Leita í fréttum mbl.is

Útþynnt stjórnlagaþing - Til hamingju sjálfstæðismenn að eyðileggja góða hugmynd

Hún er alveg með ólíkindum hræðsla sjálfstæðismanna við almenning í landinu.  Nú hefur þeim tekist að koma í veg fyrir að þjóðin geti fengið að kjósa til stjórnlagaþings til að setja sér nýja stjórnarskrá.  Hvað er það sem þeir óttast?   Að fólk hafi hugmyndir sem eru betri en þeirra eigin? 

Það hefur verið upplýst að Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, samdi nánast þá stjórnarskrá sem samþykkt var á Þingvöllum 17. júní 1944.  Þá var hann ungur maður fullur af góðum hugmyndum.  Ég er viss um að meðal landsmanna leynast slíkir frjóir einstaklingar og þó þjóðfundarformið sé ágætt til síns brúks, þá krefst endurskoðun stjórnarskrárinnar yfirlegu, íhugunar og gaumgæfni.  Þjóðfundarformið hentar ekki til slíks, þó svo að það geti lagt til hugmyndir til frekari úrvinnslu.

Stjórnarskrárnefnd þingflokkanna hefur ekki tekist það ætlunarverk að endurskoða stjórnarskrána þrátt fyrir nægan tíma til verksins.  Formenn nefndarinnar hafa oftast komið frá Sjálfstæðiflokknum og hafa átt það sammerkt að eiga erfitt með að koma nokkru áfram.  Kannski hefur það verið skoðun þeirra, að litlu þurfi að breyta.  Það er gott og blessað, en nú kom upp sú krafa hjá almenningi í ljósi þess ósóma sem hrunið hefur velt upp á yfirborðið, að hér verði settar nýjar leikreglur fyrir lýðræðið í landinu.

Í mínum huga er þetta sáraeinfalt.  Ríkisstjórnin á að standa föst á ákvörðun sinni að hér verði kosið til stjórnlagaþings.  Halda skal umræðum áfram á Alþingi þar til þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki lengur þrek til að tala.  Sé þrek þeirra endalaust, þá er bara að hóta að boða til kosninga, því ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki að mæta kjósendum sínum eftir að hafa komið í veg fyrir skýlausan rétt okkar til að halda hér stjórnlagaþing og taka sjálf þátt í að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Það þarf stjórnlagaþing og það þarf að taka til.

Það væri líka eðlilegast að stjórnlagaþing hefði vald til að breyta stjórnarskránni (það er að segja að leggja stjórnarskrárbreytingu beint undir þjóðaratkvæði). Alþingi hefur sýnt sig í sögunni tregt til að breyta nokkru og flokkapólitíkin vill þvælast fyrir.

Einar Sigurbergur Arason, 12.6.2010 kl. 02:59

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég mæli með :

Limiting government: an introduction to constitutionalism 

 Eftir András Sajó
Flott bók eftir Ungverskan fræðimann sem á verulegt erindi við okkur í þessu samhengi.
Það má sjá nokkrar síður úr bókinni á Google-Books:
http://books.google.com/books?id=v_KzOdbpPCMC&printsec=frontcover&dq=Limiting+Government:+Introduction+to+Constitutionalism&hl=is&cd=1#v=onepage&q&f=false

Sjálfstæðismenn mega að vísu gangrýna....en hvernig væri að þeir leggðu fram uppbyggilegar tillögur...nægan tíma hafa þeir líka haft til að vinna þetta.

Haraldur Baldursson, 12.6.2010 kl. 10:47

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar ég las breytingartillöguna  frá Allsherjarnefnd, sá ég í hendi minni að þarna væri komin leið sem kemur mjög vel til móts við þær óskir sem margir hafa og þar á meðal ég.

Ferlið er þetta:

1. Nefnd 7 manna kosin við afgreiðslu frumvarpsins.
2. Sú nefnd undirbýr og heldur 1.000 manna Þjóðfund um málið
3. Nefndin vinnur niðurstöður Þjóðfundar fyrir Stjórnlagaþingið
4. Stjórnlagaþingið gerir tillögu að Stjórnarskrá.
5. Tillögur Stjórnlagaþings lagðar fyrir Alþingi.

Fram kom í máli Róberts Marshall að 3 hugmyndir séu til skoðunar í Allsherjarnefnd um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, það er hvenær hún skuli haldin.

Þriðja umræðan er eftir og þá verður tekin afstaða til hugmyndanna um Þjóðaratkvæðagreiðsluna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.6.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1678292

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband