Leita í fréttum mbl.is

Finnur segir mörg fyrirtæki ekkert til sakar unnið, en hvað með hin?

Stundum geta menn óvart sagt eitthvað sem líklegast var ekki ætlunin að segja.  Visir.is vitnar í Finn Sveinbjörnsson, bankastjóra Nýja Kaupþings, þar sem hann talar um lánabók Kaupþings sem lekið var á netið.  Í fréttinni segir:

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings segir bankanum skylt samkvæmt lögum að verja trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini bankans. Mörg félög séu á þessum lánalista sem hafi ekkert til saka unnið.

Ég veit ekki hvort þetta eru nákvæmlega hans orð eða hvort þetta eru orð blaðamannsins, en ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort bankastjórinn er að viðurkenna að margt í lánabókinni gera meira en að orka tvímælis.  Þ.e. að þar séu fyrirtæki sem hafi unnið sér eitt og annað til sakar.

Ég hef ekki nennt að lesa í gegnum skjalið sem lekið var á netið, en ef eitthvað er að marka fréttaflutning, þá hefur sjálftaka stærstu eigenda Kaupþings, þá meina ég bæði þeirra sem áttu beint í Kaupþingi og þá sem áttu í Exista eða öðrum félögum sem áttu stóran hlut í Kaupþingi, var grófari og umfangsmeiri en sjálftaka eigenda annarra banka.  Var hún þó gróf og umfangsmikil.

Það er því miður að koma betur og betur í ljós, að útlán bankanna til aðila í eigendahópi þeirra var mjög mikil og verulega gróf.  Menn gerðu allt til að hylja slóð sína og reyndu margt til að sneiða fram lögum og reglum.  Brotaviljinn var mikill.  Fyrir þetta er íslensku þjóðinni að blæða í dag.

Hvernig stendur á því að menn gerður þetta og hvernig stendur á því að menn komust upp með þetta?  Þetta er vonandi það sem sérstakur saksóknari er að rannsaka, en hluta af skýringunni hlýtur að vera að finna í því að menn reyndu hvað þeir gátu til að hylja slóð sína.  Líklegast var regluvarsla bankanna í molum og innra eftirlit ekki nógu sterkt.  Síðan má ekki gleyma því, að Fjármálaeftirlit var einfaldlega of máttlítið til að sinna lögbundnu eftirlitshlutverki sínu.  Ef lítil lífeyrissjóður gat blekkt FME, eins virðist hafa gerst í Kópavogi, þá getum við bara ímyndað okkur hvað stórir bankar með fjölmennt starfslið gætu gert, ef vilji hefði verið fyrir hendi.  En hluti af vandanum var líka sú aðferðafræði sem FME beitti.  Eins og ég þekki til, þá byggði eftirlit FME mjög mikið á skýrsluskilum í stað skyndiheimsókna.  Skýrsla er eins og ljósmynd, hún sýnir ástandið á þeim tíma sem skýrslan er samin.  Skilvirkt eftirlit verður að byggjast á sögu, þ.e. kvikmynd, þar sem þróun yfir ákveðinn tíma er skoðuð.  T.d. dagleg staða í heila viku, einn mánuð eða lengri tíma.  Vissulega er slíkt eftirlit tímafrekara, en það hefði komið í veg fyrir margt af því sem fór úrskeiðis.

En aftur að Finni og frétt visir.is.  Ég held að það sé alveg rétt, að mörg þeirra fyrirtækja, sem eru í lánabókinni unnu sér ekkert til sakar, en önnur gerðu það augljóslega.  Í mínum huga eiga þau engan rétt á leynd.  Þetta eru aðilarnir sem settu þjóðfélagið á hliðina og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að vita hverjir það voru.  Það sem meira er.  Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að vita hvaða starfsmenn Kaupþings (líka Landsbankans og Glitnis) samþykktu þessar lánveitingar og hverjir aðrir komu að undirbúningi þeirrar vinnu.  Þetta er nefnilega fólkið sem ber mesta ábyrgð á falli íslenska hagkerfisins og það þarf að svara fyrir gjörðir sínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þörfin fyrir ítarlega rannsókn á hruninu og að brotamenn séu kallaðir til ábyrgðar er augljós.

Rannsóknina verður að klára því eins og ég sé þetta sitja í dag margir undir þungum ásökunum sem ekkert hafa af sér gert.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Hvernig stendur á því að menn gerður þetta og hvernig stendur á því að menn komust upp með þetta"

Ætli þetta hafi ekki eitthvað með það að gera að forseti íslands veiti gjarnan fálkaorðuna fyrir tiltækið.

Guðmundur Jónsson, 3.8.2009 kl. 14:40

3 identicon

Marinó,

Ég vil fá þig á þing í næstu kosningum.

 Skora á þig í framboð.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 15:35

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef einhver fyrirtæki hafa ekkert til saka unni, þá hafa þau ekkert að fela. Það er algerlega fáránleg rökleiðsla að sakleysi sumra eigi að vera skálkaskjól hinna óheiðarlegu. Úlfarnir reyna að leynast í sauðahjörðinni og það má ekki hrófla við henni. Djöfuls rugl er þetta orið.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.8.2009 kl. 17:30

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Tek undir með kröftuguri athugasemd Jóns.

Finnur Bárðarson, 3.8.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Áhugavert hvernig bankarnir virðast vera að misnota upplýsingaöryggi sem skjöld til að fela misgjörðir sínar, en upplýsingaöryggið fellur náttúrulega um sjálft sig ef traust er ekki til staðar, og það ber alls ekki að nota til að fela misgjörðir, heldur fyrst og fremst upplýsingar sem varðar eru af ábyrgum aðilum.

Merkilegt hvernig leyndin er misnotuð með því að skilgreina hana of almennt. Þetta er frekar erfið umræða sem væri áhugavert að sjá þig tækla, enda toppmaður í upplýsingaöryggi.

Hrannar Baldursson, 3.8.2009 kl. 21:11

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst sem sífellt stærri hópur almennra borgara vera gjörsamlega búinn að fá nóg.  Við höfum þurft að horfa upp á leikhús fáránleikans hér undanfarin ár í formi útrásarinnar, hruns bankanna og hagkerfisins og núna síðast Icesave og sjálftöku manna á peningum úr íslensku bönkunum.  Réttlæting Landsbankans fyrir sjálftöku þeirra feðga var:  "Þeir áttu ekki ráðandi hlut þegar þeir fengu lánin."  Það bara skiptir ekki máli.  Um leið og hlutur þeirra komst upp fyrir ákveðin mörk þá átti að vinda ofan af lánunum.  Og núna gagnvart Kaupþingi.  Ég skil alveg að menn hafi gert allt til að bjarga bankanum, því drulluhrúgan sem búið var að sópa undir teppið er engu lík.  Aftur botnlaus sjálftaka.  Og hvaða lausn finna stjórnmálamennirnir á þessu?  Jú, þeir álíta að heimilin séu botnlaus sjálftökusjóður sem hægt er að sækja í til að borga fyrir allt hitt.

Ef stjórnmálamenn og bankafólk halda að við almenningur tökum öllu bullinu þegjandi og hljóðalaust, þá er það misskilningur.  Annað hvort verður farið að hlusta á kröfur almennings eða hér verður ný bylting og í þeirri byltingu verður öllu snúið á hvolf.

Marinó G. Njálsson, 3.8.2009 kl. 21:58

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

En hvað er Finnur að skipta sér að þessu? - Nýi-Kaupþing banki er allt annar aðili en gamli bankinn, með allt aðra samsetningu viðskipta og allt aðra viskiptavini. T.d. var allur erlendi hlutinn klipptur í burtu. - Í raun kemur þetta Nýja-Kaupþing ekkert við.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 23:11

9 identicon

Þetta með ábyrgðina:

Hina pólitísku ábyrgð ber elítan í þjóðfélaginu; Alþingi, ríkisstjórn, samtök atvinnulífsins (viðskiptaráð), háskólar og fjölmiðlar sem horfðu þegjandi eða klappandi á aðdragandann að Hruninu.  Þessi "máttarstólpar" hafa ekki axlað ábyrgð á gjörðum sínum og margir þeirra eru enn í áhrifastöðum.

Það verður engin bylting.  Sjáflsæðisflokkurinn og Framsókn fengu samanlagt um 38% fylgi í síðustu kosningum - ef það segir ekki allt sem segja þarf.  Þeir sem kusu þessa flokka hafa enga siðferðisvitund og/eða eru bjánar- þeir þurfa að missa vinnuna og húsið til að fatta djókið.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 23:13

10 identicon

Sæll Marínó.

Ég er hér fyllilega sammála þér. Því miður hefur mikið af þessu viðskiptalífi ekki verið neitt eðlilegt og við sem höfum búið erlendis og verið í viðskiptum bæði í Evrópu og USA að þessir menn væru ekki að ganga lausir þar um götur þeir væru í fangelsi. Held að höfuðvandamálið er að landið hefur verið í höndum innvígðra klíkubræðra sem eru núna að reyna að sópa þessari gríðarlegu sandhrúgu undir teppið og það gengur augljóslega ekki. Auðvitað verður enginn dæmdur fyrir eitt eða neitt og það veit Hreiðar Már hann og fleirri vita einfaldlega of mikið og þess vegna eru klíkubræður úr stjórnkerfi, Alþingi, bönkunum sjálfum og skilanefndum og ekki minst úr dómskerfinu að vernda flóttan og aðalmarkmiðið er að ekkert komi fram og áferðin verði slétt og feld. Þeir gera allt til að þetta takist ein leiðin er að afvegaleiða umræðuna og skapa erlenda óvina sem Icesave umræðan er til marks um og þeir munu vilja ganga svo langt að einangra landið og gera það að fátækrarhólma til að halda völdum.

Ég fer til Íslands seinna í þessari viku og það verður mitt fyrsta verk að taka út allar innistæður barnanna og foreldra minna úr íslenskum bönkum og enda tel ég run on the banks árangursríkasta aðferðin til að breyta stjórnkerfinu þá þarf eitthvað að gerast enda held ég hreinlega að þetta geti bara endað með ósköpum að óbreyttu.

Ég finn til með fólki sem er í skuldafjötrum og er algjörlega í vonlausri aðstöðu vegna þess að ríkið mun ekki geta hjálpað þeim neitt sérlega mikið.

Landið er augljóslega búið að vera í mafíuhöndum enda snýst þessi umræða ekkert um komunisma eða kapitalisma þetta er skipulögð glæpastarfsemi sem teygir anga sína út um allt.

Gunnr (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 23:26

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Helgi, hluti viðskiptavina Kaupþings fluttist yfir til Nýja Kaupþings og að því leiti kemur þetta honum við.  En að öðru leiti ætti þetta að vera mál skilanefndar gamla bankans.

Gunnr, ég vona að þú eigir góðar stundir í "gamla landinu" og einhver verðmæti séu eftir á reikningum fólksins þíns.  Þessi spilling sem er sífellt að koma betur og betur í ljós, er farin að reyna virkilega á þolrifin hjá mér.  Ég vil samt ekki gefa Ísland alveg upp á bátinn, en þeim fjölgar í kringum mig sem eru að flytjast burtu og margir fara án þess að hafa fast land undir fótum erlendis.  Það bara gerir ráð fyrir að þetta geti ekki verið verra annars staðar.

Marinó G. Njálsson, 3.8.2009 kl. 23:36

12 identicon

Takk Marínó, það er alltaf gaman að koma til Íslands og er ég þar oft. Nei í mínum huga snýst þetta ekkert um verðmæti á einhverjum reikningum þetta snýst um prinsipp. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu.

Já þeir sem halda að þessir nýju bankar eru alvöru bankastofnanir þeir fara villir vegar. Þetta eru engir eðlilegir bankar og það er í raun ekki ennþá tekist að endurfjármagna þá þetta er skurn af bönkum sem voru rændir af svokölluðum eigendum sínum og lifðu í tæp 5 ár eftir að þeir voru eikavinavæddir og stjórnað af klíkubræðrum.

Bendiá þá staðreynd ef það skyldi hafa farið fram hjá fólki að þegar MP banki keypti SPRON var það dregið til baka vegna þess að ef innistæður af reikngum SPRON hefðu verið yfirfærðar yfir í MP banka þá hefði Nýji Kaupþing rúllað. Já svo valt er þetta.

Nýji Kaupþing, Nýji Landsbankinn og Íslandsbanki eru hvergi nema á Íslandi teknir alvarlega sem bankar.

Gunnr (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:05

13 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Það sem situr kollinum á mér er hvaða fréttir mátti RÚV ekki flytja?

Daginn fyrir lögbannið minntist fréttamaður á að ný lán hefðu verið veitt og önnur afskrifuð.  Hvaða lán voru afskrifuð?

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467312/2009/07/31/0/

Þórður Björn Sigurðsson, 4.8.2009 kl. 00:16

14 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Góður pistill Marinó!  Ég plægði aðeins í gegnum þetta glæruskjal en þar sem ég hef takmarkaða þekkingu á eignatengslum á Íslandi, annað en fram hefur komið í almennum fréttum, þá get ég svosem ekki dæmt um það en eftir að lesa síðu eftir síðu með 200-1200 milljón Evra skuldum þá setti að mér hroll!  Ég held að allir séu búnir að fá nóg og meira en það!

Kveðja frá Port Angeles,

Arnór Baldvinsson, 4.8.2009 kl. 02:20

15 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Amen. Tek undir með öllum sem hafa tjáð sig í ath.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1678172

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband