Leita í fréttum mbl.is

Dropinn holar steininn - Íslandsbanki vill koma til mót við þá sem tóku bílalán

Vígin gefa sig eitt af öðrum.  Á Svipunni er frétt undir fyrirsögninni Bankar semja um myntkörfulán og þetta að stjórn Íslandsbanka vill koma til móts við þá sem tóku bílalán.  Vissulega kemur í hvorugri fréttinni fram hvað er gert og hvort það verður afturvirkt, en orð eru til alls fyrst.  Nú er bara að vona, að það taki ekki marga mánuði þar til næstu skref verða tekin.

Ég hef oft sagt, að bankarnir eiga að vinna með viðskiptavinum sínum að lausn vandans.  Það á að vera markmið allra fyrirtækja að viðhalda langtíma viðskiptasambandi við viðskiptavini sína.  Því fyrr sem hægt verður að leysa vanda heimila og fyrirtækja, því fyrr læknum við þjóðfélagið.  Lækningin verður að felast í því að ÖLL heimili og fyrirtæki séu eins virk og hægt er í því að skapa hagvöxt.  Þannig er staðan ekki í dag.

Ég skora enn og einu sinni á fjármálafyrirtækin að koma til viðræðna við hagsmunaaðila og samtök lántaka um leiðir út úr þessum vanda.  Ég trúi því ekki, að menn vilji bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar hvort heldur í bílalánamálunum eða málum sem farin eru í gang varðandi forsendubrest og önnur sem eru í undirbúningi um markaðsmisnotkun, fjárhagsglæpi og fleira eftir því.  Ég trúi því að til sé betri og fljótvirkari lausn og skora enn og aftur á fjármálafyrirtækin að koma að samningaborðinu.  Hagsmunasamtök heimilanna eru hvenær sem er búin til viðræðna.  Það er betra að semja en að fá yfir sig lög eða dóma.


mbl.is Vilja koma til móts við þá sem tóku bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..."Þetta kom fram í máli Birnu Einarsdóttur, bankastjóra, á aðalfundi bankans í dag"...

Dream On, Marinó - Dream On.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 18:25

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála.

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 18:26

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Betra að láta sig dreyma en lifa við stanslausa martröð!

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 18:27

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eins og ég, þá er þetta ekki orðið að veruleika, en bankarnir eru farnir að gefa eftir og eftirgjöfin verður meiri.

Marinó G. Njálsson, 28.4.2010 kl. 20:53

5 identicon

Bankarnir tóku klára stöðu gegn íslensku krónunni 2008 og verðfelldu hana um 40%. Þú virðist hins vegar sáttur við bullið í kúlu-Birnu. Ef þetta eru ítrustu kröfur HH þá er spurning um nafnbreytingu (Hagsmunasamtök Hugleysingja).

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 23:25

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hilmar, ég veit ekki til hvaða krafna þú ert að vísa.  Það er ekki minnst á neinar í færslunni.  Sé ég hugleysingi í þínum augum, þá verður bara svo að vera.  Af "hugleysingja", þá tel ég mig bara hafa áorkað talsvert miklu ásamt öðrum "hugleysingjum" í samtökunum.  Ef það væri ekki fyrir okkur "hugleysingjana", þá væri sama og ekkert búið að gera fyrir almenning í landinu.  Vissulega er ekki búið að gera nóg, en við erum þó ekki á byrjunarreit.

Ég segist hvergi vera sáttur við "bullið í kúlu-Birnu" eins og þú orðar það.  Ætli ég sé ekki einn fárra sem setið hef fundi með henni og sagt beint við hana að tillögur Íslandsbanka væru hlægilegar og fært rök fyrir því.  Hefur þú gert það, Hilmar?  Ég veit ekki um marga sem hafa verið klagaðir fyrir bloggfærslu um ófullnægjandi úrræði Íslandsbanka.  Ég lenti í því.  Haft var samband við formann Hagsmunasamtaka heimilanna og kvartað undan færslunni "Hlægilegt tilboð Íslandsbanka".  Ég var meira að segja beðinn um að ræða ekki við fjölmiðla fyrr en bankinn fengi að skýra sitt mál betur.  Ég hafnaði því, en það vildi svo til að enginn fjölmiðill hafði samband í millitíðinni. 

Mér er alveg sama þó einhver kalli mig hugleysingja.  Viðkomandi verður að eiga það við sig.  Ég held að vísu að ég verðskuldi ekki nafnbótina.

Marinó G. Njálsson, 28.4.2010 kl. 23:42

7 identicon

Marínósku monologarnir eru vissulega orðnir nokkuð margir á vefnum, ef til vill hægara fyrir vegprestana að vísa veginn en fara hann sjálfir. Til að glöggva leiðsögumanninn vil ég benda á þetta:

1. "Nú er bara að vona, að það taki ekki marga mánuði þar til næstu skref verða tekin". = Ítrustu kröfur HH?

2.  "Þú virðist hins vegar sáttur við bullið í kúlu-Birnu" = Mín eigin skrif. "Ég segist hvergi vera sáttur við "bullið í kúlu-Birnu" = Þín túlkun. Lærðu að lesa Marinó.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 16:34

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hafsteinn, dónaskapur skilar engu.  Það er gott og blessað að þú sjáir eitthvað í mínum orðum, sem þú ert ekki sáttur við, en á þessari síðu temja menn sér kurteisi.

Varðandi lið 1 hjá þér, þá er ég að tala um aðgerðir Íslandsbanka, ekki kröfur HH.  Þær eru ljósar:  Burt með stökkbreytinguna af lánunum.

Marinó G. Njálsson, 29.4.2010 kl. 16:49

9 identicon

... það er þá væntanlega lágmarkskurteisi, Marinó G. Njálsson, að fara rétt með nöfn manna sem þora að skrifa undir fullu nafni - nema að þú kunnir bara ekki að lesa?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 17:01

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Afsakaðu, að ég skyldi snúa þessu við.  Gert í fljótfærni.

Marinó G. Njálsson, 29.4.2010 kl. 20:21

11 identicon

Agalega leiðinlegt að sjá svona hugleysingja eins og þennan Hilmar H. mjög líklega einn af þeim sem rápar um á internetinu bölsóttast útí allt og alla, situr heima hjá sér og bölvar kreppunni og öllu því en gerir ekkert nema rægja þá sem eitthvað eru að reyna gera í málefnum fólks, held að svona hyski eins og Hilmar ættu að finna sér eitthvað annað og "nytsamlegra" að gera, kominn með nóg af svona pakki.

Andri Már Einarsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 22:19

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Andri Már, hann Hilmar setti ullukarl á eftir, þannig að þetta var nú bara saklaust skot á mig, sem ég átti alveg skilið eftir þessi meinlegu mistök.  Varðandi fyrri athugasemdir hans, þá er ég ekki að fatta þær og mér sýnist sama gilda um þig.

Marinó G. Njálsson, 30.4.2010 kl. 01:20

13 Smámynd: Elle_

Nýr dómur, Marinó:

GENGISTRYGGING EKKI HEIMIL.

Elle_, 30.4.2010 kl. 12:48

14 Smámynd: Elle_

Ég var núna að lesa huglaus persónuníð Hilmars að ofan gegn Marínó.  Skil hann ekki heldur, Marinó.  Hann ræðst hingaði inn með offorsi í þitt umráðasvæði og mér finnst merkilegt að þú skulir leyfa svona rugli að standa. 

Elle_, 30.4.2010 kl. 15:14

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

EE, meðan ég tek ekki orð hans til mín, þá meiða þau ekki.

Marinó G. Njálsson, 30.4.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1678165

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband