Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
12.12.2007 | 15:21
Hvaða trúarfræðsla, -athafnir og -iðkun má eiga sér stað í skólum?
Innlegg mitt um trúfræðslu og mannréttindi hefur leitt af sér umræðu um hvaða trúfræðsla, trúarathafnir og trúariðkanir geta verið hluti af skólastarfi. Mig langar því að opna hér á þessum þræði fyrir tillögur um þetta efni. Til að árangurinn af þessari umræðu verði góður, þá vil ég setja nokkrar reglur eða leiðbeiningar:
- ALLIR hafa tillögurétt.
- Við framlagningu tillaga er fólk beðið um að hafa í huga rétt fólks með aðra trúarafstöðu en það sjálft. Setjum okkur því í spor þeirra áður en við setjum tillögur okkar fram.
- Hafa skal í heiðri úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, að engan má skylda til þátttöku í trúarlegu atriði.
- Gæta skal réttsýni, tillitsemi og sýna umburðarlyndi.
- Bannað er að gagnrýna (koma með aðfinnslur um) tillögur annarra, en það má betrum bæta þær.
- Engin tillaga er annarri tillögu rétthærri á grundvelli meirihluta.
- Geta skal, ef gengið er út frá því að um árstíðarbundið atriði sé að ræða.
- Þegar atriði gætu túlkast íþyngjandi fyrir aðra, skal koma fram með tillögu um mótvægisaðgerðir.
- Hver sem er má taka atriðin saman.
- Hver sem er getur svarað spurningum sem varpað er fram.
- Ef þörf þykir, má hver sem er stofna nýjan þráð um afmarkað efni (þá vildi ég gjarnan fá upplýsingar um það, þannig að hægt væri að bæta tengli á þráðinn hér fyrir neðan).
- Það ritstýrir enginn umræðunni, en krafist er háttvísi af þátttakendum.
- Tillögur geta komið fram í nafni samtaka eða hópa.
- Tillögur má setja fram í skjóli nafnleyndar eða dulnefnis.
Ef þetta heppnast vel, þá gæti skapast vettvangur fyrir opið lýðræði. Það er náttúrulega engin trygging fyrir því að nokkuð komi út úr þessu eða að á tillögurnar verði hlustað.
Sjálfur mun ég setja mitt viðhorf inn í formi athugasemdar.
Með von um að þetta gangi vel.
Menntun og skóli | Breytt 14.12.2007 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (74)
11.12.2007 | 11:59
Trúfræðsla og mannréttindi
Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja að trúfræðsla (sbr. kristinfræði) í skólum geti verið í andstöðu við úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Ég hef geta skilið að þeir, sem í nafni trúar sinnar eða trúleysis vilji ekki sitja undir kennslu í kristinfræði, fái að sleppa því. En ekki að þar með megi ekki kenna öðrum, t.d. sem hluta af kristinfræði að lita eða teikna trúarlegar myndir eða syngja sálma eða trúarleg lög. Þá hefur verið vísað til úrskurðar Mannréttindanefndarinnar í máli norskra foreldra gegn norska ríkinu. Fjölmargir hafa túlkað niðurstöðuna á þann veg, að kristinfræðsla eigi ekki heima í skólum, sbr.:
Ég get ekki betur séð en að það eina sem [Siðmennt] geri sé að taka fram punkta sem að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur sett saman um hvað teljist sem trúarathafnir og eigi ekki heima í skólum.
Egill Óskarsson, 10.12.2007 kl. 14:34
Þeir sem ekki vilja trúboð í skólum berjast í nafni "umburðarlyndis og mannréttinda".
Brynjólfur Þorvarðsson, 6.12.2007 kl. 21:20
Merkilegt að flest þau atriði sem biskupnum blessuðum fannst vera hatrömm eru tekin beint upp úr áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Ætli biskupnum finnist mannréttindanefndin líka vera hatrömm?
Blogg Hjalta Rúnars Ómarssonar 9.12.2007 kl. 21:28
Akkúrat punkturinn. Með því að kalla Siðmennt "hatrömm samtök" er biskup að kalla stuðningsmenn Mannréttindasáttmála SÞ hatramma, og þannig gera lítið úr þeim sáttmála. Þessi ummæli biskups koma í kjölfar þess að menntamálaráðherra kynnti frumvarp sem fer eftir dómi Mannréttindadómstóls Evrópu og er í samræmi við sáttmála SÞ.
Svanur Sigurbjörnsson, 10.12.2007 kl. 02:24
Það er miður að kirkjan sem er svo annt um mannréttindi útí hinum víða heimi skuli vera aðal varnarmaður mannréttindabrota hér heima.
Jón Grétar Borgþórsson, 10.12.2007 kl. 12:10
Siðmennt hefur ávallt einsett sér að koma fram af virðingu gagnvart viðmælendum sínum þrátt fyrir að ágreiningur sé um lífsskoðanir og útfærslu mannréttinda. Í svari sínu getur biskup þess að félagið hafi amast við" ýmsum athöfnum í opinberum skólum sem að mati félagsins flokkast undir trúboð, m.a. að lita og teikna trúarlegar myndir". Þar er hann að vísa í bréf sem Siðmennt hefur sent yfirvöldum menntamála á Íslandi undanfarin ár t.d. til Menntaráðs Reykjavíkur.
Við þetta stendur félagið, en það er ekki Siðmennt sem upphaflega setti fram þá skilgreiningu sem vitnað er í heldur er hún sótt í smiðju Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í lok ársins 2005 samþykkti nefndin einróma ályktun vegna máls foreldra og barna þeirra í Noregi. Foreldrarnir höfðu krafist þess að yfirvöld menntamála þar í landi virtu hinn veraldlega grunn sem fylgja á í skólastarfi.
Opið bréf Hope Knútsson, formanns Siðmenntar birt í DV 9.12.2007
Þessi ummæli eru mjög áhugaverð í þvi ljósi að HVERGI í þeim úrskurði Mannréttindanefndarinnar SÞ, sem vísað er til (er raunar frá 23/11/2004), er minnst á það einu orði að trúarfræðsla megi ekki vera í skólum. Úrskurður nefndarinnar er vegna kvörtunar nokkurra foreldra að þeir þurfi að gefa upp viðkvæmar upplýsingar, þegar óskað var eftir því að börn þeirra tækju ekki þátt í kristinfræðslu, að þrátt fyrir ósk um slíkt þyrftu börnin og jafnvel foreldrarnir að taka þátt í slíku starfi og að ekki væri boðið upp á aðra kosti fyrir börnin ef þau slepptu kristnifræðslunni. Vissulega er byggt á þeirri skilgreiningu að til trúarfræðslu teljist:
- að læra og fara með bænir
- að syngja sálma og trúarleg lög
- að taka þátt í trúarathöfnum
- að fara í skoðunarferðir í kirkjur
- hverskonar trúarlegar yfirlýsingar
- lita eða teikna trúarlegar myndir
- að þurfa að taka á móti trúarlegu efni s.s. biblíum (nú eða Nýja testamentinu) eða
- þátttaka í hverskonar samkomum með trúarlegum áherslum
En þetta er ekki mergur málsins. Mannréttindanefndin setur út á að of mikilla upplýsinga sé krafist, þegar foreldrar vilja undanþiggja börn sín trúarfræðslu ("the requirement to give reasons for exempting children from lessons focusing on imparting religious knowledge and the absence of clear indications as to what kind of reasons would be accepted creates a further obstacle for parents who seek to ensure that their children are not exposed to certain religious ideas", grein 14.7) og að ekki sé skilið nægjanlega milli trúarfræðslu og trúarbragðafræði ("the CKREE scheme does not ensure that education of religious knowledge and religious practice are separated in a way that makes the exemption scheme practicable", grein 14.6). Gerð er krafa til norskra stjórnnvalda að þessu sé breytt.
Svo að úrskurðurinn sé á hreinu þá segir:
16. In accordance with article 2, paragraph 3 (a), of the Covenant, the State party is under an obligation to provide the authors with an effective and appropriate remedy that will respect the right of the authors as parents to ensure and as pupils to receive an education that is in conformity with their own convictions. The State party is under an obligation to avoid similar violations in the future.
(Sjá nánar úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 23/11/2004 greinar 14.6, 14.7 og 16).
Norðmenn breyttu lögum í samræmi við úrskurðinn frá 23/11/2004 og í skýrslu um mannréttindamál frá 14. mars 2006 segir:
Updating the Committee on certain new developments, PETTER WILLE, Deputy Director, Department for Global Affairs, Ministry of Foreign Affairs of Norway, drew attention to the amended rules on the right to exemption from the mandatory subject in the Norwegian school curriculum entitled Christian Knowledge and Religious and Ethical Education (CKREE). Amendments to the Education Act had been adopted by the Norwegian Parliament and entered into force on 17 June 2005. The new exemption rules provided that, on the basis of written notification from parents, pupils could be exempted from attending teaching which, they, on the basis of their own religion or philosophy of life, considered to constitute the practice of another religion or expression of adherence to another philosophy of life or which they found offensive or objectionable. It was not necessary to provide reasons for giving a notification of exemptions. Pupils who were 15 years of age or older might themselves give written notification of exemption. The right to be excused from parts of the teaching applied to all subjects and multi-subject projects. Pupils could not, however, be exempted from the knowledge requirement of the syllabus.
Þarna segir sem sagt að nú þurfi nemendur (með gildar ástæður) ekki lengur að sitja í trúarfræðslu- eða lífspekitímum sem brjóti gegn þeirrar trú eða lífspeki. Nemendur þurfi samt að uppfylla þekkingarhluta námskráinnar, þ.e. þeir geta ekki vikið sér undan að mæta í tíma í trúarbragðafræði. Hvergi er minnst einu orði á það að trúfræðsla, trúboð, bænahald eða hvað það nú er annað sem tengist trúmálum eigi ekki að eiga sér stað inn almenningsskóla. Ekki er gerð nein athugasemd við þessa útfærslu í skýrslunni frá 2006.
Hvernig er þá hægt að túlka þetta þannig að trúarfræðsla eigi ekki heima í grunnskólum? Hvernig er hægt að túlka þetta þannig að prestar megi ekki koma í grunnskóla? Hvernig er hægt að túlka þetta þannig að skólar megi ekki fara í heimsóknir í kirkjur? Hvernig er hægt að túlka þetta þannig að Litlu-jólin eigi að vera trúlaus? Þessi úrskurður segir ekkert um þetta. Hann segir að ekki megi setja hindranir eða krefjast óeðlilegra upplýsinga vilji foreldrar barna ekki að þau sitji tímum þar sem fram fer trúfræðsla eða kennsla í lífspeki sem er andstæð þeirra eigin trú/trúleysi eða lífspeki. Allt tal um að verið sé að brjóta mannréttindi á börnum með því að hafa kristinfræðikennslu í skólum, bjóða presti að halda hugvekju, fara í kirkju, lita og teikna trúarmyndi, halda Litlu-jólin með trúarlegu ívafi, eru staðlausir stafir. Og þessu er Siðmennt búin að halda fram á fundum með Menntarráði Reykjavíkurborgar, í opnu bréfi sem birt var í fjölmiðlum og á heimasíðu sinni.
Dægurmál | Breytt 14.12.2007 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (144)
7.12.2007 | 09:56
Við skulum varast að hreykja okkur hátt
Umhverfisvísitala þýsku umhverfissamtakanna Germanwatch fyrir árið 2008 hefur verið kynnt í Bali. Þar er Ísland í 3. sæti og hefur hækkað sig einhver ósköp á milli ára, úr 14. sæti í fyrra. Sé farið tvö ár aftur í tímann, þá kemur í ljós að Ísland hefur fallið um tvö sæti. Samanburður á milli ára virðist ekki mögulegur, því það er eins og gögn um Ísland hafi breyst mjög mikið á tímabilinu. Meira en svo að þeim sé hreinlega hægt að treysta. Þannig er gildi Íslands fyrir 2006 0,65, fyrir 2007 0,31 og fyrir 2008 er gildið 62,5.
Við nánari skoðun kemur í ljós að gildin eru stillt af þannig að fyrir 2008 er lægst hægtt að fá 0 og hæst 100. Einkunn upp á 62,5 þætti nú ekkert sérstök í skóla og því gefur þessi staða enga ástæðu til að hreykja sér hátt. Einnig er munurinn á milli ára óútskýrður, þ.e. hvernig stendur á því að gildin sveiflast jafnmikið og raun ber vitni. (Gefum okkur að 62,5 jafngildi 0,62 á fyrri skala.) En niðurstaðan er að Ísland fær lélega aðra einkunn og er það ekkert til að monta sig af, þó að setji okkur ofarlega meðal þjóða heims. Okkar metnaður hlýtur að vera meiri en svo að þetta skor dugi okkur.
Ísland í fremstu röð í umhverfismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2007 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 16:38
Kr. 2,4 milljarðar í skaðabætur vegna persónuverndarbrota
Umfangsmesta kortasvikamál undanfarinna ára er mál TJX verslunarkeðjunnar í Bandaríkjunum. TJX er móðurfyrirtæki nokkurra lágvöruverslana á borð við Maxx og Marshall sem einhverjir Íslendingar þekkja úr verslunarferðum sínum til Bandaríkjanna. Á þriggja ára tímabili frá 2003 til 2006 er talið að meira en 46 milljónir greiðslukorta (debet og kredit) hafi verið hökkuð og yfir 96 milljónir viðskiptavina hafi orðið fyrir áhrifum af þessu. Þar af er talið að um 65 milljónir hafi verið handhafar VISA kort og 29 milljónir verið handhafar MasterCard korta.
VISA International hefur áætlað tjón sitt vera á bilinu 68 - 83 milljónir USD eða á bilinu 4 - 5 milljarðar króna. Samkomulag hefur tekist á milli TJX og VISA um að TJX greiði VISA bætur upp á USD 40,9 milljónir eða um kr. 2,4 milljarðar, en auk þess bæti TJX korthöfum tjón sitt beint. Samkomulagið er háð því að 80% útgefenda kortanna (sem eru viðskiptabankar korthafanna) veiti samþykki sitt fyrir þessari lausn mála fyrir 19. desember nk.
TJX viðurkennir að heilmargt hafi farið úrskeiðis varðandi varnir fyrirtækisins gegn netárásum. Fyrirtækið hefur brugðist við af fullum þunga og innleitt þær ráðstafanir sem svo kallaður PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standards) gerir kröfu um. Ein af helstu ástæðum fyrir því að tölvuþrjótum tókst að nálgast allar þessar upplýsingar um korthafa og kortanúmer, var að TJX geymdi upplýsingarnar ókóðaðar á gagnamiðlum sem þrjótarnir komust inn á. Samkvæmt PCI DSS er það bannað.
En hremmingum TJX er alls ekki lokið. Samtök banka í Massachusett hafa höfðað skaðabótamál og þó svo að bótafjárhæð hafi ekki verið sett fram opinberlega, er gert ráð fyrir að hún verði á milli 30 og 60 milljarða króna.
Það má svo bæta við, að PCI DSS staðallinn gildir einnig hér á landi. Honum er ætlað að bæta öryggi greiðslukortaupplýsinga. Illa virðist hafa gengið að fá íslensk fyrirtæki til að innleiða ráðstafanir staðalsins og hefur fresturinn til að uppfylla kröfur hans tvívegis verið framlengdur. Nánar má lesa um PCI DSS með því að smella hér.
Upplýsingaöryggi | Breytt 14.12.2007 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 14:57
Markmið Íslands fyrir aðra
Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefur kynnt stefnu Íslands í umhverfismálum. Raunar er rangnefni að kalla þetta stefnu Íslands, vegna þess að aðrir eiga að sjá um að hrinda henni í framkvæmd. Þannig eru nefnilega mál með vexti að þó ríkisstjórnin ætli að taka undir það markmið fyrir þjóðir heims að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25 - 40%, skv. mbl.is, en 20 - 45% skv. ruv.is, fyrir árið 2020, þá ætlar ríkisstjórnin (skv. ruv.is) að freista þess að fá undanþáguákvæði. Íslendingar eiga sem sagt ekki að axla sína ábyrgð. Það eiga aðrir að gera fyrir okkur. Falleg markmið eru sett fram fyrir aðra að ná.
Við höfum nægan tíma til að ná markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsategunda um 20 - 45% fyrir árið 2020. Við eigum að sýna þann metnað að stefna að þessu án undanþágu. Við eigum að hafa trú á tækniframförum sem gera þetta kleif. Við eigum að gera kröfu til stóriðju, bílaframleiðenda, skipaflotans og flugfélaga að þessir aðilar leggist á sveifina með okkur í þessari baráttu, en ekki sýna það metnaðarleysi að hefja umræðuna á því að tala um undanþágur. Náist ekki sett markmið, þá getum við þó að minnsta kosti sagt að við reyndum okkar besta (sem vonandi verður satt).
Markmið í loftslagsmálum kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 14.12.2007 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.12.2007 | 13:28
Rovaniemi og jólasveinninn - glatað tækifæri fyrir Íslendinga?
Á eyjan.is er frétt undir fyrirsögninni Sveinki fluttur frá Finnlandi - hefur 34 míkrósekúndur á hvert barn. Þetta er skemmtileg frétt um ákvörðun einhvers fyrirtækis um að reikna út hvar best væri að sveinki ætti heima, en Finnar halda því fram að hann búi í bænum Rovaniemi. Ég ætla ekki að fjalla um fréttina, heldur um Rovaniemi sem bæ jólasveinsins.
Ég var staddur í Rovaniemi fyrir réttu ári á ráðstefnu. Bærinn er höfuðstaður finnska hluta Lapplands. Hann liggur á heimskautsbaug og hafa heimamenn gert nokkuð úr því. Þaðan eru líka þekktustu Finnar síðasta árs, hljómsveitin Lordi. Þekktasti íbúi Rovaniemi er þó vafalaust jólasveinninn eða Joulupukin eins og hann heitir víst upp á finnsku (leiðréttið mig ef þetta er rangt stafsett). Svo langt hafa íbúar bæjarins gengið í að útbúa jólasveininum heimili í bænum að Alvar Alto, arkitektinn heimsfrægi, skipulagði hluta af gatnakerfi bæjarins þannig að ef ákveðnar götur eru lýstar upp, þá mynda þær hreindýrshaus með hornum og öllu.
Ráðstefnugestum var að sjálfsögðu boðið í heimsókn til jólasveinsins, en hann tekur á móti gestum í gestaskála rétt sunnan við heimskautsbaug. Í nokkurra metra fjarlægð er svo jólaþorpið, þar sem aðstoðarmenn hans hafa komið upp verslunum með alls konar jólavarningi, verkstæði og ýmsu öðru. Heimskautsbaugur liggur svo um mitt jólaþorpið og hefur verið strengd lína til að sýna gestum og gangandi hvar heimskautsbaugur liggur. Í gestaboði jólasveinsins mætti maðurinn sjálfur og útdeildi gjöfum með því fororði að við ættum öll að vera stillt og prúð. Þetta var fín skemmtun og sýnir hvað hægt er að gera með góða hugmynd.
Fyrir hver jól koma þúsundir breskra barna til Rovaniemi. Umferðin á flugvellinum þar er á við stóran alþjóðaflugvöll á þessum árstíma. Börnin hafa stutt stopp, en allt er gert til að tryggja að þau viti, að jólasveinninn búi í bænum. Auk heimsóknar til hans er farið á hreindýrabúgarð og ýmislegt skoðað sem tengist norðlægum slóðum.
Kannski búa Finnar að því að oftar er snjór hjá þeim út við heimskautsbaug, en segjum á Akureyri eða Egilsstöðum að ég tali nú ekki um á Reykjavíkursvæðinu. Flugvöllurinn þeirra er líka þannig í sveit settur að stutt er að þorpi jólasveinsins. En markaðurinn er stór og mjög margir telja að jólasveinninn eigi heima á Íslandi (þó Finnar gefi nú ekki mikið fyrir það). Eigum við að leyfa þeim að eiga jólasveininn eða viljum við keppa við þá?
Bloggar | Breytt 14.12.2007 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.12.2007 | 13:03
Er bleikur stelpulitur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 1680016
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði