Leita í fréttum mbl.is

Umræða um persónukjör á villigötum

Ég verð að taka undir með Þór Saari, að þessi umræða um persónukjör er komin út í algjöra vitleysu. Snýst þetta virkilega um kynjamál, en ekki lýðræði.  Það er minn lýðræðislegi réttur í dag að stroka út alla karla eða allar konur af þeim lista sem ég kýs.  Ekki eru nein lög sem banna það.  Af hverju halda femínistar að persónukjör verði konum óhagstætt?  Hefur hrunið ekki einmitt sýnt að karlar eru mun duglegri við að koma sér í vafasama stöðu.

Mér finnst að kosningar eigi að snúast um að velja hæfustu einstaklingana, þ.e. horfa til þess sem fólk hefur milli eyrnanna, en ekki fótanna.  Með fullri virðingu fyrir jafnréttissjónarmiðum, þá er lýðræðið æðra síðast þegar ég vissi.  Ef skikka á fólk til að velja jafnmarga af hvoru kyni, þá er ekki lengur um lýðræðislegt val að ræða.

Persónukjör á að snúast um að hægt sé að velja hvaða frambjóðanda sem er af hvaða lista sem er.  Hver kjósandi á að fá eitt atkvæði og síðan ræður hann hvort hann setur atkvæðið á einn lista í heild, dreifir því á fleiri lista eða velur einstakling(a) af einum eða fleiri listum.  Atkvæði (í heild eða brotum) gefið lista eða einstaklingi á lista telur fyrir viðkomandi lista.  Síðan ræðst röð einstaklinga innan listans af þeim atkvæðum sem einstaklingarnir fá.  Áfram er ákveðið á svipaðan hátt og nú hvað hver listi fær marga menn kjörna í hverju kjördæmi.  Frambjóðendur fá síðan kosningu eftir atkvæðaröð þeirra.  Atkvæði greitt lista eingöngu, en ekki einstaklingi getur annað hvort fallið á einstaklinga eftir röð sem listinn ákveður eða telur ekki þegar kemur að því að raða einstaklingum innan listans, sem er líklegast réttlátari leið.

Ég tek það fram, að ég er sterkur jafnréttissinni en það er ekki alltaf hægt að horfa á allt í gegn um kynjagleraugu.  Eina leiðin til þess er að hvert atkvæði væri tvískipt, þ.e. karlaatkvæði og kvennaatkvæði.  Þannig fengju karlar alltaf helming atkvæðanna, líka frá femínistunum í VG, og konur alltaf helming, líka frá karlrembum Sjálfstæðisflokksins.  Slíkt á samt ekkert skylt við lýðræði.  Höfum það á hreinu.

Annars er þetta frumvarp um persónukjör handónýtt eins og ég skil það.  Persónukjör á ekki að snúast um að flokkarnir geti flutt prófkjörin sín inn í kjörklefa alþingis- eða sveitastjórnarkosninga.  Það á að snúast um að ég sem kjósandi geti valið þá sem ég treysti best til verksins, hvar sem viðkomandi er í flokki.  Það er persónukjör, hitt er hefðbundin kosning með prófkjöri og er engin breyting frá því sem núverandi kosningalög leyfa, ef nógu margir kjósendur viðkomandi flokks eru tilbúnir að taka þátt í því.  Samkvæmt núgildandi kosningalögum get ég endurraðað á lista þess flokks sem ég kýs.  Eins og ég skil frumvarpið, þá er þetta enn ein aðferð flokkanna til að ráðskast með kjósendur og ríghalda í völdin.  Flokkarnir óttast að missa völdin til fólksins.  Með þessu frumvarpi er líka verið að gefa lýðræðisumbótum langt nef.  Vonandi hafa kosningarnar um síðustu helgi bent forystusauðum stjórnflokkanna á, að eina leiðin fyrir þau til að komast inn á þing eftir næstu þingkosningar er að kjósendur geti valið frambjóðendur þvert á lista.


mbl.is „Lýðræðistal hjóm eitt"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIkilvægasta verkefni Alþingis: Setja 4% þak á árlegar verðbætur húsnæðislána

Í Morgunblaðinu í dag (fimmtudag) er rætt við formenn þingflokkanna og síðan Þór Saari og þeir spurðir hvaða verkefni séu mikilvægust það sem eftirlifir þings.  Mig langar að vekja athygli á svari Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins:

"Það sem mestu máli skiptir er að ná fram frumvarpi sem Eygló Harðardóttir flytur um vexti og verðtryggingu," segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar. Í frumvarpinu felast breytingar á ákvörðun vaxta og hömlur á verðtryggingu lána og sparifjár.

"Hugmyndin er að menn nái tökum á þeirri verðbólgu sem nú er og megininntakið er að menn hætti að nota verðtrygginguna eins frjálslega og gert hefur verið," segir Gunnar Bragi.

Ég held ég geti ekki verið meira sammála nokkrum þingmanna á þessari stundu.  Krafan um 4% þak á verðbætur húsnæðislána er kjarninn í kröfum Hagsmunasamtaka heimilanna.  Samtökin vilja að þetta þak sé afturvirkt til 1.1.2008 og verði notað til að leiðrétta forsendubrestinn sem orðið hefur á verðtryggðum húsnæðislánum heimilanna.  Auk þess sjá samtökin ýmsa kosti við það að setja svona þak.

Fjármálafyrirtæki og fjármagnseigendur hafa alla tíð verið nokkuð stikkfrí í baráttunni fyrir stöðugleika.  Ástæðuna má rekja til þess að þessir aðilar hafa fengið stóran hluta verðbólgutjóns síns bætt strax í formi verðbóta á verðtryggðar eignir sínar.  Hagsmunasamtök heimilanna sjá fyrir sér að með 4% þaki á árlegar verðbætur vegna verðtryggingarákvæða, þá muni þessi hópur, þ.e. fjármálafyrirtæki og fjármagnseigendur, sjá hag sínum best borgið með því að halda verðbólgu lágri.  Það er nefnilega þannig, að sé verðbólga undir 4%, þá eru fjármálafyrirtækin og fjármagnseigendur ekki að tapa neinu á þakinu.

Mér finnst það alvarlegur hlutur, að viðskiptanefnd hefur ekki tekið frumvarp Eyglóar Harðardóttur til efnislegrar umræðu.  Frumvarpið var lagt fram snemma á haustþingi, en síðan hefur ekkert verið gert.  Vissulega var haldinn opinn fundur um verðtrygginguna um miðjan maí, en það er bara ekki nóg.  Vil ég sjá frumvarp Eyglóar fara í gegn áður en þing fer í sumarfrí.

Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort frumvarpið væri komið lengra í umræðunni, ef flutningamaðurinn væri vinstra megin við miðju.  Sé það ástæðan, þá held ég að niðurstöður sveitastjórnarkosninganna ættu að vera næg áminning fyrir stjórnvöld að almenningu vill ný vinnubrögð.  Vinnubrögð þar sem málefnin eru í fyrirrúmi, en ekki hver átti hugmyndina.  Bara svo það sé á hreinu, þá áttu Hagsmunasamtök heimilanna hugmyndina að þakinu og er samtökunum alveg sama um það hverjir það eru inni á þingi sem koma tillögum þeirra á framfæri.

Nú hefur seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sagt að gjaldeyrishöftum verði líklegast aflétt eftir þriðju endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda.  Reikna má með því að krónan taki dýfu, þegar höftin verða afnumin.  Slík dýfa mun hafa í för með sér, a.m.k. tímabundna hækkun innfluttrar vöru með tilheyrandi hækkun vísitölu neysluverðs.  Við vitum öll hvaða áhrif það hefur á verðtryggð lán.  Með því að setja á 4% þak á árlegar verðbætur, þá fer þessi aðgerð Seðlabankans ekki verðtryggð húsnæðislán landsmanna.  Komið verður í veg fyrir frekari samdrátt í neyslu og þar með skatttekna ríkisins.  Komið verður í veg fyrir að eigið fé húsnæðiseigenda rýrni meira en þegar er gert.  Með því að hafa þetta þak síðan afturvirkt til 1.1.2008, þá fá húsnæðiseigendur jafnframt bættan forsendubrest lánanna.

Byrjum á því að fá þak á framtíðar verðbætur húsnæðislána og notum það til að breyta lánakerfinu og jafnframt koma á stöðugleika í þjóðfélaginu.  Það er fullreynt að ná þessum breytingum fram að frumkvæði fjármálafyrirtækjanna og því verður löggjafinn að grípa inn í.  Einhverjir munu berjast um á hæl og hnakka, en með fullri virðingu, þá er engin skynsemi í því að ríghalda í núverandi verðtryggingarkerfi.  Það hefur reynst illa, svo einfalt er það, fyrir alla nema þá sem eru með peningana sína verðtryggða einhvers staðar.  Sjálfur togast ég á milli þess hvort sé betra að afnema verðtryggingu með öllu á húsnæðislánum eða innleiða svona þak.  Ef þetta þak er rétt stillt og lækkar síðan samhliða auknum stöðugleika, þá hallast ég á að það gæti verið alveg jafn góð lausn og afnema verðtrygginguna með öllu.  En hvor leiðin sem farin er, þá verður að tryggja, að fjármálastofnanir hækki ekki vexti lánanna upp úr öllu valdi í staðinn.  Það væru hin dæmigerðu viðbrögð fjármálafyrirtækjanna.  Ég vil ekki gera fyrirtækjunum upp viðbrögð og kannski, já kannski, eru renna upp nýir tímar með nýjum skipstjórum.  Þar til annað kemur í ljós, þá ætla ég að reikna með því.


Skýrsla Seðlabankans vanmetur erfiðleika heimilanna

12. apríl sl. hélt Seðlabankinn málstofu, þar sem hagfærðignar hans kynntu þær niðurstöður, en hér eru kynntar.  Þá viðurkenndi Þorvarður Tjörvi Ólafsson, annar höfunda rannsóknar Seðlabankans að ýmislegt vantaði í tölurnar.  Hér fyrir neðan er færsla sem ég skrifaði daginn eftir.  Einnig hef ég endurbirt færslu sem ég skrifaði þann sama dag og má finna hana hér: Staða heimilanna er mjög alvarleg.

Stórfréttin sem hvarf - Um helmingur heimila nær varla endum saman

Mig langar að vekja aftur athygli á niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna.  Ég skrifaði færslu um þetta í gær, Allt að helmingur heimila nær ekki endum saman með tekjum, en hún hefur nákvæmlega enga athygli vakið.  Allt tal snýst um Skýrsluna, sem gerir lítið annað en að staðfesta það sem hafði komið fram.

Hér eru nokkur atriði úr færslunni minni frá því í gær:

  • 34,5 % heimila ná, miðað við naumhyggjuframfærsluviðmið, varla endum saman um hver mánaðarmót.  Miðað við eðlilega framfærslu hækkar þessi tala í allt að 60%.
  • Hátt í 40% heimila (eða 28 þús. heimili) voru í febrúar á þessu ári í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði.  Þegar eingöngu er litið til ungs barnafólks (þ.e. elsti heimilismaður er innan fertugs), þá hækkar þessi tala í 60%.
  • 80% þeirra sem eru með ráðstöfunartekjur undir 150 þús. kr. á mánuði eru í það miklum vanda að frekari úrræða er þörf og 30% þeirra sem eru með ráðstöfunartekjur á bilinu 150 - 250 þús. kr.  Aftur skal hafa í huga að miðað er við naumhyggjuframfærsluviðmið.
  • A.m.k. 35% einstæðra forelda og 27% hjóna með börn þurfa frekari úrræði (báðir hópar líklega mun stærri, þar sem framfærsluviðmið SÍ eru kolröng).
  • Úrræði sem boðið hefur verið upp á hafa lítið slegið á vanda þeirra verst settu.  Í þeim hópi hefur eingöngu fækkað úr 26,1% heimila í 21,8% miðað við naumhyggjuframfærsluviðmiðin.

Það var kannski markmið Seðlabankans og stjórnvalda að boða þessar slæmu fréttir þegar athygli fjölmiðla og almennings var annars staðar.  A.m.k. tókst þeim vel upp í því að beina kastljósinu annað.  Ég auglýsi aftur á móti eftir ábyrgum fjölmiðlamönnum, sem vilja taka þetta mál upp.

 

 


mbl.is Staða heimilanna afar slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða heimilanna er mjög alvarleg

Þær tölur sem Seðlabankinn birtir í riti sínu Fjármálastöðugleika voru birtar 12. apríl sl. Þann dag var einnig birt skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og hurfu því þessar upplýsingar í þeirri flóðbylgju frétta sem þeirri skýrslu fylgdu. Vil ég því...

Niðurstaða héraðsdóms kallar á umbyltingu meðferðar skattalagabrota

Héraðsdómur Reykjavíkur sendir skýrskilaboð, hversu sátt sem við erum við þau: Ekki verður dæmt tvisvar í sama broti, þó refsirammi fyrri dómsins (úrskurðar skattsins) hafi ekki tekið til hegningalagahluta brotsins. Afleiðing af þessu er, að héðan í frá...

Nú á nota fasteignir heimilanna til að endurreisa lífeyrissjóðina - Sjálfstæði Seðlabankans fer fyrir lítið

Ég verð að taka undir með greiningu Íslandsbanka að trúverðugleiki Seðlabankans beið hnekki. Þetta var að vísu heldur illa varðveitt leyndarmál, að lífeyrissjóðirnir ættu að fá þessi skuldabréf. A.m.k. hef ég vitað af því í nokkurn tíma. Mánuð til að...

Samanburður á stuðningi kjósenda við fjórflokkinn 2010 og 2006. VG tapar hlutfallslega mest, en Sjálfstæðisflokkurinn flestum atkvæðum!

Ég hef tekið saman hvernig stuðningur við fjórflokkinn breyttist í kosningunum núna samanborðið við síðast. Ég tek það fram, að með stuðningi er ég að tala um atkvæðamagn á bak við flokkana, ekki hvort þeir hafi fengið manninum meira eða minna inn eða...

Sjálfstæðisflokkurinn tapar 28,4% atkvæða sinna á fjórum stærstu stöðunum

Það var stórmerkilegt að hlusta á Bjarna Benediktsson og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að reyna að finna jákvæðan flöt á úrslitum kosninganna í Silfrinu áðan. Tölurnar tala nefnilega sínu máli. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 28,4% atkvæða sinna á fjórum...

Framsókn fékk 40,8% færri atkvæði á fjórum stærstu stöðunum

Já, Framsókn fékk skell í kosningunum hvað atkvæði varðar, en missir samt bara einn mann á fjórum stærstu stöðunum, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. Tölurnar tala sínu máli. Já, tæplega 41% færri kusu flokkinn núna í þessum...

Samfylking tapar 35% og 6 mönnum á fjórum stærstu stöðunum

Það er gott að Jóhanna viðurkennir að flokkurinn hafi fengið skell í kosningunum í gær. Það er nefnilega nákvæmlega það sem gerðist. Tölurnar tala sínu máli. Í tilfelli Samfylkingarinnar, þá fékk flokkurinn 35% færri atkvæði í Reykjavík, Kópavogi,...

En VG tapaði 39,4% af fylgi sínu á fjórum stærstu stöðunum

Það er ótrúlegt að menn skuli sífellt vera að finna rökræna afsökun á þeim rassskell sem flokkarnir fengu. Tölurnar tala sínu máli. Í tilfelli VG, þá fékk flokkurinn 39,4% færri atkvæði í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri en flokkurinn fékk í...

Af hverju má ekki bara segja: Já, Samfylkingin beið afhroð.

Það er eitt sem er dagljóst með úrslit kosninga: Formenn stjórnmálaflokka viðurkenna aldrei tap. Í kvöld var Jóhanna Sigurðardóttir í sjónvarpssal og í hvert sinn sem hún komst nálægt því að viðurkenna tap Samfylkingarinnar, þá tengdi hún það alltaf við...

Skýlaus krafa að heimilin njóti alls afsláttarins

Ég vil byrja á því að þakka Breka Karlssyni fyrir að vekja athygli á þessari vitleysu. Samkvæmt gögnum Seðlabankans, sem Breki vísar í, voru yfirdráttarlán í íslenskum krónu 251,5 milljarðar kr. í september 2008, en stóðu í 129,7 milljörðum þremur...

Áhugaverð ábending Næst besta flokksins í Kópavogi

Hún er nokkuð áhugaverð þessi ábending Næst besta flokksins. Þá á ég við, að kjörstjórn hafi ákveðið að tiltekin framboð stjórnmálahreyfinga verði í boði löngu áður en framboð eru tilkynnt. Kjörstjórnir hafa almennt látið útbúa stimpla fyrir kjósendur að...

Kæra litlu aðilana en geta ekki snert þá stóru

Ekki ætla ég að bera þessum fjármálaráðgjafa bót og hann á alveg örugglega skilið að fá þessa ákæru, en hvað með stóru bankana og vogunarsjóðina, sem hafa dregið fjármálakerfi heimsins á ansaeyrum svo illilega að Charles Ponzi hefði orðið stoltur af...

Smákökubakstur og skriftir á vefsvæðum

Ég get ekki annað en furða mig á öllum þeim smákökum (cookies) sem ætlast er til að maður baki á ferð um veraldarvefinn. Varla er hægt að opna eina einustu síðu án þess að beðið er um skrifa smáköku niður á tölvu hjá manni eða óskað er eftir að smákaka...

Niðurstaða ESA kemur ekki á óvart

Ef þessi niðurstaða ESA er að koma einhverjum á óvart, þá hefur sá hinn sami ekki fylgst mikið með Icesave umræðunni. Eins og ég skil Icesave samningana, þá hefur Ísland alltaf viðurkennt að það þurfi að greiða lágmarkstrygginguna. Deilan hefur ekki...

Bónusgreiðslur - einn af sjúkleikum bankakerfisins.

Fimmtudaginn 20. maí féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Flemmings Bendsens gegn Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka vegna kröfu Flemmings um að kröfur hans til slitastjórnar bankans verði viðurkenndar sem forgangskröfur. Ég ætla ekki að fjalla um...

Gagnrýniverð fréttaskýring á útspili SP-fjármögnunar

Ég verð að furða mig á þessari miklu athygli sem Morgunblaðið og mbl.is veita útspili SP-fjármögnunar. Ennþá meira er ég hissa á hinni gagnrýnislausu "fréttaskýringu" sem þessi færsla er hengd við. Skoðum það sem gleymdist að spyrja Harald Ólafsson,...

SP-fjármögnun krafsar í bakkann

Hún er furðuleg sú ályktun blaðamanns að SP-fjármögnun hafi riðið á vaðið. Fyrirtækið stendur frammi fyrir tveimur niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Annarri frá því 12. febrúar, þar sem Áslaug Björgvinsdóttir settur héraðsdómari úrskurðar að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband