28.8.2008 | 12:10
Glitnir breytir stýrivaxtaspá
Ég get ekki annað en haft gaman af þessari breyttu spá Glitnis. Það er nefnilega ekki nema mánuður síðan að greiningardeild bankans gerði ráð fyrir að Seðlabankinn myndi lækka stýrivexti 6. nóv. Það er líka mánuður síðan að ég birti mína spá um þróun stýrivaxta (sjá Hvað þurfa raunstýrivextir að vera háir?), þar sem ég spáði því að bara út frá verðbólguspá væri ólíklegt að Seðlabankinn hæfi lækkunarferlið fyrr en í desember. Seðlabankinn hefur sjálfur gefið út að lækkunarferlið hefjist ekki fyrr en á næsta ári.
Þetta veltur í mínum huga allt á spurningunni sem ég spurði færslu minni, sem ég vísa í hér að ofan. Þ.e. hvað þurfa raunstýrivextir að vera háir? Meðan Seðlabankinn svarar ekki þeirri spurningu á skýran hátt, þá er ekkert hægt að segja til um hvenær þær aðstæður hafa skapast í þjóðfélaginu að Seðlabankanum finnist tímabært að lækka stýrivextina.
Vissulega veltur þetta mikið á verðbólgutölum næstu tveggja mánaða. Eins og ég sagði í færslu minni í gær, þá er talsverð óvissa um hvort áhrif af útsölulokum séu að fullu komin fram í vísitölu neysluverðs. Greiningardeildir bankann eru ekki sammála um þetta. Glitnir telur svo ekki vera, meðan Landsbankinn er fullur bjartsýni. Sjálfur tel ég að þessi áhrif séu að stærstum hluta komin fram, en set vikmörk í mínar tölur.
Mig langar að skoða aðeins verðbólguspá Glitnis fyrir næsta mánuð, þ.e. breytingu vísitölu neysluverðs milli ágúst og september. Greining Glitnis spáir því (samkvæmt frétt mbl.is í gær) "að vísitala neysluverðs hækki hraustlega á milli mánaða", en einnig var haft eftir starfsmanni Greiningar Glitnis í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi að verðbólgutoppnum yrði náð í september. Þetta er ákaflega forvitnileg staðhæfing og mér finnst hún raunar óraunhæf. Ástæðan fyrir því er einföld. Verðbólga í september í fyrra var 1,3% (þ.e. breyting milli mælinga í ágústbyrjun og septemberbyrjun). Til þess að ársverðbólga í september í ár verði meiri en í september í fyrra, þá þarf breytingin á vísitölu neysluverðs milli ágúst og september í ár að vera meiri en 1,3%. Það verður að teljast mjög ólíklegt (þó það sé vissulega ekki útilokað).
Loks langar mig að varpa fram þeirri spurningu hvort rétt sé mælt og þá með tilvísun til ársverðbólgu. Ástæðan fyrir því að ég spyr er að um áramót var gerð breyting á vísitölumælingu sem gerir það að verkum að tölur yfir ársverðbólgu ná í raun yfir 54 vikur, en ekki 52 vikur. Það skiptir kannski ekki megin máli, þar sem þetta leiðréttist í janúar, en samt. Ársverðbólgan sem núna mælist er sem sagt 54 vikna verðbólga. Sé hún leiðrétt miðað við 52 vikur, þá kemur í ljós að vísitöluhækkunin myndi mælast tæp 14%, ef notuð er einföld stærðfræði, þ.e. 14,5/54*52. Sé aftur aðeins talin með helmingurinn af vístöluhækkuninni milli júlí og ágúst, þá rétt slefar ársverðbólgan yfir 14%. En af hverju skiptir þetta máli? Jú, með þessari mælingu, þá eru raunstýrivextir 1,5% í stað 1%. Með þessari mælingu minnkar þrýstingur á Seðlabankann að hækka stýrivexti, sem annars væri mjög freistandi. Niðurstaðan er samt sú að ársverðbólgan er "bara" 14%, ekki 14,5%.
![]() |
Spá óbreyttum stýrivöxtum út árið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2008 | 21:46
Sýnir við hvers konar ofurefli var við að etja
Ég fékk það strax á tilfinninguna, þegar BATE frá Hvíta-Rússlandi drógst á móti Val, að þarna hefðu orðið einhver mistök. Liðið væri alltof sterkt til að vera í 1. umferð keppninnar. Mig minnti nefnilega að liðið hefði naumlega fallið úr leik árið á undan eftir að hafa unnið FH í 2. umferð undankeppninnar í fyrra. Ég fletti þessu því upp og það stóð á endum. Liðið tapaði 4-2 fyrir Steua Búkarest.
Ég ræddi þessi mál við Willum Þór, þegar ég hitti hann í sumar og hann var alveg sammála þessu. BATE hefði einfaldlega verið í öðrum klassa og alls ekki átt heima í 1. umferð. Núna er sem sagt komið í ljós að þetta var á rökum reist. Fyrst lagði BATE Anderlecht án teljandi vandræða í 2. umferð og núna Levski Sofia í 3. umferð. Að andstæðingar Vals úr 1. umferð séu núna komnir í riðlakeppni meistaradeildarinnar sýnir að UEFA gaf vitlaust, þegar dregið var í 1. umferð og hafði þannig hugsanlega af Val tækifæri til að komast í 2. umferð.
Annars er það frábært að tvö lið sem tóku þátt í 1. umferð eru komin í riðlakeppnina, þ.e. BATE og Famagusta frá Kýpur. Er þetta líklegast í fyrsta skipti í mörg ár, ef ekki bara í fyrsta skipti frá upphafi sem slíkt gerist.
![]() |
Valsbanarnir komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 15:06
Bankarnir bjóði upp á frystingu lána
Í síðustu viku hóf Íbúðalánasjóður að bjóða þeim, sem hafa keypt húsnæði eða eru að byggja og eiga í vandræðum með að selja, upp á að frysta afborganir lána. Samkvæmt fréttum, þá hafa hrúgast inn umsóknir hjá sjóðnum. Nú er spurningin hvort bankarnir eigi ekki að bjóða upp á þetta líka.
Eins og staðan er á fasteignamarkaðnum, þá gengur mjög illa að selja. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að kaupendur átta sig ekki á þeim lánamöguleikum sem eru á markaðnum, sé að bíða af sér verðbólgustorminn eða eftir því að verð lækki. Ég á ekki von á því að nafnverð lækki mikið, í mesta lagi um fáeinar prósentur, þannig að lækkunin verður líklegast í gegnum raunlækkun vegna verðbólgu. Það er ákveðin skynsemi í því að bíða þar til verðbólgukúfurinn er genginn hjá, en hafa verður í huga að lán eru uppreiknuð miðað við afhendingardag, þannig að verðbólga næstu mánaða mun að öllum líkindum lenda á seljendum. Þá er það með lánamöguleikana.
Í hverjum mánuði renna 12% af andvirði launa landsmanna til lífeyrissjóðanna í formi iðgjalda. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Lífeyrissjóðunum er í mun að koma þessum peningum í vinnu fyrir sjóðfélaga sína. Það er eins og fólk hafi yfirsést það undanfarna mánuði, að lífeyrissjóðirnir eiga ekki bara fullt af peningum heldur eru vaxtakjör þeirra mjög vel viðunandi. Vissulega er þeir með lægri mörk en bankarnir, en 65% veðhlutfall er nú nokkuð þokkalegt.
En aftur að bönkunum. Vanskil eru farin að aukast. Það sést m.a. á því að fjármálafyrirtæki eru farin að leggja fyrir á afskriftarreikninga. Samkvæmt uppgjöri VBS, þá er hægt að rekja allt tap fyrirtækisins og rúmlega það til fyrirbyggjandi aðgerða m.a. vegna hugsanlegra afskrifta (varúðarfærsla vegna hugsanlegrar virðisrýrnunar útlána). Það er sem sagt ekki byrjað að afskrifa neitt að ráði, heldur er verið að færa á reikning það sem hugsanlega þarf að afskrifa eða fer í vanskil á næstu mánuðum. Eins og staðan er í þjóðfélaginu, þá mun þetta bara aukast.
Fjölmargir einstaklingar eru með gengisbundin bílalán sem hafa hækkað langt umfram verðmæti bílanna. Sum þessara lána eru orðin það þung í greiðslu, að fólk á í erfiðleikum með að standa í skilum. Aðrir eru með húsnæðislán þar sem greiðslubyrðin hefur einnig aukist mjög mikið. Í báðum tilfellum er ég nokkuð viss um að fólk vill standa í skilum, en það er við ramman reip að draga. Það stefnir allt í að með krónuna jafn lágt skráða og raun ber vitni, að þessi lán fari í vanskil. Ein leið út úr þess er að taka ný lán, en sú leið virðist heldur torsótt. Önnur er að reyna að selja, en hvort heldur að það eru bílar eða fasteignir, þá er nærri því frost á markaðnum. Þá er það þriðji kosturinn, en hann er að bankarnir bjóði sama kost og Íbúðalánasjóður, þ.e. bjóði fólki að frysta afborganir í 6 - 12 mánuði. Þetta er hugsanlega ekki hægt, en hver er hinn kosturinn. Að innkalla lánin og ganga að veðunum. Eru bankarnir eitthvað betur settir með að eiga 50, 100, 200 eða þess vegna 500 eðalvagna og einbýlishús úti um hvippinn og hvappinn sem þeir koma ekki í verð. Er ekki betra að koma til móts við lántakendur og gefa þeim svigrúm með því að fresta afborgunum á svipaðan hátt og Íbúðalánasjóður gerir. Ég geri mér grein fyrir að bankarnir reikna með þessum peningum inn í veltuna, en komi til mikilla vanskila, þá gæti það litið illa út í efnahagsreikningi þeirra.
![]() |
Hremmingar ekki yfirstaðnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 13:59
Verðbólgutoppnum náð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 17:00
Atburðir sem Vesturlönd buðu upp á!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.8.2008 | 09:37
Vonbrigði, en samt frábært
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2008 | 08:32
Betra liðið vann - Frábær frammistaða Íslendinga á mótinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 12:19
Glæsilegur árangurinn hjá norsku stelpunum - Til hamingju Þórir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 12:07
Frábær viðurkenning
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 11:53
Tökum gullið - Til hamingju Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 09:27
Æi, má hann ekki fagna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2008 | 13:00
Kórea - Spánn 23 - 29 (13-14) Leik lokið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 10:18
Danmörk - Króatía 24 - 26 (12-14) Leik lokið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2008 | 08:34
Hreint út sagt frábært
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 23:50
Rússneski björninn hristir sig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.8.2008 | 13:28
Pólland - Frakkland 30-30 (16-13) Leik lokið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2008 | 11:50
Danir vinna Þjóðverja 27-21
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.8.2008 | 11:21
Króatar eru í 4. sæti ekki 3.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2008 | 12:54
Sænskir dómarar - alveg út í hött
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
15.8.2008 | 17:57
Fýlupokapólitík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 1682116
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði