19.4.2010 | 17:38
Áhugaverðar reglur: Reglugerð um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja
Ég var að taka til á tölvunni minni og rakst á skjal sem ég hlóð niður fyrir um 30 mánuðum. [Var leiðrétt úr 40 mán.] Það geymir reglugerð nr. 995 frá 30. október 2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Vissulega voru þessar reglur ekki settir fyrr en 30. október 2007 vegna heimildar í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, til innleiðingar á tilskipun framkvæmdarstjórnar ESB 2006/73/EB. En það er innihaldið sem er áhugavert, ekki ástæða fyrir innleiðingunni.
Í II. kafla reglugerðarinnar er fjallað um skipulagskröfur. Þar er að finna ýmislegt fróðlegt sem samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var ekki haft í heiðri haft, þó svo að reglugerðin geri kröfu um það. Skoðum 4. gr. Almennar skipulagskröfur:
Fjármálafyrirtæki skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
a) koma á og viðhalda skýrum skriflegum verkferlum um ákvarðanatöku og skipulagi þar sem kemur fram hverjar séu boðleiðir innan fyrirtækisins, sem og skipting verkefna og ábyrgðar,
b) tryggja að starfsmönnum fjármálafyrirtækisins sé kunnugt um þær reglur og verkferla er fylgt skal í starfsemi þess,
c) starfrækja viðunandi innri eftirlitskerfi sem ætlað er að tryggja að ákvörðunum og ferlum sé fylgt í allri starfsemi fyrirtækisins,
d) ráða starfsfólk með færni, þekkingu og sérfræðikunnáttu sem nauðsynleg er til að inna af hendi þau verkefni sem þeim eru falin,
e) koma á og viðhalda skilvirkri innri skýrslugjöf og miðlun upplýsinga á öllum viðeigandi sviðum í fyrirtækinu,
f) viðhalda fullnægjandi skrám um viðskipti sín og innra skipulag,
g) tryggja að þegar starfsmenn fjármálafyrirtækis sinna margþættum störfum komi það ekki í veg fyrir að þessir aðilar geti tekist á við störf sín af heilindum, heiðarleika og fagmennsku.Ráðstafanir sem fjármálafyrirtæki gerir til að uppfylla framangreindar skipulagskröfur skulu taka mið af eðli og umfangi starfsemi fyrirtækisins.
Fjármálafyrirtæki skal koma á fót og viðhalda kerfum og ferlum sem duga til að vernda öryggi og réttmæti upplýsinga og trúnað, sem á þeim hvílir, að teknu tilliti til þess hvers eðlis þær upplýsingar eru sem um ræðir.
Fjármálafyrirtæki skal setja sér stefnu um samfeldni viðskipta, sem miðar að því að tryggja varðveislu nauðsynlegra gagna og aðgerða og að viðhalda starfseminni ef truflun verður í kerfum þess eða ferlum, eða ef því verður ekki við komið, að slík gögn verði endurheimt og að starfseminni verði komið í samt horf að nýju, eins fljótt og mögulegt er.
Fjármálafyrirtæki skal setja sér stefnu um reikningsskil sem gerir því kleift að skila tímanlega til Fjármálaeftirlitsins, að beiðni þess, fjárhagsupplýsingum sem gefa glögga mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækisins og uppfylla alla gildandi reikningsskilastaðla og -reglur.
Fjármálafyrirtæki skal hafa eftirlit með og meta reglulega hæfi og skilvirkni kerfa sinna, innri eftirlitskerfa og fyrirkomulags sem komið er á í samræmi við 1.-4. mgr. og grípa til viðeigandi ráðstafana til að ráða bót á annmörkum.
Í þessari grein eru fjölmörg atriði, sem manni virðist lítið hafa verið hugað að, miðað við það sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Þarna er verið að gera kröfur um innleiðingu verkferla og þeim sé fylgt eftir. Kröfur eru um öryggi og réttmæti upplýsinga. Einnig er gerð krafa um samfeldni viðskipta og fleira í þeim dúr. Þetta tvennt síðar nefnda er, jú, það sem ég fæst við í minni ráðgjöf og þess vegna hlóð ég þessari reglugerð niður. Vona ég innilega að þau fjármálafyrirtæki sem eru starfandi í dag sjái sóma sinn í að innleiða kröfur reglnanna.
En það er fleira áhugavert í reglugerðinni. 6. greinin er um regluvörslu:
Fjármálafyrirtæki skal koma á og viðhalda viðeigandi stefnu og ferlum sem gerðir eru til að greina hvers konar hættu á misbrestum hjá fyrirtækinu á því að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og koma á fót ferlum til þess að lágmarka slíka hættu og gera Fjármálaeftirlitinu kleift að beita valdi sínu á skilvirkan hátt samkvæmt þessari reglugerð.
Ráðstafanir sem fjármálafyrirtæki beitir til að uppfylla framangreindar kröfur um regluvörslu skulu taka mið af eðli og umfangi starfsemi fyrirtækisins.
Fjármálafyrirtæki skal koma á og viðhalda skilvirkri regluvörslu sem er óháð öðrum þáttum í starfsemi fyrirtækisins og hefur eftirfarandi hlutverki að gegna:
a) að fylgjast með og meta reglulega hæfi og skilvirkni ráðstafana skv. 1. mgr. og aðgerða sem gripið er til, til að bæta úr misbrestum fyrirtækisins við að uppfylla skyldur sínar,
b) að veita starfsmönnum fjármálafyrirtækis, sem eru ábyrgir fyrir framkvæmd verðbréfaviðskipta, nauðsynlega fræðslu, ráðgjöf og aðstoð til að þeir geti uppfyllt skyldur fyrirtækisins samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.Fjármálafyrirtæki skal tryggja að eftirfarandi skilyrði um regluvörslu séu uppfyllt:
a) þeir aðilar sem fara með regluvörslu verða að hafa nauðsynlegt vald, úrræði og sérfræðiþekkingu og aðgang að öllum upplýsingum sem skipta máli,
b) tilnefna skal regluvörð sem ber ábyrgð á regluvörslu og allri skýrslugjöf til yfirstjórnar sem krafist er skv. 3. mgr. 5. gr.,
c) starfsmenn fjármálafyrirtækis sem starfa við regluvörslu skulu ekki taka þátt í að inna af hendi þjónustu eða sinna starfsemi sem þeir hafa eftirlit með,
d) sú aðferð sem beitt er við ákvörðun þóknunar starfsmanna fjármálafyrirtækis, sem starfa við regluvörslu, skal ekki vera líkleg til að hafa áhrif á hlutlægni þeirra.Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er fjármálafyrirtæki ekki skylt að uppfylla c- eða d-lið ef það getur sýnt fram á að kröfur þessar séu of þungbærar miðað við umfang og eðli starfsemi fyrirtækisins og að regluvarsla sé að öðru leyti fullnægjandi.
Reglugerðin er upp á 30 síður og því of löng til að gera efnisleg skil hérna, en innihald hennar er öllu starfsfólki fjármálafyrirtækja holl lesning. Til að hafa það á hreinu, þá er skilgreint í reglugerðinni hverjir teljast starfsmenn fjármálafyrirtækja og þar segir:
1) Starfsmaður fjármálafyrirtækis:
a) stjórnarmaður, meðeigandi eða samsvarandi aðili, stjórnandi eða einkaumboðsmaður fjármálafyrirtækisins,
b) stjórnarmaður, meðeigandi eða samsvarandi aðili, eða stjórnandi hjá einkaumboðsmanni fjármálafyrirtækisins,
c) starfsmaður fjármálafyrirtækisins eða einkaumboðsmanns þess, eða hver sá einstaklingur sem starfar undir stjórn fjármálafyrirtækisins eða einkaumboðsmanns þess og á þátt í að veita þjónustu fjármálafyrirtækisins á sviði verðbréfaviðskipta,
d) einstaklingur sem á beinan þátt í að veita fjármálafyrirtæki eða einkaumboðsmanni þess þjónustu á grundvelli samnings um útvistun þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta.
Nú hlýtur að vera áhugavert fyrir FME að skoða hversu vel fjármálafyrirtækin standa sig við að uppfylla kröfur reglugerðarinnar.
Áður en ég hætti verð ég þó að koma með eina tilvitnun í viðbót. Hún er úr 19. gr. um hagsmunaárekstra sem geta hugsanlega skaðað viðskiptavin:
Fjármálafyrirtæki skal gera allar tiltækar ráðstafanir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra sem geta skaðað hagsmuni viðskiptavina þess. Í því skyni að greina hagsmunaárekstra sem geta skapast við veitingu fjárfestinga- og/eða viðbótarþjónustu, skal fjármálafyrirtæki meta hvort fyrirtækið, starfsmaður þess eða aðili sem beint eða óbeint er tengdur fyrirtækinu í gegnum yfirráð:
a) sé líklegur til að njóta fjárhagslegs ágóða eða forðast fjárhagslegt tap á kostnað viðskiptavinarins,
b) hefur hagsmuna að gæta af niðurstöðu þeirrar þjónustu sem viðskiptavininum er veitt og þessir hagsmunir eru aðgreindir frá hagsmunum viðskiptavinarins að því er varðar niðurstöðuna,
c) hafi fjárhagslegan hvata eða annars konar hvata til þess að setja hagsmuni annars viðskiptavinar eða hóps viðskiptavina framar hagsmunum hlutaðeigandi viðskiptavinar,
d) stundar sams konar rekstur og viðskiptavinurinn,
e) þiggur eða mun þiggja umbun í tengslum við þjónustu sem veitt er viðskiptavininum í formi peninga, vara eða þjónustu, annarrar en venjubundinna umboðslauna eða þóknana fyrir þessa þjónustu, frá öðrum aðila en viðskiptavininum.
Ég verð að viðurkenna, að mér finnst sem eitthvað af þessu hafi farið úrskeiðis á undanförnum árum.
Bloggar | Breytt 20.4.2010 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2010 | 11:28
Skuldir eigenda og stjórnenda bankanna námu fimmfaldri þjóðarframleiðslu. - Brostin siðgæðisvitund eigenda og stjórnenda bankanna
Það eru merkilegar tölur sem birtar eru í fréttum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins í dag. Skuldir eigenda bankanna, fyrirtækja sem þeir áttu, stjórnenda bankanna og tengdra aðila við íslensku fjármálafyrirtæki sem féllu námu yfir 7.100 milljörðum kr. Þetta er nærri því fimmföld þjóðarframleiðsla Íslands árið 2008 og örugglega meira en fimmföld þjóðarframleiðsla árið 2009. Þetta á ekki að geta gerst og bendir til ótrúlegrar vanrækslu og vanhæfni stjórnenda og eigenda bankanna. Fyrir utan að í þessu flest gróf markaðsmisnotkun, þar sem fjármagni er hreinlega beint í tiltekinn farveg á kostnað annarra lántaka. Með þessu var einnig byggð inn gríðarleg áhætta, þar sem fall einnar einingar í þessari keðju myndi verði til þess að öll keðjan leystist upp, eins og reyndin var.
Bætum svo við þetta eignum lífeyrissjóðanna og almennings sem lagðar voru að veði og þá getum við örugglega hækkað töluna um 500 - 1.000 milljarða kr. Bætum þá við Icesave innistæðum og tapið hækkar um 1.000 milljarða til viðbótar.
Heimilin í landinu eru að biðja um að lán þeirra verði leiðrétt sem nemur um 300 milljörðum. Það er innan við 4% af þeirri upphæð sem fjárhættuspil eigenda bankanna og tengdra aðila kostaði þjóðina. Já, heil 4%. Ef hægt er að afskrifa 7.100 milljarða hjá þessu innan við 100 fjárhættuspilurum, þá ætti varla vera mikið mál að stroka út 300 milljarða kr. hjá almenningi. Gerum það og það strax. Hættum að bíða. Hættum að finna afsakanir. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis sýnir fram á, að þetta var vel skipulagður glæpur.
Ég krefst þess, að komið verði í veg fyrir að nokkur þessara aðila fái að eignast fyrirtækin sín aftur eða fái að eignast eða reka fyrirtæki hér á landi um aldur og ævi. Ég krefst þess að ákærur verði gefnar út á hendur öllu þessu fólki fyrir að rústa efnahag heimilanna, fyrirtækjanna sem voru ekki í þeirra eigu, fjármálakerfisins, sveitarfélaganna og hins opinbera. Ég krefst þess jafnframt að Fjármálaeftirlitið noti þær heimildir sem stofnunin hefur, til að svipta alla þessa einstaklinga rétt til að vinna í fjármálafyrirtækjum. Ég krefst þess að eignir þessara einstaklinga verði frystar strax. Ég krefst þess að þetta nái til allra þeirra innan bankanna sem sniðgengu lög, reglur, verkferla, góða viðskiptahætti, almenna varúð, eðlilega áhættustýringu og góða stjórnhætti. Þeir sem gerðu það, eru alveg jafnsekir og þeir sem fyrirskipuðu bullið. Það er greinilega eitthvað verulegt að siðgæðisvitund þeirra einstaklinga, sem tóku þátt í þessu rugli. Það er ekki afsökun að annars hefði fólk misst vinnuna. Það er ekki afsökun að þetta hafi verið hluti af stefnu bankans eða fyrirtækisins. Það er ekki afsökun að þetta hafi bara verið viðskipti. Þetta var græðgi, þetta var drambsemi, þetta var valdafíkn. Kannski er til of mikils ætlast að þetta fólk missi allt störf sín hjá bönkunum. Samt er ég ekki viss. Það er vegna verka þessara einstaklinga, að fjölmörg heimili í landinu eru komin á vonar völ eða eru á leiðinni þangað. Það er vegna verka þessa fólks sem mörg fyrirtæki eru komin í þrot. Kaldhæðnin er svo að í einhverjum bönkum, eru þeir sem voru frekastir í því að brjóta reglurnar, settir yfir þær einingar bankanna sem eru að gera upp og taka yfir fyrirtæki og eignir heimilanna. Þetta er náttúrulega bara skandall. Skammist ykkar.
![]() |
Allra stærsti skuldarinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.4.2010 | 21:31
Gosmökkurinn séður frá Kópavogi um kl. 20.45 í kvöld
Gosmökkurinn sást í kvöld vel fyrir ofan fjöllin milli Vífilsfells og Bláfjalla síðan þar vestur af. Meðfylgjandi mynd tók ég af mekkinum þegar hann reis hvað hæst og var farinn að fjúka út yfir hafið suður af landinu. Myndin er tekin úr Þingunum í Kópavoga, en mökkurinn sást líklegast alls staðar af þar sem var á annað borð fjallasýn í átt að gosstöðvunum. Þetta byrjaði sem smá skýjabóla yfir fjöllunum uns mökkurinn reis jafn hátt og myndirnar sýna yfir fjöllunum. Nokkrum mínútum síðar var hann horfinn.
Ástæðan fyrir því að hluti af gosmekkinum er svona ljós er einfaldlega að sólinn nær að skína á hann meðan skuggi fjalla eða annarra skýja fellur á neðri hlutann.
Og hér fyrir neðan er mynd sem hann Óli bróðir tók um svipað leiti, en hann er í Ölfusi.
Svo má bæta því við að þriðji bróðirinn, Þorsteinn, á jörðina Lambafell sem er við hliðina á Þorvaldseyri. Hann er ekki búsettur þar lengur. Flóðið sem kom hjá Þorvaldseyri flæddi um eyrarnar milli bæjanna.
Bloggar | Breytt 18.4.2010 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2010 | 12:15
Viðnámsþol þjóðar - endurbirt færsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010 | 17:40
Áhættumat vegna gosa - Nýtt hamfaragos hugsanlegt
Bloggar | Breytt 17.4.2010 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.4.2010 | 14:31
Þörf á breytingu á lögum um lífeyrissjóði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2010 | 12:39
Skilja Bretar ekki skilaboðin :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.4.2010 | 00:03
Greinilega gott svigrúm til leiðréttinga lána
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2010 | 11:58
Stórfréttin sem hvarf - Um helmingur heimila nær varla endum saman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.4.2010 | 11:36
Gloppa í úrræðum ríkisstjórnarinnar - Leiðrétting lána þarf að vera almenn og víðtæk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2010 | 22:41
Furðuleg villa í Skýrslunni
Bloggar | Breytt 13.4.2010 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
12.4.2010 | 22:20
Allt að helmingur heimila nær ekki endum saman með tekjum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2010 | 01:50
Þrjú frumvörp um greiðsluaðlögun og umboðsmann skuldara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
31.3.2010 | 11:03
Niðurstöður þverpólitískrar vinnu undir stjórn HH
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2010 | 17:04
Tók myndir af bakhliðum húsa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.3.2010 | 00:55
Síðast gaus 1821
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
18.3.2010 | 01:08
Verið að meðhöndla einkennin ekki sjúkdóminn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.3.2010 | 00:53
Brýnustu málin - Önnur gömul færsla sem sýnir að allt er við það sama
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2010 | 00:37
Aðgerðir fyrir heimilin - endurbirt rúmlega árs gömul færsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði