Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
7.11.2010 | 02:05
Stór hópur fjölskyldna hefur ekki efni á húsnæðinu sínu eða neyslu
Eftir að hafa setið yfir tölum í nokkrar vikur um afkomu heimilanna, greiðslugetu og skuldastöðu, þá finnst mér einsýnt að hér munu hlutirnir ekki færast í samt lag nema kaupmáttur aukist með hækkandi tekjum. Slík hækkun tekna verður að ná til allra hópa með undir 450 þús.kr. í laun á mánuði.
Því miður er staðan sú, að tiltekinn hópur fjölskyldna hefur ekki tekjur til að standa undir lágmarksneyslu, hvað þá að hafa eitthvað afgangs til að greiða fyrir húsnæði. Þetta er vandamál sem nær til allra fjölskyldugerða, en þó síst hjá barnlausum hjónum. Ef maður skoðar neyslutölur sem Hagstofan safnar, þá er myndin mjög dökk. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi úr tölum Hagstofunnar fyrir árin 2006-2008 og er að finna í Hagtíðindum fyrir 2006-2008. Sýni ég neyslu fyrir svo kallaða viðmiðunareiningu, en hún jafngildir neyslu fyrsta fullorðins einstaklings í hverri fjölskyldu. Hver fullorðinn eftir það telst 0,7 neyslueiningar og hvert barn 0,5 neyslueiningar. Hjón með tvö börn telst því 2,7 neyslueiningar.
Meðalútgjöld 2006-2008 kr. 2.720.465 (kr. 226.705 á mánuði)
Höfuðborgarsvæðið kr. 2.853.017 (kr. 237.751 á mánuði)
Annað þéttbýli kr. 2.521.790 (kr. 210.149 á mánuði)
Dreifbýli kr. 2.537.509 (kr. 211.459 á mánuði)
Einhleypir kr. 3.072.827 (kr. 256.069 á mánuði)
Hjón/sambýlisfólk án barna kr. 3.490.970 (kr. 290.914 á mánuði)
Hjón/sambýlisfólk með börn kr. 2.485.025 (kr. 207.085 á mánuði)
Einstæðir foreldrar kr. 2.224.329 (kr. 185.361 á mánuði)
Önnur heimilisgerð kr. 2.314.274 (kr. 192.856 á mánuði)
Meðalneysla á heimili eftir ráðstöfunartekjum:
1. fjórðungur kr. 2.440.158 (203.346 á mánuði)
2. fjórðungur kr. 2.417.810 (201.484 á mánuði)
3. fjórðungur kr. 2.685.297 (223.775 á mánuði)
4. fjórðungur kr. 3.411.412 (284.284 á mánuði)
Meðalneysla á heimili eftir útgjaldafjórðungum:
1. fjórðungur kr. 1.728.292 (144.024 á mánuði)
2. fjórðungur kr. 2.129.329 (177.444 á mánuði)
3. fjórðungur kr. 2.585.046 (215.420 á mánuði)
4. fjórðungur kr. 3.881.563 (323.464 á mánuði)
Ef við tökum 1. fjórðung út frá útgjöldum, þá sýnir sú tala meðalneyslu þeirra 25% landsmanna sem eru með lægst neysluútgjöld. Inni í kr. 1.728.292 er húsaleiga og reiknuð húsleiga upp á 20,7% af tölunni en enginn kostnaður vegna kaupa á bifreið. Ef ég tek þennan lí út, þá standa eftir kr. 1.370.535 eða kr. 114.211 á mánuði. Þetta er sem sagt meðalneysla einstaklings í lægsta útgjaldafjórðungi á Íslandi árin 2006-2008 á verðlagi ársins 2008 (þ.e. framreiknað miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs). Til þess að hafa efni á þessari neyslu, þá þarf viðkomandi að hafa kr. 121.500 á mánuði í tekjur miðað við að greitt sé í lífeyrissjóð og séreignarsparnað eða kr. 1.458.000 á ári. Í þessum hópi eru að meðaltali 2,59 einstaklingar, sem samsvara 2,03 neyslueiningum. 114.211 * 2,03 = 231.848 kr. í neyslu kallar á tekjur upp á rúmlega 323.000 kr. á mánuði ef fyrirvinnan er ein, en 243.000 kr. ef fyrirvinnur eru tvær.
Skoðum þá næst húsnæðiskostnað. Hér er um tvo kosti að ræða, þ.e. að vera á leigumarkaði eða verða í eigin húsnæði. Ég ætla að taka dæmi af íbúð með 10 m.kr. áhvílandi láni. Greiðslubyrði af þvi er hér stillt á 5.000 kr. á hverja milljón á mánuði eða 50.000 kr. Það þýðir að framfærslukostnaðurinn fyrir þessa fjölskyldu fer úr kr. 231.848 í kr. 281.848 á mánuði. Nú vill svo til að hátt í 22 þúsund fjölskyldur sem eiga húsnæði eru með ráðstöfunartekjur að hámarki 250.000 kr. Þær eru vissulega misstórar, en alveg má reikna með því a.m.k. helmingurinn sé í þeirri stöðu að hafa ekki efni á húsnæðinu sem hann býr í, jafnvel þrír-fjórðuhlutar. Er þetta þrátt fyrir að verið sé að skoða neyslu þeirra sem spara mest við sig í neyslu. Húsnæðisskuld upp á 10 m.kr. er síðan ekki há tala og sýnist mér af tölum Seðlabanka Íslands að rúmlega 63% heimila skuli meira en 10 m.kr. í húsnæði sínu. Án þess að hafa neitt sérstakt fyrir mér, þá grunar mig að stærsti hluti þeirra heimila, sem eru með 10 m.kr. eða minna í húsnæðisskuld sé í aldursflokknum 55 ára og eldri en jafnframt er algengast að sá hópur hafi ekki börn á heimilinu.
Raunar er áhugavert að sjá hve lítill munur er á neyslu þriggja lægstu neysluhópanna og hvernig þeir neysluglöðustu toga upp meðaltalið, þegar kemur að tekjuhópunum. Munurinn á fyrrnefndu hópunum þremur er innan við 270 þús.kr. á ári á hverja neyslueiningu eða 22.500 kr. á mánuði, þrátt fyrir að það muni rúmlega 100 þús.kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur. Samkvæmt tölum Hagstofunnar vill svo til að heimilisstærð er nokkurn vegin sú sama hjá þessum hópum (2,44-2,47 einstaklingar), þannig að neysla ræðst hjá þeim af heimilisstærð en ekki tekjum! Tölur Hagstofunnar sýna einnig að tveir neðri hóparnir eyða meira en þeir afla.
Allt virðist þetta bera að sama brunni: Stór hópur landsmanna hefur ekki efni á því lífi sem þeir lifa, hver svo sem ástæðan er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
5.11.2010 | 17:27
53% segjast geta hugsað sér að styðja HH sem stjórnmálaflokk
Bylgjan var með skoðanakönnun þar sem spurt var:
Gætir þú hugsað þér að kjósa Hagsmunasamtök heimilanna í þingkosningum, ef þau byðu fram?
Niðurstaðan kemur mér heldur betur á óvart:
Ég segi bara takk fyrir.
Ég átta mig á því að ekki er verið að lýsa yfir beinum stuðningi við HH og stuðningurinn yrði líklegast ekki nærri eins mikill, ef til alvörunnar kæmi. Þetta er samt gríðarlegur stuðningur við það sem við erum að gera og viðurkenning á starfi okkar.
Vandi fylgir vegsemd hverri og þannig er það með þessa. Við sem störfum innan Hagsmunasamtaka heimilanna höfum reynt að vanda okkur í okkar málflutningi. Ekki setja neitt fram nema hafa skoðað málin. Hvort við verðum gott stjórnmálaafl mun líklegast aldrei koma í ljós, þar sem við höfum tekið okkur stöðu þar sem við erum, vegna þess að við teljum það henta málstaðnum best. Ég tala náttúrulega bara fyrir mig og hver og einn stjórnarmaður hefur sína sýn á framtíðina. En enn og aftur: Takk fyrir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
3.11.2010 | 00:11
Af sjálfstæði greiningardeildar Glitnis
Á visir.is er frétt um þá greiningu greiningardeildar Glitnis frá 11. október 2007 að stöðutaka í erlendri mynt fari "að verða vænlegur kostur". Fréttastofa Stöðvar 2 leitaði til Íslandsbanka út af þessu og greinir frá viðbrögðum bankans með eftirfarandi hætti:
Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk í dag frá greiningardeild Íslandsbanka er ekki hægt að fallast á að með þessu hafi bankinn sjálfur hvatt til þess að tekin yrði staða gegn krónunni. Greiningardeildin hafi verið sjálfstæð og spár og ráðleggingar hennar hafi verið settar fram með fyrirvara um að þær ákvarðanir sem teknar væru á grundvelli hennar væru á ábyrgð þess sem tæki þær.
Við þetta er rétt að gera athugasemd:
1. FME hefur sett út á að aðskilnaður greiningardeildarinnar frá annarri starfsemi hafi verið ónógur.
2. Greiningardeildin var, samkvæmt skipuriti, hluti af markaðsviðskiptasviði Glitnis, en það svið innihélt samkvæmt upplýsingum í Þjóðhagsspá Glitnis 2008 - 2011, sem gefin var út í september 2008, eftirfarandi deildir (heiti eru á ensku eins og þau eru orðuð í Þjóðahagsspánni):
- Markets Head Office
- Markets FX Managed Accounts
- Markets Securities Brokerage
- Markets Derivatives
- Markets FX Sales
- Research (þ.e. greiningardeild)
- Proprietary Trading
Nú vil ég eftirláta lesendum að ákvarða hvort greiningardeildin hafi verið algjörlega sjálfstæð eining eða ekki. Hvernig getur deild sem er hluti af markaðsviðskiptasviði talist sjálfstæð? Spyr sá sem ekki veit. Starfsfólk greiningardeildar vann við hliðina á því fólki sem sá um ráðgjöf á sviði gjaldeyrismála. Eigum við að trúa því, að spárnar hafi ekki verið hluti af beinni markaðsaðgerð. Því miður, þá trúi ég því ekki. Þetta fyrirkomulag, að hafa greiningardeild sem hluta af markaðsviðskiptasviði, er í mínum huga ótrúlegt klúður af hálfu bankans og gerir það að verkum að ekki er hægt að líta á "spárnar" sem neitt annað en markaðsstarfsemi.
Höfum svo í huga að þessi sama "greiningardeild" kom með ótrúlega "spá" um gengisþróun árið 2008. Í maí 2008, þá "spáði" deildin að meðalgengisvísitala ársins yrði um 142 og lokagengisvísistalan yrði 135. Annað hvort var "greiningardeildin" með bundið fyrir bæði augu, bæði eyru og munn og fálmaði um í myrkri eða hún var djúpt sokkinn í þann blekkingarleik sem var í gangi. Annað hvort var hún skipuð fólki sem hafði ekki hundsvit á því sem var að gerast í hagkerfinu eða það tók virkan þátt í því að draga fólk á ansaeyrunum. Mér er svo sem sama hvort er. Ég held a.m.k. ekki að það sé þess virði að flagga því í starfsferilskrá að hafa starfað í greiningardeildinni árið 2008. Það ótrúlega er náttúrulega það, að margir sem unnu að því að ljúga að fólki árið 2008, vinna fyrir hinn "nýja" banka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði