Leita í fréttum mbl.is

Sýn Hagsmunasamtaka heimilanna orðin að veruleika

Hagsmunasamtök heimilanna vöruðu við því síðast liðinn vetur að neysla heimilanna myndi dragast mikið saman, meðan ekkert væri gert í lánamálum þeirra.  Okkar sýn var og er mjög einföld:

Til að standa undir aukinni greiðslubyrði lánanna, dregur fólk saman í neyslu.  Samdrátturinn í neyslunni veldur minni veltu hjá fyrirtækjum og minni neysluskatttekjum ríkisins.  Það fyrra leiðir til minni eftirspurn/þörf fyrir vinnuafli.  Hið síðara að ríkið verður að skera meira niður eða bæta í álögur á almenning.  Meiri álögur valda ennþá minni neyslu og nýr hringur hefst.  Haldi þetta svona áfram kemur annað hrun.

Það þurfti svo sem engan snilling til að sjá þetta gerast og ég satt best að segja skil ekki af hverju núna tæpu ári frá hruni bankanna og rúmum tveimur árum eftir að krónan byrjaði að lækka, ekkert hafi verið gert að viti fyrir heimilin í landinu.  Það er eins og stjórnvöld skilji ekki þau einföldu sannindi, að besta leiðin til að vinna sig út úr kreppu er að breikka skattstofnana, ekki að ráðast af sífellt meiri þunga á einn þeirra.  Heimilin ráða ekki við öll þau margþættu verk sem Steingrímur og Jóhanna ætla þeim.  Þau geta ekki á sama tíma staðið undir neyslu og neyslusköttum, greitt stökkbreytta höfuðstóla lána sinna, greitt fyrir enduruppbyggingu bankakerfisins og greitt fyrir enduruppbyggingu hagkerfisins.  Með fullri virðingu, þá eru byrðarnar sem Jóhanna og Steingrímur ætla heimilunum allt of þungar, þær eru ósanngjarnar og óréttlátar.  Stefna ríkisstjórnarinnar virðist vera að hneppa heimilin í ævilangan þrældóm fjármálakerfisins.  Eða eins og ég segi í síðustu færslu: Heimilin eiga að vera galeiðuþrælar fjármálafyrirtækja


mbl.is Neysla heimila dregst stöðugt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilin eiga að vera galeiðuþrælar fjármálafyrirtækja

Samkvæmt frétt á pressan.is eru uppi hugmyndir um að tekjutengja afborganir húsnæðislána í samræmi við hugmynd Þórólfs Matthíassonar, prófessors.  Ég vil eindregið vara við þessari hugmynd.  Hér er um fátæktargildru að ræða, eins og allar aðrar tekjutengingar í þessu þjóðfélagi.

Það er besta mál að notast við tekjutekningar, þegar búið er að skilgreina hvað teljast viðunandi tekjur  og hver er framfærsluþörfin.  En það hefur ekki verið gert.  Í staðinn er skorið af tekjum fólks án tillits til þess hvort tekjurnar duga fyrir framfærslu eða ekki.  Raunar er ástandið oft svo fáránlegt, að hækki einstaklingur um þúsund kalla í tekjum, þá hverfa tekjutengdar bætur upp á tugi þúsunda.

Sú hugmynd að tekjutengja afborganir lána er bara sönnun þess, að jafnaðarmenn og vinstri sósalistar á Íslandi ætla að stuðla að þjóðnýtingu eigna heimilanna og gefa þær fjármálafyrirtækjum.  Öðruvísi mér áður brá, þegar það var stefna vinstri sósíalista að þjóðnýta fyrirtæki til að gefa þau þegnunum.  Ætla Vinstri-grænir virkilega að samþykkja að rányrkja fjármálafyrirtækjanna á undanförnum árum verði staðfest og fasteignir heimilanna færðar þeim á silfurfati.  Skiptir engu hvers ólögleg og ósanngjörn aðför fjármálafyrirtækjanna var að heimilum landsmanna, ætla Vinstri-grænir virkilega að lúffa vegna þess að það gæti stefnt stjórnarsamstarfinu í voða.

Það er kjaftæði að það muni kosta ríkissjóð eitthvað af viti að koma til móts við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna og fjölmargra annarra aðila að LEIÐRÉTTA stökkbreyttan höfuðstól lána heimilanna.  Það er gert ráð fyrir 2.800 milljörðum í bönkunum þremur í afskriftir lána.  Ekki borgar ríkissjóður það.  Það stefnir allt í að SPRON muni afskrifa 40-50% af sínum útlánum, ef ekki meira.  BYR er, ef marka á slúðrið, að ná samningi við sína kröfuhafa um ekki minni afskriftir.  Af hverju fer Íbúðalánasjóður ekki í samningaviðræður við sína kröfuhafa?

Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rányrkju fjármálafyrirtækjanna, þá mun ég láta verða af því að finna mér starf úti í heimi.  Ég ætla ekki að bjóða börnunum mínum upp á umhverfi, þar sem það þykir sjálfsagt og eðlilegt að þjóðnýta eigur fólks, svo fjármagnseignendur þurfi engu að tapa.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa varað við því frá því í febrúar, að nota eigi fasteignir heimilanna til að endurreisa bankakerfið.  Miðað við frétt Pressunnar, þá virðist ekki bara það ætla verða staðreynd, heldur á að binda alla launamenn landsins á árar bankakerfisins og drífa það áfram.  Heimilin eiga að vera galeiðuþrælar fjármálakerfisins um aldur og ævi.


Dónaskapur stjórnvalda ótrúlegur

Í sjö mánuði hafa Hagsmunasamtök heimilanna beðið eftir því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, standi við orð sín frá fyrsta blaðamannafundi sínum um að samráð yrði haft við Hagsmunasamtök heimilanna.  Ekkert hefur gerst.  Við erum komin í hóp með listum og menningu sem gott er að vísa til í hátíðarræðum, en þegar á reynir býr ekkert að baki.

Dónaskapur stjórnvalda gagnvart fólkinu í landinu er ótrúlegur.  Mánuðum saman nefna þau ekki vanda heimilanna á nafn eða gera lítið úr vandanum.  Árni Páll "ekkert í mannlegu valdi" Árnason og Gylfi "glittir í löngutöng" Magnússon koma ítrekað fram í fjölmiðlum og sýna þvílíkan greindarskort að mann verkjar í skrokkinn að hlusta á þá.  "Hvar er" Jóhanna Sigurðardóttir bauð fólki inn af götunni og taldi sig þar með uppfylla þetta með samráðið.  Við hvað eru blessaðir ráðamenn hræddir?  Að við höfum rétt fyrir okkur?  Að tillögur okkar séu betri en þeirra?  Að við fáum heiðurinn af aðgerðum til bjargar heimilunum?  Ég veit það ekki, en hitt veit ég að það næst alltaf betri árangur þegar talað er við fólk en ekki (niður) til þess.

Ég, sem stjórnarmaður hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, var í morgun á fundi með sendinefnd lettneskra embættismanna.  Við vorum beðin um að hitta þetta unga fólk (líklegast allt á þrítugsaldri) og segja frá reynslu okkar af samskiptum við stjórnvöld og hvernig stjórnvöldum gengi að koma sínum málstað á framfæri.  Ég sagði þeim þann nöturlega sannleika, að stjórnvöld á Íslandi hafa ekki ennþá talað við fulltrúa neytenda um stöðu mála í þjóðfélaginu.  Ekki orð.  Ég benti þeim á að samræður væru mjög mikilvægar, því aðeins eftir samræður væri hægt að skilgreina viðfangsefnið.  Ég varaði þau líka við því að skilgreining mætti ekki vera einhliða ákvörðun stjórnvalda eða bankanna.  Neytendur (lántakendur) væru líka hluti af myndinni og þeirra sjónarmið væru jafn rétthá, ef ekki rétthærri, en sjónarmið hinna.  Það værum jú við sem þyrftum að bera byrðarnar, þegar allt kemur til alls.  Ég vona að lettnesk stjórnvöld geti lært að okkar biturri reynslu og að þau þori að tala VIÐ þegna sína.  Íslensk þora bara að tala TIL og jafnvel NIÐUR TIL þegna sinna.

Eitt sem við skulum alveg hafa á hreinu.  Það verður engin lausn á fjárhagsvanda heimilanna samþykkt, nema hún hafi verið mótuð í samvinnu við heimilin.  Við treystum ekki bönkunum og við treystum ekki stjórnvöldum.


mbl.is Ítreka kröfur um aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot Seðlabankans stærsti bitinn

Þetta eru forvitnilegar tölur sem birtar eru í Hagtíðindum. Ef ekki hefði verið fyrir gjaldþrot Seðlabankans, þá værum við í þokkalegum málum. Það kostaði ríkissjóð ríflega 192 milljarða að bjarga Davíð og co úr snörunni og munið að þeim fannst samt ekki...

Nýja-Kaupþing krafsar í bakkann

Heldur finnst mér hún aum vörnin sem Nýja Kaupþings heldur uppi í þessu máli: Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, segir í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 38 frá árinu 2001, að ekki sé „heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum...

Svikamylla bankanna

Ég hef verið að bíða eftir þessari kæru í nokkurn tíma, en satt best að segja, þá hef ég ekki skilið af hverju Fjármálaeftirlitið og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafi ekkert gert í málinu hingað til. Þegar gengistryggð lán voru fyrst boðin á...

Gunnar Tómasson tekur að öllu undir kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna

Það var forvitnilegt viðtalið að Gunnar Tómasson, hagfræðing, í Kastljósi í kvöld . Í viðtalinu, þá tekur Gunnar fullkomlega undir málflutning og kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna, sem samtökin hafa sett fram frá stofnun þeirra í janúar. Tvö stærstu...

Steingrímur í talnablekkingaleik

Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu virðist Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa mikla áhyggjur af skuldastöðu þjóðarinnar. Í fréttinni segir: Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar...

Kannski er verið að sýna okkur..

Þessi "ég elska þig, ég elska þig ekki" snúningur á því hvort mál Íslands verði tekið fyrir hjá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er kannski til að sýna okkur að við komumst líklegast alveg af án þeirra. Ég get t.d. ekki séð að ástandið hafi versnað neitt...

Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar

Morgunblaðið birtir grein eftir mig á bls. 29 í laugardagsblaðinu og síðan tengil við lengri útgáfu af henni á netinu. Hér fyrir neðan er þessi lengri útgáfa. Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar Um áramótin 2007/2008 var nokkuð...

Gylfi, Gylfi, Gylfi, hlustar þú á sjálfan þig?

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, greinir frá því í viðtali við visir.is að hann vonist til "að vera með fullmótaðar tillögur til lausna á skuldavanda heimilanna þegar þing kemur saman um næstu mánaðamót". Fagna ég þessari yfirlýsingu, en get samt ekki...

"Við erum hagfræðingar. Við tölum í raunvöxtum"

Þetta voru orð Þórólfs Matthíassonar í Kastljósinu áðan. Hann var að setja ofan í við Tryggva Þór Herbertsson, þegar Tryggvi talaði um að skuldirnar myndu tikka á 15% vöxtum. Þetta væru sko ekki raunvextir, þeir væru lægri. Tryggvi brást við og sagði það...

Vandi heimilanna: Tilraun til greiningar - Endurbirt færsla

Þórólfur Matthíasson var í Kastljóssviðtali í kvöld. Þar kom hann með greiningu á vandanum sem heimilin í landinu eru að glíma við og fannst mér þessi greining hans heldur klén, eins og margt annað sem frá honum kemur. Langar mig því að endurbirta hér...

Verður skaðinn bættur?

Einhverjir einstaklingar hafa þegar orðið fyrir fjárhagslegum skaða vegna þeirrar ákvörðunar Lánstrausts að skrá innkallanir vegna greiðsluaðlögunar á vanskilaskrá. Mun Lánstraust bæta fólki þennan skaða? Eða verður þetta bara eins og alltaf "ég gerð...

Þrátt fyrir þetta hefur launavísitalan HÆKKAÐ

Það eru áhugaverð upplýsingar sem koma fram í þessari frétt. 35% aðspurðra í könnun hafa lent í því að tekjur hafa verið skertar frá hruni bankanna í október. Þrátt fyrir þetta, þá hefur Hagstofan komist að þeirri niðurstöðu að launavísitalan hafi...

Ólöglegt fjármögnunarokur

Það jákvæða við þetta fyrir skuldarana er að gengistryggð lán eru ólögleg. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi að lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur er tekið skýrt fram að EKKI er “ heimilt að tengja skuldbindingar í íslenskum krónum við...

Lánakerfið verður ekki byggt upp í óbreyttri mynd

Einhvers staðar rakst ég á frétt, þar sem sagði að bankana vantaði trausta lántakendur. Mig langar að snúa þessu við. Lántakendur vantar trausta lánveitendur. Það er nefnilega staðreynd, að það voru lánveitendurnir sem brugðust lántakendum í undanfara...

Um lögmæti gengistryggðra lána

Ég talaði við lögfræðing í kvöld. Hann sagði það vera lífsnauðsynlegt fyrir afkomu nýju bankanna, að við uppgjör lánasafnanna, sem flytjast frá gömlu bönkunum til þeirra nýja, verði tekið tillit til þess lögleysu gengistryggðra lána. Hann sagði það...

Greiðsluverkfall boðað frá 1. október

Hagsmunasamtök heimilanna boðuðu á blaðamannafundi í morgun tveggja vikna greiðsluverkfall frá og með 1. október næst komandi. Samtökin telja þetta einu leiðina til að knýja stjórnvöld og fjármálafyrirtæki að viðræðuborðinu til að ræða úrræði fyrir...

Greiðsluverkfall er til að knýja fram réttlæti

Síðustu 80 ár eða svo hefur verklýður á Íslandi nýtt sér verkfallsvopnið til að knýja fram sanngjarna úrlausn sinna mála. Þegar launagreiðendur hafa ekki hlustað á kröfur launafólks um betri aðbúnað, betri starfskjör og betri lífeyrisrétt, þá hafa...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1682111

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband