Leita í fréttum mbl.is

Ætli þeir hafi lækkað víðar?

Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort S&P hafi verið eins fljótir að lækka lánshæfismat Fortis, Dexia, Northern Rock og fleiri erlendra fjármálastofnana og þeir hafa verið að lækka það gagnvart Íslandi.  Ég hef raunar velt því fyrir mér hverra hagsmuna þeir ganga, þar sem þessar snöggu lækkanir þeirra í síðustu viku settu í raun af stað það ferli sem innifelur setningu neyðarlaganna í gær og við höfum ekki séð fyrir endann á.

Síðan finnst mér merkilegt að álit matsfyrirtækjanna sé ennþá talið marktækt og þau yfirhöfðu ennþá starfandi miðað við þann skaða sem þau hafa valdið fjármálakerfi heimsins með AAA mati sínu á undirmálslánunum.  Miðað við þau lán, þá er lánshæfismat Íslands AAAA+++.


mbl.is Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má aldrei gera neitt fyrr en í óefni er komið?

Það er gott að sjá, að Seðlabankinn ætlar loksins að grípa til aðgerða til að styrkja gengið.  Virði ég það við bankann hvað hann ætlar að vera ákveðinn í aðgerðum sínum.  Það eina sem ég velti fyrir mér er:  Af hverju er Seðlabankinn ekki fyrir löngu búinn að grípa til slíkra aðgerða?  Af hverju þarf neyðarástand að skapast áður en gripið er inn í?

Það er verið að skipta út stjórn Landsbankans.  Það er búið að taka yfir Glitni.  Nú er kominn tími til að hreinsa út úr stjórn og bankastjórn Seðlabankans.  Þar er fullt af fólki sem lét það líðast að fjármálakerfi þjóðarinnar hrundi á þeirra vakt.  Nú er tími til kominn að einstaklingar með bein í nefinu og djúpstæðaþekkingu á fjármálakerfi landsins og umheimsins taki við.

Annars lýst mér vel á þá hugmynd að Íbúðalánasjóður fái "takmarkalausa heimild til að kaupa upp öll veðlán sem tengd eru húsnæðiskaupum,2 eins og haft er eftir Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra í DV í dag.  Mér lýst ennþá betur á, ef slík lán munu lækka til samræmis við það gengi sem var þegar lánið var tekið.  Ef það gengur eftir mun ég alveg örugglega kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum og Jóhanna Sigurðardóttir verður þaðan í frá Heilög Jóhanna Grin 


mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklar heimildir en ekkert sagt um fjármagn

Þetta eru stórtíðindi og er alveg óskiljanlegt hvernig svona hlutir geta gerst.  Frumvarp forsætisráðherra fjallar bara um valdheimildir, en ekkert er sagt um hvernig eigi að fjármagna pakkann. Að því leiti er um innantóman pakka að ræða.  Nú kemur enn einn tími óvissu.
mbl.is Víðtækar heimildir til inngripa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Basel-nefndin gefur út reglur um lausafjáráhættu

Basel-nefndin innan Bank of International Settlements hefur gefið út reglur um stjórnun og eftirlit með greiðsluhæfisáhættu (Principles for Sound Liquidity Risk Management and Supervision). Með þessu er nefndin að bregðast við þeirri lausafjárkreppu sem...

Smá damage control

Þeim er ekki alls varnað. Hér er kominn mjög mikilvæg tilkynning og vonandi fylgja fleiri á eftir. Þessi yfirlýsing er upp á nokkra tugi milljarða í ábyrgðum og þýðir að fólk þarf ekki að æða í bankann til að skipta innistæðu á milli reikninga....

Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning

Jæja, það á ekkert að gera fyrir krónuna. Látum vera að bankarnir eigi að bjarga sér sjálfir, en það er nokkuð ljóst að koma þarf til móts við almenning. Þá sem eru með gríðarlega greiðslubyrði eftir hamfarir síðustu 7 mánaða. Það er mín skoðun að best...

Hvaða spennu var létt?

Hún er alveg með ólíkindum niðurstaða ríkisstjórnarinnar og þarfnast skýringar við. Ég trúi varla því sem ég les, að áfram eigi að láta hlutina leika á reiðanum eins og ekkert sé. Gengi krónunnar féll um 16% á einni viku (eða hvað það nú var),...

Ábyrgð Seðlabanka Íslands

Egil Helgason er með færslu hjá sér undir fyrirsögninni Wade búinn að vinna rökræðuna . Ég ætlaði að setja athugasemd inn á þá færslu, en hún hefði drukknað í umræðu um allt annað. Því ákvað ég að setja hana hér enda fjallar Peston að hluta um sömu...

Gengistryggð lán eða verðtryggð lán, það er spurningin

Ástandið á gjaldeyrismarkaði er skuggalegt. Nokkuð sem varla hefur farið framhjá nokkrum manni hér á landi. Gengisvísitala krónunnar hefur á 14 mánuðum farið frá því að vera 110,7 24.júlí 2007 í 120,5 um áramót í það að vera 156,3 28. mars og núna er hún...

Viðnámsþol þjóðarinnar

Ég byrjaði í vor á skýrslu þar sem ég ætlaði mér að draga fram þá þætti sem eðlilegt væri að skoða við gerð hættumats fyrir land og þjóð með tillit til þjóðaröryggis á breiðum grunni. M.a. með hliðsjón af seiglu fyrirtækja og heimila til að þola áföll....

"Seðlabankinn er hvergi"

Nú er útlendingur búinn að segja það sem allir á Íslandi hafa hugsað frá því í vor: Bloomberg hefur einnig eftir sérfræðingum í Lundúnum, að þeim þyki íslenski seðlabankinn vera aðgerðarlítill á sama tíma og seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu dæla fé...

Hvað er langt í landsfund Sjálfstæðismanna?

Hvernig vildi það til að Geir var hleypt í stól formanns Sjálfstæðisflokksins? Ég hlustaði á ræðuna hans í kvöld vegna þess að ég hélt að hann hefði eitthvað fram að færa. Maðurinn er forsætisráðherra þjóðarinnar á mestu krepputímum á lýðveldistíma. Hvað...

Skilar sér í vel yfir 20% verðbólgu og 25% stýrivöxtum á næstu mánuðum

Það er greinilega búið að festa akkeri á blessaða flotkrónuna svo hún hætti að sveiflast. Vandinn er að það er allt of stutt í keðjunni og hún of þung að auki, þannig að krónu greyið er að sökkva til botns. Vandamálið er að við vitum ekki ennþá hve djúpt...

Var sleggju beitt þar sem hamar hefði dugað?

Jæja, ég hef verið að kalla eftir viðbrögðum frá ríkisstjórn og Seðlabanka vegna fjármálakreppunnar sem gengið hefur yfir undanfarna ríflega 13 mánuði. Nú sannast hið fornkveðna, að menn eigi að gæta hvers þeir óska. Ég get ekki gert að því að velta því...

Að hindra framgang réttvísinnar

Þegar maður les svona frétt um þessa fjóra menn sem hafa bindusti sammælum um að segja ekki rétt frá, þá veltir maður því fyrir sér hvort ekki séu í gildi lög á Íslandi um viðurlög við því að hindra framgang réttvísinnar. Það er nokkuð ljóst að einn...

Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum

Pétur Blöndal lætur hafa eftirfarandi eftir sér á visir.is: Alveg eins og ríkið sker upp krabbameinssjúklinga sem hafa reykt tóbak alla ævi, mætti athuga með hvort félagsleg úrræði þurfi til að hjálpa þeim sem hafa af eigin vangá farið illa út úr því að...

Ó, vakna þú mín Þyrnirós

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Seðlabanka Íslands eru hlutverk hans sem hér segir: Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og hefur með höndum margþætta starfsemi í þeim tilgangi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í...

Fátt sem kemur á óvart

Það var alveg fyrirséð að ársverðbólgan myndi lækka milli ágúst og september. Að lækkunin hafi ekki orðið meiri er viss vonbrigði, en því veldur fyrst og fremst veiking krónunnar. Greinilegt er að menn eru að taka lækkun krónunnar í meira mæli inn í...

Hækkun gengisvísitölu er 50% það sem af er ári

Þau stórmerku tímamót urðu í dag, að gengisvísitalan lokaði í yfir 180 stigum. Það sem meira er að hækkun vísitölunnar það sem af er árinu er komin yfir fimmtíu af hundraði. Þetta þýðir að það sem kostaði okkur 2 krónur í ársbyrjun kostar núna 3 krónur....

Ótrúverðug skýring

Ég verð nú að viðurkenna að þetta er ákaflega ótrúverðug skýring. Velta á gjaldeyrismarkaði er búin að vera hundruð milljarða króna í þessum mánuði. Vissulega var gjalddagi á krónubréfum upp á 5 milljarða í gær, en hvað geta útlendingar átt mikið af...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband