10.2.2009 Taka á sig tapið hjá þeim stóru, en hvað með litlu aðilana?:  Sjaldan held ég að mér hafi ratast eins rétt á sannleikann.

13.2.2009 Ekki spyrja um kostnað heldur ávinning:  Menn byrjuðu snemma að horfa í vitlausa átt og því miður eru menn enn fastir í að horfa á brunarústir gömlu bankanna, en neita að viðurkenna að þar er minnsti skaðinn.

13.2.2009 Er hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga?:  Þetta er upphafið að því að gengistryggingin var dæmt ólögleg.  Ætli verðtryggingin fari sömu leið þegar á hana verður reynt?

15.2.2009 Eftirlitið ber ekki sök á glannaskap bankanna, bara á að hafa ekki stoppað hann: Í sjálfu sér ekkert meira um þetta að segja, en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfesti þetta í grófum dráttum.

16.2.2009 Game over - Gefa þarf upp á nýtt: Ég held stundum að þetta sé eina leiðin.

19.2.2009 Að ósi skal stemma: Leynifélög á Tortola afhjúpa galla í lögum: Ég held ennþá að það sem ég legg til í þessari færslu sé eina rétta.  Gera þarf eigur Tortolafélaga upptækar og láta eigendurna sækja rétt sinn.

19.2.2009 Hagsmunir heimilanna eru hagsmunir þjóðarinnar: Hverju orði sannara og ekkert meira um það að segja.

20.2.2009 Verð- og gengistrygging böl heimilanna - 760 milljarða skattur á 8 árum:  Menn eru smátt og smátt að opna augun fyrir þessu.

21.2.2009 Stöndum vörð um heimilin - Ræða flutt á Austurvelli 21.02.2009: Hélt ekki að til þess kæmi að ég héldi ræðu á kröfufundi.  En engin veit sína ævi fyrr en öll er.

25.2.2009 Það er víst hægt að færa lánin niður:  Þessi færsla lýsir einu af mörgu tækifærum sem stjórnvöld misstu af.  Hægt hefði verið að búa til keðju viðskipta sem hefði nýst mörgum.

26.2.2009 Saga af venjulegum manni: Þetta er hinn grákaldi raunveruleiki sem stjórnvöld eru ekki ennþá að ná að skilja.

Bæði eru færslurnar fróðleg lesning og ekki síður margar þeirra frétta sem þær eru hengdar við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir alla þína vinnu Marinó.

Þessi samantekt þín á eigin bloggum frá því fyrir nærri tveimur árum sýnir hvað sorglega lítið hefur breyst. Þó má gera ráð fyrir því að margir þeirra sem þá voru komnir í alvarleg vandræði séu nú fallnir og bankarnir búnir að hirða eigur þeirra. Þeir sem enn gátu strögglast er sennilega núna við það að missa sínar eigur til bankanna. Og þeir sem enn voru í nokkuð góðum málum þá, séu nú komnir á þann punkt að eigið fé í fasteignum sé upp urið, spariféð búið og byrjað að lifa á yfirdætti með tilheyrandi kostnaði.

Það er skelfilegt til þess að vita að stjórnvöld skuli neita að horfast í augu við staðreyndir. Vandamálið eykst og nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar (banka og lánastofnana) mun ekki leysa það á neinn hátt.

Gunnar Heiðarsson, 4.12.2010 kl. 20:13

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakkir frá mér og mínum til þín Marinó

Sumir þess fólk sem enn voru að ströglast í febrúar 2009 eru flutt úr landi og er bara fegið að sleppa úr ruglinu hérna. Sonur minn og hans fjölskylda er að aðlagast lífinu í Noregi og gengur bara vel.

Pakkinn frá ríkisstjórninni mun örugglega fjölga brottfluttum, vonbrigðin eru örugglega mikil á mörgum heimilum og fátt til ráða.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.12.2010 kl. 23:39

3 identicon

Hey hey hey, skynja ég uppgjöf á fólki hérna?!

DD (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 23:43

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég velti fyrir mér hvort að stjórnvöldum og meirihluta þjóðarinnar sé:

  • sama um þessa hluti
  • skilji ekki hvað er í gangi
  • trúi ekki því sem blasir við
  • illgjörn og grimm

Getur verið að einhvers konar 80/20 regla gildi um heilbrigða skynsemi þegar kemur að því að velta málum fyrir sér af dýpt; að aðeins fámennur hópur (um 20%) nenni að velta þessum hlutum fyrir sér, geri það af skyldurækni eða baráttu fyrir hamingjusömu lífi, og fylgi eftir þeim niðurstöðum og pælingum sem á vegi þeirra verður.

Rökin eru svo augljós en samt er eins og fólk sé blint eða sofandi. Ennþá. Eftir allan þennan tíma.

Getur verið að 80% þjóðarinnar láti mata sig á upplýsingum og leggi ekki á sig þá vinnu sem þarf að sinna til að meta hverjar af þessum upplýsingum eru áreiðanlegar, hvernig þær hanga saman við aðrar upplýsingar, og greini málin frá eigin sjónarhorni?

Er þetta kannski hjarðhneigðin í öllu sínu veldi?

Hrannar Baldursson, 4.12.2010 kl. 23:50

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hjarðhegðunin er ávallt sú sama 80% kjósa óbreytt ástand, og 20% vilja breytingar.... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.12.2010 kl. 01:52

6 identicon

Hef mikið verið að velta fyrir mér þessari 20% reglu ríkisins og fjármálastofnana tengd þessari 110%. Þeim þykir sem sé ásættanlegt að 20% af tekjum fyrir skatt fari í greiðslu af íb lánum.

Þetta þýðir að fyrir menntanaðann viðsiptafræðing sem er á meðallaunum í sínum geira kr. 550,000 ráðstafi tekju sínum svona:

Heildarlaun f. skatt: 550.000

Þar af skattur, lífsj og önnur launatengd gjöld: 60%

Afborganir húsnæðis: 20%

Ráðstöfunartekjur: 20% = kr. 110.000

Sem sé kr. 110.000 á að fara í leikskólagjöld, rekstur bíls, lækniskostnað, Mat og önuur óvænt útgjöld.

Ég held ég þurfi ekki að reikna dæmið fyrir verkamann með kr. 250,000 í tekjur. Það yrðu einhverjir þúsundkallar eftir í ráðstöfunartekjur m.t.t. ofangreinds.

Hvaðan kemur þessi talal 20% eiginlega, eða hvað þá tala SÍ um 30% tekna fari í afborgun húsnæðis!?? Gera menn sér fyrir því að þetta eru rosalegar upphæðir af tekjum m.t.t. skattkerfisins sem er hér á landi?


Sem sé 110% leiðin m.t.t. 20% af tekjum sýnir svart á hvítu sé leið fyrir þá sem voru í vandræðum daginn sem þeir keyptu og e.t.v. offjárfstu eða banki lánaði til án tillits til greiðslumats.

Ég þekki mjög fáa sem eru að greiða þetta hátt hlutfall af tekjum sínum í húsnæðislánið en gerir samt sem áður ekki lítið úr vandræðum viðkomandi um að ná samt sem áður ekki endum saman.

Þetta hefði snúið allt öðruvísi við ef dæmið sé reiknað 20% af tekjum EFTIR skatt, þá erum við að tala um raunhæfar tölur.

DD (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1681235

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband