11.9.2008 | 10:20
Ákvörðunin kemur ekki á óvart
Ákvörðun Seðlabankans um að breyta ekki stýrivöxtum kemur ekki á óvart. Ég spáði þessu í færslu minni í sumar (sjá Hvað þurfa raunstýrivextir að vera háir?) og fyrir hálfum mánuði (sjá Glitnir breytir stýrivaxtaspá). Í síðari færslunni færði ég rök fyrir því að raunstýrivextir væru í raun hálfu prósentu hærri en mismunurinn á verðbólgu og stýrivöxtum gæfi til kynna, þar sem 12 mánaða verðbólgutölur næðu í raun og veru yfir 54 vikur en ekki 52 eins og þær ættu að mæla. Ársverðbólgan væri því í raun og veru 14%, ekki 14,5% eins og Hagstofan segir.
En aftur að ákvörðun Seðlabanka. Miðað við upplýsingar sem ég hef safnað um stýrivexti og verðbólgu frá 1994 til dagsins í dag, þá hafa raunstýrivextir (þ.e. munurinn á stýrivöxtum og verðbólgu) aðeins á einu tímabili farið niður fyrir 2%. Þetta gerðist frá nóvember 2001 fram að vaxtaákvörðun í apríl 2002. Ýmislegt er líkt með þessu tímabili og núverandi aðstæðum, þ.e. þá eins og nú varð veruleg, skyndileg lækkun krónunnar. Í báðum tilfellum hækkaði gengisvísitalan snöggt um 30 punkta og sveig síðan um 10-15 í viðbót. Í báðum tilfellum hefur gengisvísitalan náð tímabundnu jafnvægi langt fyrir ofan gamla jafnvægið. Í báðum tilfellum hefur fylgt mikil verðbólga. Og í báðum tilfellum hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti talsvert nokkrum mánuðum áður en krónan féll. Lýkur þar samanburðinum. En ef við getum notað fortíðina til að spá fyrir um framtíðina, þá gæti þrennt gerst á næstu mánuðum:
- Verðbólgan lækkar hratt frá janúar 2009 fram í júlí
- Stýrivextir lækka hratt allt næsta ár
- Krónan styrkist verulega frá nóvember 2008 fram í aprí/maí 2009
![]() |
Stýrivextir áfram 15,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2008 | 15:16
Danir ættu að líta sér nær
Ýmsir sjálfskipaðir danskir spekingar hafa ruðst fram á völlinn undanfarin 2-3 ár og borið á borð alls konar bölsýnisspár um íslenskt efnahagslíf. Hugsanlega eiga einhverjar þeirra eftir að rætast, en dönsk fórnarlömb núverandi fjármálakreppu eru þegar orðin mun meira áberandi en þau íslensku. Um daginn var það Roskilde Bank og lítur út fyrir að einhverjir fleiri bankar og sparisjóðir fylgi. Í dag eru tvær fréttir. Önnur er þessi um að Stones Invest hafi verið úrskurðað gjaldþrot og hin um að Skype auðjöfurinn Morten Lund sé orðinn blankur. Við höfum svo sem heyrt ýmsar sögusagnir um að hinir og þessi íslenski "fyrrum milljarðamæringar" eigi vart fyrir salti í grautinn, en það hafa ennþá bara verið sögusagnir. Þrátt fyrir að fjölmargir fjárfestar og bankar hafi staðið höllum fæti, þá hefur enginn ennþá verið lýstur gjaldþrota eða þurft neyðarbjörgun frá Seðlabankanum.
Mér sýnist af þessu, að dönsku spekingarnir hefðu betur litið sér nær, þó svo að gagnrýni þeirra 2006 hafi nú hugsanlega afstýrt því að ástandið væri ennþá verra hér á landi en það í raun og veru er. Svo er náttúrulega hitt, að við Íslendingar eru algjörir snillingar í að halda andlitinu, þannig að hugsanlega eru margir veikir blettir undir tiltölulega sléttu yfirborðinu.
Ég tek það fram, að ég er ekki að gleyma Sparisjóði Mýrasýslu, en honum var bjargað án aðkomu Seðlabankans. Auðvitað hefur Baugur tapað háum upphæðum á Nyhedsavisen, en félagið virðist hafa þolað það tap.
![]() |
Stones Invest úrskurðað gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2008 | 16:58
Hann vildi Meistaradeildina frekar en Stoke og fékk hvorugt
Hyypiä er að vonum sár, þar sem helsta ástæðan fyrir því að hann sagði nei við Stoke, var að hann ætlaði að taka þátt í Meistaradeildinni. Þetta sýnir að þegar menn velja að vera lítill fiskur í stórri tjörn, frekar en stór fiskur í lítilli, þá týnist maður stundum eða er gleyptur af þeim stærri. Hann hélt kannski að hann væri stærra númer hjá Liverpool, en nú er Rafa búinn að af sanna það.
Annars sagði fyrrum samstarfsfélagi minn, Frímann Ingi Helgason, fyrrverandi áfangastjóri Iðnskólans í Reykjavík, þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki sótt um skólameistarastöðu sem auglýst var: "Hvort heldur þú að sé betra að vera 1. stýrimaður á stóru skipi eða skipstjóri á litlu?" Svarið fólst náttúrulega í spurningunni, þ.e. honum fannst hann hafa meiri áhrif sem áfangastjóri Iðnskólans í Reykjavík en sem skólameistari hins ónefnda skóla.
![]() |
Hyypiä tvístígandi varðandi framtíðina hjá Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2008 | 15:20
Eru til lög sem..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2008 | 00:11
Gott hjá Þórunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2008 | 15:20
Af hverju má ekki halda sig við skipulag?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2008 | 12:29
Neikvæður viðskiptajöfnuður, Jöklabréf eða lok ársfjórðungs?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 16:57
Enn fitnar ríkið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2008 | 22:14
Treysta lífeyrissjóðir á verðtryggingu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.8.2008 | 18:13
Af "afsláttarfargjöldum/kortum" Strætó
Bloggar | Breytt 30.8.2008 kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2008 | 12:10
Glitnir breytir stýrivaxtaspá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2008 | 21:46
Sýnir við hvers konar ofurefli var við að etja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 15:06
Bankarnir bjóði upp á frystingu lána
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 13:59
Verðbólgutoppnum náð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 17:00
Atburðir sem Vesturlönd buðu upp á!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.8.2008 | 09:37
Vonbrigði, en samt frábært
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2008 | 08:32
Betra liðið vann - Frábær frammistaða Íslendinga á mótinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 12:19
Glæsilegur árangurinn hjá norsku stelpunum - Til hamingju Þórir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 12:07
Frábær viðurkenning
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 11:53
Tökum gullið - Til hamingju Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði