30.12.2011 | 13:16
Endurbirt færsla: Sparnaður er svo fjárfestar fái ódýrt lánsfé! - Raunverulegt hlutverk lífeyrissjóða er ekki sparnaður
Ég birti þessa færslu 5.10. sl. og í henni lýsi ég hvert sé að mínu mati (á dálítið "brútal" hátt, þ.e. viljandi talað í gífuryrðum) orðið raunverulegt hlutverk lífeyrissjóðanna eða eigum við að segja lífeyrissöfnunar almennings.
Sparnaður er svo fjárfestar fái ódýrt lánsfé! - Raunverulegt hlutverk lífeyrissjóða er ekki sparnaður
Fyrir helgi barst mér póstur frá konu sem sagði farir sínar og mannsins síns ekki sléttar gagnvart lífeyrissjóðnum hans. Hann var með séreignarsparnað hjá tilteknum sjóði og líka lán. Á nokkurra ára tímabili hafði lánið hækkað verulega en séreignarsparnaðurinn óverulega.
Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði fjallaði um þetta mál á síðunni sinni í færslunni Saga sjóðfélaga. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert vit sé í því að greiða í séreignarsjóð og hvetur fólk til að taka út séreignarsparnaðinn sinn. Umfjöllun Ólafs um málið er einfaldlega það góð, að ég hef lítið við það að bæta. Vona ég að sendandinn erfi það ekki við mig, þó ég fjalli ekki beinum orðum um málið hér.
Gunnar Heiðarsson setti athugasemd inn á færslu mína Svör um verðtryggingu, sem ég birti í gærkvöldi, þar sem hann bendir á misvægi milli lántöku og sparnaðar. Munur á 1 m.kr. til 5 ára er á fjórða hundrað þúsund eftir því hver á peningana.
Hvorugt af þessu þarf að koma á óvart. Fjármálakerfið virkar svona. Þá á ég við, að taka peninga ódýrt að láni og lána þá út á hærra verði. Verum ekki svo einföld að halda, að betra sé að eiga peninga á lágum vöxtum í banka og skulda á hærri vöxtum, en að nota sparnaðinn til að greiða niður lán. Hér er sáraeinfalt dæmi: Sé 1 m.kr. á 1% vöxtum á sparisjóðsbók og sami aðili sé með 1 m.kr. lán á 11% vöxtum til 5 ára hjá bankanum sínum, þá er viðkomandi að tapa 250 þús.kr. á lánstímanum. (Meðallánsfjárhæð er 500 þúsund kr. og vaxtamunurinn 50 þúsund á ári eða alls 250 þúsund.) Í þessu tilfelli er hagkvæmast fyrir viðkomandi að nota peningana á sparireikningnum til að greiða upp lánið og leggja vaxtamuninn inn á sparireikninginn.
Raunverulegt hlutverk lífeyrissjóðanna
(Mig langar að vera dálítið brútal núna og setja fram ögrandi mynd á raunverulegu hlutverki lífeyrissjóðanna. Ekki skal líta á það sem á eftir kemur sem alhæfingu og á því sem sagt er, eru að sjálfsögðu undantekningar.)
Lífeyrissjóðakerfið er stærsta hítin. Hvergi tapar almenningur peningum sínum eins hratt og þar. Í hverjum mánuði er greitt fyrir þann sem er með 250.000 kr. í mánaðarlaun 30.000 kr. í lífeyrissjóð. 10.000 kr. koma af launum viðkomandi og 20.000 kr. koma frá atvinnurekandanum og eru ekkert annað en laun, þó við köllum það ekki því nafni. 30.000 kr. á mánuði er 360.000 kr. á ári. Ef í staðinn fyrir að greiða þetta á þennan hátt inn í sjóðina, fengi viðkomandi að nota peninginn til að greiða niður lán sín, þá græðir viðkomandi líklegast 10% af tölunni árlega í lægri vöxtum vegna lánsins síns. Hvers vegna á ég að greiða 12% af launum mínum til lífeyrissjóðsins míns til að geta tekið lán hjá þessum sama lífeyrissjóði á mun hærri vöxtum en ég fæ af peningunum sem hann fékk frá mér? Það er eitthvað stórlega rangt við það.
Tekið skal fram, að ég er ekkert á móti lífeyrissjóðum, en köllum hlutina réttu nafni:
1. Lífeyrissjóðirnir eru til að greiða niður útgjöld ríkisins. Lífeyrisgreiðslur voru fyrir 30 - 40 árum hugsaðar til að bæta kjör aldraðra í ellinni og hag örykja. Í dag eru þær fyrst og fremst niðurgreiðsla á framlagi ríkisins til velferðarkerfisins. Sá sem á mikil réttindi frá lífeyrissjóðnum er lítið bættari en sá sem á nánast engin réttindi eða mjög takmörkuð. Skiptir þá ekki máli hvort viðkomandi býr einn, með maka sínum eða er á vistheimili. Kerfið sem við búum við í dag gengur út á jöfnuð, þannig að allt sem við spöruðum í lífeyrissjóði á starfsævinni umfram manninn í næsta hús er ekki að nýtast okkur nema að mjög takmörkuðu leiti vegna þeirrar tekjujöfnunar sem felst í kerfinu. Nýlega steig fram kona sem var með á fimmta hundrað þúsund í greiðslur úr lífeyrissjóði á mánuði. Hún bjó á sambýli eldri borgara og þangað runnu nær allar tekjur hennar. Hún hafði ekki einu sinni efni á að kaupa jólagjafir handa barnabörnunum. Draumurinn um ferðalög í ellinni var brostinn vegna þess að sambýlið hirti nær allt af henni. Á næsta gangi var kannski einstaklingur sem hafði um 100 þúsund frá lífeyrissjóðnum og hann hafði sömu ráðstöfunartekjur og blessuð konan. Til hvers var konan þá að ávinna sér þessi réttindi og geyma þau í lífeyrissjóði, ef það bætti hag hennar ekkert? Nei, því miður hafa stjórnvöld eyðilagt þann hluta lífeyrissjóðakerfisins sem gekk út á "áhyggjulaust ævikvöld". Núverandi almannatryggingakerfi gengur nefnilega út á að gera hlut allra jafn nöturlegan.
2. Hlutverk lífeyrissjóðanna í dag er að útvega fé til fjárfestinga. Staðreynd málsins er að lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar landsins. Þeir safna lánsfé frá iðgjaldsgreiðendum og þó svo í orði kveðnu þeir eigi að skila góðri ávöxtun, þá standa þær dyr galopnar. Ávöxtunarkrafan er nefnilega tengd afkomu sjóðanna, þannig að endurgreiðsla lánsfjárins fer allt eftir því hvernig fjárfestingastjórar sjóðanna standa sig og síðan efnahagsumhverfinu. Gangi allt á afturfótunum eins og síðustu 4 ár, þá segir framkvæmdastjórinn af sér! Nei, nei, nei. Þá tapar sjóðfélaginn peningunum sínum. Framkvæmdastjóranum líður kannski illa yfir þessu, en hann heldur laununum sínum og bílnum og hinum og þessum fríðindum. Sjóðfélaginn, hann aftur á móti þarf að sætta sig við 20% skerðingu og þaðan af meiri. Nú gangi vel, þá nýtur sjóðfélaginn þess vissulega, en framkvæmdastjórinn er líklegast verðlaunaður. Ánægðastir eru þó fjárfestar, þar sem þeir fá meiri pening til að leika sér með.
Íslensku lífeyrissjóðirnir eru orðnir allt of stórir fyrir Ísland. Fjárfestingageta þeirra stefnir í 2.000 ma.kr. og það þrátt fyrir að hafa tapað fleiri hundruð milljörðum árið 2008. 2.000 ma.kr. er um 30% umfram árlega þjóðarframleiðslu! Bara það eitt er hættumerki.
3. Sjóðfélagar hagnast meira á því að greiða niður lán en eiga peninga í lífeyrissjóðum. Ólafur Margeirsson komst að þessari niðurstöðu í sinni grein og ég er að sumu leiti sammála honum. Eins og staðan er í dag í þjóðfélaginu, þá er skuldlaus maður frjáls maður. Ég á einhverja milljóna tugi inni í mínum lífeyrissjóðum miðað við það sem ég hef greitt inn í þá. Ég hef fengið lán hjá einum þeirra og telst mér til að ég greiði um 5% hærri vexti af láninu, en það sem ég fæ út úr peningum mínum hjá sjóðnum. Ef öll lífeyrisiðgjöld vegna mín hefðu verið greidd inn á reikning, sem ég hefði getað notað í stað lántöku (notkunin háð ströngum skilyrðum), þá væru skuldir mínar brot af því sem þær eru í dag og þar með væri eignarhlutur minn í húsinu mínu mun hærri. Hugsanlega ætti ég það skuldlaust. Við aðrar efnahagsaðstæður gæti staðan snúist við, þ.e. hagkvæmara væri að taka lán og eiga pening í lífeyrissjóði. Þannig var það t.d. á árunum 2004 - 2006 fyrir þá sem tóku gengistryggð lán. Í dag er verið að flá þetta fólk lifandi með okurvöxtum Seðlabanka Íslands.
4. Lífeyrissjóðir geyma framtíðarskatttekjur ríkissjóðs og sveitafélaga. Þetta er líklegast einn mikilvægasti tilgangur lífeyrissjóðanna, þ.e. að taka skatttekjur nútímans og geyma þær til framtíðar. Því miður er ekki víst að þetta reynist ríkissjóði vel. Hafi lífeyrissjóðirnir tapað 4 - 5 hundruð milljörðum vegna hrunsins, þá tapaði ríkið (og sveitafélög) í leiðinni á bilinu 133 - 166 ma.kr. miðað við að þriðjungur upphæðarinnar fari í skatta. Ef ríkissjóður hefði þá reglu að innheimta skatt strax af lífeyrisiðgjöldum og safna honum í varasjóð sem hefði ávaxtast á sama hátt og hjá sjóðunum, þá hefði ríkið (og sveitafélög) átt um 600 ma.kr. í þessum varasjóði í lok september 2008. Sú upphæð hefði örugglega breytt ýmsu varðandi úrræðin sem ríki og sveitafélög hefðu getað gripið til í því skyni að endurreisa efnahagslífið. Spurningin er bara hvort ríkið hefði ekki verið búið að eyða þessum peningum fyrir löngu í einhverja vitleysu.
Ég er þeirrar skoðunar, líkt og margir fleiri, að nauðsynlegt sé að endurskoða framkvæmd lífeyrissparnaðar og opna þar meira fyrir einstaklingsbundinn sparnað. Samtryggingakerfið bólgnar út án þess að halda í við kröfurnar sem ætlast er til að það standi undir. Ólafur Margeirsson hefur sagt kerfið vera Ponzi svikamyllu, þ.e. þeir sem fyrst komast á eftirlaunaaldur fá sitt á kostnað þeirra sem síðar koma og loks þegar kemur að þeim verði ekkert eftir. Staðreyndin er sú, að lífeyrissöfnun almennings hefur að miklu leiti hrakið af leið hins upprunalega tilgangs. Það þarf að leiðrétta.
---
Með því að smella hér má lesa athugsemdirnar sem skrifaðar voru síðast. Eftir að færslan birtist, þá lenti ég í daglöngum tölvupóstsamskiptum við starfsmann eins lífeyrissjóðs, þar sem hann sagði mig ekki skilja kerfið. Þar sem ég hef bara unnið að ráðgjöf fyrir 14 lífeyrissjóði, þá taldi ég mig nú (og tel mig enn) hafa nokkra innsýn í starfsemi sjóðanna. Það sem meira er, að ég kerfisgreindi almannatryggingalögin vegna forritunar hugbúnaðarkerfisins ALMA sem Tryggingastofnun ríkisins notar. Þekki ég því vel hvernig kerfið er byggt upp, þó einstakar breytur og stikur (parametrar) hafi breyst hin síðari ár.
Margir fá ekkert frá TR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Lífeyrissjóðir | Breytt 6.12.2013 kl. 00:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 6
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 1679929
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 206
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Athyglisverðar pælingar og tímabærar. Svo vill til að undirritaður var nokkuð viðriðinn stéttarfélög þegar lífeyrissjóðakerfið (það almenna) var tekið upp í samningum 1969. Það fór ekki milli mála, að ætlunin var að þetta kerfi yrði til þess að hver kynslóð safnaði í sjóði fyrir sína framfærslu, en vísaði því ekki á skattgreiðendur, eins og gegnumstreymiskerfi gerir. Menn þóttust sjá það fyrir, að héldi sú þróun áfram, sem þá var hafin með fullum krafti, að lífaldur hækkaði og sá tími lengdist, sem hver kynslóð yrði á lífeyri, myndi gegnumstreymiskerfið taka til sín alltof stóran hluta af þeim hluta tekna sem hægt væri að ætlast til að væri ráðstafað í skatta og önnur sameiginleg útgjöld yrðu þá útundan. Upphaflega var lífeyrissjóðunum óheimilt að ráðstafa megin hluta þess fjár, sem í þá rann, í annað en skuldabréf Húsnæðismálastjórnar, sem þá hét (Íbúðalánasjóður í dag). Aðeins máttu þeir hafa á bankareikningum það fé, sem þeir þurftu til daglegs rekstrar, þ.e. þess sem fór til greiðslu lífeyris - sem var lágt hlutfall þarna fyrst - og til greiðslu rekstrarkostnaðar. Þetta var svo sem gott og göfugt markmið, en margt varð til þess að verðbólgan eyddi þessu fé nánast jafnharðan og það varð til. Nefni sem dæmi Vestmannaeyjagosið og olíukreppuna miklu sem leiddi af sex daga stríðinu. Óþarfi að rekja þessa sögu áfram, þótt vissulega væri freistandi að gera það. En ein er sú spurning, sem vaknar við svona umræðu. Hvaðan á lánsfé að koma? Til þessa hafa bankar og aðrar sambærilegar fjármálastofnanir verið til að miðla því fé, sem einn sparar til að lána öðrum, sem þarf að framkvæma meira en hann hefur handbært. Þeir hafa greitt sparendum þóknun, sem kallast vextir, fyrir að varðveita fé þeirra og tekið leigu af lántakendum með hærri leigu, og mismunurinn verið notaður til að greiða rekstur bankanna og reyndar líka til að skapa eigendum þeirra arð. Meðan þessi munur hefur verið innan ásættanlegra marka, hefur verið sátt um þessa aðferð í flestum samfélögum. En þarna kemur ein breyta inn í, sem kallast verðbólga. Til að mæta henni fundu menn upp þá leið að verðtryggja fjárskuldbindingar. Gallinn við þá leið, sem hér hefur verið notuð er fyrst og fremst sá, að hún er sjálfdrifin, þ.e. að hún innifelur margfeldisáhrif, sem í raun eyðileggja hana og samfélagið í leiðinni. Verkefni samtímans hlýtur því að vera að finna leið, sem gerir það ásættanlegt fyrir sparendur að spara, en leigan eftir fjármunina sé einnig ásættanleg fyrir þá sem fjárfesta, t.d. í íbúðarhúsnæði.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 08:54
Þegar ríkisjóður gefur út ávísanir á vöru og þjónustu innan sinnar efnahagslögsögu þá eru það gert út á verðmæti sem geta skapast í framtíðinni, skattaárið er 12 mánuðir og yfirleitt 4 til 6 mánuðum síðar er hægt reikna hvað fékkst að meðatali fyrir hverja krónu. Geymdar krónur eru einskyns virði og kosta viðhald. Reglan er sú að þótt nákvæmlega sama vara og þjónusta seljist í sama magni á hverju ári á almennan neytenda þá hækkar meðal verðið í krónum, þetta er kallað inflation erlendis, og er þessi infaltion nánast stöðug í ríkum þar sem jafnvægi ríkir í Alþjóðlegu bókhaldi, ríki með mikl hlutbréfa viðskipti vegna hávirðaukaframleiðsu fyrir tækja svo sem UK og USA er nána með 30 x 4,5% inflation yfir öll 30 ár. Þjóðverjar og Hollendinga þurfa minna að afskrifa og þar hækka almennt kaup hægar og má tala 30 x 2,0% verðbólgu yfir 30 ár.
Ísland getur ekki síðan 1911 asnnað en klúðra öllum 30 ára sparnaði eða lengur hvað varðar að skila sömu neytenda körfu. Sannanir eru reynsla. Hversvegna er ekki búið að banna þess tegund af tryggingarstarfsemi hér almennt í ljósi reynslunnar. Fjárfesta á Vesturlöndum gengur ekki upp þar sem grunnverðbólga þar eru um 1,0% miðað við alla heiminn sem er taka til sín stærri hluta af eftirspunarkaupmættinum. Verðtyggja á raunvaxta kröfu í starfævisheimilum almennra laun þega er sá verðtryggingar kostnað sem byggir upp bestu veðsöfnin og hefur allstaðar reynst besti valkostur fyrir þá sem vilja fá sömu neytenda körfu eftir 30 ár. Raunvirði er eins og lýðræði: það breytist á hverju ári, samsetning þess sem almenningur velur : almenningur er ekki að auka neyslu sína næstu 30 ára veldisvísislega, hann er að endurnýta og draga saman efnisleg útgjöld á Vesturlöndum dag frá degi. 1 karlmaður maður á að geta byggt minnst 400 fermetra á 30 árum. eða um 13 fermetra á ári. Það er um 1 fermetra á mánuði.
Júlíus Björnsson, 3.1.2012 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.