29.8.2009 | 01:27
Um lögmæti gengistryggðra lána
Ég talaði við lögfræðing í kvöld. Hann sagði það vera lífsnauðsynlegt fyrir afkomu nýju bankanna, að við uppgjör lánasafnanna, sem flytjast frá gömlu bönkunum til þeirra nýja, verði tekið tillit til þess lögleysu gengistryggðra lána. Hann sagði það orðhengilshátt að segja að einhver lán séu erlend. Sótt hafi verið um þau í krónum og þau greidd út í krónum. Eingöngu í þeim tilfellum sem lántakandinn fékk erlendan gjaldeyri í hendur sé hugsanlega hægt að tala um erlend lán. Hann taldi útilokað annað en að dómstólar dæmi þessi lán ólögleg með vísan í 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Lykillinn í þeirri ákvörðun fælsit í 1. og 2. gr. laganna sem fjallaði um gildissvið, en þar kæmi fram að eingöngu í II. og IV. kafla laganna væru frávíkjanleg ákvæði. 13. og 14. gr. væru í VI. kafla og þau ákvæði því ófrávíkjanleg. Hann benti einnig á að í fjármunarétti skipti nafn gerningsins ekki máli heldur eðli. Í sínum huga færi því ekkert á milli mála að þessi lán stönguðust á við íslensk lög.
Ég hef frá því í febrúar vakið athygli á hugsanlegri lögleysu gengisbundinna lána. Það hefur svo sem ekki þurft að að sannfæra mig um þetta, en aðrir hafa ekki verið eins vissir. Fjármálafyrirtæki hafa að eðlilegri ástæðu mótmælt þessari túlkun, enda höfum við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna ekki búið yfir nægjanlegri lagalegri þekkingu til að verjast öllum rökum. Lögfræðingurinn sem ég ræddi við í kvöld telst til þeirra sem best þekkir til þessara laga og túlkunar á þeim. Hann er harður á því að þau lán sem veitt hafa verið hér á landi og kölluð erlend lán, eru upp til hópa ólögleg. Þau voru bönnuð með ákvæðum 13. og 14. greinar laga nr. 38/2001. Það sé því formsatriði að bera ágreiningin undir dómstóla. Niðurstaðan sé augljós.
Logfræðingurinn sagði það á misskilningi byggt að skattgreiðendur yrðu fyrir kostnaði við þá eðlilegu leiðréttingu sem þyrfti að eiga sér stað vegna þessara lána. Þ.e. ef tekið verður tillit til leiðréttingarinnar áður en lánasöfnin verða færð frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Kostnaðurinn félli fyrst á skattgreiðendur, ef ekki yrði tekið tillit til ólögmæti lánanna, lánasöfnin metin of hátt við flutning milli gömlu og nýju bankanna og nýju bankarnir þurftu síðan, eftir að dómsniðurstaða er fengin, að afskrifa háar fjárhæðir úr eignasöfnum sínum. Þá þyrfti ríkissjóður að grípa til kostnaðarsamra björgunaraðgerða til að koma í veg fyrir nýtt hrun.
Spurður um leiðir, sagði lögfræðingurinn að skynsamlegast væri að stilla öll lán, verðtryggð og gengisbundin, af eins og þau voru 1. janúar 2008, að teknu tilliti til afborgana sem síðar hafa átt sér stað. Þessi hugmynd er í dúr og moll við það sem ég hef lagt til. Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er tvíþætt. Í fyrsta lagi er þetta skattaleg áramótastaða. Í öðru lagi er þetta áður en krónan hefur lækkað of mikið og verðbólgan komst á skrið. Tekið skal fram að Borgarahreyfingin hefur einnig miðað við þessa tímasetningu í tillögum sínum.
Hér er komin enn og ein rödd fyrir því að gengisbundin lán séu ólögleg. Í þetta sinn er það ekki áhugamaður úti í bæ sem heldur þessu fram eða lögfræðingur sem stefnir í málaferli við fjármálafyrirtæki. Nei, í þetta sinn er það mikilsmetinn lögfræðingur sem ofbíður sinnuleysi stjórnvalda og óttast afleiðingarnar fyrir íslensk efnahagslíf, ef ekki verið gripið til aðgerða. Hann vill ekki koma fram undir nafni strax, en það gæti gerst upp úr miðjum næsta mánuði, hafi ekkert gerst í þessum málum.
Ég treysti þessum manni 100%. Hann hefur allar forsendur til að meta stöðuna og veit sínu viti. Í mínum huga dregur ósk hans um nafnleynd ekki úr trúverðugleika álits hans. Staðreyndin er að menn eru tregir við að koma fram undir nafni.
Frá því að ég fór að grúska í þessum málum, hef ég ekki efast um þá túlkun mína á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur að gengisbundin lán hafi verið ólögleg. Það sem ég hef ekki skilið, er hvers vegna hafa ekki til þess bærir aðilar tekið þetta til nánari skoðunar og annað hvort höfðað mál til ógildingar á þessum gjörningum eða lýst yfir lögmæti þessara gjörninga. Þögn þessara aðila verður ekki túlkuð á annan hátt, en að þeir séu sammála þessari túlkun HH á þessum gjörningum.
Hvorki þjóðin né stjórnvöld hafa tíma til að bíða eftir niðurstöðum dómstóla. Ögurstundin í þessu máli eru innan fárra vikna og niðurstaðan þarf að vera ljós þá. Talsmaður neytenda hefur lagt fram tillögu um gerðardóm, sem er ætlað að skera úr um ýmis álitamál varðandi skuldir heimilanna. Ég hvet stjórnvöld til að fallast á þessa tillögu Gísla Tryggvasonar og hrinda henni í framkvæmd svo fljótt sem auðið er. Helst innan tíu daga. Það yrði forgangsmála hjá gerðardómnum að úrskurða um lögmæti gengisbundinna lána. Jóhanna og Steingrímur, ykkar tími er kominn. Hlustið á þjóðina, hlustið á rökin, grípið strax til nauðsynlegra aðgerða.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Heyr heyr!
Við þurfum að fara að fá úr því skorið hvernig þessi lög ber að túlka, eða hvernig þau eru almennt túlkuð, því lögfræðingar eru sjaldnast sammála nema fyrir liggi dómafordæmi (og oft ekki einu sinni þá, þó dómur setji vissulega skorður). Fáum líkast til ekki skorið úr um þetta fyrr en fallið hefur dómur um málið.
Landa (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 01:58
Gott framtak, Marinó, og þakkir til þín og lögmannsins. Held þó ekki að stjórnvöld muni gera nokkurn skapaðan hlut fyrr en þvinguð af dómstólum, innlendum eða erlendum. Þau hafa leyft bönkum að ræna neytendur fram að þessu í friði.
ElleE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 15:38
Sæll Marinó. Þú stendur í ströngu. Þú og félagar þínir eigið þakkir skilið frá almenningi og öllum "venujulegum" heimilum landsins.
Ekki er að sjá annað en að 13. og 14. gr laga nr. 38/2001 taki einungis til lána sem verðtryggð eru með innlendum vísitölum og/eða með hlutabréfavísitölum eða safn "slíkra" vísitalna innlendra eða erlendra. Hér er ekki nefnt að gengisvísitölur mynta séu leyfilegar!, sbr. eftirfarandi:
"VI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.
13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað.
Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla.
14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. [Vísitala sem reiknuð er og birt í tilteknum mánuði gildir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þar næsta mánaðar.]1)
Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi.
1)L. 51/2007, 1. gr. ".
Gildissviðið spannar þetta, sbr. 1.-2. gr. í Lögum um vexti og verðtryggingu 2001 nr. 38 26. maí:
"I. kafli. Gildissvið.
1. gr. Lög þessi gilda um vexti af peningakröfum á sviði fjármunaréttar og á öðrum sviðum réttarins, eftir því sem við getur átt, svo og um annað endurgjald sem áskilið er eða tekið fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar.
Lög þessi gilda einnig um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.
2. gr. Ákvæði II. og IV. kafla laga þessara gilda því aðeins að ekki leiði annað af samningum, venju eða lögum. Einnig verður vikið frá öðrum ákvæðum laganna að því marki sem þar er kveðið á um. Þó er ávallt heimilt að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuldara."
Kristinn Snævar Jónsson, 29.8.2009 kl. 18:06
heyr!
Brjánn Guðjónsson, 29.8.2009 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.