Leita í fréttum mbl.is

Gylfi, Gylfi, Gylfi, hlustar þú á sjálfan þig?

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, greinir frá því í viðtali við visir.is að hann vonist til "að vera með fullmótaðar tillögur til lausna á skuldavanda heimilanna þegar þing kemur saman um næstu mánaðamót".  Fagna ég þessari yfirlýsingu, en get samt ekki annað en tekið þessu með fullri varúð.  Af hverju geri ég það?  Jú, vegna eftirfarandi orða ráðherrans:

Það er auðvitað þannig að skuldavandi heimilanna er kannski fyrst og fremst kominn fram vegna þess að raunlaun hafa lækkað verulega en lánin staðið í stað og jafnvel hækkað.

Hvað er maðurinn að segja?  Að lánin hafi staðið í stað! Bíddu, Gylfi, hvar hefur þú haldið þig síðustu mánuði og upp í 2 ár.  Að segja að lánin hafi "jafnvel hækkað" gerir það að maður efast um heilsu ráðherrans.  Er einhver heilaþvottur í gangi hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar?  Lánin hafa ekki staðið í stað, Gylfi. Þau hafa stökkbreyst á síðustu 2 árum.

Ok, annað í málflutningi ráðherrans er í góðu lagi og getur orðið að umræðugrundvelli. Það sýnir jafnframt að verið er að huga að lausnum.  Stjórnvöld verða þó að átta sig á því, að lausn sem ekki tryggir hagsmuni lántakenda er betur geymd ofan í skúffu.  Lausn sem ekki er samin í samvinnu við hagsmunasamtök neytenda, er betur geymd ofan í skúffu.  Lausn sem er lausn stjórnvalda á óþægilegu vandamáli, en ekki lausn neytenda, er betur geymd ofan í skúffu.  Kallið alla hagsmunaaðila að samningaborðinu.  Núna er gríðarlega gott tækifæri til að fara í mikla leiðréttingu skulda heimilanna og fyrirtækjanna.  Notum það, því það kemur ekki aftur, nema önnur kollsteypa verður í íslensku samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég ætla spara að setja einhver lýsingarorð á Gylfa. Hann er ekki af þessum heimi löngu horfinn inn í áhyggjulaus þægindi ráðherradóms og þarf aldrei standa nein reikningsskil gerða sinna.

Ég vil ítreka það sem ég hef oft áður sagt: Þessi ríkisstjórn er að eyðileggja það sem sú fyrri var áður búin að eyðileggja!

Haukur Nikulásson, 4.9.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

3. september 2009

Erlend staða þjóðarbúsins

2. ársfjórðungur 2009

Erlendar eignir námu 8.389 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 14.343 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.954 ma.kr. og jókst um 571 ma.kr. frá síðasta fjórðungi. Helsta skýringin á þessari þróun milli ársfjórðunga er aukning skammtímaskulda vegna greiðslna í vanskilum. Greiðslur í vanskilum koma til hækkunar á skammtímaskuldum þar sem þær eru raunverulega fjármagnaðar af skuldareigendum og mælast sem innstreymi fjár í fjármagnsjöfnuði. Vert er að geta þess að inni í tölum um erlendar skuldir eru ennþá eignir og skuldir viðskiptabankanna þriggja sem nú eru í greiðslustöðvun. Áætlaðar eignir þeirra námu 5.673 ma.kr. og skuldir 11.020 ma.kr. og neikvæð eignastaða þeirra nam því 5.347 ma.kr. í lok fjórðungsins. Erlend staða þjóðarbúsins án áhrifa þeirra er því neikvæð sem nemur 606 ma.kr.

Næsta birting: 26. nóvember
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir
Annað tengt efni
Umsjón: Ríkarður B. Ríkarðsson, upplýsingasviði. Netfang: rikardur.rikardsson@sedlabanki.is

Baldur Fjölnisson, 4.9.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Ég hjó eftir því nákvæmlega sama sem Gylfi sagði. Ég rak eiginlega upp eymdaróp fyrir framan tölvuna heima þegar ég las þetta. En þetta útskýrir margt varðand margar yfirlýsingar hans og fleiri innan ríkisstjórninar. Þau gera sér ENGA grein fyrir vandanum sem heimilin standa frammi fyrir ! Einhvern vegin geri ég engar vonir um úrræðin sem þau ætla að koma með. Ég ætla að binda alla von við Hagsmunasamtök Heimilina og taka þátt í baráttu þeirra.....sem er barátta okkar. Hér verður engin friður fyrr en ríkisstjórnin býður HH að borðinu. Þú hittir naglann á höfuðið Marinó eins og svo oft þegar þú segir að lausn sem ekki er samin í samvinnu við hagsmunasamtök neytanda er best geymd ofaní skuffu.

Jón Svan Sigurðsson, 4.9.2009 kl. 18:23

4 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Ég vil einnig bæta við að maður fyllist þvílíku vonleysi þegar maður hlustar á þetta fólk eins og Gylfa sem á að hugsa um hag fólksins í landinu. Ef þetta er allt innsæið sem þetta fólk hefur þá er þessi þjóð í miklu verri málum en hún þyrfti að vera.

Jón Svan Sigurðsson, 4.9.2009 kl. 18:29

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Lygamaskína fjórskipta einflokksins er greinilega alveg jafn öflug núna og þegar var verið að ljúga áfram gjaldþrota fjármálakerfi fyrir nokkrum misserum. Það er sem fyrr unnið að því að hámarka skaðann fyrir almenning en fyrir öllu öðru gengur að viðhalda þessu gjörspillta valdakerfi og gæludýrum þess.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2009 kl. 18:38

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er ekki að færa í stílinn þó maður hallist að því að þessi ágæti ráðherra og háskólaprófessor, sé gersamlega í öðrum heimi en við almúginn! það er með ólíkindum að hann skuli halda fram að það sé langt frá sannleikanum að við séum að nálgast greiðslugetumörk þjóðar, þrátt fyrir að allar tölur sýni annað! 

Guðmundur Júlíusson, 4.9.2009 kl. 19:13

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Icesave er sérstaklega mikilvægt að því leyti að það setur fordæmi gagnvart öðrum skuldum þjóðarbúsins sem ætti að skýra offors fjórskipta einflokksins við að ljúga það í gegn. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að láta þúsundir milljarða falla á almenning í landinu. Þeir hætta ekki fyrr en öllu hér hefur verið stolið, það er rökrænn endir á fyrirtækjakostuðu ríkisvaldi það leysist á endanum upp í allsherjar þjófnaðarorgíu.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2009 kl. 19:24

8 identicon

Niðurstaða hugsanlega fyrir mánaðarmótin eh? Spunameistarar ríkisins, ekki meir, ekki meir.

Áfram HH - ekki slá af!

sr (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 19:45

9 identicon

Haukur ég myndi frekar orða þetta svona: "þessi ríkisstjórn er búin að skemma það sem sú fyrri var búin að eyðileggja" !

Gunnar Þór Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 19:48

11 identicon

Fullkomlega óeðlilegt og vafalaust pólitískt orðaval sjálfs viðskiptarráðherra um AGS og ríkis-studd rán fjármálafyrirtækja á almennum borgurum/skuldurum.  Og með öllu óskiljanlegt að enn skuli koma fram raddir sem verja það að bankar skuli byggðir upp með rán-skuldum þeirra gegn venjulegu fólki og í engu samræmi við nokkra samninga sem fólkið gerði við fjármálafyrirtæki.   Líka hef ég oft sagt að yfirvöld muni ekkert laga skuldir fólksins fyrr en þau eru þvinguð af dómstólum.  Fólk kemur enn fram og kallar kröfur skuldara um leiðréttingu "afskriftir" og "niðurfellingu" þó það hafi enginn beðið um það og ekki heldur um neina ölmusu, heldur að þýfi verði skilað. 

ElleE (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 10:28

12 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þjóðar ógæfa fyrir verkalýðsfólk að sitja uppi með Gylfa þarna hjá ASÍ.  Verkalýðshreyfingin hefur ítekað brugðist í hlutverki sýnu (fun.blog.is) - Gylfi & Samspillingin standa bara fyrir "lýðskrumi & blekkingum" gera ekkert gagn fyrir land & þjóð.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 5.9.2009 kl. 11:41

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Núna neyðast lygamaskínur fjórskipta einflokksins til að viðurkenna að skuldir ríkissjóðs séu 1400 milljónir. Þar sem um boðskap frá raðlygurum er að ræða þá er vafalaust öruggt að margfalda það með tveimur eða þremur eða meira þegar öll kurl eru komin til grafar. En 1400 milljarðar nema 3-4X árlegum tekjum ríkissjóðs sem þýðir að hann er algjörlega gjaldþrota nema til komi tuga prósenta skattahækkanir en erlendar lánveitingar frá eigendum þessarrar gjaldþrota hítar myndu aðeins gera þessa vitleysu enn meira fallít en jafnframt gefa kostendum fjórskipta einflokksins tíma til að stela restinni af þrotabúinu. Það er því ekki að undra að þetta glæpadrifna hóruhús einflokksins djöflist núna gegn tjáningu almennings sem þarf á endanum að taka á sig allt þetta vonlausa keðjubréfaskím sem dæmt hefur verið til að hrynja á endanum með hámarksskaða fyrir aðra en þá sem settu það af stað.

Baldur Fjölnisson, 7.9.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1678220

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband