Leita í fréttum mbl.is

Hver er með leiksýningu? - Má nota lög um peningaþvætti?

Sigurður Einarsson og ýmsir sjálfskipaðir verjendur gerenda í hruni íslenska hagkerfisins hafa haldið því fram að aðgerðir Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, séu leikþættir.  Ég get ekki annað sagt á móti:

Sé þetta leikþáttur, þá er hann viðeigandi framhald af þeim leikþáttum sem komu á undan.  Það eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hafa slæman málstað að verja, að gera litið úr málflutningi og aðgerðum hinna.  Þetta er dæmigerð smjörklípa a la Davíð Oddsson.


Við skulum búa okkur undir, að reynt verði að grafa undan öllum aðgerðum sérstaks saksóknara.  Menn munu beita málþófi, útúrsnúningum, bera fyrir sig vitrænum réttlætingum og þekkingarleysi og allt sem hönd festir á í aumri tilraun til að krafsa sig upp úr kviksyndinu sem þeir óðu sjálfir út í.

Ég hvet fólk til að hafa í huga, að þessir aðilar og samverkafólk þeirra úthlutuðu sér 7.100 milljarða úr sjóðum bankanna, ef marka má skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.  Það gerði það ekki óvart, af gáleysi, þekkingarleysi eða vegna þess að það væri lögleg og eðlileg viðskipti.  Nei, þetta var gert á skipulegan hátt með mjög markvissum aðgerðum, sem ekki standast neinar reglur og lög um fjármálafyrirtæki.  Aðgerðirnar fengu meira að segja nafn, "skýstróksáætlunin"!  Siðblinda þessara einstaklinga er slík að ekki einu sinni illa haldnir drykkjumenn eru í jafnmikilli afneitun.

Staðreyndir málsins eru að búið er að fletta ofan af svikamyllunni.  Hún var svakalegri en nokkrum manni datt í hug, sem var utan klíkunnar.  Það besta sem þessir aðilar gera í stöðunni er að leysa frá skjóðunni, viðurkenna afbrot sín og sætta sig við þá refsingu sem mun fylgja.  Í mínum huga mun sú refsing alltaf verða of væg.  Höfum í huga að afleiðingar aðgerða þeirra eru t.d. sundrung heimila, atvinnumissi á annan tug þúsunda einstaklinga, fjöldi heimila býr við mjög kröpp kjör og líða skort, fólk hefur svipt sig lífi vegna þessa og ég gæti haldið áfram.  Allt vegna þess að nokkrir stjórnendur og eigendur fjármálafyrirtækja sáu ekki fótum sínum forráð í græðgikasti.  Þeir urðu að ná í eina krónu í viðbót handa sér og sínum eða var það einn milljarður í viðbót.

Bullið í stöðunni er þó, að ekki er hægt að leiðrétta stöðu heimilanna.  Nei, þrátt fyrir að komið hefur í ljós að áfallið, sem heimilinu urðu fyrir, var vegna skipulagðrar glæpastarfsemi (samkvæmt stefnu slitastjórnar Glitnis), þá eiga heimilin að bera tjón sitt óbætt.  Mig langar að benda á, að 2% einstaklinga og 7% fyrirtækja áttu góðan helming allra peningalegra eigna á Íslandi við hrun bankanna (skv. skýrslu RNA).  Hvernig væri að Alþingi setti lög, þar sem settur er himinn hár fjármagnstekjuskattur á þennan hóp og skatturinn notaður til að bæta heimilum landsins tjón sitt?  Einnig skora ég á sérstakan saksóknara að nota lög um peningaþvætti til að leggja hald á allar eignir þeirra sem tóku þátt í Hrunadansinum, því samkvæmt lögunum þarf viðkomandi að færa sönnur á að peninganna hafi verið aflað með löglegum hætti.  Heimilin í landinu þurfa ekki nema ca. 300 milljarða til að fá hlut sinn réttan.  Er ég nokkuð viss um að þeir leynast sem illa fengið fé inni á íslenskum bankareikningum.


Nú eru hlutirnir farnir að gerast

Það er stutt stórra högga á milli.  Handtaka Hreiðars Más, Magnúsar Guðmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Steingríms Kárasonar á síðustu dögum, alþjóðleg handtökuskipun gefin út á Sigurður Einarsson sem "þorir ekki heim", krafa um frystingu eigna Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára hér á landi og núna þetta. 

Slitastjórn Glitnis er óvenju harðorð í stefnu sinni og óhikað notað  "klíka fésýslumanna", "sviksamlegt og ólöglegt athæfi", "dylja sviksamleg viðskipti", "grófleg rangfærsla áhættu", "sviksamleg fjáröflun", "fé sem...hafði af Glitni", "fé sem...kræktu sér í", "eytt lausafjárforða", "samsærismenn" og fleira í þessum dúr.  Það fer ekkert á milli mála að slitastjórn Glitnis telur athæfi Jóns Ásgeirs og "samsærismanna" hans vera mjög gróft brot og ber að fagna þeirri afstöðu.  Kemur fram í tilkynningu slitastjórnar að:

Við þær athafnir hafi þeir brotið gegn starfsreglum bankans um áhættu, einnig gegn landslögum og fjármálareglum um stóráhættu gagnvart tengdum aðilum. 

Kannski fer almenningur í landinu að sjá örla í eitthvað réttlæti og vonandi taka gerendurnir út viðeigandi refsingu fyrir siðblindu sína. En til þess að svo verði, þá verða dómstólar landsins taka hart á þessum málum og láta ekki orðgjálfur verjenda þessara aðila blekkja sér sýn.  Við búum vissulega við það fyrirkomulag, að sakborningar eiga rétt á réttlátum réttarhöldum, en mér finnst einhvern veginn sem þessir aðilar séu búnir að fyrirgera þeim rétti sínum.


mbl.is Óska kyrrsetningar eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankinn vaknar með stæl, en héraðsdómur býður betur fyrir suma

Landsbankinn auglýsir á heilsíðum í blöðunum í dag 25% lækkun höfuðstóls lána bæði heimila og fyrirtækja í erlendri mynt.  Miðað er við gengi 30. apríl, en þá var gengisvísitala um 226,5.  Tilboð bankans þýðir því lækkun í gengisvísitölu 170.  Tekið er fram í frétt Landsbankans um tilboðið að það gildi afturvirkt "fyrir þá sem hafa greitt upp lán að hluta eða heild frá 8. október 2008 eða hafa fengið leiðréttingu á höfuðstól en með minni lækkun". 

Verður þetta að teljast verulega höfðinglegt boð hjá Landsbankanum, en vandinn er að Héraðsdómur Reykjavíkur býður betur hvað varðar gengistryggð lán.  30. apríl úrskurðaði dómurinn nefnilega að gengistrygging væri ólögleg og engin verðtrygging kæmi í staðinn.  Það þýðir að lánin færast niður í upphaflegan höfuðstól að frádregnum afborgunum.  Það merkilega við þetta, er að Landsbankinn var stefnandi í málinu sem héraðsdómur úrskurðaði í og úrskurðurinn féll gegn bankanum.

Líklegast er markaðsdeild bankans búinn að liggja yfir þessum tilboðum í einhverjar vikur eða mánuði og því ekki verið tekið tillit til úrskurðar héraðsdóms.  Svo á Hæstiréttur eftir að gefa sína niðurstöðu og nú er ekki sjálfgefin.  Fari allt á versta veg og Hæstiréttur snúi úrskurði héraðsdóms, þá er þó komið tilboð frá Landsbankanum sem hægt er að ræða.  Sem stendur er betra tilboð á borðinu hvað varðar gengistryggð lán.

Hvað varðar lán fyrirtækja í erlendri mynt (sem var sótt um í erlendri mynt, greidd út í erlendri mynt og endurgreidd í erlendri mynt), þá er ég viss um að mörg fyrirtæki munu grípa tækifærið.  Þó svo að gengisvísitalan hafi þegar styrkst um 5 punkta eða nálægt 2,5% frá 30. apríl, þá á hún eftir að sveiflast verulega á næstu mánuðum.  Flest bendir þó til þess að gengið sé í styrkingarfasa og ólgan í Evrópu mun örugglega verða til þess að hún styrkist enn frekar.  Mér finnst því að Landsbankinn eigi að bjóða lántökum að helmingur af styrkingu krónunnar á næstu árum virki sem innborgun á höfuðstól lánanna.  Það gengur ekki að lántakar eigi síendurtekið að taka meiri áhættu af gengisbreytingum en lánveitandi.  Skora ég raunar á alla bankana að byggja slíka gengisvörn inn í lánasamninga, þegar verið er að breyta lánum í erlendri mynt yfir í lán í krónum.  Ég er viss um að fleiri tækju boði bankanna, ef það væri gert.


mbl.is Bjóða 25% lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vogunarsjóðirnir vinna - Evrópa lögð að veði

Risastór björgunarsjóður hefur verið stofnaður. Í hann eiga að renna 750 milljarðar evra. Þetta er engin smá upphæð, en samt ætlar enginn að leggja fram eitt cent, ef marka má fréttaflutning á BBC World. Mér sýnist sem stofnun þessa sjóðs sýni og sanni...

Fundur viðskiptanefndar um verðtryggingu

Ég sat í morgun, sem annar fulltrúi Hagmunasamtaka heimilanna, opinn fund viðskiptanefndar Alþingis um verðtrygginguna . Auk mín var Friðrik Ó. Friðriksson frá HH. Þá sat einnig með Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Hlutverk okkar þriggja var að...

Ragnar Reykás í öllum hornum - Bráðgreindur eða ekki, Hreiðari varð verulega á í messunni

Hún er sérkennileg myndin sem birtist mér á síðum vefmiðla og fjölmiðla eftir að tveimur hvítflibbum var stungið í steininn. Í marga mánuði hefur gagnrýnin dunið á Ólafi Þór Haukssyni (sem ég vil taka fram að er góður vinur minn) fyrir að hafa ekki...

Eru gjaldeyrishöftin stór hættuleg?

Ég velti því fyrir mér í nóvember og desember 2008 hvort gjaldeyrishöftin væru mistök. Hreinlega hættuleg efnahag þjóðarinnar. Rök mín fyrir því voru, og eru enn, að hér á landi er heilmikið fé bundið sem er í eigu erlendra aðila. Þetta er það sem Gylfi...

Hugvekja um ótrúlegt ástand í landinu

Mér barst í gær afrit af tölvupósti sem m.a. var sendur nokkrum þingmönnum. Mér fannst efni þessa pósts eiga erindi við fleiri og óskaði eftir leyfi höfundar til að birta það hér. Það leyfi var góðfúslega veitt. Hér er pósturinn: Mér datt í hug að senda...

Það þarf 40 - 65% lækkun til að mæta 80 - 135% hækkun - SP-fjármögnun hefur ekki starfsleyfi fyrir gjaldeyrisviðskiptum

Það er merkilegt að lesa þessi ummæli Kjartans Georgs Gunnarssonar. Auðvitað getur hann sætt sig við 20 - 35% lækkun, þegar Héraðsdómur Reykjavíkur er rétt búinn að dæma að lækka eigi höfuðstól láns um tæp 60%. Nei, Kjartan, þú fékkst tilboð frá...

Gengistrygging höfuðstóls er ólögleg og ekki má skipta henni út fyrir aðra verðtryggingu

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í morgun upp úrskurð í máli NBI hf. (Landsbankans) gegn fyrirtækinu Þráinn ehf., þar sem gengistrygging höfuðstóls láns er dæmd óheimil með vísan til dóms héraðsdóms frá 12. febrúar sl. Dómarinn, Jón Finnbjörnsson, fer með...

Námskeið: Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu

Dagana 25. og 26. maí verða haldin á vegum Betri ákvörðunar ráðgjafaþjónustu Marinós G. Njálssonar tvö námskeið um Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu . Námskeiðin hefjast kl. 9.00 báða dagana og standa til um kl. 17.00. MARKMIÐ námskeiðanna er...

Dropinn holar steininn - Íslandsbanki vill koma til mót við þá sem tóku bílalán

Vígin gefa sig eitt af öðrum. Á Svipunni er frétt undir fyrirsögninni Bankar semja um myntkörfulán og þetta að stjórn Íslandsbanka vill koma til móts við þá sem tóku bílalán. Vissulega kemur í hvorugri fréttinni fram hvað er gert og hvort það verður...

Gufa frá bráðnun undir jökli

Meðfylgjandi eru myndir úr vefmyndavél Vodafone. Sú til vintri sýnir (hringað utan um) hið gríðarstóra op sem hefur myndast neðst í Gígjökli og stígur gufa stöðugt þar upp. Einnig má sjá gufu stíga upp frá ánni sjálfri þar sem hún fellur í gamla...

Brýnt að leysa vanda stofnfjáreigenda, en ekki á að lækka skuldir heimilanna

Þeim tilvikum fer fækkandi, þegar ég átta mig á málflutningi Gylfa Magnússonar. Fyrir nokkrum dögum lýsti hann því yfir að ekki væri frekara svigrúm til að koma til móts við heimilin í landinu með almennum aðgerðum, en svo kemur hann í dag og vill ólmur...

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna

Aðalfundur HH í Sjómannaskólanum 27. apríl 2010 Aðalfundur HH verður í Tækniskólanum (Sjómannaskólanum) við Háteigsveg 2. hæð t.v. 27. apríl n.k. Fundurinn hefst kl. 20.00 Upplýs ingar um frambjóðendur má finna á heimasíðu samtakanna . Stjórn HH hvetur...

Matsfyrirtækin fá útreið hjá bandarískri þingnefnd - Staðfesta það sem ég hef áður skrifað um

Ekkert í þessari frétt Morgunblaðsins kemur mér á óvart. Þetta er nákvæmlega það sem ég hef sagt í nokkrum pistlum mínum um matsfyrirtækin og vinnubrögð þeirra. Líta verður á fyrirtækin sem mjög mikilvægan hlekk í svikamyllu fjármálafyrirtækjanna, t.d....

Góður maður í vandasamt starf

Ég vil byrja á því að óska Höskuldi til hamingju með nýja starfið. Brotthvarf hans úr stóli forstjóra Valitor er óvænt og verður skarð hans vandfyllt. Þar hefur hann stýrt fyrirtækinu giftusamlega í gegn um þann ólgusjó sem íslenskt fjármálakerfi lenti í...

Hagsmunasamtök heimilanna áttu fund með AGS

Hagsmunasamtök heimilanna áttu fund með AGS í dag. Var fundurinn að frumkvæði AGS. Fórum við yfir málin án þess að reynt væri að komast að einhverri niðurstöðu. Er það tilfinning mín, að vilji sé fyrir því hjá AGS að taka á skuldamálum heimilanna, en...

Aðvaranir Ólafs Ragnars fullkomlega réttmætar - Betra að vera viðbúinn eða gera ekkert

Nokkuð er rætt á fréttasíðum og í bloggheimi um viðtal Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við BBC í gærkvöldi. Mjög margir gagnrýna Ólaf Ragnar fyrir að vara menn við því að Katla sé komin á tíma og gos í henni gæti orðið margfalt verra en gosið...

Aðalfundi Hagsmunasamtaka heimilanna frestað um viku

Ég vil koma hér á framfæri tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna: Af óviðráðanlegum orsökum er aðalfundi Hagsmunasamtaka heimilanna, sem vera átti í kvöld, frestað um viku. Ástæðan er margir samverkandi þættir. Nánari upplýsingar um nýjan...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband