Leita í fréttum mbl.is

Myndir í vefalbúmum

Ég tek eftir því, að fólk hefur oft fjölskyldumyndir í vefalbúmum hér á blogginu.  Það hefur svo sem verið varða við því áður, en ég vil af gefnu tilefni gera það aftur. Ekki setja myndir af börnunum ykkar fáklæddum í slík albúm.  Þetta getur verið krúttlegt fyrir hina fullorðnu, en barnaníðingar eiga það til að nota slíkar myndir.  Þess fyrir utan veit fólk alls ekkert hvernig öðrum dettur í hug að nota slíkar myndir, þar sem sjaldnast er spurt um leyfi, þegar myndir af netinu eru notaðar.

Mynd af litlu barni í sturtu, baði eða úti í sólinni að leika sér eiga það til að rata inn á síður barnaníðinga.  Barnaníðingar geta líka verið að leita að ýmsu öðru, svo sem fallega máluðum smástelpum, glennulega klæddum krökkum, börnum í annarlegum stellingum o.s.frv.  Ef þið viljið setja myndir af börnunum ykkar á vefinn, hafið þau vel tilhöf eða a.m.k. þannig að ekki sé hægt að lesa eitthvað annað í myndina, en þið viljið. Þess fyrir utan að efni sem ratar inn á vefinn á það til að festast þar um aldur og ævi.  Það er ekki víst að barnið, sem er fáklætt á myndinni, hafi mikinn áhuga á að rekast eftir nokkur ár á slíka mynd af sér á netinu.  Fyrir utan að slíkar myndir geta verið notaðir við einelti.  Pælið í því, að vera kominn í efri bekki grunnskóla eða framhaldsskóla og allt í einu poppar upp í skólablaðinu eða á Facebook mynd af manni 2 ára gömlum í baði.

Ég bið fólk um að bera virðingu fyrir börnunum sínum og setja ekki myndir af þeim fáklæddum eða í neyðarlegri stöðu/uppákomu á netið.  Það er hægt að hafa slíkt efni á tölvunni heima hjá sér, sé hún vel varin, en þetta efni á ekkert erindi á vefinn.

Í starfi mínu, sem ráðgjafi um upplýsingaöryggi, þá þarf ég að kynna mér ýmsa hluti og sækja ráðstefnur um upplýsingaöryggismál.  Ég hef tvisvar setið slíkar ráðstefnur, þar sem fjölmargir lögreglumenn voru einnig, þ.m.t. frá Interpol.  Svona mál voru m.a. rædd.  Kom það yfirleitt fram hjá þessum mönnum, að þeim blöskraði kæruleysi fólks varðandi myndbirtingar af fáklæddum börnum sínum.  Nefndu menn dæmi um að slíkar myndbirtingar hafi orðið til þess að börnin hafi verið áreitt á almannafæri eða jafnvel reynt að ræna þeim. Ísland er kannski lítið samfélag, en eins og dæmin sanna undanfarin ár, þá er misjafn sauður í mörgu fé.  Verndið börnin ykkar, þau eiga það skilið.


Eru Bandaríkjamenn farnir að verðtryggja líka?

Ég held að blaðamanni hljóti að hafa orðið á einhver skyssa hér:

Úr frétt mbl.is: Aðgerðir kosta hundruð milljarða dala, segir Paulson

Fjármálaráðherrann sagði að fasteignalánafélögin Fannie Mae og Freddie Mac muni í auknu mæli kaupa verðtryggð skuldabréf til þess að reyna að hleypa nýju lífi í fasteignamarkaðinn. Bandaríska ríkið yfirtók nýverið sjóðina þar sem þeir römbuðu á barmi gjaldþrots.

Þarna segir að fasteignalánafélögin muni kaupa VERÐTRYGGÐ skuldabréf. Mér finnst líklegra að þau séu VEÐTRYGGÐ.


mbl.is Aðgerðir kosta hundruð milljarða dala, segir Paulson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunaraðgerðir virðast bera árangur

Heimsins umfangsmestu björgunaraðgerðir virðast vera að bera árangur.  Opnunin í Bandaríkjunum hefur ekki verið betri í 6 ár.  Hamagangurinn í kauphöllunum er svo mikill að menn hafa ekki undan.  Hækkanirnar á fjármálafyrirtækjum mælast allt að 90% og flest hækka um tugi, já tugi, prósenta.

Vissulega er ekki búið að tilkynna nákvæmlega hvað muni felast í björgunaraðgerðunum, en bara að þær hafi verið tilkynntar og að skortsölur hafa tímabundið verið bannaðar, hafa haft þessi áhrif. Nú mun tíminn einn leiða í ljós hvort þetta er upphafið á viðsnúningi eða bara smá uppsveifla áður en niðursveiflan helst áfram.  Hafa heyrt svo oft undanfarna mánuði, að botninum hafi verið náð bara til að uppgötva daginn eftir að svo var ekki, þá er maður heldur á varðbergi gagnvart slíkum yfirlýsingum.

Ekki má líta framhjá því, að þó svo að mörg félög munu hækka gríðarlega í dag, þá mun það ekki duga til að vega upp lækkun þessara félaga á markaði síðustu vikur og mánuði.  Til að vega upp 80% fall hlutabréfa þarf 400% hækkun, þannig að 30-50% hækkun í dag er bara dropi í hafi.  Það sem mun aftur líklegast gerast í dag, er að skortsalar þurfa að kaupa til baka hlutabréf í félögum sem þeir hafa skortselt, a.m.k. þeir sem þurfa að skila bréfunum fyrir 2. október.


mbl.is Verðhækkun vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið í Bandaríkjunum íslenskum bönkum að kenna!!!

Það er forvitnilegt að fylgjast með umræðunni á erlendum fréttamiðlum um hrunið í Bandaríkjunum. Ég rambaði inn á einn þráðinn á FT Alphaville og þar blasti við eftirfarandi athugasemd: Posted by stocious Icelandic Banks suspected of shorting Investment...

Innviðir bandaríska hagkerfisins að molna?

Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér um leið og maður fylgist með atganginum fyrir vestan haf, hvort innviðir bandaríska hagkerfisins séu að molna. Fjármálafyrirtækin falla eitt af öðru, stærsta tryggingafyrirtæki heims er bjargað úr snörunni,...

Til hamingju, Björn Óli

Minn fyrrum bekkjarfélagi og samstúdent Björn Óli Östrup Hauksson hefur verið ráðinn forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf. Hann er búinn að fara ýmsa króka á leiðinni í þetta starf. Verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak og síðar Kosovo, sveitarstjóri...

Sökudólgurinn fundinn! Er það?

Jæja, nú er leitin af sökudólginum hafin og menn ætla að einblína á afleiðurnar. En eru afleiðurnar ekki saklausar í sjálfu sér meðan menn skilja eðli þeirra og afleiðingar. Er það ekki miklu frekur vandamálið, að menn bjuggu til svo miklar flækjur að...

Getur einhver útskýrt fyrir mér

Um helgina var ákveðið að Lehman Brothers yrði ekki bjargað og fyrirtækið færi í gjaldþrot, Merryll Lynch var keypt á brunaútsölu, AIG leitar eftir neyðarláni til að forða sér frá gjaldþroti og Seðlabanki Bandaríkjanna segist ekki geta bjargað fleirum. Á...

Gömlu bragði beitt - kenna hinum um

Það er ekki í lagi með þá forráðamenn ríkja á Vesturlöndum sem halda því fram að ógn stafi af hernaði Rússa. Ef það er virkilega það sem menn halda, af hverju dettur mönnum þá í hug að storka Rússum við hvert tækifæri? Eldflaugavarnir Bandaríkjamanna í...

Tilfinningamúrar koma í veg fyrir samninga

Að mínu viti eru það fyrst og fremst einhverjir ímyndaðir múrar/glerþök sem koma í veg fyrir að þessir samningar náist. Ég held að allir sæmilega vitibornir einstaklingar sjái hvílíkt réttlæti felst í kröfum ljósmæðra. Þær eru eingöngu að óska eftir því...

Ákvörðunin kemur ekki á óvart

Ákvörðun Seðlabankans um að breyta ekki stýrivöxtum kemur ekki á óvart. Ég spáði þessu í færslu minni í sumar (sjá Hvað þurfa raunstýrivextir að vera háir? ) og fyrir hálfum mánuði (sjá Glitnir breytir stýrivaxtaspá ). Í síðari færslunni færði ég rök...

Danir ættu að líta sér nær

Ýmsir sjálfskipaðir danskir spekingar hafa ruðst fram á völlinn undanfarin 2-3 ár og borið á borð alls konar bölsýnisspár um íslenskt efnahagslíf. Hugsanlega eiga einhverjar þeirra eftir að rætast, en dönsk fórnarlömb núverandi fjármálakreppu eru þegar...

Hann vildi Meistaradeildina frekar en Stoke og fékk hvorugt

Hyypiä er að vonum sár, þar sem helsta ástæðan fyrir því að hann sagði nei við Stoke, var að hann ætlaði að taka þátt í Meistaradeildinni. Þetta sýnir að þegar menn velja að vera lítill fiskur í stórri tjörn, frekar en stór fiskur í lítilli, þá týnist...

Eru til lög sem..

Eru til lög sem "banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru". Vá! Þýðir það að ekki má fjalla um gamalt morðmál, þar sem morðinginn er búinn að taka út dóminn? Eða eins og í þessu tilfelli...

Gott hjá Þórunni

Ég veit ekki hvort að staðsetningin er nákvæm, en myndin efst á síðunni minni, sýnir svæðið þar sem lón Bjallavirkjunar er hugsað. Svæðið er kannski ekki það fjölfarnasta, en það er ákaflega fallegt og tengist við mikilfenglegt umhverfi Langasjávar í...

Af hverju má ekki halda sig við skipulag?

Ég er nú íbúi í Lindahverfi og óttast ekki þessar framkvæmdir í hverfinu. Ef við tökum, t.d., umferðina, er eitthvað betra að hún renni öll til Reykjavíkur í staðinn fyrir að hluti hennar stoppi í Kópavogi. Einnig gæti fengist betra umferðaflæði, þar sem...

Neikvæður viðskiptajöfnuður, Jöklabréf eða lok ársfjórðungs?

Krónan hefur lækkað verulega undanfarna daga og í dag eru hún í frjálsu falli. Þetta lækkunarferli hófst þegar Seðlabankinn kynnti tölur um viðskiptajöfnuð. Það er furðulegt ef 2 mánaða gamlar upplýsingar séu að hafa áhrif á krónuna sérstaklega þegar...

Enn fitnar ríkið

Það er með ólíkindum að menn geti talað um innheimta veltuskatta hafi minnkað á milli ára fyrstu sjö mánuði ársins, þegar hún jókst um 2,8%. Þó svo að innheimta veltuskatta hafi ekki haldið raunvirði sínu, þá megum við ekki drukkna svo í...

Treysta lífeyrissjóðir á verðtryggingu?

Það var stutt viðtal við Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í tilefni niðurstöðu skoðunarkönnunar um afstöðu landsmanna til verðtryggingar. Þar kastaði Vilhjálmur fram gamalli klisju um að nauðsynlegt væri að halda í verðtrygginguna vegna...

Af "afsláttarfargjöldum/kortum" Strætó

Ég var í dag að kaupa strætómiða fyrir strákana mína, sem er svo sem ekki frásögu færandi. Annar er 9 ára og hinn verður 12 ára eftir nokkra daga. Sá eldri fellur því undir þann hóp sem Strætó kallar ungmenni. Gjaldskrá Strætós er í sjálfu sér mjög...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1682116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband