Leita í fréttum mbl.is

Íþróttamaður ársins: Þórir Hergeirsson

Samtök íþróttafréttamanna hafa valið íþróttamann ársins á hverju ári frá 1956 eða alls 55 sinnum.  Fyrir dyrum stendur að velja íþróttamann ársins í 56. sinn á næstu dögum.  Úr einstaklega vöndu er að ráða fyrir íþróttafréttamenn, þar sem enginn karlíþróttamaður hefur staðið sig afburðarvel.  Heiðar Helguson er sá sem best hefur staðið sig af boltastrákunum og því er líklegt að hann verði fyrir valinu.

Hjá kvenþjóðinni er um fleiri góða kosti að ræða, en samt enginn sem hefur staðið upp úr.  Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er þó sú sem mér sýnist að hafa vinninginn, m.a. vegna frammistöðu sinnar á HM í Brasilíu.  Nokkrar af fótboltastelpununm hafa einnig staðið sig vel og þar finnst mér Þóra Helgadóttir vera fremst meðal jafningja.

Meðal íþróttamannanna finnst mér valið því standa á milli þessara þriggja og kannski gerist það að handknattleikskona hljóti verðlaunin í annað sinn.  Með fullri virðingu fyrir afreki Heiðar Helgusonar, þá eru nokkrar konur sem staðið hafa sig betur en hann á árinu og væri það dæmigerð óvirðing íþróttafréttamanna að velja þann karl, sem staðið hefur sig best í fótbolta, þegar kvennalandsliðin bæði í handbolta og fótbolta hafa staðið sig frábærlega á árinu.  Svo má náttúrulega ekki gleyma ýmsum sem ekki komast á blað meðal topp 10 vegna þess að þeir leika sér ekki með bolta. 

Sá íþróttamaður sem ég tel að eigi að fá titilinn er ekki kjörgengur.  Þá á ég við Þóri Hergeirsson, Selfyssinginn knáa, sem gerði norsku stelpurnar að heimsmeisturum á HM í Brasilíu.  Ekkert fer á milli mála, að afrek Þóris er með þeim bestu og mestu sem íslenskur afrekstíþróttamaður getur státað af.  Ef einhver ætlar að segja að Þórir sé ekki afreksíþróttamaður, þá tel ég þann hinn sama vera með fordóma gagnvart starfi þjálfans.  Þjálfarinn er mikilvægast einstaklingurinn í hverju keppnisliði.  Hans hlutverk er að raða púslunum saman, samræma snúning tannhjólanna, smyrja legurnar, stilla klukkuverkið.  Margir íslenskir þjálfarar hafa sýnt það og sannað, að fáir standast þeim snúningin hvað þetta varðar.  Þórir Hergeirsson hefur náð lengst þeirra allra og gert lið í hópíþrótt að heimsmeisturum.  Þess vegna er hann íþróttamaður ársins að mínu áliti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðilegt ár

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2011 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1679456

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband