30.5.2010 | 14:28
En VG tapađi 39,4% af fylgi sínu á fjórum stćrstu stöđunum
Ţađ er ótrúlegt ađ menn skuli sífellt vera ađ finna rökrćna afsökun á ţeim rassskell sem flokkarnir fengu. Tölurnar tala sínu máli. Í tilfelli VG, ţá fékk flokkurinn 39,4% fćrri atkvćđi í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirđi og Akureyri en flokkurinn fékk í síđustu kosningum. Já, tćplega 40% fćrri kusu flokkinn núna í ţessum sveitarfélögum, en gerđu síđast. Ţá kusu 13.206 flokkinn, en núna ađeins 8.002. Ţađ stórmerkilega er ađ ţetta kostađi flokkinn bara tvo menn og hann hélt fjórum.
Fyrir ađra flokka eru ţessar tölur:
Framsókn fer niđur um 40,8% eđa úr 7.628 í 4.519, tapar 1 manni, en heldur tveimur
Sjálfstćđisflokknum tapar 28,4%, fer úr 40.579 í 29.050, tapar 4 mönnum, en heldur 15
Samfylkingin missir 35%, fer úr 31.004 í 20.151, tapar 6 mönnum, en heldur 12.
![]() |
Steingrímur: VG bćtti víđa viđ sig |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt 31.5.2010 kl. 00:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
30.5.2010 | 03:15
Af hverju má ekki bara segja: Já, Samfylkingin beiđ afhrođ.
Ţađ er eitt sem er dagljóst međ úrslit kosninga: Formenn stjórnmálaflokka viđurkenna aldrei tap. Í kvöld var Jóhanna Sigurđardóttir í sjónvarpssal og í hvert sinn sem hún komst nálćgt ţví ađ viđurkenna tap Samfylkingarinnar, ţá tengdi hún ţađ alltaf viđ "fjórflokkinn". Samt er ţađ ţannig, ađ Samfylkingin tapar miklu fylgi í fjórum stćrstu sveitarfélögum landins, ţ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirđi og Akureyri. Miđađ viđ stöđuna núna, ţá tapar Samfylkingin 6 af ţeim 18 bćjarfulltrúum sem ţeir höfđu. Ţađ jafngildir ţriđjungi bćjarfulltrúa. Í ţessum bćjarfélögum eru ríflega 132 ţúsund kjósendur. Hálmstrá Jóhönnu var ađ Samfylking hefđi unniđ stórsigur á Akranesi, sem er međ 4.550 kjósendur og sigurinn vannst á 993 atkvćđum. Ég held ađ kominn sé tími til ađ frú Jóhanna Sigurđardóttir vakni til veruleikans og viđurkenni ţann gríđarlega skell sem Samfylkingin er ađ fá í ţessum kosningum. Nei, annars, hún má alveg mín vegna dvelja áfram í heimi afneitunarinnar.
Annar formađur í afneitun er Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokksins. Hann velur sér viđmiđun í alţingiskosningum á síđasta ári til ađ finna eitthvađ jákvćtt. Máliđ er ađ Sjálfstćđisflokkurinn hefur alltaf fengiđ umtalsvert meira fylgi í borgarstjórnarkosningum en landsmálakosningum. Ađ fylgiđ núna sé heil 28,8% miđađ viđ 23,5% í alţingiskosningunum er stađfesting á ţví ađ Sjálfstćđiflokkurinn sé ađ missa tök sín í höfuđborginni, ekki vísbending um ađ hann sé ađ rétta út kútnum. Núna stefnir í ađ flokkurinn tapi ţriđjungi fylgisins síns eđa um 14% stigum, en í síđustu ţingkosningum tapađi flokkurinn 16% stigum í öđru Reykjavíkurkjördćminu, en 15% stigum í hinu. Mér finnst ţessi munur á 14% og 15,5% vera innan skekkjumarka. En Bjarni má alveg eins og Jóhanna halda áfram ađ dvelja í heimi afneitunarinnar.
Í mínum huga eru úrslit kosninganna í ţessum fjórum sveitarfélögum ákall um ný vinnubrögđ í sveitastjórnarmálum. Ég hef áđur skrifađ um ţađ og vil endurtaka ţađ núna:
Sveitarstjórnarmál eiga ekki fara eftir flokkslínum landsmálaflokkanna. Ţau eiga vera byggđ á samstarfi allra kjörinna fulltrúa, ţvert á lista, til ađ byggja upp nćrsamfélagiđ. Raunar á ađ opna fyrir persónukjör til sveitastjórna sem gengur ţá út á ţađ, ađ kjósendur geta valiđ hvort ţeir kjósi lista eđa velji einstaklinga af ţvert á lista. Hvađa gagn er af ţví ađ vera međ 7, 9, 11 eđa 15 manns í stjórn sveitarfélagsins, ef ađeins rúmur helmingur er virkur í stjórnun sveitarfélagsins? Ţetta er löngu úrelt hugmyndafrćđi, sem á ađ leggja af. Síđan verđa ţessir kjörnu fulltrúar ađ ţekkja sín takmörk. Sumt hafa ţeir einfaldlega ekki vit á og ţurfa ţá ađ leita til sér vitrari manna eđa kvenna. Lýđrćđiđ gefur ekki kjörnum fulltrúum leyfi til ađ haga sér hvernig sem er, eftir ađ ţeir hafa náđ kjöri. Ţeir eru ábyrgir fyrir gjörđum sínum og geta boriđ skađabótaskyldu, ţá á ţađ hafi aldrei reynt. Samstarf allra kjörinna fulltrúa um málefni mun gera sveitarfélögin sterkari, en til ţess ađ slíkt samstarf geti komist á, ţá verđa menn ađ fara úr flokkspólitískum klćđum sínum og koma fram sem íbúar viđkomandi sveitarfélags.
![]() |
Endalok fjórflokkakerfisins |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
29.5.2010 | 12:50
Skýlaus krafa ađ heimilin njóti alls afsláttarins
Ég vil byrja á ţví ađ ţakka Breka Karlssyni fyrir ađ vekja athygli á ţessari vitleysu.
Samkvćmt gögnum Seđlabankans, sem Breki vísar í, voru yfirdráttarlán í íslenskum krónu 251,5 milljarđar kr. í september 2008, en stóđu í 129,7 milljörđum ţremur mánuđum síđar. Hlutur heimilanna var um ţriđjungur af ţessari tölu, ţ.e. var í september 2008 78,3 milljarđar og hafđi lćkkađ í 46,7 milljarđa í desember sama ár sem er lćkkun upp á 40,4%. Ţetta er bara eitt af mörgu torkennilegu sem gerđist á ţessum afdrifaríku mánuđum. Langar mig ađ draga hér fram nokkrar tölur, sem tengjast skuldum heimilanna viđ bankakerfiđ, úr gögnum Seđlabankans. Í töflunni birti ég útlán alls og síđan útlán til heimilanna.
HAGTÖLUR SEĐLABANKANS |
| |||
Flokkun útlána innlánsstofnana |
| |||
M.kr | des.09 | des.08 | sep.08 | Lćkkun sept - des 08 |
Innlendir ađilar, alls (liđir 1-9) | 1.678.578 | 1.963.161 | 4.786.249 | 59% |
Heimili | 476.012 | 558.050 | 1.032.026 | 46% |
ţ.a. íbúđalán | 248.451 | 299.387 | 606.494 | 51% |
1 Greiddar óinnleystar ábyrgđir | 1.929 | 806 | 826 | 2% |
Heimili | 8 | 3 | 1 | Hćkkun |
2 Yfirdráttarlán | 124.903 | 129.727 | 251.515 | 48% |
Heimili | 47.269 | 46.658 | 78.280 | 40% |
3 Víxlar | 1.624 | 35.752 | 11.463 | Hćkkun |
Heimili | 329 | 654 | 636 | Hćkkun |
4 Óverđtryggđ skuldabréf | 226.837 | 193.519 | 630.305 | 69% |
Heimili | 14.948 | 17.970 | 26.724 | 33% |
5 Verđtryggđ skuldabréf | 491.687 | 517.841 | 973.626 | 47% |
Heimili / Households | 300.304 | 344.637 | 627.091 | 45% |
ţ.a. íbúđalán | 207.947 | 241.393 | 498.941 | 52% |
6 Gengisbundin skuldabréf | 885.623 | 1.194.558 | 2.855.024 | 58% |
Heimili | 105.269 | 135.570 | 271.950 | 50% |
ţ.a. íbúđalán | 40.505 | 57.994 | 107.553 | 46% |
7 Eignarleigusamningar | 21.332 | 26.323 | 57.823 | 54% |
Heimili | 4.994 | 9.361 | 22.136 | 58% |
8 Gengisbundin yfirdráttarlán | 30.293 | 55.345 | 110.735 | 50% |
Heimili | 2.891 | 3.196 | 5.207 | 39% |
| ||||
* nýjustu tölur eru bráđabirgđatölur |
| |||
Heimild: Upplýsingasviđ SÍ. |
|
|
|
|
Af ţessum tölum sést ađ útlán innlánsstofnana, ţ.e. banka og sparisjóđa, til heimilanna hafa lćkkađ verulega í öllum flokkum milli september 2008 og desember sama ár nema í víxlum og greiddum óinnleystum ábyrgđum. Ađrir liđir lćkka á bilinu 33 og upp í 58%, ađ međaltali er ţetta 46%. Í einhverjum tilfellum er skýringin sú ađ hluti lánasafnanna varđ eftir í gömlu bönkunum.
Ég verđ ađ viđurkenna, ađ ég er orđinn ákaflega ţreyttur á ţessu leikriti sem er í gangi varđandi skuldir heimilanna. Ítrekađ hefur komiđ fram ađ útlán heimilanna hafi veriđ fćrđ frá gömlu bönkunum til ţeirra nýju međ miklum afslćtti, en ţađ má ekki gefa upp hver sá afsláttur er. Af hverju má ekki koma hreint fram og gefa upp hve stór hluti skulda heimilanna er hjá gömlu bönkunum og hve stór hjá ţeim nýju? Ég hlít t.d. ađ eiga kröfu á ţví sem skuldari ađ vita hvort ég skuldi Landsbankanum undir heitinu NBI ehf. (ţ.e. nýi Landsbankinn) eđa Landsbanki Íslands (ţ.e. gamla Landsbankanum). Ég verđ ađ viđurkenna, ađ ég hef ekki hugmynd um ţađ og ţađ kemur ekki fram í neinum gögnum sem ég hef undir höndum. Ég fékk heldur enga tilkynningu frá bankanum, ţar sem fram kom ađ tilteknar fjárskuldbindingar mínar hafi flust á milli bankanna. Eina sem ég hef séđ er ţađ sem fram hefur komiđ í fjölmiđlum og hugsanlega tilkynning á vefsíđu bankans. Ţađ hlítur ađ vera eđlileg krafa ađ viđskiptavinir viti hver er kröfuhafinn.
En vegna ţeirra upplýsinga sem koma fram í gögnum Seđlabankans vil ég minna á ţau ummćli Marks Flanagans fulltrúa AGS, ađ AGS ćtlist til ţess ađ bankarnir láti allan afslátt, sem ţeir hafa fengiđ vegna lána heimila, ganga til heimilanna. Hvorki krónu minna né krónu meira. Ég tek ţađ síđan fram, ađ ég kaupi ekki ţá skýringu ađ núvirđing lána međ bókhaldsbrellu éti uppi stćrstan hluta ţessa afsláttar. Ţegar höfuđstóll er lćkkađur um 25% en vextir hćkkađir um 4-6%, ef ekki meira, er lániđ núvirt á sléttu, ţar sem greiđslubyrđi lánsins breytist ekki neitt. Bankinn fćr sama flćđi inn, munurinn er ađ hćrra hlutfall greiđslunnar fellur undir vaxtahlutann. En međ einhverjum bókhaldsbrellum, ţá finna menn út ađ lćkkun höfuđstóls um 25% ţýđi 30% lćkkun lánsins á núvirđi! Ţví miđur, ég kaupi ţetta ekki.
![]() |
Nýju bankarnir fengu yfirdráttinn međ afslćtti |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
28.5.2010 | 16:39
Áhugaverđ ábending Nćst besta flokksins í Kópavogi
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
27.5.2010 | 17:20
Kćra litlu ađilana en geta ekki snert ţá stóru
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2010 | 22:05
Smákökubakstur og skriftir á vefsvćđum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2010 | 15:52
Niđurstađa ESA kemur ekki á óvart
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (45)
26.5.2010 | 15:23
Bónusgreiđslur - einn af sjúkleikum bankakerfisins.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2010 | 12:25
Gagnrýniverđ fréttaskýring á útspili SP-fjármögnunar
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2010 | 09:32
SP-fjármögnun krafsar í bakkann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
25.5.2010 | 22:34
Tilbođ SP-fjármögnunar: Of lítiđ, of seint
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
25.5.2010 | 15:12
Heimilin eru ekki aflögufćr - Hvar er skjaldborgin?
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
25.5.2010 | 11:08
Síđbúnir öskubrandarar frá Danmörku
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2010 | 13:43
Fylgi Besta flokksins er svar viđ "Bara tćkifćrismennska, valdabarátta."
Bloggar | Breytt 23.5.2010 kl. 11:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2010 | 12:19
Ísak Rafael Jóhannsson 1972 - 2010
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 11:39
Forsendubrestur vegna verđtryggingar er um 220 milljarđa frá 1.1.2008
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
19.5.2010 | 23:42
Ţađ á bara ađ innheimta 10% af hlutabréfalánunum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
18.5.2010 | 21:44
Handtökuskipun ekki harkalegri en ađgerđir fjármálafyrirtćkja
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2010 | 17:29
Búskap vart haldiđ áfram í bráđ undir Eyjafjöllum
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2010 | 17:10
Ísland er meira en eldgos
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Fćrsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði