Leita í fréttum mbl.is

Tilfinningamúrar koma í veg fyrir samninga

Að mínu viti eru það fyrst og fremst einhverjir ímyndaðir múrar/glerþök sem koma í veg fyrir að þessir samningar náist.  Ég held að allir sæmilega vitibornir einstaklingar sjái hvílíkt réttlæti felst í kröfum ljósmæðra.  Þær eru eingöngu að óska eftir því að þær fái viðurkenningu á menntun sinni og ábyrgð.

En þessa múra/glerþök er hægt að rjúfa.  Það veit ég af eigin reynslu.

Ég sat einu sinni á móti Guðmundi Guðmundssyni (var kallaður Litli-Jaki sökum ætternis), sem þá var varamaður Gunnars Björnssonar, og var að semja fyrir hönd aðstoðarstjórnenda í framhaldsskólum.  Við vorum með stóran hóp velmenntaðra einstaklinga með mikla ábyrgð og vildum fá fram ákveðna leiðréttingu.  Ég stóð fastur á mínu (sem var að hækka grunnlaun aðstoðarskólameistara í 170 þús. á mánuði við upphaf samningstímans) og Guðmund Guðmundsson var eitthvað farið að bresta þolinmæðina.  Hann ræskti sig aðeins og sagði svo:  "Helvítið, þá verðið þið með hærra kaup en ég."  Ég sagðist ekki hafa hugmynd um hvað hann hefði í kaup, enda snerist réttindabarátta minna umbjóðenda ekki um það.

Ég hef dálítið á tilfinningunni að barátta ljósmæðra, sem ég styð heilshugar, snúist um þessa tilfinningalegu múra, sem samninganefndin og þar með ráðherra, hafa sett í kringum kjör tiltekinna stétta hjá ríkinu.  Mér tókst að kýla í gegnum slíkan múr eða glerþak og í lok samningstímans, þá fékk aðstoðarskólameistari Iðnskólans í Reykjavík rúmlega 200 þúsund í grunnlaun.  Hann var fyrstur allra sem þáði laun samkvæmt kjarasamningi kennara til að rjúfa þennan að því virtist óyfirstíganlega múr.  Samningarnir voru undirritaðir án verkfalls í júní 1997 og 200 þús. kr. grunnlaunin urðu að veruleika í janúar 2000. Flestir aðstoðarstjórnendur fengu á bilinu 30 - 46% kauphækkun á samningstímanum.  Þetta reyndist síðasta verk mitt sem aðstoðarstjórnandi, þar sem nokkrum dögum síðar hóf ég störf á nýjum vinnustað sem borgaði margfalt betur.

Guðlaug, Unnur og þið allar í samninganefnd ljósmæðra:  Standið fastar á ykkar, þið eigið það skilið.  Það er skandall, að sum háskólamenntun sé metin hærra til launa en önnur.  Og það er ennþá meiri skandall, að ráðherra úr ríkisstjórn Íslands skuli hafa beðið ykkur um að bíða með kröfur ykkar svo ríkisstjórnin gæti slegið sig til riddara einhvern tímann síðar með lögum um afnám kynbundins launamunar.

 


mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eg spyr nú bara, hvar eru konurnar í þessari ríkisstjorn: Ingibjörg Sólrún hvar ert þú?? kanski upptekin við að koma okkur í öryggisráðið eða hvað það nú var, einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það kosti sitt eða hvað Ingibjörg??   og J'ohanna af hverju tekur þú ekki ÁRna garminn og "dustar hann við hjarn" eins og segir í gamalli barnagælu,  ég hef hlustað á umræður um þessa deilu svona hér og þar, og ég hef aldrei þessu vant ekki rekist á neinn, hvorki karlmann né konu, sem finnst eitthvað athugavert við að veita þeim réttláta leiðréttingu launa. Og það er reyndar sama hvort talað er við örgustu íhaldsmenn, eða sótrauða kommonista og allt þar á milli, engum finnst þetta rangt hjá ljósmæðrum. Segir það ekki eitthvað um hversu mikið réttlætismál þetta er.  Málið snýst um karlrembu á háu stigi hjá þessari samninganefnd, þeir hafa jú ekki upplifað á eigin skrokk hvað gengur á í fæðingu, hvort sem hún er auðveld eða erfið, og hversu gott er að hafa ljósmóður sér við hlið, manneskju ,sem veit hvað gera skal ef eitthvað er að.  og reyndar situr púkinn á fjósbitanum og hastar á nefndina, ef eitthvað er að sjást ljós hjá henni, þið megið giska hver púkinn er í þessari samlíkingu.

áfram ljósmæður, þið eigið stuðning allra nema ríkisstjórnarinnar!!!

dísa (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Var að setja saman myndband um málið. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 02:38

3 identicon

Ég skil ekki af hverju þetta er ekki komið fyrir gerðardóm fyrir löngu. Þetta snýst um mat á námi. Hjá ríkinu vinna fjölmargir með sambærilega menntun.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:37

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Að deila þessi sé kominn í farveg dómsmála og uppsagna segir sitt um viðvaningshátt þessarar ríkisstjórnar og mun verða öllum þingmönnum meirihlutans til ævarandi ærumissis.

Héðinn Björnsson, 12.9.2008 kl. 20:01

5 Smámynd: Ólafía Margrét Guðmundsdóttir

Ég fyrir hönd minna kollega,  þakka þetta innlegg okkur til stuðnings.   Það er gott til þess að vita að hækkun á þessum nótum hafi verið gerð áður í samningum við ríkið.     Það er að vísu líklegast að þarna hafi verið um að ræða karlahóp en það er ekki  "issjú" hér hvort um sé að ræða karla eða konur.   Við viljum einfaldlega að menntunin verði metin til jafns við aðrar stéttir innan okkar samtaka BHM.    Í okkar huga er málið mjög einfalt en einhvernvegin hefur viðsemjendum okkar tekist að flækja það.    Það er vonandi að flækjan verði þeim ekki að fótakefli.  

Lára Hanna þú ert snillingur - takk fyrir myndbandið.

Ólafía Margrét Guðmundsdóttir, 13.9.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband