20.9.2008 | 00:44
Myndir í vefalbúmum
Ég tek eftir því, að fólk hefur oft fjölskyldumyndir í vefalbúmum hér á blogginu. Það hefur svo sem verið varða við því áður, en ég vil af gefnu tilefni gera það aftur. Ekki setja myndir af börnunum ykkar fáklæddum í slík albúm. Þetta getur verið krúttlegt fyrir hina fullorðnu, en barnaníðingar eiga það til að nota slíkar myndir. Þess fyrir utan veit fólk alls ekkert hvernig öðrum dettur í hug að nota slíkar myndir, þar sem sjaldnast er spurt um leyfi, þegar myndir af netinu eru notaðar.
Mynd af litlu barni í sturtu, baði eða úti í sólinni að leika sér eiga það til að rata inn á síður barnaníðinga. Barnaníðingar geta líka verið að leita að ýmsu öðru, svo sem fallega máluðum smástelpum, glennulega klæddum krökkum, börnum í annarlegum stellingum o.s.frv. Ef þið viljið setja myndir af börnunum ykkar á vefinn, hafið þau vel tilhöf eða a.m.k. þannig að ekki sé hægt að lesa eitthvað annað í myndina, en þið viljið. Þess fyrir utan að efni sem ratar inn á vefinn á það til að festast þar um aldur og ævi. Það er ekki víst að barnið, sem er fáklætt á myndinni, hafi mikinn áhuga á að rekast eftir nokkur ár á slíka mynd af sér á netinu. Fyrir utan að slíkar myndir geta verið notaðir við einelti. Pælið í því, að vera kominn í efri bekki grunnskóla eða framhaldsskóla og allt í einu poppar upp í skólablaðinu eða á Facebook mynd af manni 2 ára gömlum í baði.
Ég bið fólk um að bera virðingu fyrir börnunum sínum og setja ekki myndir af þeim fáklæddum eða í neyðarlegri stöðu/uppákomu á netið. Það er hægt að hafa slíkt efni á tölvunni heima hjá sér, sé hún vel varin, en þetta efni á ekkert erindi á vefinn.
Í starfi mínu, sem ráðgjafi um upplýsingaöryggi, þá þarf ég að kynna mér ýmsa hluti og sækja ráðstefnur um upplýsingaöryggismál. Ég hef tvisvar setið slíkar ráðstefnur, þar sem fjölmargir lögreglumenn voru einnig, þ.m.t. frá Interpol. Svona mál voru m.a. rædd. Kom það yfirleitt fram hjá þessum mönnum, að þeim blöskraði kæruleysi fólks varðandi myndbirtingar af fáklæddum börnum sínum. Nefndu menn dæmi um að slíkar myndbirtingar hafi orðið til þess að börnin hafi verið áreitt á almannafæri eða jafnvel reynt að ræna þeim. Ísland er kannski lítið samfélag, en eins og dæmin sanna undanfarin ár, þá er misjafn sauður í mörgu fé. Verndið börnin ykkar, þau eiga það skilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2008 | 15:01
Eru Bandaríkjamenn farnir að verðtryggja líka?
Ég held að blaðamanni hljóti að hafa orðið á einhver skyssa hér:
Úr frétt mbl.is: Aðgerðir kosta hundruð milljarða dala, segir Paulson
Fjármálaráðherrann sagði að fasteignalánafélögin Fannie Mae og Freddie Mac muni í auknu mæli kaupa verðtryggð skuldabréf til þess að reyna að hleypa nýju lífi í fasteignamarkaðinn. Bandaríska ríkið yfirtók nýverið sjóðina þar sem þeir römbuðu á barmi gjaldþrots.
Þarna segir að fasteignalánafélögin muni kaupa VERÐTRYGGÐ skuldabréf. Mér finnst líklegra að þau séu VEÐTRYGGÐ.
![]() |
Aðgerðir kosta hundruð milljarða dala, segir Paulson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2008 | 14:05
Björgunaraðgerðir virðast bera árangur
Heimsins umfangsmestu björgunaraðgerðir virðast vera að bera árangur. Opnunin í Bandaríkjunum hefur ekki verið betri í 6 ár. Hamagangurinn í kauphöllunum er svo mikill að menn hafa ekki undan. Hækkanirnar á fjármálafyrirtækjum mælast allt að 90% og flest hækka um tugi, já tugi, prósenta.
Vissulega er ekki búið að tilkynna nákvæmlega hvað muni felast í björgunaraðgerðunum, en bara að þær hafi verið tilkynntar og að skortsölur hafa tímabundið verið bannaðar, hafa haft þessi áhrif. Nú mun tíminn einn leiða í ljós hvort þetta er upphafið á viðsnúningi eða bara smá uppsveifla áður en niðursveiflan helst áfram. Hafa heyrt svo oft undanfarna mánuði, að botninum hafi verið náð bara til að uppgötva daginn eftir að svo var ekki, þá er maður heldur á varðbergi gagnvart slíkum yfirlýsingum.
Ekki má líta framhjá því, að þó svo að mörg félög munu hækka gríðarlega í dag, þá mun það ekki duga til að vega upp lækkun þessara félaga á markaði síðustu vikur og mánuði. Til að vega upp 80% fall hlutabréfa þarf 400% hækkun, þannig að 30-50% hækkun í dag er bara dropi í hafi. Það sem mun aftur líklegast gerast í dag, er að skortsalar þurfa að kaupa til baka hlutabréf í félögum sem þeir hafa skortselt, a.m.k. þeir sem þurfa að skila bréfunum fyrir 2. október.
![]() |
Verðhækkun vestanhafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008 | 16:15
Hrunið í Bandaríkjunum íslenskum bönkum að kenna!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 23:11
Innviðir bandaríska hagkerfisins að molna?
Bloggar | Breytt 18.9.2008 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 16:47
Til hamingju, Björn Óli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 21:52
Sökudólgurinn fundinn! Er það?
Bloggar | Breytt 17.9.2008 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2008 | 11:12
Getur einhver útskýrt fyrir mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.9.2008 | 22:30
Gömlu bragði beitt - kenna hinum um
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.9.2008 | 00:42
Tilfinningamúrar koma í veg fyrir samninga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2008 | 10:20
Ákvörðunin kemur ekki á óvart
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2008 | 15:16
Danir ættu að líta sér nær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2008 | 16:58
Hann vildi Meistaradeildina frekar en Stoke og fékk hvorugt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2008 | 15:20
Eru til lög sem..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2008 | 00:11
Gott hjá Þórunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2008 | 15:20
Af hverju má ekki halda sig við skipulag?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2008 | 12:29
Neikvæður viðskiptajöfnuður, Jöklabréf eða lok ársfjórðungs?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 16:57
Enn fitnar ríkið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2008 | 22:14
Treysta lífeyrissjóðir á verðtryggingu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.8.2008 | 18:13
Af "afsláttarfargjöldum/kortum" Strætó
Bloggar | Breytt 30.8.2008 kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 1682116
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði