Leita í fréttum mbl.is

Icesave samningurinn er óefni

Með því að hafna Icesave samningi Svavars Gestssonar erum við ekki að hafna því að greiða Icesave skuldbindingarnar.  Bara að segja að við viljum betri samning sem gerður er á okkar forsendum eða viðhafa annað fyrirkomulag við uppgjör þessara skuldbindinga í samræmi við íslensk lög um innistæðutryggingar.

Það er svo margt í samningnum sem er hreint og beint rangt.  T.d. segir ekkert í íslenskum lögum um innistæðutryggingar að greiðslan til innistæðueigenda þurfi að koma strax.  Það að Hollendingar og Bretar hafi greitt út tryggingarnar setur ENGAR skuldbindingar á okkur.  Það var þeirra ákvörðun og kemur okkur EKKERT við.  Vextir vegna hins svokallaða láns Breta og Hollendinga koma okkur heldur EKKERT við.  Af hverju eru menn svona æstir að greiða fyrir eitthvað sem kemur okkur EKKERT við?  Að borga 3,2 milljarða (eða hvað það nú er) vegna kostnaðar við samskipti við innistæðueigendur er fjarstæðukennt.  Þessi samskipti fara fram með fjöldapósti og það er út í hött að það kosti 3,2 milljarða.

Hvernig dettur mönnum í hug, eins og kemur fram í ýmsum athugasemdum við frétt mbl.is, að lán Íslendinga verði gjaldfelld ef Alþingi fellir Icesave?  Ef eitthvað væri, þá ætti lánshæfi landsins að batna, þar sem hafnað er fáránlegum skuldbindingum og greiðsluhæfi batnar.  Ég myndi halda, að ef greiða þarf lægri upphæð í Icesave, þá verði meiri peningur til umráða til að greiða önnur lán.  Ok, AGS peningarnir koma ekki, en það á hvort eð er ekki að nota þá í eitt eða neitt.  Þeir eiga bara að bíða inni á bankareikningi á lakari vöxtum en við þurfum að greiða.  Hvaða akkur er í því?  Nákvæmlega enginn.  Við ætluðum vissulega að nota peningana frá Norðurlöndunum, en það lítur allt út fyrir að villingarnir á skólalóðinni séu búnir að snúa þau niður, þannig að þau þora ekkert að gera.  Það veldur mér mun meiri áhyggjum.

Mér finnst kolrangt að sækja um ESB aðild með betlistafinn í hendi.  Ég hef megna óbeit á öllu því sem viðkemur AGS.  Það er megn ólykt af þessu hjá þeim og markmiðið er alls ekki að aðstoða Ísland.  Markmið þeirra er að kreista eins mikinn pening út úr Íslendingum og hægt er.  AGS er yfirrukkari lánadrottna okkar og er að koma fram við okkur á nákvæmlega sama hátt og innheimtudeildir bankanna koma fram við þá sem farið hafi í vanskil.  Þeim er nákvæmlega sama hvort skuldarinn missi allt sitt og fari á vergang, bara að lánadrottnari fái sitt með vöxtum, vaxtavöxtum og öllum þeim kostnaði sem hægt er að týna til.  Þeim er líka nákvæmlega sama þó íslenska þjóðin hafi ekkert komið nærri ákvörðunum bankanna um skuldasöfnun.

Ég skora á Alþingi að fella Icesave samninginn með stæl og senda þannig skýr skilaboð til umheimsins, að við látum ekki hvað sem er yfir okkur ganga.  Ég skora einnig á Alþingi að semja ályktun þar sem fram kemur, að ekki hafi verið hægt að samþykkja samninginn, þar sem samninganefndin hafi farið langt út fyrir umboð sitt og ekki hafi verið tekið tillit til veigamikilla þátta við gerð samningsins.  Loks skora ég á Alþingi að samþykkja nýtt, einhliða fyrirkomulag vegna lausnar á þessu máli, þar sem viðurkennt er skilyrðislaust að Tryggingasjóður innistæðueigenda muni standa við þá skuldbindingu að greiða hverjum og einum innistæðueiganda að hámarki EUR 20.887 af höfuðstóli inneignar sinnar og ekkert umfram það.  Þessar greiðslur verði inntar af hendi eins fljótt og hægt er að koma eignum Landsbankans í verð án þess að virði eignanna verði rýrt með ótímabærri sölu þeirra.  Séu bresk eða hollensk stjórnvöld ósammála þessum málalyktum, þá er þeim frjálst að sækja málið fyrir íslenskum dómstóli enda er varnarþing Landsbankans og Tryggingasjóðs innistæðueigenda í Reykjavík.


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugmynd!

Að öðrum kosti plan b: www.kjosa.is 

Rómverji (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 22:33

2 identicon

Herra Rómverji. Aðeins tæplega 1 prósent þjóðarinnar hefur skrifað undir þetta skjal. Innan við helmingur þeirra kýs að láta birta nafn sitt. Eru það mögulega einhver skilaboð?

Jói (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 23:44

3 identicon

Það er ekkert undarlegt að það sé margt í þessum "samningi" sé hreint og beint rangt. Rangt og ósanngjarnt út frá okkar sjónarhorni, en "hrein snilld" út frá þeim sem bjuggu hann að grunni til.

Nefninlega; út var sendur til samninga hópur vanhæfra embættismanna sem skömmustulegir beiddust griða frammi fyrir heilum her lögmanna á erlendri grund. Komu svo heim með plagg og sögðu að þetta væri allt saman frábært og besti kosturinn; á sama tíma og lærðir og leiknir hér unnvörpum hafna þessum nauðungarsamningum. 

Ég veit ekki alveg í hvaða heimi ráðamenn hér eru, að láta sér detta í hug að ganga að þessu kraðaki Svavars og félaga, en ekki lítur þetta nú vel út satt að segja.

Aðkoma hlutlauss dómsstóls er forsenda þess að hægt sé að komast að raunhæfu og sanngjörn samkomulagi um þessar óreiðuskuldir. Hann mun m.a. virka sem "vogarstöng" fyrir okkur sem erum í þessu tilviki sannarlega minni máttar og í ömurlegri stöðu.  Það verður að fara á byrjunarreit og "gefa skít" í þessar siðlausu hótanir nýlendukúgaranna.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sammála þér Marinó, mér finnst einmitt alltof oft eins og fólk haldi að ef samningsdrögin verði felld að þá sé ekkert og það þíði að við ætlum ekki að borga.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.7.2009 kl. 23:50

5 identicon

Herra Jói. Nei, í því felast ekki skilaboð. Alþingi hefur ekki samþykkt ábyrgðarfrumvarpið. Þegar og ef það gerist hefst leikurinn fyrir alvöru. En auðvitað sakar ekki að taka undir áskorunina strax: www.kjosa.is

Rómverji (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 23:53

6 identicon

Eru virkilega ekki fleiri búnir að skrifa undir? Flottur pistill Marinó.

Rósa (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 00:00

7 identicon

Áskorunin til forseta Íslands á www.kjosa.is byggist fyrst og fremst á tilteknum röksemdum, þótt markmiðið sé að safna eins mörgum nöfnum við hana og mögulegt er.

Röksemdirnar koma fram í áskoruninni en einnig má lesa nánar um málið hér: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1292243

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 00:04

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég lána Birni 5000 krónur sem hann getur svo ekki borgað mér til baka því hann á ekki þann pening lengur og fyrst svo er þá rukka ég bara Jón og Gunnu um þessar 5000 krónur sem ég lánaði Birni upphaflega, meikar þetta "sense" hjá einhverjum ? svo langar mig að minna á Villtu fá gefins milljón ?

Sævar Einarsson, 26.7.2009 kl. 00:11

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er eins fáránlegt að halda því fram að á okkur verði lokað ef við borgum ekki Icelsave eins og að fílar geti flogið eða jólasveininn sé til, við erum vestrænt ríki en ekki þriðjaheimsríki eða hryðjuverkaríki sem Bretar settu okkur á. Senda þetta mál fyrir dómstóla og sætta sig við niðurstöðuna þaðan en ekki samþykkja óútfylltan gúmmítékka og bíða og vona að hægt sé að greiða af.

Sævar Einarsson, 26.7.2009 kl. 03:06

11 Smámynd: Sævar Einarsson

Og Jón Frímann, hver vill lána okkur pening þegar það er fræðilega útilokað að við getum borgað af IceSlave ? halló .. öll ljós kveikt en enginn heima ? þetta er svona svipað og að borga upp VISA skuld með Masterkorti ... hvenær ætlaru að skilja það ? við getum ekki skuldsett okkur meira punktur og á meðan við getum það ekki þá vill eðlilega enginn lána okkur pening

Sævar Einarsson, 26.7.2009 kl. 03:09

12 Smámynd: Sævar Einarsson

Mikið rétt, fyrsta afborgun af Icesave ekki fyrr en eftir 7 ár en ekki gleyma því að á meðan borgum við 30 - 40 milljarða á ári af þessu "láni"  og á 7 árum höfum við því greitt vexti sem gæti numið sirka 210 - 280 milljörðum, fyrir utan 1000 milljarð króna Icesave( og sú tala er fjárhættuspil sem kemur ekki til með að lækka, frekar kemur hún til með að hækka) og hvað stendur í "samningnum" að ef við getum ekki borgað ? ertu í alvöru svona blindur eða þröngsýnn eða hvað ég á að kalla það að þetta er ekki hægt, bara ekki fræðilegur möguleiki.

Hvernig á að halda úti velferðasamfélagi, löggæslu, heilbrigðisstarfsemi, hlúa að öryrkjum, fötluðum, fjölskyldufólki þegar allur peningur fer í að borga fyrir eitthvað sem almenningi kemur ekki neitt við, það var aldrei nein ríkisábyrgð á þessu, það er hvergi til í lögum og var aldrei samþykkt í lögum heldur var þetta á ábyrgð tryggingarsjóði innstæðueigenda, bankarnir voru ekki í ríkiseigu.

Hvers þrýsta Bretar og Hollendingar á okkur að samþykkja ríkisábyrgð ? jú vegna þess að hún er ekki til staðar, það þyrfti ekkert að ræða Icesave á alþingi ef það væri ríkisábyrgð er það nokkuð? og þeir vilja ekki að þetta mál fari fyrir dómstóla því þá kemur í ljós að það var regluverk EES og ESB sem gerði mistök og þeir tapa málinu, punktur

Sævar Einarsson, 26.7.2009 kl. 06:09

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jón Frímann, auðvitað á að semja við Englendinga og Hollendinga um Icesave og auðvitað á að borga það sem okkar er að borga en ekki bara það sem viðsemjendur okkar segja okkur að borga, mín skoðun er að það á að fella þessi samningsdrög, sem n.b. eru undirskrifuð með fyrirvara og senda betur mannaða samninganefnd og freysta þess að fá nokkrum atriðum breytt, þetta eru alþekkt vinnubröggð.

Svo er greinilega eitthvað að þarna því að þetta er allt út atað í leyndarmálum og skjöl eru að koma með misvísandi niðurstöðum úr hinum ýmsu skúffum, ég á bátt með að treysta fólki til samningagerða sem fer í það að fela skýrslur og eða gleyma þeim.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.7.2009 kl. 11:20

14 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gæti ekki verið meira sammála því sem að þú segir Marinó það er ótrúlegt að heyra hvað landar mínir eru viljugir til að borga eitthvað sem er ekki einusinni víst að það eigi að borga. Er þetta raðgreiðslu náttúran í okkur íslendingum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.7.2009 kl. 11:21

15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er gott til þess að hugsa hvað maður er að eignast marga skoðanabræður á þessu frábæra sumri. Ég mæli með að menn kynni sér líka hvernig Hollendingar og Bretar fóru að því að tryggja allar innistæður í bönkum í þessum löndum (að meðtöldu icesave.)  Áttu þeir fyrir því ?Í ljósi þess að Evrópuseðlabankinn er nú farinn að rétta út björgunarpakka til allra þeirra sem þess óska (nema íslendinga) með veði í ástarbréfum þá virðist ljóst að þeirra lausn er að prenta evrur. Bæði Bretar og Hollendingar hafa fengið sinn hlut í því.

Það gefur auga leið að Ísland getur ekki verið þátttakanandi í samstarfi EU um frjálst fæði fjármagns án þess að njóta sama skjóls fyrir fjármálafyrirtækin og hin aðildardíkin. Þannig má ef til vill færa rök fyrir að EU hafi ekki verið að uppfylla sínar skyldur gagnvart okkur í aðraganda hrunsins.

Hérna er grein sem ég tók saman um þetta.

 

Guðmundur Jónsson, 26.7.2009 kl. 11:52

16 Smámynd: Billi bilaði

Jón Frímann, hættu að skrifa sömu tugguna við öll IceSave blogg án þess að huga nokkuð að því um hvað bloggið fjalli.

Hér er ekki verið að leggja til að borga ekki, heldur að gera það þannig að við lifum það af.

Billi bilaði, 26.7.2009 kl. 11:57

17 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Verði þessi IceSafe samningur felldur er alls óvíst hvort okkur verði boðinn nýr samningur. Þeir þurfa nefnilega ekkert að semja við okkur. Það er meira í húfi fyrir þessa þjóð að fá þetta mál útúr heiminum en nokkurn virðist gruna. T.d. skömmtunarmiðar á gúmískó og bensín næstu 20 árin. Hvaðan koma peningarnir? Væri ekki rétt að spyrja sig að því? Þeir vaxa nefnilega ékki á trjánum. Þeim er heldur ekki mokað upp úr sjónum. Þeir eru búnir til í alþjóðlegu hagkerfi sem er stjórnað af ÖLLUM öðrum en íslensku alþingi. Án peninganna verður þjóðfélaginu einsog við þekkjum það ekki viðhaldið. Viljum við annað þjóðfélag eigum við að ræða það núna áður en við neyðum okkur í þá aðstöðu. PS fullveldið er eign þeirra sem við skuldum eins lengi og við neitum að borga. Steingrínmur væri ekki að fara fram á að alþingi samþykki þessa samninga ef hann hefði minnstu möguleika á undanbrögðum. Grow up please.

Gísli Ingvarsson, 26.7.2009 kl. 12:12

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gísli I 

Pengar vaxa einmitt á trjám og þeim er mokað upp úr sjó. þannig verða raunveruleg verðmæti til.

Ef svo illa færi nú að EU myndi setja viðskipta bann á ísland eins og þú lætur í veðri vaka, þá er þar um að ræða 8% af þessum "öllum" sem þú nefnir. Nema þú hafir áhyggjur af því að til dæmis Kína eða BNA setji viðskiptabann á ísland út af icesave.?

Guðmundur Jónsson, 26.7.2009 kl. 12:47

19 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gísli, ertu að meina að þegar við höfum samþykkt að borga Icesave og komin inní ESB þá verði okkur bara úthlutað peningum úr alþjóðlega hagkerfinu sí sonna, get ég þá hætt að vinna fæ ég Evrur sendar í pósti?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.7.2009 kl. 13:08

20 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Frímann:

Samkvæmt EES/ESB lögum þá ber tryggingasjóður innistæðna ábyrgð á öllum innistæðum Íslenskra banka.

Þetta er bull.  Samkvæmt tilskipun ESB skal hvert aðildarland sjá til þess að komið verði á fót tryggingasjóði sem tryggir innistæður upp að hámark EUR 20.887.  Það er ekkert talað um ríkisábyrgð.  Ef annar málflutningur þinn, Jón Frímann, er álíka nákvæmur og þessi fullyrðing, þá verð ég að hætta að taka mark á þér.  Ég hef hingað til talið mig geta treyst orðum þínum, en þetta fær mig til að hugsa upp á nýtt.

Staðreyndir málsins eru einfaldar.  Landsbankinn tók við innistæðum á Icesave með tryggingu hjá íslenska tryggingasjóði innistæðueigenda. Landsbankinn fór í þrot, en það er EKKERT sem bendir til annars, fái bankinn tíma til þess, en að hann geti greitt innistæðueigendum til baka sem nemur að minnsta kosti EUR 20.887 til þeirra sem áttu slíka inneign.  Málið er að Landsbankinn hefur ekki fengið tækifæri til að hefja endurgreiðslur og það mun taka nokkurn tíma að koma eignum í verð.  Bresk og hollensk stjórnvöld létu undan þrýstingi innlendra innistæðueigenda og greiddu þeim út í samræmi við þar lend lög.  (Málið er, að ef bresk lög hefðu gilt á Íslandi, þá hefði ENGINN Icesave innistæðueigandi fengið endurgreitt, þar sem þau ná bara til einstaklinga með búsetu á Bretlandi.  Ná ekki til Ermasundseyjanna eða Manar.)  Þó Bretar og Hollendingar telja sig þannig hafa "eignast" kröfuna á Landsbankann og í greiðslufalli hans á Tryggingasjóð innistæðueigenda, þá breytir það því ekki, að fyrst verður að láta reyna á greiðsluhæfi Landsbankans.  Það voru bresk stjórnvöld sem komu í veg fyrir að Landsbankinn gæti greitt út innistæður.  Krafan á Tryggingasjóðinn myndast ekki fyrr en ljóst er að Landsbankinn getur ekki borgað.  Á ÞAÐ HEFUR EKKI REYNT VEGNA AÐGERÐA BRESKRA STJÓRNVALDA.

Það varð uppi fótur og fit í haust vegna KaupthingEdge.  Nú hefur komið í ljós að búið er að gera upp við alla innistæðueigendur í samræmi við tilskipun ESB.  Hvernig væri bara að veita Landsbankanum sama tækifæri?  Og annað.  Kaupþing greiddi ENGA VEXTI á innistæður á KaupthingEdge, þeir falla undir almennar kröfur.  Landsbankinn þarf ekki heldur að gera það og Tryggingasjóðurinn alls ekki.

Marinó G. Njálsson, 26.7.2009 kl. 13:41

21 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek undir það sem Billi (ekki svo) bilaði skrifar hér að ofan.  Ég hef alltaf sagt að við þyrftum að standa við Icesave skuldbindingar í samræmi við tilskipun ESB.  Það er mín skoðun að "Svavarssamningurinn" sé afleitur og honum beri að hafna.  Eins og ég legg til að ofan, þá vil ég að Alþingi lýsi einhliða yfir því að skldbindingar vegna Icesave verði greiddar.  Fyrst verði Landsbankanum gert kleift að greiða eins stóran hluta skuldbindinganna og bankanum er fært, upp að höfuðstólfjárhæð að hámarki EUR 20.887. Já, án vaxta.  Það sem Landsbankinn getur ekki greitt falli vissulega á Tryggingasjóð innistæðueigenda, en ekki fyrr ljóst er hve mikið Landsbankinn getur ekki borgað.

Ég tel mig þekkja þennan samning ágætlega og ég í félagi við Harald Líndal Haraldsson, hagfræðing, vakti athygli fjárlaganefndar á gríðarlegum erlendum skuldum þjóðarbúsins sem varð til þess að Seðlabankinn tók saman minnisblað um greiðsluhæfi Íslands.  Icesave er langt frá því að vera stærsta vandamál okkar, þegar kemur að erlendum skuldum.  En það er mál sem þarf að leysa. 

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum, mun ríkissjóður leggja NBI (Nýi Landsbankinn) til háar upphæðir í nýtt eigið fé.  NBI mun jafna skuldir sínar við Landsbankann ("gamli" Landsbankinn) með útgáfu skuldabréfs upp á háar upphæðir.  Hvernig væri bara ef Landsbankinn léti bresk eða hollensk stjórnvöld fá þetta skuldabréf sem greiðslu fyrir hluta Icesave skuldbindinganna?  Það þarf hvort eð er að færa þessa peninga yfir í erlendan gjaldeyri, þegar greitt er af skuldabréfinu.  Restinn kæmi síðan af því fé sem Landsbankinn á og vegna sölu eigna á næstu mánuðum og árum.

Marinó G. Njálsson, 26.7.2009 kl. 13:58

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rétt hjá Jóni Frímanni.

Rammalögin (e.directives) kveða á um að lágmark skuli tryggt !

Ef sjóðurinn getur ekki staðið við lágmarkið þegar sú staða kemur upp og hann þarf að grípa inní - þá ber ríkið ábyrgð !  Það hefur fallið dómur í ECJ sem undirstrikar áyrgð ríkja á lágmarkinu (þó málið þar hafi verið annars eðlis, þá kemur skýrt fram ábyrgð ríkja á lágmarkinu)

Það er bara ótrúlegt að einhverjir skuli vera að mótmæla þessari grundvallarstaðreynd enn í dag eftir alla umræðuna.  Eftir alla  umræðuna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.7.2009 kl. 14:02

23 Smámynd: Sævar Einarsson

Jón Frímann,  ein spurning eða tvær, hvers vegna þrýsta Hollendingar á íslenska ríkið að samþykkja Icesave "samninginn" ? gæti ástæðan verið að það er og var aldrei nein ríkisábyrgð á icesave ? og gæti verið að þeirra sprenglærðu lögfræðingar þeirra vita þetta og þess vegna liggur þeim svo mikið á að fá ríkisábyrgðina samþykkta því annars fer þetta fyrir dómstóla og þar verður þetta dæmt þeim í óhag.

Að því sögðu(skrifuðu) langar mig að fá úr skorið fyrir dómstólum hvort íslenskur almenningur sé bótaskyldur fyrir skuldir sem einkarekið fyrirtæki stofnaði til eða ekki, ef svo er þá verður maður að bíta í það súra en ef ekki þá verða þeir að bíta í það súra.

Sævar Einarsson, 26.7.2009 kl. 14:09

24 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ómar, samkvæmt tilskipuninni fellur ábyrgðin á tryggingasjóðinn og eingöngu við gjaldþrot hans gæti komið til ríkisábyrgðar.  Íslensku lögin skella ábyrgðinni aftur á þær innlánsstofnanir sem eru aðilar að sjóðnum.  Þannig að það getur ekki komið til gjaldþrot sjóðsins!  Þess vegna er þetta rangt.

Það eru því gömlu bankarnir og nýju bankarnir auk sparisjóðanna sem ættu að taka á sig skellinn.  Þannig eru lögin.

Marinó G. Njálsson, 26.7.2009 kl. 14:13

25 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Guðmundur og Högni. Gaman að þið skilduð taka eftir þessu með peningana. Það sem ég átti við var einmitt þetta að til að geta stundað atvinnu sem skapar peninga þurfum við að hafa aðgang að þeim. Það heitir að hafa lausafé handbært. Af hverju geta menn ekki bara sagt að þeir taki yfir einn gám af fiski þegar við kaupum inn gám af hjóðbörðum? Peningar liðka til fyrir viðskiptum. Þess vegna eru þeir til. Annars myndi ég borga bíómiðann með nýsoðnum sláturkepp og einni húfu. Það halda menn og kannski þið líka að peningaflæðið komi bara upp íhendurnar á okkur fyrirhafnarlaust og án skilyrða. Nóg að sýna þeim síðdartorfu á grunnslóð og þá opna allir pyngjuna og þú getur keypt olíu á dallinn og net og vistir og ráðið mannskap og haldið af stað að ná í veiðina. Peningarnir eru nefnilega málið. Að hafa peninga eða ekki það er málið. Sumir hafa sagt að þeir væru einsog súrefnið í efnahagslífinu. Veit það ekki bara að peningarnir, lausaféð, það fé sem þú getur haft handbært í viðskiptum er málið.

Grow up. Allt karp um hver eigi að borga hvað og hverjum samkvæmt íslenskum lögum. Held að það hafi ekki hald til þrautavara.

Gísli Ingvarsson, 26.7.2009 kl. 14:55

26 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gleymdi að svar því hvað mér finnst um ESB. Ætla ekki að gera það hér en að viðskiptavandamál komi okkur í koll við að fá ekki lausafé frá Norðulandaþjóðum, Rússum og Pólverjum etc er klárlega fyrir hendi. Það er áhætta sem enginn raunverulegur bísnissmaður vill taka. Kína og restin af heiminum? Við erum ekki á framfæri þeirra heldur okkar sjálfra og evrópuþjóða í kringum okkur í gegnum viðskipti og aftur viðskifti. Kína og rest gefa ekkert fyrir ísland og íslendinga nema í gegnum AGS. Það er díllinn. Og við höfum engan annan díl. Varðandi Icesafe þá býðst enginn annar. Hvers vegna ættu Hollendingar að beila okkur út? Hvað þá Bretar! ESB getur ekkert gert annað en haldið að sér höndunum á meðan við semjum ekki. Hafa engan lagaramma til að grípa inní. AGS ræður ferðinni með okkur.

Gísli Ingvarsson, 26.7.2009 kl. 15:06

27 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Marinó

Já já þannig eru lögin , ekki bara hér heldur víðast hvar ef ekki alstaðar á EES. En það er bara ekki farið eftir þeim lengur, því þetta eru reglurnar sem banna ríkistyrki til fjármálafyrirtækja.  Allar helstu fjármálstofnanir í EU hafa fengið innspýtingu frá opinberum aðilum án veða (Ríkisstyrki ) sem er bannað samkvæmt reglum sambandsins. Eins er um allar fjármálstofnanir á íslandi ef íslenska ríkið væri ekki búið að yfirtaka þær "allar" og dæla þar inn án veða hundruðum miljarða ISK. væru þær ekki til.

Gísli I

Já ég sem var svo vitlaus að halda að þú vissir ekki hvað verðmæti væru.  Íslendingar hafa flestir fengið upp í háls af því sem þú nefnir raunverulega  býsnesmenn og þeirra skoðanir haf ekki það vægi sem þú ætlar lengur.

Guðmundur Jónsson, 26.7.2009 kl. 15:25

28 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gísli, samningsdrögin eru undirrituð með fyrirvara svo það er ekkert að því að senda nýja samninganefnd og freysta þess að ná Fram breytingum á nokkrum liðum.

Ísland er eyríki sem á ekkert sameiginlegt með ESB ríkjunum frekar en Canada, Ameríku norður og suður eða Asíu, við eigum nóg til að selja fyrir peninga.

Ef að Englendingar og Þjóðverjar hafa verið að kaupa af okkur fisk af greiðasemi við okkur er eitthvað mikið að og hefur þá verið mjög lengi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.7.2009 kl. 15:40

29 Smámynd: Gísli Ingvarsson

'Hvernig dettur mönnum í hug, eins og kemur fram í ýmsum athugasemdum við frétt mbl.is, að lán Íslendinga verði gjaldfelld ef Alþingi fellir Icesave? '

Elsku Marinó þetta er nú eitt af því sem ég tel vel geta komið til greina. Ég treysti ekki á að við höfum vini til þrautavara ef svo fer. Það yrði algjör martröð að eiga við það ástand. AGS hefur stikað út leiðina og við eigum að fara hana þó hún sé víða glæfraleg. Tal um fullveldi þegar við höfum ekkert vald einsog á stendur er dálítið stórkarlalegt. Við erum ein af særðum í þessum leiðangri niður af Everest fjármálanna eftir að hafa hrapað og slasast og verðum að sætta okkur við að þeir sem halda á börunum ráða ferðinni að sjúkraskýlinu. Með fullri virðingu fyrir alþingi þá verða menn að viðurkenna staðreyndir.

Gísli Ingvarsson, 26.7.2009 kl. 15:47

30 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Fyrirvari alþingis er náttúrulega kurteysi en að öðru leyti vafasamt að sé nauðsynlegt þegar menn eru í svona gersamlega tapaðri samningsaðstöðu. Nema menn vilji fara í stríð sem er stórmál og ég fyrir mitt leyti biðst undan kærlega þakka þér fyrir.

Gísli Ingvarsson, 26.7.2009 kl. 16:00

31 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gísli. viltu meina að þegar þjóð er ógnað af annari þá eigi bara sú sem er ógnað að snúa sér og glenna boruna framaní þá sem ógna án minnstu baráttu?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.7.2009 kl. 16:24

32 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Högni. Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um nauðgun? Mér finnst samlíking mín af hrapinu í fjármálafjallinu skiljanlegri í ljósi aðstæðna. Það er ekki verið að nauðga neinum. Bara verið að fá menn niður á jörðina.

Gísli Ingvarsson, 26.7.2009 kl. 16:30

33 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei, ef sjóðurinn feilar að greiða innstæðueigendum það sem rammalögin kveða á um, þ.e. lágmarkstryggingu - ríkið orðið ábyrgt.

Þetta kemur skýrt fram í direktívinu og það sem einn - tveir svokallaðir sjallalögfræðingar hafa verið að segja, það sem kallað hefur verið "Tómur sjóður" kenningin -  er, eins og nafnið bendir til tóm þvæla.

Hvað segja rammalögin að geti forðað ríkinu ábyrgð ? Jú, að sjóðurinn borgi lágmarkið sem rammalögin  kveða á um !  Það er gefin einhver tímafrestur, eitthvað um 3 mán. minnir mig.  Augljóst að sjóðurinn gat ekki staðið við skuldbindingarnar (býst við að menn reyni eki að efa það)

Afleiðing: Ríkið ábyrgt.

Lausn: Bretar og Hollendingar hlaupa undir bagga og hjálpa íslandi að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og geiða það sem málið snerist um og samið er um að mörgu leiti hagstæðan lánasamning milli íslands og umræddra aðila þar að lútandi.  Allt og sumt.  Flóknara er það nú ekki. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.7.2009 kl. 16:30

34 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Til þeirra sem að vilja láta undan kúguninni. hvað ætlið þið svo að gera við næstu kröfu sem verður lókleg að við hættum hvalveiðum síðan að við hættum markrílveiðum og svo framvegis. Það gæti hafa komið í veg fyrir seinni heimstyrjöldina ef að ríki hefðu staðið í lappirnar og ekki látið endalaust undan kröfum Hitlers. Ekkí það að ég sé að líkja þessu saman nema að þvi leiti að þegar látið er undan einu sinni kemur bara önnur krafa það er eðli kúgara að haga sér þannig. Þangað til að hlutlaus dómsvöld hafa dæmt í málinu eigum við ekki að borga krónu barnanna okkar vegna við höfum engan rétt til þess að leggja þa þau einhverjar greiðslur sem að sandast svo jafnvel ekki lög.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.7.2009 kl. 16:46

35 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Algerlega sammála.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.7.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband