3.1.2012 | 16:58
Af norðurljósum og hitastigi
Tvisvar með stuttu millibili hafa birst fréttir, þar sem fjölmiðlafólk (þ.e. blaðamaður mbl.is og fréttakona á RÚV) tengja möguleikann á því að sjá norðurljósin við hitastig. Þar á milli eru ENGIN tengsl.
Bara til að hafa eitt á hreinu, þá myndast norðurljós og suðurljós allt árið um kring, hvor í kringum sinn segulpólinn. Eina ástæðan fyrir því að við sjáum ekki norðurljósin í júní eru óhagstæð birtuskilyrði!
Þeir sem ekki vita betur, tengja norðurljós við kulda af þeirri ástæðu einni, að þau sjá best í heiðskýru veðri þegar dimmt er úti. Slíkar aðstæður geta verið frá um miðjum ágúst fram til apríl loka. Vissulega heldur skýjaleysi meiri útgeislun og því að það kólni, en kuldinn einn og sér skapar ekki neinar kjöraðstæður til að sjá norðurljósin. Úti getur verið 20 stiga frost án þess að norðurljósin láti á sér kræla eða 20 stiga hiti og þau dansa af mikilli ákefð um himinhvolfin.
Von á flottum ljósum í kvöld
Fyrir þá sem sjá í gegn um skýjahuluna, þá er von á flottum norðurljósum í kvöld, ef marka má spár um ljósin. Meðfylgjandi mynd sýnir styrkleika og dreifingu ljósanna kl. 16:11. Styrkleiki þeirra er hár, þ.e. 8, og ná þau mjög langt í suður. Þegar þetta tvennt fer saman, þá má ekki bara búast við kröftugum ljósum heldur verða þau sýnileg um allt land, verði himininn á annað borð heiðskýr.
Rauða örin sýnir hvar sólin er og skýrir það hvers vegna styrkur ljósanna er minnstur þar. Ísland er þar sem 60 er, en það er jafnframt 60. breiddargráða. Ljósin ná að 60. breiddargráðu yfir Síberíu, þannig að þau munu ná vel suður fyrir hana hér síðar í kvöld og nótt. Má búast við miklu sjónarspili ef allt fer sem horfir. Skýjahuluspá fyrir kvöldið er ágæt fyrir Reykjavíkursvæðið, en fyrir þá sem vilja heiðan himinn, þá er best að fara upp í Borgarfjörð eða út á Mýrar hér SV-lands og síðan er gert ráð fyrir heiðskýru yfir allri SA-ströndinni.
Tekið skal fram að styrkurinn breytist með litlum fyrirvara og það er með ljósin eins og margt annað, það sem lítur glimrandi vel út eina stundina er heldur aumt að sjá hina næstu.
Fastir í norðurljósaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Ferðaþjónusta | Breytt 6.12.2013 kl. 00:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 1679456
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Man eftir að hafa séð hin fegurstu norðurljós í Hvalfirðinum á leiðinni heim frá menningarnótt. Talsvert tilkomumeiri en flugeldarnir. Það var þá sem ég áttaði mig á að auðvitað eru norðurljósin ekki beint háð árstíma eða hitastigi, bara að birtuskilyrðin eru betri á veturna.
Gleðilegt nýtt ár Marinó og takk fyrir alla þína frábæru pistla á árinu sem er liðið. Þú veist það líklega ekki en þú heldur voninni lifandi.
HA (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 17:40
Thetta er algengur misskilningur og ekki minnkar hann thegar fjölmidlar dreifa honum. Fínt hjá thér ad vekja athygli a thessu.
Annar algengur misskilningur er ad geimstödin sjáist frá Íslandi en svo er ekki.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.1.2012 kl. 01:52
Þessi misskilningur er verri fyrir þær sakir, að norðurljósin verða til í 150 - 250 km hæð yfir jörðu og þar er alltaf fimbulkuldi, vetur, sumar, vor og haust.
Marinó G. Njálsson, 4.1.2012 kl. 08:28
Gleðilegt ár Marínó.
Ég hef oft heyrt fólk ræða um að von sé á norðurljósum vegna þess hve frostið sé mikið.
Ég held að ástæðan fyrir því að fólk tengir saman kulda og norðurljós sé að norðurljós sjást aðeins þegar heiðskírt er og dimmt, en þá er einmitt oft kalt í veðri á Íslandi. Útgeislun mikil að heiðskírri nóttu og aðeins dimmt fyrripart kvölds að vetri til. Það er helst síðla sumars eða snemma hausts sem saman fara falleg norðurljós og hlýtt
veður.
Ágúst H Bjarnason, 4.1.2012 kl. 16:30
Sæll Marinó,
Norðurljósin eru eitthvert skemmtilegasta náttúrufyrirbæri sem ég hef kynnst. Því miður eignaðist ég ekki myndavél til að geta tekið myndir af þeim fyrr en eftir að ég flutti frá Íslandi, en tókst að ná nokkrum myndum haustið 2005 og læt hlekk á eina fylgja hérna með:
http://arnor.zenfolio.com/reydarfjordur/h3df7cf15#h3df7cf15
Það er sjaldgæft að norðurljós sjáist hér í Port Angeles en það kemur fyrir. Rakst á mann rétt fyrir jól sem sagði mér að hann hefði verið uppi á Deer Park, sem er á fjalli hérna beint fyrir ofan og er í um 4000 feta hæð, núna í haust þegar sólgosið mikla varð. Hann hafði ætlað að taka myndir af stjörnum en eyddi allri nóttinni í að taka myndir af norðurljósum!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 5.1.2012 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.