Leita í fréttum mbl.is

Ákvörðunin kemur ekki á óvart

Ákvörðun Seðlabankans um að breyta ekki stýrivöxtum kemur ekki á óvart.  Ég spáði þessu í færslu minni í sumar (sjá Hvað þurfa raunstýrivextir að vera háir?) og fyrir hálfum mánuði (sjá Glitnir breytir stýrivaxtaspá).  Í síðari færslunni færði ég rök fyrir því að raunstýrivextir væru í raun hálfu prósentu hærri en mismunurinn á verðbólgu og stýrivöxtum gæfi til kynna, þar sem 12 mánaða verðbólgutölur næðu í raun og veru yfir 54 vikur en ekki 52 eins og þær ættu að mæla.  Ársverðbólgan væri því í raun og veru 14%, ekki 14,5% eins og Hagstofan segir.

En aftur að ákvörðun Seðlabanka.  Miðað við upplýsingar sem ég hef safnað um stýrivexti og verðbólgu frá 1994 til dagsins í dag, þá hafa raunstýrivextir (þ.e. munurinn á stýrivöxtum og verðbólgu) aðeins á einu tímabili farið niður fyrir 2%.  Þetta gerðist frá nóvember 2001 fram að vaxtaákvörðun í apríl 2002.  Ýmislegt er líkt með þessu tímabili og núverandi aðstæðum, þ.e. þá eins og nú varð veruleg, skyndileg lækkun krónunnar.  Í báðum tilfellum hækkaði gengisvísitalan snöggt um 30 punkta og sveig síðan um 10-15 í viðbót.  Í báðum tilfellum hefur gengisvísitalan náð tímabundnu jafnvægi langt fyrir ofan gamla jafnvægið.  Í báðum tilfellum hefur fylgt mikil verðbólga. Og í báðum tilfellum hafði Seðlabankinn lækkað stýrivexti talsvert nokkrum mánuðum áður en krónan féll.  Lýkur þar samanburðinum.  En ef við getum notað fortíðina til að spá fyrir um framtíðina, þá gæti þrennt gerst á næstu mánuðum:

  1. Verðbólgan lækkar hratt frá janúar 2009 fram í júlí
  2. Stýrivextir lækka hratt allt næsta ár
  3. Krónan styrkist verulega frá nóvember 2008 fram í aprí/maí 2009
Greinendur eru nokkuð sammála um að atriði 1 og 2 eiga eftir að ganga eftir, en þetta með styrkingu krónunnar er í meiri óvissu.  Ekki það, að krónan mun örugglega styrkjast.  Spurningin er bara hvenær það styrkingarferli hefst og hve mikið hún muni styrkjast.  Ef aftur er leitað til sögunnar, þá tók það krónuna síðast sjö mánuði að ná lægstu stöðu.  Það tók krónuna síðan 6 mánuði að vinna til baka helminginn af veikingunni.  Gerist þetta líka núna, þá þurfum við í fyrsta lagi að bíða fram í október eftir að sjá toppinn á gengisvísitölunni, sem gæti þá verið í 175 eða svo, og styrkingin verður varla meiri en svo að gengisvísitalan í apríl/maí 2009 verður eitthvað á bilinu 145 til 150.  Hafi toppinum aftur verið náð í gær, þegar gengisvísitalan skreið tímabundið upp fyrir 170, þá gætum við verið að horfa á gengisvísitölu upp á 140 - 145 í apríl/maí á næsta ári.  En eins og sagt er um ávöxtun:  Ávöxtun í fortíð tryggir ekki sambærilega ávöxtun í framtíð.  Hún getur bara gefið vísbendingar um þróunina.  Það sama á við um gengið og verðbólguna.  Málið er bara, að ótrúlega margt er líkt í hegðun gengis og verðbólgu síðustu mánuði og var á sama tíma árs 2001.
mbl.is Stýrivextir áfram 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir ættu að líta sér nær

Ýmsir sjálfskipaðir danskir spekingar hafa ruðst fram á völlinn undanfarin 2-3 ár og borið á borð alls konar bölsýnisspár um íslenskt efnahagslíf.  Hugsanlega eiga einhverjar þeirra eftir að rætast, en dönsk fórnarlömb núverandi fjármálakreppu eru þegar orðin mun meira áberandi en þau íslensku.  Um daginn var það Roskilde Bank og lítur út fyrir að einhverjir fleiri bankar og sparisjóðir fylgi.  Í dag eru tvær fréttir.  Önnur er þessi um að Stones Invest hafi verið úrskurðað gjaldþrot og hin um að Skype auðjöfurinn Morten Lund sé orðinn blankur.  Við höfum svo sem heyrt ýmsar sögusagnir um að hinir og þessi íslenski "fyrrum milljarðamæringar" eigi vart fyrir salti í grautinn, en það hafa ennþá bara verið sögusagnir.  Þrátt fyrir að fjölmargir fjárfestar og bankar hafi staðið höllum fæti, þá hefur enginn ennþá verið lýstur gjaldþrota eða þurft neyðarbjörgun frá Seðlabankanum.

Mér sýnist af þessu, að dönsku spekingarnir hefðu betur litið sér nær, þó svo að gagnrýni þeirra 2006 hafi nú hugsanlega afstýrt því að ástandið væri ennþá verra hér á landi en það í raun og veru er.  Svo er náttúrulega hitt, að við Íslendingar eru algjörir snillingar í að halda andlitinu, þannig að hugsanlega eru margir veikir blettir undir tiltölulega sléttu yfirborðinu.

Ég tek það fram, að ég er ekki að gleyma Sparisjóði Mýrasýslu, en honum var bjargað án aðkomu Seðlabankans.  Auðvitað hefur Baugur tapað háum upphæðum á Nyhedsavisen, en félagið virðist hafa þolað það tap.


mbl.is Stones Invest úrskurðað gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann vildi Meistaradeildina frekar en Stoke og fékk hvorugt

Hyypiä er að vonum sár, þar sem helsta ástæðan fyrir því að hann sagði nei við Stoke, var að hann ætlaði að taka þátt í Meistaradeildinni.  Þetta sýnir að þegar menn velja að vera lítill fiskur í stórri tjörn, frekar en stór fiskur í lítilli, þá týnist maður stundum eða er gleyptur af þeim stærri.  Hann hélt kannski að hann væri stærra númer hjá Liverpool, en nú er Rafa búinn að af sanna það.

Annars sagði fyrrum samstarfsfélagi minn, Frímann Ingi Helgason, fyrrverandi áfangastjóri Iðnskólans í Reykjavík, þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki sótt um skólameistarastöðu sem auglýst var:  "Hvort heldur þú að sé betra að vera 1. stýrimaður á stóru skipi eða skipstjóri á litlu?"  Svarið fólst náttúrulega í spurningunni, þ.e. honum fannst hann hafa meiri áhrif sem áfangastjóri Iðnskólans í Reykjavík en sem skólameistari hins ónefnda skóla. 


mbl.is Hyypiä tvístígandi varðandi framtíðina hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru til lög sem..

Eru til lög sem "banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru". Vá! Þýðir það að ekki má fjalla um gamalt morðmál, þar sem morðinginn er búinn að taka út dóminn? Eða eins og í þessu tilfelli...

Gott hjá Þórunni

Ég veit ekki hvort að staðsetningin er nákvæm, en myndin efst á síðunni minni, sýnir svæðið þar sem lón Bjallavirkjunar er hugsað. Svæðið er kannski ekki það fjölfarnasta, en það er ákaflega fallegt og tengist við mikilfenglegt umhverfi Langasjávar í...

Af hverju má ekki halda sig við skipulag?

Ég er nú íbúi í Lindahverfi og óttast ekki þessar framkvæmdir í hverfinu. Ef við tökum, t.d., umferðina, er eitthvað betra að hún renni öll til Reykjavíkur í staðinn fyrir að hluti hennar stoppi í Kópavogi. Einnig gæti fengist betra umferðaflæði, þar sem...

Neikvæður viðskiptajöfnuður, Jöklabréf eða lok ársfjórðungs?

Krónan hefur lækkað verulega undanfarna daga og í dag eru hún í frjálsu falli. Þetta lækkunarferli hófst þegar Seðlabankinn kynnti tölur um viðskiptajöfnuð. Það er furðulegt ef 2 mánaða gamlar upplýsingar séu að hafa áhrif á krónuna sérstaklega þegar...

Enn fitnar ríkið

Það er með ólíkindum að menn geti talað um innheimta veltuskatta hafi minnkað á milli ára fyrstu sjö mánuði ársins, þegar hún jókst um 2,8%. Þó svo að innheimta veltuskatta hafi ekki haldið raunvirði sínu, þá megum við ekki drukkna svo í...

Treysta lífeyrissjóðir á verðtryggingu?

Það var stutt viðtal við Vilhjálm Bjarnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í tilefni niðurstöðu skoðunarkönnunar um afstöðu landsmanna til verðtryggingar. Þar kastaði Vilhjálmur fram gamalli klisju um að nauðsynlegt væri að halda í verðtrygginguna vegna...

Af "afsláttarfargjöldum/kortum" Strætó

Ég var í dag að kaupa strætómiða fyrir strákana mína, sem er svo sem ekki frásögu færandi. Annar er 9 ára og hinn verður 12 ára eftir nokkra daga. Sá eldri fellur því undir þann hóp sem Strætó kallar ungmenni. Gjaldskrá Strætós er í sjálfu sér mjög...

Glitnir breytir stýrivaxtaspá

Ég get ekki annað en haft gaman af þessari breyttu spá Glitnis. Það er nefnilega ekki nema mánuður síðan að greiningardeild bankans gerði ráð fyrir að Seðlabankinn myndi lækka stýrivexti 6. nóv. Það er líka mánuður síðan að ég birti mína spá um þróun...

Sýnir við hvers konar ofurefli var við að etja

Ég fékk það strax á tilfinninguna, þegar BATE frá Hvíta-Rússlandi drógst á móti Val, að þarna hefðu orðið einhver mistök. Liðið væri alltof sterkt til að vera í 1. umferð keppninnar. Mig minnti nefnilega að liðið hefði naumlega fallið úr leik árið á...

Bankarnir bjóði upp á frystingu lána

Í síðustu viku hóf Íbúðalánasjóður að bjóða þeim, sem hafa keypt húsnæði eða eru að byggja og eiga í vandræðum með að selja, upp á að frysta afborganir lána. Samkvæmt fréttum, þá hafa hrúgast inn umsóknir hjá sjóðnum. Nú er spurningin hvort bankarnir...

Verðbólgutoppnum náð

Það er nákvæmlega ekkert sem kemur á óvart í þessum verðbólgutölum. Hvort verðbólgan varð 0,9% milli mánaða eða 1,1% eins og sumar greiningardeildir spáðu skiptir ekki öllu. Það sem aftur skiptir miklu er að toppinum er náð. Búast má við að verðbólga í...

Atburðir sem Vesturlönd buðu upp á!

Rússar vöruðu við því að þetta myndi gerast, ef Vesturlönd styddu sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo. Rússar voru á móti því að Kosovo yrði klofið frá Serbíu og töldu að það setti af stað ferli sem erfitt yrði að stoppa. Það var ekki bara út af Suður-Ossetíu...

Vonbrigði, en samt frábært

Eftir frábært mót er ævintýrið úti. Það endaði ekki eins og við vildum, en engu að síður frábær árangur. Hver hefði trúað því fyrir mótið að Ísland myndi koma heim með silfurverðlaun? A.m.k. ekki ég. Við lögðum heimsmeistara, silfurlið síðustu...

Betra liðið vann - Frábær frammistaða Íslendinga á mótinu

Jæja, úti er ævintýri. Ég vil þakka íslenska landsliðinu fyrir frábæra skemmtun síðasta hálfan mánuð. Liðið mætti ofjörlum sínum í dag og þannig er það bara. Frakkar voru okkur fremri á öllum sviðum og áttu sigurinn skilinn. Munurinn á þessum leik og...

Glæsilegur árangurinn hjá norsku stelpunum - Til hamingju Þórir

Ég vona að norsku stelpurnar hafi sett það fordæmi sem við fylgjum. Frábært hjá þeim norsku og óska ég Selfyssingnum Þóri Hergeirssyni sérstaklega til hamningju.

Frábær viðurkenning

Að Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafi verið valdir í úrvalslið Ólympíuleikanna er stórkostleg viðurkenning fyrir liðið og er ekkert meira en þeir áttu skilið. Til hamingju, strákar, og gangi ykkur vel á...

Tökum gullið - Til hamingju Ísland

Ég hef fulla trú á að við vinnum Frakka í fyrramálið. Ef tölfræði þessara tveggja liða er skoðuð, þá eru þau jöfn á flestum sviðum. Þar sem munar, þá munar litlu eða að tveir þættir vega hvorn annan upp. Hafa verður þó í huga að Frakkar spiluðu við tvo...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband