15.6.2010 | 23:33
Eygló á hrós skilið fyrir þrautseigjuna
Ég verð að taka hattinn ofan fyrir Eygló Harðardóttur í þessu máli. Fyrst fékk hún því framgengt að haldinn var opinn fundur í viðskiptanefnd um verðtrygginguna og efnahags- og viðskiptaráðherra var fenginn til að láta útbúa skýrslu um málið. Núna er komin þverpólitísk nefnd sem fjalla á um kosti þess og galla að draga úr vægi verðtryggingar. Ég hélt að kerfið hefði hana undir í baráttu hennar, en það fór á annan veg.
Vissulega er á móti frestað öðrum ákvæðum frumvarps hennar, en vonandi verður það niðurstaða vinnu nefndarinnar, að tillögur hennar og raunar Hagsmunasamtaka heimilanna um 4% þak á árlegar verðbætur verði samþykktar á haustþingi.
Annars vil ég segja það um skýrsluna, sem Gylfi Magnússon fékk Askar Capital að taka saman, að hún er ekki pappírsins virði. Nokkrir stjórnarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna lásu yfir skýrsluna og í henni eru slíkar ambögur að mér finnst að ráðherra eigi að krefjast endurgreiðslu. Ég mætti ásamt Friðriki Ó. Friðrikssyni á opinn fund viðskiptanefndar og bentum við á þeim fundi á mjög margt í skýrslunni sem í besta falli orkaði tvímælis, en í mörgum tilfellum bar vott um arfaslök vinnubrögð að okkar mati. Viðskiptanefnd bað okkur um að semja greinargerð um gagnrýni okkar, en hún verður ekki rituð nema Alþingi eða ráðherra greiði okkur fyrir þá vinnu a.m.k. fjórðung af því sem ráðherra greiddi Askar Capital fyrir sína vinnu.
Það var fleira sem gerðist jákvætt á þingi og stjórnarheimilinu í dag. Á ég þá við samkomulag um þinglok, sem byggir á því að "heimilispakkinn", eins og forsætisráðherra kallar hann verður tekinn fyrir í næstu viku, þ.e. eftir að dómur Hæstaréttar um gengistrygginguna liggur fyrir. (Mér finnst "heimilispakkinn" vera nokkuð nálægt "heimilispakkið", þannig að eins gott er að enginn rugli þessu tvennu saman.) Tókst að afstýra því að þing yrði sent heim áður en dómur Hæstaréttar félli. Nú bíð ég, eins og fleiri, eftir niðurstöðu Hæstaréttar og vona að furðuleg skilaboð efnahags- og viðskiptaráðherra til réttarins trufli ekki störf hans.
![]() |
Nefnd skoði forsendur verðtryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Opinberir aðilar hér á landi hafa forðast, eins og hægt er, að viðurkenna þær staðreyndir sem koma fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar. Síðast opinberaði forsætisráðherra afneitun sína í ræðu á Alþingi í umræðu um skuldavanda heimilanna. En það er sama hvað stjórnvöld gera, þau geta ekki vikið sér undan þeirri staðreynd að ástandið fer stigversnandi hjá einstaklingum, heimilum, fyrirtækjum og sveitarfélögum í landinu. Einu aðilarnir sem virðast koma þokkalega út eru stóru bankarnir þrír, sem gáfu yfir 30% arðsemi eiginfjár á síðasta ári, enda hafa stjórnvöld slegið skjaldborg um þá.
Á málstofu Seðlabanka Íslands í september flutti Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur, erindi um endurskipulagningu skulda eftir fjármálakreppur. Meginniðurstaða hans var að þar sem farið var hratt í endurskipulagningu skulda gekk endurreisnin betur fyrir sig. Mér virðist sem ráð Þorvarðar Tjörva hafi ekki náð eyrum stjórnvalda, a.m.k. hafa þau nákvæmlega ekki gert til að stuðla að þessari endurskipulagningu fyrir utan að ýta undir þjóðnýtingu bankanna á eignum einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Staðreynd málsins er, og þannig túlkaði ég orð Þorvarðar Tjörva, að til þess að endurskipulagningin heppnist, þá verða kröfuhafar að gefa eftir af kröfum sínum á hendur lántökum en ekki taka yfir allt sem á vegi þeirra verður.
Ég hef oft nefnt, að fjármálafyrirtækin græði mest á því að vinna með viðskiptavinum sínum. Eins og þetta horfir við mér, þá virðist mér sem oftar en ekki snúist endurskipulagning fyrirtækja snúast um að fjármálafyrirtækin komist yfir fyrirtækin. Það getur ekki verið hollt fyrir samkeppni í landinu, að öll stærstu fyrirtækin séu komin í eigu bankanna. Nú ef þau eru það ekki, þá er samkeppnisaðilinn alveg örugglega í eigu einhvers bankanna. Ég hef í rúmlega tvö ár bent á, að fjármálafyrirtækin eru jafnvel sett að semja við lántaka um úrlausn mála með afskriftum og niðurfellingum skulda, eins og að leysa til sín eignir og selja þær á lækkuðu verði til einhverra annarra. Ef við síðan höfum hliðsjón af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þá virðist sem hækkun eftirstöðva lánanna byggi á markaðsmisnotkun og skipulögðum aðgerðum sem miðuðu að því að láta fáa viðskiptavini, sem voru oftast í hópi eigenda eða tengdra aðila, hagnast á kostnað almennra viðskiptavina.
Ég kalla enn og aftur eftir ábyrgum viðbrögðum frá fjármálafyrirtækjum. Viðbrögðum sem sýna vilja þeirra til að leiðrétta mistökin sem þau gerðu, hvort sem þau voru óviljandi eða vísvitandi. Það mun ekki komast sátt á í þjóðfélaginu fyrr en það hefur gerst.
![]() |
Efnahagur lántakenda hefur versnað mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2010 | 11:34
Fjármálafyrirtækin unnu gegn viðskiptavinum sínum
Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Ástu Sigrúnu Helgadóttur, forstöðumann Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Þar segir hún þá skoðun sína að fólk sé í afneitun og leiti því ekki úrlausnar á vanda sínum.
Mér finnst vera sú villa í málflutningi Ástu Sigrúnar, sem ég tel að sé að vinna gott starf, að fólk neitar að viðurkenna eignaupptökuna. Hún er stóra málið. Ég viðurkenni ekki lögmæti gengistryggingarinnar, ég álít fjármálakerfið og eigendur fjármálafyrirtækja hafa beitt markaðsmisnotkun til að þenja út höfuðstól lána einstaklinga, heimila og fyrirtækja og því sé ekki lagagrunnur fyrir þessari hækkun höfuðstólsins. Ég tel að það hafi orðið verulegur forsendubrestur lána, sem leysi mig undan því að greiða þær verðtryggingar sem eru á lánunum og það sé andstætt íslenskum lögum að fjármálafyrirtæki krefjist þess að ég greiði uppblásinn höfuðstól lánanna til baka. Ég er tilbúinn að greiða í samræmi við upprunalega greiðsluáætlun og þær hagspár sem voru í þjóðfélaginu, þegar ég tók lánin, auk einhvers sanngjarns álags sem gæti endurspeglað verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, þ.e. 2,5 - 4% árlega. Lengra er ég ekki tilbúinn að teygja mig og tel allt umfram þetta vera ólögmæta tilraun til eignaupptöku.
Ég tel mig hafa sterkan lagagrunn fyrir skoðun minni í 36. grein laga nr. 7/1936, samningalög, og 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, vaxtalög. Ég tel mig líka geta beitt fyrir mér mörgum öðrum lagaákvæðum, sem ég nenni ekki að fletta upp núna, en má finna í færslum mínum síðasta tæpt eitt og hálft ár.
Það getur vel verið að ekki hafi öll fjármálafyrirtæki tekið þátt í misnotkuninni, en þau þáðu með þökkum allt sem af þessu hlaust meðan ávinningurinn var þeirra megin og neita núna að skila því til réttmætra eigenda. Það lýsir nefnilega alvarlegri brotalöm í íslenskri löggjöf, að eignarétturinn virðist bara gilda gagnvart þeim stóru og sterku, en ekki okkur hinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2010 | 18:44
Tek undir með Magnúsi Orra og vil ganga lengra í skattkerfisbreytingum - Þeir efnameiri eiga að vera stoltir af skattgreiðslum til íslenska ríkisins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.6.2010 | 12:16
Blekkingar stjórnvalda - Ríkisstjórn bráðabirgðaaðgerðanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2010 | 01:05
Seðlabankinn leggur mikið undir að gömlu bankarnir falli ekki aftur. Kostnaður við tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans 551 þ.kr. á hvern Íslending.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2010 | 10:38
Þetta heitir að byrja á öfugum enda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.6.2010 | 01:45
Á sundi með hákörlunum - Fundur um bílalánafrumvarp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.6.2010 | 15:04
Umræða um persónukjör á villigötum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2010 | 23:44
Skýrsla Seðlabankans vanmetur erfiðleika heimilanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2010 | 23:35
Staða heimilanna er mjög alvarleg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2010 | 12:14
Niðurstaða héraðsdóms kallar á umbyltingu meðferðar skattalagabrota
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.6.2010 | 02:15
Nú á nota fasteignir heimilanna til að endurreisa lífeyrissjóðina - Sjálfstæði Seðlabankans fer fyrir lítið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.5.2010 | 02:08
Samanburður á stuðningi kjósenda við fjórflokkinn 2010 og 2006. VG tapar hlutfallslega mest, en Sjálfstæðisflokkurinn flestum atkvæðum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2010 | 14:39
Framsókn fékk 40,8% færri atkvæði á fjórum stærstu stöðunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2010 | 14:34
Samfylking tapar 35% og 6 mönnum á fjórum stærstu stöðunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði