Leita í fréttum mbl.is

Af hverju má ekki bara segja: Já, Samfylkingin beiđ afhrođ.

Ţađ er eitt sem er dagljóst međ úrslit kosninga:  Formenn stjórnmálaflokka viđurkenna aldrei tap.  Í kvöld var Jóhanna Sigurđardóttir í sjónvarpssal og í hvert sinn sem hún komst nálćgt ţví ađ viđurkenna tap Samfylkingarinnar, ţá tengdi hún ţađ alltaf viđ "fjórflokkinn".  Samt er ţađ ţannig, ađ Samfylkingin tapar miklu fylgi í fjórum stćrstu sveitarfélögum landins, ţ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirđi og Akureyri.  Miđađ viđ stöđuna núna, ţá tapar Samfylkingin 6 af ţeim 18 bćjarfulltrúum sem ţeir höfđu.  Ţađ jafngildir ţriđjungi bćjarfulltrúa.  Í ţessum bćjarfélögum eru ríflega 132 ţúsund kjósendur.  Hálmstrá Jóhönnu var ađ Samfylking hefđi unniđ stórsigur á Akranesi, sem er međ 4.550 kjósendur og sigurinn vannst á 993 atkvćđum.  Ég held ađ kominn sé tími til ađ frú Jóhanna Sigurđardóttir vakni til veruleikans og viđurkenni ţann gríđarlega skell sem Samfylkingin er ađ fá í ţessum kosningum.  Nei, annars, hún má alveg mín vegna dvelja áfram í heimi afneitunarinnar.

Annar formađur í afneitun er Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokksins.  Hann velur sér viđmiđun í alţingiskosningum á síđasta ári til ađ finna eitthvađ jákvćtt.  Máliđ er ađ Sjálfstćđisflokkurinn hefur alltaf fengiđ umtalsvert meira fylgi í borgarstjórnarkosningum en landsmálakosningum.  Ađ fylgiđ núna sé heil 28,8% miđađ viđ 23,5% í alţingiskosningunum er stađfesting á ţví ađ Sjálfstćđiflokkurinn sé ađ missa tök sín í höfuđborginni, ekki vísbending um ađ hann sé ađ rétta út kútnum.  Núna stefnir í ađ flokkurinn tapi ţriđjungi fylgisins síns eđa um 14% stigum, en í síđustu ţingkosningum tapađi flokkurinn 16% stigum í öđru Reykjavíkurkjördćminu, en 15% stigum í hinu.  Mér finnst ţessi munur á 14% og 15,5% vera innan skekkjumarka.  En Bjarni má alveg eins og Jóhanna halda áfram ađ dvelja í heimi afneitunarinnar.

Í mínum huga eru úrslit kosninganna í ţessum fjórum sveitarfélögum ákall um ný vinnubrögđ í sveitastjórnarmálum.  Ég hef áđur skrifađ um ţađ og vil endurtaka ţađ núna:

Sveitarstjórnarmál eiga ekki fara eftir flokkslínum landsmálaflokkanna.  Ţau eiga vera byggđ á samstarfi allra kjörinna fulltrúa, ţvert á lista, til ađ byggja upp nćrsamfélagiđ.  Raunar á ađ opna fyrir persónukjör til sveitastjórna sem gengur ţá út á ţađ, ađ kjósendur geta valiđ hvort ţeir kjósi lista eđa velji einstaklinga af ţvert á lista.  Hvađa gagn er af ţví ađ vera međ 7, 9, 11 eđa 15 manns í stjórn sveitarfélagsins, ef ađeins rúmur helmingur er virkur í stjórnun sveitarfélagsins?  Ţetta er löngu úrelt hugmyndafrćđi, sem á ađ leggja af.  Síđan verđa ţessir kjörnu fulltrúar ađ ţekkja sín takmörk.  Sumt hafa ţeir einfaldlega ekki vit á og ţurfa ţá ađ leita til sér vitrari manna eđa kvenna.  Lýđrćđiđ gefur ekki kjörnum fulltrúum leyfi til ađ haga sér hvernig sem er, eftir ađ ţeir hafa náđ kjöri.  Ţeir eru ábyrgir fyrir gjörđum sínum og geta boriđ skađabótaskyldu, ţá á ţađ hafi aldrei reynt.  Samstarf allra kjörinna fulltrúa um málefni mun gera sveitarfélögin sterkari, en til ţess ađ slíkt samstarf geti komist á, ţá verđa menn ađ fara úr flokkspólitískum klćđum sínum og koma fram sem íbúar viđkomandi sveitarfélags.


mbl.is „Endalok fjórflokkakerfisins“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Hvers vegna er fyrirsögnin hér ekki:

Sjálfstćđisflokkurinn beiđ afhrođ í Reykjavík?!

Er ţađ ekki ađalmáliđ?! Sjálfstćđisflokkurinn hefur veriđ í stjórnarandstöđu eftir hiđ svokallađa Hrun haustiđ 2008.

Hins vegar hef ég aldrei veriđ í stjórnmálaflokki.

Ţorsteinn Briem, 30.5.2010 kl. 03:43

2 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Höfuđvígiđ er falliđ. Mig grunar ađ ţetta sé bara byrjunin.

Borgarstjórastóllinn hefur oftar en ekki veriđ stökkpallur inn á sviđ landsmálanna. Ber ţar helsta ađ nefna turnana tvo í stjórnmálum undanfarinna ára: Davíđ og Ingibjörgu Sólrúnu. Hvađ gerir Jón Gnarr?

Guđmundur Ásgeirsson, 30.5.2010 kl. 04:48

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ţađ er hreint óhugnanlegt hvađ viđ erum oft sammála, Marinó. Enn og aftur í ţessu máli.

Hrannar Baldursson, 30.5.2010 kl. 09:04

4 identicon

Ég tek líka 100% undir ţessi skrif. Vona bara ađ kjörnir fulltrúar beri gćfu til ađ skilja ađ ţeir eru kosnir til ađ vinna ađ framgangi sveitarfélaga og framför ţeirra, ekki til ađ fara í stríđ hvort viđ annađ.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráđ) 30.5.2010 kl. 11:01

5 Smámynd: Elle_

Lýđrćđishatandi stjórn Jóhönnu Sig. getur bara sokkiđ niđur á viđ, Marinó, og ćttu ađ víkja núna.  Jóhanna og Steingrímur hefđu ekki komist upp međ ađ vera lengur í stjórn eftir allar lygarnar og valdníđsluna í venjulegu lýđrćđislandi.  Skil ekki eftir hvađa niđurlćgingu ţau eru ađ bíđa. 

Elle_, 30.5.2010 kl. 12:14

6 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

ég er sammála ţér Marinó, sveitastjórnarkosningar eiga ekki ađ snúast um landsmálapólitík, heldur uppbyggingunni á nćrsamfélaginu.

Ţannig held ég ađ ţađ sé víđast hvar um landiđ.

Gunnar Heiđarsson, 30.5.2010 kl. 12:43

7 Smámynd: Sigurđur Ţorsteinsson

Get alveg tekiđ undir ţetta Marinó, en hugsađu ţér tap Jóns Ásgeirs. Ţrátt fyrir alla misnotkun DV, Fréttablađsins, Stöđvar 2 og Mannlífs ţá bíđur Samfylkingin afhrođ. Sagt er ađ verslun í Bónus hafi minnkađ umtalsvert eftir ađ rannsóknarskýrslan kom fram.

Ţýđir ţetta ađ fólkiđ í landinu vilji ekki ađ útrásarvíkingarnir hafi nein umsvif á Íslandi?

Sigurđur Ţorsteinsson, 30.5.2010 kl. 12:54

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og gleymiđ ţví ekki ađ foringjar stjórnmálaflokkanna hafa enn einu sinni komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ kjósendur meintu ekki ţađ sem ţeir sögđu međ atkvćđi sínu.

Auk ţess ţá misskildum viđ unnvörpum ţađ sem viđ gerđum.

Í rauninni ţá vorum viđ ađ lýsa yfir stuđningi ţessa vitleysinga.

Ţvílík veikindi!

Árni Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 14:04

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Steini, ţađ er rétt ađ Sjálfstćđisflokkurinn tapađi miklu, en ţađ var Jóhanna sem viđurkenndi ekki tap sitt.  Bjarni viđurkenndi áfalliđ á Akureyri og í Reykjavík.  Mikill munur ţar á.

Var ađ hlusta á ţetta góđa fólk í Silfrinu áđan, en nennti ekki ađ hlusta til enda.  Ţađ talar um ađ hafa haldiđ hlut sínum.  Ţađ getur vel veriđ ađ fyrir utan Reykjavík og Akureyri hafi D og S ekki tapađ svo miklu af fulltrúafjölda sínum, en hvađ međ atkvćđamagniđ?  Kjörsókn er í sögulegu lágmarki, fjöldi auđra er mjög mikill og alls stađar ţar sem ný frambođ koma fram, ţá virđast ţau ná hylli. 

Annars er áhugavert ađ skođa fylgishrun flokkanna í atkvćđamagni í fjórum stćrstu sveitarfélögum landsins:

Framsókn fer niđur um 40,8% eđa úr 7.628 í 4.519

Sjálfstćđisflokknum tapar 28,4%, fer úr 40.579 í 29.050

Samfylkingin missir 35%, fer úr 31.004 í 20.151

VG missir 39,4% kjósenda sinna og fer úr 13.206 í 8.002

Samanlagt fylgistap flokkanna fjögurra er 30.695 atkvćđi (ţrátt fyrir fjölgun kjósenda) eđa sem nemur 33,2%.  Ţriđjungur af fylginu frá 2006 er farinn.

Marinó G. Njálsson, 30.5.2010 kl. 14:49

10 Smámynd: Halla Rut

Ţessi sýn foringjanna á stöđu sinni er einmitt ţađ sem fólkiđ í landinu er orđiđ svo ţreytt á eđa, betur sagt, gjörsamlega komiđ međ ofnćmi fyrir. Ţetta er ekkert annađ en stjórnmálaţras og útúrsnúningur. Blindan fyrir vilja fólksins er algjör og líf ţeirra er í algjörum draumaheimi.

Halla Rut , 30.5.2010 kl. 15:45

11 identicon

Tek undir ţađ međ Höllu ... fólk er búiđ ađ fá alveg upp í kok af sömu gömlu tuggunum og frösunum og virđingarleysi gömlu stjórnmálamannanna fyrir vilja almennings í landinu.

Ţađ er eins og ţau sitji bara fyrir sjálft sig á ţingi, ekki kjósendur.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráđ) 30.5.2010 kl. 16:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband