4.6.2010 | 15:04
Umræða um persónukjör á villigötum
Ég verð að taka undir með Þór Saari, að þessi umræða um persónukjör er komin út í algjöra vitleysu. Snýst þetta virkilega um kynjamál, en ekki lýðræði. Það er minn lýðræðislegi réttur í dag að stroka út alla karla eða allar konur af þeim lista sem ég kýs. Ekki eru nein lög sem banna það. Af hverju halda femínistar að persónukjör verði konum óhagstætt? Hefur hrunið ekki einmitt sýnt að karlar eru mun duglegri við að koma sér í vafasama stöðu.
Mér finnst að kosningar eigi að snúast um að velja hæfustu einstaklingana, þ.e. horfa til þess sem fólk hefur milli eyrnanna, en ekki fótanna. Með fullri virðingu fyrir jafnréttissjónarmiðum, þá er lýðræðið æðra síðast þegar ég vissi. Ef skikka á fólk til að velja jafnmarga af hvoru kyni, þá er ekki lengur um lýðræðislegt val að ræða.
Persónukjör á að snúast um að hægt sé að velja hvaða frambjóðanda sem er af hvaða lista sem er. Hver kjósandi á að fá eitt atkvæði og síðan ræður hann hvort hann setur atkvæðið á einn lista í heild, dreifir því á fleiri lista eða velur einstakling(a) af einum eða fleiri listum. Atkvæði (í heild eða brotum) gefið lista eða einstaklingi á lista telur fyrir viðkomandi lista. Síðan ræðst röð einstaklinga innan listans af þeim atkvæðum sem einstaklingarnir fá. Áfram er ákveðið á svipaðan hátt og nú hvað hver listi fær marga menn kjörna í hverju kjördæmi. Frambjóðendur fá síðan kosningu eftir atkvæðaröð þeirra. Atkvæði greitt lista eingöngu, en ekki einstaklingi getur annað hvort fallið á einstaklinga eftir röð sem listinn ákveður eða telur ekki þegar kemur að því að raða einstaklingum innan listans, sem er líklegast réttlátari leið.
Ég tek það fram, að ég er sterkur jafnréttissinni en það er ekki alltaf hægt að horfa á allt í gegn um kynjagleraugu. Eina leiðin til þess er að hvert atkvæði væri tvískipt, þ.e. karlaatkvæði og kvennaatkvæði. Þannig fengju karlar alltaf helming atkvæðanna, líka frá femínistunum í VG, og konur alltaf helming, líka frá karlrembum Sjálfstæðisflokksins. Slíkt á samt ekkert skylt við lýðræði. Höfum það á hreinu.
Annars er þetta frumvarp um persónukjör handónýtt eins og ég skil það. Persónukjör á ekki að snúast um að flokkarnir geti flutt prófkjörin sín inn í kjörklefa alþingis- eða sveitastjórnarkosninga. Það á að snúast um að ég sem kjósandi geti valið þá sem ég treysti best til verksins, hvar sem viðkomandi er í flokki. Það er persónukjör, hitt er hefðbundin kosning með prófkjöri og er engin breyting frá því sem núverandi kosningalög leyfa, ef nógu margir kjósendur viðkomandi flokks eru tilbúnir að taka þátt í því. Samkvæmt núgildandi kosningalögum get ég endurraðað á lista þess flokks sem ég kýs. Eins og ég skil frumvarpið, þá er þetta enn ein aðferð flokkanna til að ráðskast með kjósendur og ríghalda í völdin. Flokkarnir óttast að missa völdin til fólksins. Með þessu frumvarpi er líka verið að gefa lýðræðisumbótum langt nef. Vonandi hafa kosningarnar um síðustu helgi bent forystusauðum stjórnflokkanna á, að eina leiðin fyrir þau til að komast inn á þing eftir næstu þingkosningar er að kjósendur geti valið frambjóðendur þvert á lista.
![]() |
Lýðræðistal hjóm eitt" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í Morgunblaðinu í dag (fimmtudag) er rætt við formenn þingflokkanna og síðan Þór Saari og þeir spurðir hvaða verkefni séu mikilvægust það sem eftirlifir þings. Mig langar að vekja athygli á svari Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins:
"Það sem mestu máli skiptir er að ná fram frumvarpi sem Eygló Harðardóttir flytur um vexti og verðtryggingu," segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar. Í frumvarpinu felast breytingar á ákvörðun vaxta og hömlur á verðtryggingu lána og sparifjár.
"Hugmyndin er að menn nái tökum á þeirri verðbólgu sem nú er og megininntakið er að menn hætti að nota verðtrygginguna eins frjálslega og gert hefur verið," segir Gunnar Bragi.
Ég held ég geti ekki verið meira sammála nokkrum þingmanna á þessari stundu. Krafan um 4% þak á verðbætur húsnæðislána er kjarninn í kröfum Hagsmunasamtaka heimilanna. Samtökin vilja að þetta þak sé afturvirkt til 1.1.2008 og verði notað til að leiðrétta forsendubrestinn sem orðið hefur á verðtryggðum húsnæðislánum heimilanna. Auk þess sjá samtökin ýmsa kosti við það að setja svona þak.
Fjármálafyrirtæki og fjármagnseigendur hafa alla tíð verið nokkuð stikkfrí í baráttunni fyrir stöðugleika. Ástæðuna má rekja til þess að þessir aðilar hafa fengið stóran hluta verðbólgutjóns síns bætt strax í formi verðbóta á verðtryggðar eignir sínar. Hagsmunasamtök heimilanna sjá fyrir sér að með 4% þaki á árlegar verðbætur vegna verðtryggingarákvæða, þá muni þessi hópur, þ.e. fjármálafyrirtæki og fjármagnseigendur, sjá hag sínum best borgið með því að halda verðbólgu lágri. Það er nefnilega þannig, að sé verðbólga undir 4%, þá eru fjármálafyrirtækin og fjármagnseigendur ekki að tapa neinu á þakinu.
Mér finnst það alvarlegur hlutur, að viðskiptanefnd hefur ekki tekið frumvarp Eyglóar Harðardóttur til efnislegrar umræðu. Frumvarpið var lagt fram snemma á haustþingi, en síðan hefur ekkert verið gert. Vissulega var haldinn opinn fundur um verðtrygginguna um miðjan maí, en það er bara ekki nóg. Vil ég sjá frumvarp Eyglóar fara í gegn áður en þing fer í sumarfrí.
Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort frumvarpið væri komið lengra í umræðunni, ef flutningamaðurinn væri vinstra megin við miðju. Sé það ástæðan, þá held ég að niðurstöður sveitastjórnarkosninganna ættu að vera næg áminning fyrir stjórnvöld að almenningu vill ný vinnubrögð. Vinnubrögð þar sem málefnin eru í fyrirrúmi, en ekki hver átti hugmyndina. Bara svo það sé á hreinu, þá áttu Hagsmunasamtök heimilanna hugmyndina að þakinu og er samtökunum alveg sama um það hverjir það eru inni á þingi sem koma tillögum þeirra á framfæri.
Nú hefur seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sagt að gjaldeyrishöftum verði líklegast aflétt eftir þriðju endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Reikna má með því að krónan taki dýfu, þegar höftin verða afnumin. Slík dýfa mun hafa í för með sér, a.m.k. tímabundna hækkun innfluttrar vöru með tilheyrandi hækkun vísitölu neysluverðs. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur á verðtryggð lán. Með því að setja á 4% þak á árlegar verðbætur, þá fer þessi aðgerð Seðlabankans ekki verðtryggð húsnæðislán landsmanna. Komið verður í veg fyrir frekari samdrátt í neyslu og þar með skatttekna ríkisins. Komið verður í veg fyrir að eigið fé húsnæðiseigenda rýrni meira en þegar er gert. Með því að hafa þetta þak síðan afturvirkt til 1.1.2008, þá fá húsnæðiseigendur jafnframt bættan forsendubrest lánanna.
Byrjum á því að fá þak á framtíðar verðbætur húsnæðislána og notum það til að breyta lánakerfinu og jafnframt koma á stöðugleika í þjóðfélaginu. Það er fullreynt að ná þessum breytingum fram að frumkvæði fjármálafyrirtækjanna og því verður löggjafinn að grípa inn í. Einhverjir munu berjast um á hæl og hnakka, en með fullri virðingu, þá er engin skynsemi í því að ríghalda í núverandi verðtryggingarkerfi. Það hefur reynst illa, svo einfalt er það, fyrir alla nema þá sem eru með peningana sína verðtryggða einhvers staðar. Sjálfur togast ég á milli þess hvort sé betra að afnema verðtryggingu með öllu á húsnæðislánum eða innleiða svona þak. Ef þetta þak er rétt stillt og lækkar síðan samhliða auknum stöðugleika, þá hallast ég á að það gæti verið alveg jafn góð lausn og afnema verðtrygginguna með öllu. En hvor leiðin sem farin er, þá verður að tryggja, að fjármálastofnanir hækki ekki vexti lánanna upp úr öllu valdi í staðinn. Það væru hin dæmigerðu viðbrögð fjármálafyrirtækjanna. Ég vil ekki gera fyrirtækjunum upp viðbrögð og kannski, já kannski, eru renna upp nýir tímar með nýjum skipstjórum. Þar til annað kemur í ljós, þá ætla ég að reikna með því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2010 | 23:44
Skýrsla Seðlabankans vanmetur erfiðleika heimilanna
12. apríl sl. hélt Seðlabankinn málstofu, þar sem hagfærðignar hans kynntu þær niðurstöður, en hér eru kynntar. Þá viðurkenndi Þorvarður Tjörvi Ólafsson, annar höfunda rannsóknar Seðlabankans að ýmislegt vantaði í tölurnar. Hér fyrir neðan er færsla sem ég skrifaði daginn eftir. Einnig hef ég endurbirt færslu sem ég skrifaði þann sama dag og má finna hana hér: Staða heimilanna er mjög alvarleg.
13.4.2010 | 11:58
Stórfréttin sem hvarf - Um helmingur heimila nær varla endum saman
Mig langar að vekja aftur athygli á niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna. Ég skrifaði færslu um þetta í gær, Allt að helmingur heimila nær ekki endum saman með tekjum, en hún hefur nákvæmlega enga athygli vakið. Allt tal snýst um Skýrsluna, sem gerir lítið annað en að staðfesta það sem hafði komið fram.
Hér eru nokkur atriði úr færslunni minni frá því í gær:
- 34,5 % heimila ná, miðað við naumhyggjuframfærsluviðmið, varla endum saman um hver mánaðarmót. Miðað við eðlilega framfærslu hækkar þessi tala í allt að 60%.
- Hátt í 40% heimila (eða 28 þús. heimili) voru í febrúar á þessu ári í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði. Þegar eingöngu er litið til ungs barnafólks (þ.e. elsti heimilismaður er innan fertugs), þá hækkar þessi tala í 60%.
- 80% þeirra sem eru með ráðstöfunartekjur undir 150 þús. kr. á mánuði eru í það miklum vanda að frekari úrræða er þörf og 30% þeirra sem eru með ráðstöfunartekjur á bilinu 150 - 250 þús. kr. Aftur skal hafa í huga að miðað er við naumhyggjuframfærsluviðmið.
- A.m.k. 35% einstæðra forelda og 27% hjóna með börn þurfa frekari úrræði (báðir hópar líklega mun stærri, þar sem framfærsluviðmið SÍ eru kolröng).
- Úrræði sem boðið hefur verið upp á hafa lítið slegið á vanda þeirra verst settu. Í þeim hópi hefur eingöngu fækkað úr 26,1% heimila í 21,8% miðað við naumhyggjuframfærsluviðmiðin.
Það var kannski markmið Seðlabankans og stjórnvalda að boða þessar slæmu fréttir þegar athygli fjölmiðla og almennings var annars staðar. A.m.k. tókst þeim vel upp í því að beina kastljósinu annað. Ég auglýsi aftur á móti eftir ábyrgum fjölmiðlamönnum, sem vilja taka þetta mál upp.
![]() |
Staða heimilanna afar slæm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2010 | 23:35
Staða heimilanna er mjög alvarleg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2010 | 12:14
Niðurstaða héraðsdóms kallar á umbyltingu meðferðar skattalagabrota
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.6.2010 | 02:15
Nú á nota fasteignir heimilanna til að endurreisa lífeyrissjóðina - Sjálfstæði Seðlabankans fer fyrir lítið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.5.2010 | 02:08
Samanburður á stuðningi kjósenda við fjórflokkinn 2010 og 2006. VG tapar hlutfallslega mest, en Sjálfstæðisflokkurinn flestum atkvæðum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2010 | 14:39
Framsókn fékk 40,8% færri atkvæði á fjórum stærstu stöðunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2010 | 14:34
Samfylking tapar 35% og 6 mönnum á fjórum stærstu stöðunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 14:28
En VG tapaði 39,4% af fylgi sínu á fjórum stærstu stöðunum
Bloggar | Breytt 31.5.2010 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.5.2010 | 03:15
Af hverju má ekki bara segja: Já, Samfylkingin beið afhroð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.5.2010 | 12:50
Skýlaus krafa að heimilin njóti alls afsláttarins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.5.2010 | 16:39
Áhugaverð ábending Næst besta flokksins í Kópavogi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.5.2010 | 17:20
Kæra litlu aðilana en geta ekki snert þá stóru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2010 | 22:05
Smákökubakstur og skriftir á vefsvæðum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2010 | 15:52
Niðurstaða ESA kemur ekki á óvart
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
26.5.2010 | 15:23
Bónusgreiðslur - einn af sjúkleikum bankakerfisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2010 | 12:25
Gagnrýniverð fréttaskýring á útspili SP-fjármögnunar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2010 | 09:32
SP-fjármögnun krafsar í bakkann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1682117
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði