Leita í fréttum mbl.is

Það er niðurskurður á mínu heimili. Hvernig er það á þínu?

Núna er 6. október.  Tómstundastarf vetrarins er varla byrjað.  Hvernig geta menn fullyrt að léttari pyngja bitni ekki á íþróttaiðkun?

Ég vona innilega að sem flestum börnum og unglingum verði gert kleift að stunda tómstundir í vetur eins og áður.  Hvort það gengur eftir er erfitt að spá um.  Þar sem ég þekki til, eru flestir að gera einhverja breytingu til sparnaðar.  Fækkað er um eitt atriði á dagskrá barnanna, farið er úr dýrari tómstund í ódýrari, nýtt er úrræði sem skólinn er að bjóða upp á eða jafnvel kirkjan.

Á fundi hjá Lánþegum Frjálsa fjárfestingabankans um daginn stóð ég upp og spurði salinn hve margir hefðu farið þá leið að skera niður í tómstundastarfi barnanna sinna.  Megnið af fólkinu í salnum gáfu merki.  Þetta er sama og kom út úr skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna meðal félagsmanna í vor.  Það getur verið að íþróttaiðkunin sé að sleppa við niðurskurð, en tómstundastarf barnanna í heild er ekki að gera það.

Í könnun HH kom líka fram að fólk er að segja upp áskriftum að fjölmiðlum, tímaritum, bókaklúbbum og öðru þvíumlíku sem það telur sig geta verið án.  Fólk segir að lengra sé á milli heimsókna til tannlækna, í hársnyrtingu, á snyrtistofur og í aðra persónulega þjónustu.  Gamli dekkjagangurinn er látinn endast lengur en góðu hófi gegnir.  Dregið er að fara með tæki í viðgerð og freistast er að gera við eldri tæki sem líklegast eru búin með lífshlaup sitt.

Það á margt eftir að breytast í vetur varðandi neyslumynstur heimilanna.  Boðaðar skattahækkanir, komi þær til framkvæmda, eiga örugglega eftir að gera illt verra.  Ekki að nóg var af fitunni til að losna við í útgjöldum margra, en aðrir hafa lifað við naumhyggjumörk í langan tíma.  Tryggja verður að þetta fólk geti framfleytt sér og sínum, þó við sem erum betur stödd þurfum að herða sultarólina.


mbl.is Léttari pyngja landsmanna bitnar ekki á íþróttaiðkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir allt sem þú segir. Á mínu heimili er skorið heilmikið niður sem bitnar á börnunum. Bíóferðir eru ekki algengar nú til dags enda kostar stóra fjármuni ein bíóferð, amk fara ekki báðir foreldrar með börnunum í bíó - þar með skorið niður í fjölskyldustundinni.

Ég verð að segja eins og er að ég er með kvíðahnút í maga yfir árinu 2010. Ég lét frysta íbúðalánin mín til að koma mér út úr skammtímaskuldum sem hlóðust upp við síðasta fæðingarorlof, snéri til vinnu þegar hrunið varð. Skuldir sem áttu að greiðast upp á nokkrum mánuðum spóluðu í sama farinu þar til ég fékk frystingu. Akkúrat þegar ég sé fram á að vera búin að greiða niður þá eru skattahækkanir yfirvofandi. Ég veit ekki hvernig ástandið verður á mínu heimli þegar lánin koma úr frystingu í vor. Það leit ágætlega út og sá fram á að geta borgað auknu mánaðarlegu greiðslubyrðina vegna frystingarinnar...en nú er ég bara ekki viss. Ætli íþróttirnar fari ekki alveg hjá börnunum, fimleikarnir eru bara allt of dýrir.

Dísa (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 10:13

2 Smámynd: Offari

Þrátt fyrir að ég skuldi rétt rúma miljón og að ég sé í fullri vinnu, Duga laun mín ekki fyrir matnum oní mig og mína fjölskyldu.

Ég er með 250 þús í ráðstöfunartekjur á mánuði Og fastir mánaðalegir reikningar eru þessir.

70þ  Húsaleiga

60þ  afborganir af lánum

20þ fasteignagjöld

20þ Rafmagn og hiti.

28þ leikskólagjöld og fæði í skóla

15þ Tryggingar

12þ símar.

Eftirstanda ca 25þ á mánuði sem verða að duga fyrir mat handa fimm manna fjölskyldu.

Offari, 6.10.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Guð minn góður...auðvitað er niðurskuður á mínu heimili! Skráði mig atvinnulausa, í fyrsta skipti á ævinni, 1 okt.

hef ekki hugmynd um hvernig mitt "myntkörfulán " mun verða?

Hef tekið son minn úr "dærgradvöl" til að spara! Veit ekkert hvernig niðurstaðan verður næstu mánaðamót!

Vinnumálastofnun reiknar frá 19, til 20. hvers mánaðar. ég hef enga reynslu af svona og veit bara að ég er "að missa tökin á tilverunni!?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.10.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

ojú það er sko niðurskurður á mínu heimili. Útborguð laun eru yfirleitt búin upp úr miðjum mánuði og sparlega lifað fram til mánaðarmóta. Hækkanir á vöruverði eru orðnar æpandi og lægta verðið ræður orðið innkaupum - ekki gæðin!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.10.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband