Leita í fréttum mbl.is

Batnandi manni er best að lifa. Er friðarpípa í augsýn?

Var að hlusta á viðtal við Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, í Kastljósi.  Loksins rúmum 18 mánuðum eftir að kreppan fór að bíta efnahag íslenskra heimila áttar hann sig á því að eitthvað þurfi að gera.  Loksins viðurkennir hann að sumar skuldir verða ekki innheimtar.  Loksins skilur hann þörfina fyrir aðgerðir fyrir heimilin.  Batnandi manni er best að lifa.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa frá því í janúar barist fyrir leiðréttingu lána heimilanna.  Ég og fleiri forráðamenn samtakanna hófum þessa baráttu í lok september og höfum alla tíð síðan haldið á lofti þeirri kröfu að eitthvað þyrfti að gera.  Íbúðalánasjóður áttaði sig á því í ágúst 2008 að eitthvað þyrfti að gera.  En það tók Samfylkinguna þar til í 35. viku ársins 2009 að átta sig á þessu.  Sem afleiðing á þessu getuleysi Samfylkingarinnar að átta sig á vandanum og grípa til úrræða sem koma að notum, þá hafa margir komist í þrot og tapað háum fjárhæðum.

Ég talaði í dag við mann sem seldi íbúðina sína um daginn.  Það væri svo sem ekki frásögufærandi nema hann situr uppi með hátt í 6 milljónir af húsnæðislánunum eftir að nýr eigandi er búinn að taka við íbúðinni.  Söluverð var í kringum 28 milljónir, áhvílandi var 31 milljón og til að bankinn samþykkti söluna, þá varð hann að taka með sér hátt í 6 milljónir.  Þessi dæmi eru mýmörg.  Um daginn var Morgunblaðið með viðtal við Guðbjörgu Þórðardóttur, sem leitaði í greiðsluaðlögun vegna nákvæmlega sams konar dæmis.  Finnst félagsmálaráðherra í lagi að almennir borgarar séu þannig að greiða fyrir klúður íslenskra fjármálamanna?  (Það skal tekið fram að maðurinn setti fyrirvara í uppgjörssamninginn um betri rétt neytenda, þannig að hann ná einhverja von um að endurheimta hluta af tapi sínu.)

Ég hef alltaf trúað því að dropinn myndi hola steininn.  Að blindir myndu að lokum sjá.  Nú virðist biðin á enda.  Og þó.  Ég efast um að lausnirnar komi alveg strax.  Samfylkingin stofnaði nefnd um málið um daginn og sérstök "pólitísk vinkona" félagsmálaráðherra stýrir þeirri nefnd.  Kristrún Heimisdóttir er allra góðra gjalda verð, en ég treysti ekki pólitískri nefnd til að finna sanngjarna niðurstöðu, þegar yfirmaðurinn (Árni Páll) er búinn að lýsa sinni skoðun eins eindregið og hann sagði í kvöld. Afskriftir, leiðréttingar, niðurfærslur eða hvað við köllum þetta verða eingöngu framkvæmdar á sannanlega tapaðar kröfur.  Auðvitað á ég að vera glaður yfir því, að hann er þó búinn að átta sig á hugtakinu "sokkinn kostnaður" sem ég er búinn að vera að benda á í nokkra mánuði.  Næst er að hann átti sig á því að sannanlega tapaðar kröfur eru ekki bara kröfur umfram veð.  Nei, þær eru fyrst og fremst kröfur umfram greiðslugetu.

En þetta snýst ekki bara um þær kröfur sem eru sannanlega tapaðar.  Þetta snýst líka um þær kröfur sem hafa myndast vegna forsendubrests og gætu því fallið niður/tapast, ef dómstólar komast að því að forsendubrestur hafi átt sér stað.  Síðan eru það kröfur í gengistryggðum lánum, en svo ég rifji það upp, þá voru þau bönnuð með lögum nr. 38/2001.  Það er mjög mikilvægt að leysa úr þessum tveimur álitaefnum áður en efnahagsreikningar nýju bankanna verða gefnir út.  Geri efnahagsreikningarnir ráð fyrir annarri niðurstöðu en dómstólar komast að, þá getur það skekkt fjárhagsstöðu bankanna verulega. Það er líka mikilvægt að fá úr þessu skorið fyrir innlenda lántakendur.  Ef dómar falla lántakendum í vil, gæti það orðið sú friðarpípa sem mun skapa sátt í þjóðfélaginu. Við skulum ekki gleyma því að innlend lánasöfn gömlu bankanna eru færð yfir í nýju bankanna með miklum afslætti.  Hvernig væri að upplýsa almenning um það hvernig lán heimilanna eru metin í yfirfærslunni og bjóða heimilunum nokkurn veginn sama afslátt á eigin lánum?  Það væri annars konar friðarpípa sem skilar sama árangri.


Útrás orðin að innrás

Íslenskir fjárfestar fóru, að dæmi forfeðra sinna, í víking til Stóra-Bretlands og meginlands Evrópu.  Innrásin, sem átti að enda með sterku fjárfestingaveldi víkinganna, hefur núna snúist upp í gagnsókn, enda sóttu menn á öllu liði sínu og skyldi engar varnir eftir hér á landi.  Þar sem sóknarliðið var heldur þunnskipað, þurfti ekki mikið til að rjúfa varnir þess og hrundi þá öll spilaborgin á þremur svörtum dögum í október.  Það sem meira var, heimalendurnar höfðu engar varnir og stóðu því eftir sem sviðin jörð.

Erlend innrásarlið undir stjórn mismunandi lénsherra hafa nú tekið sér stöðu á hverju horni í borgum og bæjum landsins.  Öll helstu fyrirtæki eru komin í eigu eða undir stjórn lénsherranna eða leppa á þeirra vegu.  Innrásarliðið heldur á framtíð landsins í höndum sér.

Til að bjarga sjálfum sér, reyna margir af útrásarvíkingunum að semja við einstaka lénsherra svo þeir geti haldið einhverjum ítökum í þjóðfélaginu.  Refsingin fyrir útrásartilraunina er öðrum grimm.  Þeir missa allt sitt til útlendinganna.  Verst er þó ævarandi útskúfunin sem þeir munu hljóta úr íslensku samfélagi.  Farið hefur betra fé.

En eins og í öllum stríðum er tjón almennings mest.  Heimilin þeirra hafa verið skilin eftir sem rústir einar.  Skuldaklafarnir eru ekki bara að sliga almenna launamenn, öryrkja og aldraða, heldur einnig þá sem einu sinni töldust ríflega bjargálnamenn.  Sviðna jörð ber að líta alls staðar.

Í ljós hefur komið að útrásarliðið hafði gengið um íslenskt samfélag sem verstu ribbaldar og rónar.  Farið ránshendi um sjóði landsmanna og ekki greitt reikninga sína. Nú þarf þjóðin að taka til eftir þá og greiða erlendu lénsherrunum himinháar skaðabætur.  Glæstustu eignir og stolt þjóðarinnar hafa verið tekin herfangi af sveitum lénsherranna.  Það sem áður var í sameiginlegri eigu landsmanna hefur verið fært í hendur útlendinga og hafi það ekki átt sér stað ennþá, þá er ekki langt að bíða að svo verði.

Sagan ætti að hafa kennt mönnum, að enginn erlendur her hefur lagt Stóra-Bretland.  Hvað þá fámennar vígasveitir sveitalubba frá lítilli eyju í ballarhafi.  Það er bara á færi stórra, voldugra aðila að nýta sér Microsoft útgáfuna á orðatiltækinu "if you can't beat them, join them", sem Microsoft breytti í "if you can´t beat them, buy them".  Íslensku sveitalubbarnir voru hvorki stórir né voldugir og bakland þeirra var veikt, þrátt fyrir að hafa keypt sér banka til að auðvelda aðgang að fjármagni.  Nei, það kann ekki góðri lukku að stýra, að troða voldugum aðilum um tær.  Hvað þá þegar það er gert með unggæðings-"ég veit allt miklu betur"-hroka. Stundum er betra að hlusta á sér reyndari menn og læra af þeim.  Kannski eru fyrirtæki þeirra jafn öflug og gömul og raun ber vitni, vegna þess að þeirra aðferð var sú rétta.  Góðir hlutir gerast hægt.

Framundan er ný sjálfstæðisbarátta.  Hún verður ekki ólík þeirri síðustu.  Þá var erlent yfirvald, þá voru öll helstu fyrirtæki landsins í höndum útlendinga, þá átti almenningur vart til hnífs og skeiðar og alls ekki húsnæðið sitt, þá sendum við afbrotamenn á Brimarhólm.  Merkilegt hvað hlutirnir eiga það til að endurtaka sig. 

Yfir okkur hangir að samþykkja afarkosti erlendra lénsherra í formi Icesave og skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Hvorutveggja munu kalla auknar þrengingar yfir lýð og land.  Er þatta það sem við viljum?  Eru afarkostirnir óumflýjanlegir eða eigum við þann kost að standa upp og segja eins og Jón Sigurðsson á Þjóðfundinum forðum:  Vér mótmælum! 

Spurningin er hvort það muni taka 67 ár að verða fullvalda þjóð (Þjóðfundurinn var 1851 og Ísland varð fullvalda 1918) og önnur 26 til viðbótar til að öðlast sjálfstæði. Eða mun okkur bera gæfu til að hrinda hinni erlendu innrás af okkur áður en núverandi kynslóð er gengin á vit feðranna.


Svívirðileg hækkun tryggingaiðgjalda

Það er komið að þessu árlega hjá mér.  Endurnýjun trygginga.  Fyrir nokkrum árum lét ég glepjast af því að fá afslátt með því að hafa allar tryggingar á einum gjalddaga en setja tryggingarnar á boðgreiðslu.  Fáránleg mistök þar sem vextirnir af boðgreiðslunum eru mun hærri en afslátturinn.

En það eru hækkanirnar á tryggingunum, sem mig langar að ræða.  Ég er með allan pakkann og sumt kemst ég ekki hjá að taka.  Annað er valkvætt, en var um tíma ákaflega skynsamlegt.  Nú hefur það gerst að á 4 árum, frá 1. september 2005 til 1. september 2009 hafa sumar af þessum tryggingum hækkað um allt að 150%. Já, 150%.

Mig langar að sýna hérna nokkur dæmi um hækkanir.  Til þess að uppljóstra ekki hverjar upphæðirnar eru, þá mun ég eingöngu greina frá prósentuhækkun iðgjaldanna. Fyrir aftan er svo þróun vísitölu neysluverðs (VNV).

Endurnýjun

Nafnhækkun

Hækkun VNV

 

Frá 1/9/05

Milli ára

Frá 1/9/05

Milli ára

Sjúkdómatrygging

   

1.sep.06

21,4%

21,4%

7,9%

7,9%

1.sep.07

52,4%

25,5%

12,2%

4,0%

1.sep.08

92,8%

26,5%

26,5%

12,7%

1.sep.09

150,5%

29,9%

41,9%

12,2%

     

Líftrygging hjóna

   

1.sep.06

16,4%

16,4%

7,9%

7,9%

1.sep.07

23,0%

5,7%

12,2%

4,0%

1.sep.08

50,6%

22,5%

26,5%

12,7%

1.sep.09

90,7%

26,6%

41,9%

12,2%

     

Slysa- og sjúkratrygging

  

1.sep.06

14,2%

14,2%

7,9%

7,9%

1.sep.07

22,7%

7,4%

12,2%

4,0%

1.sep.08

43,4%

16,9%

26,5%

12,7%

1.sep.09

75,1%

22,1%

41,9%

12,2%

 

Eins og sést á þessum tölum hafa nokkrar tryggingar, sem ætlað er að auka fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar hækkað allverulega.  Hækkunin er mæld frá upphæð iðgjalds 1. september 2005 til sama tíma hvert af hinum árunum.

Ég skil ekki svona viðskiptahætti.  Þessar hækkanir eru þrátt fyrir að á hverju ári hafi ég hringt og kvartað yfir iðgjöldunum og fengið þau leiðrétt.  En núna tók steininn úr.  Hækkun sjúkratryggingar er um 29,9%, líftrygging hjóna hækkar um 26,6% og slysa- og sjúkratrygging 22,1%, þegar verðbólgan er 12,2%.  Hvers konar bull er þetta?  Ég geri mér grein fyrir að ég hef elst um fjögur ár, en þetta er brjálæði.

Síðan er önnur saga að segja frá því, að ég fékk vitneskju um þessa hækkun seinni hluta júlí og hafði samband við tryggingafélagið.  Bar ég fram kvörtun mína og fékk samband við deildarstjóra.  Viðkomandi lofaði að líta betur á þetta og senda mér tilboð innan 10 daga.  Þar sem ég þekkti mitt heimafólk, þá efaðist ég um að ég heyrði nokkuð frá fyrirtækinu fyrr a.m.k. mánuði síðar.  Með það í huga sagði ég upp tveimur af þessum okurtryggingum (hélt líftryggingunni), þrátt fyrir að viðmælandinn minn reyndi að fullvissa mig um að ég þyrfti alls ekkert að gera það.  Svarið kom sem sagt í dag og prósenturnar eru byggðar á tölunum sem ég fékk í dag.  Hinar voru verri.

Ég skil vel að færeyska tryggingafélagið vilji komast inn á íslenskan markað.  Hér virðist hægt að okra á neytendum vegna fákeppni.  Ég ætla ekkert að segja um hvort tryggingafélögin hafi með sér samráð, enda þarf þess ekki lengur.  Hér á landi nægir að hafa þegjandi samkomulag um að enginn ruggi bátnum.  Olíufélögin eru skýrasta dæmið um þann skrípaleik.  Um leið og N1 hreyfir við verði, þá gera hin eins eða það lítur a.m.k. út fyrir það.  Það sama virðist vera upp á teningunum hjá tryggingafélögunum.  Ég hringdi nefnilega hringinn í fyrrahaust og komast að því, að það munaði innan við 30 þúsund á 800.000 kr. tryggingapakka hjá félögunum fjórum.  Og mismunurinn fólst í því að áherslur voru mismunandi í einstökum tryggingum.

Ég veit ekki hvort það er dæmi um samkeppni að allir séu svona nálægt hverjum öðrum í verði eða hvort það er dæmi um fákeppni.  Það er aftur alveg furðuleg tilviljun að iðgöld hafa hækkað nokkurn veginn jafnmikið hjá fjórum tryggingafélögum á fjögurra ára tímabili.  Maður hefði haldið að eitthvert þeirra hefði komið betur út fjárhaglslega á þessu tímabili og hefði því betra svigrúm til að reyna að fjölga viðskiptavinum sínum, meðan það með lökustu afkomuna þyrfti að sætta sig einhvern missi viðskiptavina í nokkur ár.  Nei, á þessum markaði ruggar enginn bátnum.


Eru námsmenn ferðamenn og hvað með debetkort?

Ef maður les lýsingu Hagstofunnar á því hvernig hún reiknar út notkun Íslendinga á gjaldeyri á ferðalögum sínum, þá er hún harla innantóm. Það segir: Ferðaútgjöld Íslendinga erlendis Byggir á upplýsingum um kreditkortanotkun og upplýsingar frá...

Eru gengistryggð lán ólögleg? - endurbirt færsla

Ég birti þessa færslu fyrst í apríl og vil birta hana aftur vegna skyndilegs áhuga Morgunblaðsins á málinu. Með því að smella á tengilinn má sjá umræðuna sem skapaðist síðast. 17.4.2009 | 02:55 Eru gengistryggð lán ólögleg? Í lögum nr. 38/2001 um vexti...

Ill eru úrræði Jóhönnu

Hún er merkileg þessi frétt um áhrif greiðsluaðlögunarinnar á möguleika fólks til eðlilegs lífs. Hér hefur manneskja neyðst til að fara þessa leið vegna þess að hún gat ekki selt húsið sitt og henni er refsað með því að vera stimpluð vanskilamanneskja....

Eru úrræðin einkamál lánveitenda?

Því ber að fagna, að fjármálafyrirtæki eru loksins byrjuð að huga að einhverjum bitastæðum úrræðum fyrir illa setta lántakendur. Lántakendur sem þessi sömu fjármálafyrirtæki eða forverar þeirra komu á kaldan klakann með glæfralegum fjárfestingum og...

Furðuleg afstaða Ráðgjafastofu heimilanna

Ég hlustaði á Ástu Sigrúnu Helgadóttur, forstöðumann ráðgjafastofu heimilanna, í Kastljósi í kvöld. Ég furða mig á fjölmörgum ummælum sem þar komu fram. Ásta virtist á flestan hátt verja fjármálastofnanir og stjórnvöld í staðinn fyrir að verja hagsmuni...

Fleiri sjá ljósið

Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, var í viðtali á Stöð 2 fyrr í kvöld, þar sem hann hvetur skuldara til að greiða ekki meira en upphaflegar forsendur sögðu til um. Á visir.is er frétt um málið og vil ég gjarnan vitna í hana hér: Lán landsmanna...

Er þetta sami maður og sagði..

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sagði fyrir nokkrum dögum, að ekkert í mannlegu valdi gæti fært niður skuldir heimilanna. Hann hefur greinilega verið kallaður á teppið, því viðsnúningurinn er 180°. Ert hægt að treysta orðum þessa manns? Ég er...

Brýnt að grípa til aðgerða strax

Heimilin í landinu hafa í nærri tvö ár mátt líða fyrir hækkun höfuðstóls lán vegna verðbólgu og lækkandi gengis krónunnar. Fyrir ári var staðan orðin svo slæm að Íbúðalánasjóður ákvað að kynna ýmsar aðgerðir fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum og síðan...

Hvað með gerðardóm talsmanns neytenda?

Gylfi Magnússon virðist ekki hrifinn af almennri niðurfærslu skulda. Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna viljum ekki kalla þetta niðurfærslu heldur leiðréttingu. Það var nefnilega brotist inn til okkar og stolið af okkur háum upphæðum og við tekjum okkur...

Greinargerðin styður ruglið

Ég verð alltaf meira og meira hissa á því sem kemur upp úr hattinum. Nú er kominn greinargerð sem styður það, að með því að búa til margar kröfur vegna sömu innistæðunnar, þá er hægt að fá fyrst greitt fyrir upphæð á bilinu EUR 20.888 til 25.000 áður en...

Glöggt er gests auga

Anne Sibert skrifar grein á fræðivefnum Vox, þar sem hún bendir á ýmsa veikleika sem hún telur vera hættumerki fyrir okkur Íslendinga. Mér virðist sem sumir Íslendingar eigum erfitt með að samþykkja eða meðtaka ábendingar sem til okkar berast frá henni....

Hvað getur verið verra en..

Það hafa dunið á okkur ýmsar slæmar fréttir á síðustu mánuðum. Svo ég fari á hundavaði yfir þetta, þá eru þessar helstar: Fall bankanna Greiðsluþrot Seðlabanka Íslands Að því virðist ótrúleg svikamylla í tengslum við viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi...

Samið var með fyrirvara um samþykki Alþingis

Við skulum alveg hafa það á hreinu, að samið var með fyrirvara um samþykki Alþingis. Undirritun íslenskra ráðmanna/samningamann tekur ekki gildi fyrr en samþykki Alþingis liggur fyrir. Ekki ganga í þá gildru Breta að búið sé að semja. Það er vissulega...

Innantóm loforð staðfest - Vaxtabætur eru skuldajafnaðar

Á vef RÚV er frétt um reiðan mann eða eins og segir í fréttinni: Reiður skuldari gekk í skrokk á starfsmanni Innheimtustofnunar sveitarfélaganna í dag. Tveir aðrir hafa verið handteknir fyrir að óspektir í útibúum Kaupþings í gær og í síðustu viku....

Ókleifur hamar framundan

Franek Rozwadowski talar um að byggja þurfi upp meiri gjaldeyrisforða áður en hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin. Hann skilgreinir svo sem ekki hve stór sá forði þurfi að vera, en það væri áhugavert að vita. Í þeim björgunarpakka sem undirbúinn hefur...

Sterkustu rökin gegn Icesave

Í þessari litlu frétt mbl.is koma fram sterkustu rökin sem hægt er að færa fram gegn Icesave samkomulaginu. Bankinn sjálfur er best til þess hæfur að greiða til baka innistæðurnar! Fram kemur í fréttinni að Heritable bankinn, sem var í eigu Landsbankans,...

Gylfi ætlar að banna það sem hefur verið bannað í 8 ár

Ég hjó eftir því í orðum Gylfa Magnússonar á blaðamannafundi í dag, að hann ætlar að standa fyrir lagabreytingum sem bannar bönkum að bjóða almenningi og fyrirtækjum lán með tengingu við erlenda gjaldmiðla. Þetta er stórmerkileg staðhæfing, en hann er...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband