Leita í fréttum mbl.is

Fjárkröfu Lýsingar vísað frá dómi vegna vanreifunar

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi kröfu Lýsingar á hendur manni, sem hafði haft bíl hjá fyrirtækinu á leigusamningi.  Ástæða frávísunarinnar var vanreifun Lýsingar á fjárkröfum sínum í stefnunni.  Eða eins og segir í dómnum:

Eins og fram hefur komið er lýsingu málavaxta og málsástæðna í stefnu verulega ábótavant þegar horft er til lögskipta aðila samkvæmt gögnum málsins auk þess sem krafa stefnanda er ekki sundurliðuð. Í stefnunni er hvorki með viðhlítandi hætti greint frá þeim málsástæðum sem stefnandi byggir málsókn sína á, né öðrum atvikum sem þarf að greina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst, eins og krafa er gerð um í e-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður ekki fallist á það með stefnanda að framlagning yfirlits um uppgjör, sem á engan hátt er fjallað um í stefnu, leysi hann undan þeim kröfum ákvæðisins að búa stefnuna þannig úr garði að hún ein og sér gefi stefnda fullnægjandi mynd af sakarefninu og stefnda þar með til kynna að hvaða atriðum varnir hans geta beinst. Að þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá dómi.

Ég fæ ekki betur séð, en að dómari sé að benda Lýsingu vinsamlega á, að vanda verður til gerðar fjárkrafna/stefnu, þannig að ljósar séu ástæður og forsendur kröfunnar/stefnunnar.

----

Ég fékk upplýsingar um þetta mál sendar í tölvupósti.  Sendandi segir tvennt í pósti sínum, sem vil minnast á án þess að ég aflétti nokkurri leynd.

1.  ..veit kannski ekki hvað þetta þýðir, amk. sýnist mér þetta þýða að fjármögnunarfyrirtækið getur ekki bara rukkað og rukkað hvað sem er þegar búið er að taka bílinn af viðkomandi og greiða lítið fyrir hann. Þeir þurfa amk. að gera grein fyrir því.

Ég held að þetta sé alveg rétt ályktun, þ.e. að ekki er verið að amast við því að fjármögnunarfyrirtækin rukki lántaka, en rukkunin þarf að byggja á föstum grunni.

2.  .. vinur minn lenti í því að missa bíl hjá ... þar sem þeir greiða 1,7 fyrir bílinn, svo er hann kominn á sölu og ásett 3,6 og þeir senda honum reikning upp á 6,5 millj.

Þeim fjölgar alltaf sögunum, þar sem greint er frá ósvífni fjármögnunarfyrirtækjanna.


Verðmætin felast í viðskiptavinunum

Það eru til tvær kenningar um það í hverju verðmæti þjónustufyrirtækis felast.  Önnur segir að starfsmaðurinn sé verðmætasta eign hvers fyrirtækis og viðskiptavinurinn komi svo.  Hin segir að viðskiptavinurinn sé verðmætasta eignin og starfsmaðurinn komi svo.  Ég tek almennt undir þá fyrri, því starfsmaður, sem er ánægður í starfi, hann gerir viðskiptavininn ánægðan, þó hann þurfi að bera honum slæm tíðindi einfaldlega vegna þess að hann reynir að aðstoða eftir bestu getu.

Nú eru flestar fjármálastofnanir landsins í því ástandi, að starfsmenn eru settir í ómögulega stöðu.  Þeir geta ósköp lítið gert til að gera viðskiptavinina ánægða.  Yfirstjórnir fjármálafyrirtækjanna hafa sett starfsmönnum mjög þröngar skorður til að aðstoða viðskiptavinina.  Þá gerist það allt í einu að reyna fer á þolinmæði viðskiptavinanna.  Valdið og verðmætin færast til þeirra.

Á undanförnum vikum hef ég heyrt að allt of mörgum tilfellum, þar sem þolinmæði viðskiptavina fjármálafyrirtækjanna hefur brostið.  Þeim er einfaldlega nóg boðið.  Fólk sem hefur alltaf staðið í skilum biður um smáfyrirgreiðslu og fær neitun.  Yfirdrættir eru ekki framlengdir og ráðstöfunarfé mánaðarins er horfið á einu bretti vegna þess.  Kortaheimildir eru lækkaðar án skýringa.  Ég skil vel að menn þurfi að draga saman í útlánum og það er bara hið besta mál að færa þjóðfélagið úr kreditneyslu yfir í debetneyslu, en á öllu svona löguðu þarf að vera fyrirvari.  Það þarf að gæta sanngirni.

Sterkasta vopn hvers einasta viðskiptavinar er að beina viðskiptum sínum annað.  Sparisjóður Suður-Þingeyinga finnur vel fyrir því um þessa mundir.  Þangað streyma nýir viðskiptavinir í svo miklu mæli, að það er eiginlega farið að valda vandræðum.  Og hvaðan skyldu þessir nýju viðskiptavinir koma?  Þeir koma frá fjármálafyrirtækjum á Reykjavíkursvæðinu.  Þetta er fólk, sem er ósátt við þá þjónustu sem er verið að bjóða því og það sýnir skoðun sína með fótunum.  Það fer annað með launareikninginn sinn.

Nú óttast einhver að þá verði lánin gjaldfelld með tilheyrandi veseni, vegna þess að þegar íbúðalánin voru tekin, þá var það skilyrði sett að lántakandinn hefði launareikninginn sinn hjá fjármálastofnuninni.  En höfum í huga, að samningurinn var gerður við lánastofnun sem kannski er ekki til lengur eða banka sem ekki eru lengur með opin útbú á Íslandi.   Hvernig getur samningur sem gerður var við gamla bankann fest einhvern í viðskiptum við nýja bankann?  Það virkar ekki þannig.  Vilji nýi bankinn að samningurinn gildi áfram, þá finnst mér líklegast að hinn aðili samningsins þurfi að samþykkja það fyrirkomulag.

Það sem rak mig í þessa hugleiðingu, var bloggfærsla sem ég las.  Þar lýsir viðkomandi hvernig útibússtjóri í útibúi eins af nýju bönkunum neitaði honum um 10.000 kr. yfirdrátt í nokkra daga.  Viðkomandi var ekki með neinn yfirdrátt fyrir og hafði, að eigin sögn, ALLTAF verið í skilum.  Nei, það er alveg ljóst, að þessum útibússtjóra fannst viðskipti þessa viðskiptavinar ekki mikilvæg fyrir bankann.  Líklegast var, að þetta var slæmur viðskiptavinur, vegna þess að hann var alltaf í skilum!  Kannski hafði þessi útibússtjóri ekki heimild til að veita 10.000 kr. yfirdrátt í 10 daga.  Kannski var hann í slæmu skapi og lét það bitna á viðskiptavininum.  Eða kannski mat hann sem svo, að dráttarvextirnir á láninu sem dróst fyrir vikið væru verðmætari fyrir bankann, en ánægja viðskiptavinarins.

Þarna kemur einmitt ástæðan fyrir því að öllum finnst starfsmaðurinn ekki alltaf verðmætasta eign þjónustufyrirtækis.  Því á sama hátt og starfsmaðurinn getur breytt rigningu í sólskin með réttu viðmóti, þá getur hann líka verið sá sem traðkar á fingrum þess sem hangir á bjargbrúninni.  Og þá getur hann orðið skaðlegur fyrir fyrirtækið.

Kannski þurfa bankarnir ekkert að óttast.  Mér skilst að þeir séu yfirfullir af peningum, sem þeir geta ekki lánað út.  Þeir segja að það sé vegna þess að þá vanti trausta lántakendur, en ég held að það sé vegna þess að nýju bankarnir eru ekki búnir að ávinna sér traust lántakenda.  Hvað hafa nýju bankarnir gert til að ávinna sér slíkt traust?  Spyr sá sem veit ekki.  Ekki misskilja mig.  Ég vil gjarnan að bankarnir ávinni sér traust landsmanna aftur.  Endilega.  Ég vil að þeir geri það sem skynsömum aðgerðum til að rétt við hag heimilanna.  Ég vil að heimsóknir mínar í bankana mína, já ég er út um allt með viðskipti, verði ánægjulegar en ekki endalaust suð og tuð.  Ég vil ekki þurfa að bíða vikum og mánuðum saman eftir því að erindi séu afgreidd og að hver ný spurning kosti 2 vikna töf.  Ég óska einskis frekar en að þessu leiðindarástandi létti.  Málið er bara, að ég sé ekkert koma frá bönkunum sem bendir til þess að þeir deili þessari sýn með mér.  Það verður að breytast ekki seinna en strax.


En Vinnumálastofnun segir 7,63%

Samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar var atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi 8,0% í júlí, 7,7% í ágúst og 7,2% í september.  Meðaltalið af þessu er 7,63% eða 27% meira atvinnuleysi en Hagstofan mælir.  Munurinn á þessum tveimur tölum er allt of mikill til þess að mark sé á þeim takandi.  Munurinn er ekki ásættanlegur. 

Hagstofan segir að 10.900 manns hafi að meðaltali verið án vinnu og í atvinnuleit á þriðja ársfjórðungi, meðan Vinnumálastofnun segir tölunar vera 12.145 í september, 13.387 í ágúst og 13.756 í júlí.  Þetta er dálítið langt yfir þeim 10.900 sem Hagstofan mælir.

Hvor stofnunin er að mæla "rétt"?  Hvernig stendur á þessum mikla mun?  Svara verður þeirri spurningu hvernig standi á því að stofnunin, sem hefur það hlutverk að fylgjast með vinnumarkaðinum, er að mæla 27% meira atvinnuleysi, en stofnunin sem sérhæfir sig í mælingum.  Síðan verður að svara því hvort skekkjan, sem kemur þarna fram, hjá hvorum aðilanum sem hún er, komi á sama hátt fram í öðrum mælingum viðkomandi stofnunar.


mbl.is 6% atvinnuleysi á 3 fjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað þýða þessar tölur fyrir Icesave?

Samkvæmt tölum á glærum sem fylgja fréttinni, þá kemur fram að Icesave innstæður í Bretlandi og Hollandi nema 1.311 milljörðum (979 ma.kr. í Bretlandi og 332 ma.kr. í Hollandi). Af þessari tölu erum um 750 ma.kr. (samkvæmt fréttum) lán Breta og...

Reglur sem vantar

Hér eru nokkrar reglur sem vantar: 1. Ráðherra skal segja þjóð sinni satt eða þegja ella. 2. Ráðherra skal ekki blekkja þjóðina með því að segja bara hluta sögunnar 3. Ráðherra sem verður uppvís að því að greina rangt frá eða beita þjóðina blekkingum,...

Hrunið 2: Einkavæðing bankanna

Þetta er annar pistill minn um það sem ég tel vera ástæður fyrir hruni hagkerfisins síðast liðið haust. Menn eru örugglega með skiptar skoðanir um það, hver eru afdrifaríkustu mistökin við einkavæðingu bankanna. Ég hef viljað líta fyrst aftur til síðustu...

Ríkisstjórnin nýtti frestunina illa

Ég verð að lýsa furðu minni á þeim orðum, sem notuð eru í frétt mbl.is, að viðkomandi einstaklingum hafi því ekki tekist að vinna í sínum málum Hvort þetta eru orð blaðamanns eða einhverjum starfsmanni sýslumannsins í Reykjavík, veit ég ekki. Það þarf...

Árni Páll ekki með staðreyndir á hreinu

Ég náði að hlusta á hluta af viðtalinu við Árna Pál Árnason, félagsmálaráðherra, á Bylgjunni áðan. Þar kom hann upp um þekkingarleysi sitt og ótrúlega lélega stærðfræðikunnáttu. Á þeim stutta tíma sem ég hlustaði fullyrti ráðherra m.a. spurður af hverju...

Vandræðaleg uppákoma Magnúsar Orra í Kastljósi

Ég var að hlusta á Magnús Orra Schram, þingmann Samfylkingarinnar, í Kastljóssviðtali. Með honum var Björn Þorri Viktorsson lögmaður. Því miður voru svo margar rangfærslur í málflutningi Magnúsar Orra, að það var virkilega vandræðalegt. Höfum alveg á...

Einkatölvupóstur og fyrirtækjatölvupóstur

Það er kannski að nefna snöru í hengds manns húsi, að skrifa færslu um þetta á Mogga-blogginu. En í þessari færslu ætla ég EKKI að fjalla um mál blaðamannsins heldur þær grundvallarreglur sem gilda út frá þekkingu minni á viðfangsefninu, sem sérfræðingur...

Mannleg einfeldni oft hættulegust

Flestir tölvuglæpir treysta á mannlega einfeldni og mannlega bresti. T.d. er talið að 70 - 80% allra öryggistilfella séu vegna starfsfólks, bæði viljaverk og óviljaverk. Annars er skipting eitthvað í dúr við eftirfarandi: 57% óviljaverk 24% viljaverk 11%...

Þrjár spurningar til ráðherra sem hann gat ekki svarað

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, bar upp þrjár spurningar til Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Spurningarnar eru okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna vel kunnar, þar sem Margrét hafði...

Bílalánainnheimtur og gripdeildir

Stundum verður maður kjaftstopp. (Þeir sem þekkja mig vita að það gerist ekki oft ) Það eru ótrúlegar sögur sem maður heyrir af framferði fjármögnunarfyrirtækja gagnvart neytendum. Marga grunar að þar gætu verið á ferðinni stórfelld fjársvik, þegar um er...

Það er niðurskurður á mínu heimili. Hvernig er það á þínu?

Núna er 6. október. Tómstundastarf vetrarins er varla byrjað. Hvernig geta menn fullyrt að léttari pyngja bitni ekki á íþróttaiðkun? Ég vona innilega að sem flestum börnum og unglingum verði gert kleift að stunda tómstundir í vetur eins og áður. Hvort...

Tillögur um að innheimta í botn

Hagsmunasamtök heimilanna hafa undanfarna daga legið yfir tillögum félagsmálaráðherra um aðgerðir til lausna á greiðsluvanda og skuldum heimilanna. Afrakstur vinnunnar varð 12 síðna greinargerð sem send var ásamt fréttatilkynningu og ítarefni til...

Staðreyndavillur í viðtali

Morgunblaðið birtir í dag viðtal við Agnar Tómas Möller, fyrrverandi starfsmann í áhættustýringu og miðlun hjá Kaupþingi og núverandi starfsmann hjá GAM management. Þó eitt og annað sé ágætt í viðtalinu, þá er annað gegnum sýrt af staðreyndavillum. Af...

Er þetta forsmekkurinn að því sem koma skal?

Einu sinni voru orð manna ígildi samninga. Nú er öldin augljóslega önnur. Fjárglæframennirnir með hóp færustu lögfræðinga munu vefengja allt sem sagt hefur verið og skrifað undir. Ég ætla ekki að draga neitt úr rétti þeirra til að verja sig, en ef menn...

Verkfallið er í góðum gír

Nú er fyrsti dagur greiðsluverkfalls að kvöldi kominn. Ég veit ekki betur en að hann hafi gengið mjög vel, en einhverjar fregnir hef ég haft af undarlegu háttalagi bankanna. Nokkur dæmi eru um að einstaklingar í greiðsluþjónustu hafi kvartað yfir því að...

Og á hverju eigum við að lifa?

Trú stjórnvalda á getu heimilanna til að draga sama neyslu sína er með ólíkindum. Fyrst er heimilunum ætlað að standa undir uppbyggingu bankakerfisins með því að gefa bönkunum fasteignir sínar og nú eiga þau að láta stóran hluta tekna sinna renna til...

Nær eingöngu til skilmála breytilegra vaxta

Áður en fólk fer að hoppa hæð sína í loft upp, þá nær ákvörðun Neytendastofu, sem áfrýjunarnefndin staðfestir, eingöngu til þess þáttar lána Kaupþings/Nýja Kaupþings sem snýr að ákvörðun um breytilega vexti. Ég birti færslu fyrr í dag um þetta mál (sjá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband