Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
6.11.2008 | 12:48
Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
Hér er grimm spá sem þarf ekki að verða að veruleika. Haldi ríkisstjórnin áfram að gera ekki neitt, eins og tíðkast hefur síðustu mánuði og ár, þá mun ekkert koma í veg fyrir að framtíðarsýn Seðlabankans renni upp.
Nú þarf strax að grípa til aðgerða og fá færustu sérfræðinga landsins og þá erlendu aðila sem næst í til að mynda nokkur aðgerðaráð. Ég sé fyrir mér að þessi ráð verði um eftirfarandi málefni:
- Fjármálaumhverfi: Verkefnið að fara yfir og endurskoða allt regluumhverfi fjármálamarkaðarins.
- Bankahrunið og afleiðingar þess: Verkefnið að fara yfir aðdraganda bankahrunsins svo hægt sé að læra af reynslunni og draga menn til ábyrgða.
- Atvinnumál: Verkefnið að tryggja eins hátt atvinnustig í landinu og hægt er á komandi mánuðum.
- Húsnæðismál: Verkefnið að finna leiðir til að koma veltu á fasteignamarkaði aftur á stað.
- Skuldir heimilanna: Verkefnið að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu.
- Ímynd Íslands: Verkefnið að endurreisa ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
- Félagslegir þættir: Verkefnið að byggja upp félagslega innviði landsins.
- Ríkisfjármál: Verkefnið að móta hugmyndir um hvernig rétta má af stöðu ríkissjóðs.
- Peningamál: Verkefnið að fara ofan í peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, endurskoða hana eftir þörfum og hrinda í framkvæmd breyttri stefnu með það að markmiði endurreisa traust umheimsins á Seðlabanka Íslands
- Gengismál: Verkefnið að skoða möguleika í gengismálum og leggja fram tillögur um framtíðartilhögun.
- Verðbólga og verðbætur: Verkefnið að fara yfir fyrirkomulag þessara mála og leggja til umbætur sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika.
- Framtíð Íslands - Á hverju ætlum við að lifa: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi nýja atvinnuvegi.
- Framtíð Íslands - Hvernig þjóðfélag viljum við: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi inniviði þjóðfélagsins.
Þessir hópar þurfa að vera fleiri, en ég læt þessa upptalningu duga.
Hóparnir þurfa að vera ópólitískir. Fyrir hverjum hópi fari einstaklingar úr atvinnulífinu eða háskólasamfélaginu. Stærð hópa velti á umfangi vinnu og hversu brýn viðfangsefnin eru. Stærri hópar þurfa lengri tíma. Mikilvægt sé að allir geti komið skoðunum sínum að. Misjafnt er hve hratt hóparnir þurfa að vinna, en ljóst að "neyðarhóparnir" þurfa að vinna hratt og vel.
Ég vona náttúrulega að þessi vinna sé þegar farin í gang, a.m.k. að einhverju leiti. Málið er að þetta þolir enga bið, þar sem töf á endurreisnarstarfi mun bara gera kreppuna verri.
Spá 40% lækkun íbúðaverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.11.2008 | 23:41
Að halda uppi atvinnu skiptir sköpum
Það er sama hvert litið er, alls staðar blasir við sama sjónin. Samdráttur, uppsagnir, þrengingar og gjaldþrot. Þetta minnir mig á það sem sagt var um ástandið í Finnlandi á sínum tíma. Af því sem ég hef heyrt frá fólki sem upplifði finnsku kreppuna, þá virðist fólk almennt vera sammála um að þar hafi ein reginn mistök verið gerð. Þess var ekki gætt að fólk héldi vinnunni sinni. Það þótti betra að fólk hrúgaðist inn á atvinnuleysisskrá og mældi göturnar. Bent er á að í sumum héruðum Finnlands hafi atvinnuleysi farið upp í 50% og á mörgum stöðum verið yfir 30%. Þjónusta lagðist af, fyrirtæki lokuðust. Fólk svalt af því að það hafði ekki efni á mat. Börnum var gefinn morgunmatur í skólum á mánudagsmorgnum, þar sem þau höfðu lítið fengið að borða frá því í hádeginum á föstudögum. Ástandið var ískyggilegt.
Ég nefni þetta hér, bæði vegna þess að þessar lýsingar rifjuðust upp fyrir mér þegar ég hlustaði á viðtal um þetta efni í útvarpinu í gær og eins vegna þess að þetta er nokkuð sem við verðum að forðast. Það er betra að ríkið komi til móts við atvinnurekendur með því að greiða þeim andvirði atvinnuleysisbóta til að lækka launakostnað, en að þau segi fólki upp. Meðan fólk er í vinnu, þá er það í verðmætasköpun eða að veita þjónustu. Við getum kallað þetta atvinnubótavinnu, gott og vel, en allt er betra en stórfellt atvinnuleysi. Ríkið getur líka hrint í framkvæmd mannfrekum verkefnum sem það hefur ekki viljað fara út í. Ég get nefnt sem dæmi að koma skjölum Þjóðskjalasafns og héraðsskjalasafna í það horf sem er söfnunum til sóma. Að færa gamlar sjúkraskrár yfir á tölvutækt form. Að taka í gegn hinar mörgu byggingar ríkisins, þar sem viðhald hefur dregist. Ég gæti vafalaust haldið svona áfram lengi og aðrir eru með sínar hugmyndir. Allt er betra en fjöldaatvinnuleysi. Jóhanna Sig. og Árni Mat. nú er komið að ykkur að láta verkin tala.
Um 70% samdráttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2008 | 10:01
Hinn almenni borgari á að blæða
Það er gjörsamlega fáránlegt að leggja til svo eignaupptöku. Við skulum hafa í huga, að hinn almenni borgari gerði í fæstum tilfellum nokkuð rangt. Vissulega tóku ýmsir 90 - 100% lán og þau hafa hækkað, en í langflestum tilfellum hefur það eitt gerst að greiðslubyrði lána hefur vaxið fólki yfir höfuð vegna þess að ríkisstjórn og Seðlabanka mistókst að viðhalda efnahagslegum stöðugleika. Í verðtryggingarkerfi eins og hér á landi, þá hækka lánin og koma ekki niður aftur. Það þarf að leysa, ekki með því að taka eignina af fólki, heldur með því að færa greiðslubyrði hvers einstaklings niður á það stig að hann ráði við það á sama hátt og hann réð við það áður.
Fyrirtæki geta fært starfsemi sína yfir á nýja kennitölu. Það geta einstaklingar ekki. Ég væri alveg til í að stofna ehf um húseignina mína og kaupa hana svo aftur af ehf-inu á lægra verði. Ég get það ekki (a.m.k. eftir því sem ég best veit). Að Íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðirnir eigi að eignast hluta af húsnæði á móti fyrri eiganda er gjörsamlega út í hött. Ég hef lagt til aðferð, sem ég tel margfalt betri og sanngjarnari gagnvart almenningi. Ég birti hana í færslu hér í síðasta mánuði og vil birta hana hér aftur:
- Íbúðalánasjóður yfirtekur lán að fullu hjá banka, sparisjóði eða lífeyrissjóði samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnar.
- Fundið er viðmiðunargengi/vísitala, sem láni er stillt í, fyrir lántakanda að greiða.
- Upphæð sem verður afgangs er sett til hliðar og geymd.
- Lántakandi greiðir af sínum hluta lánsins eins og áður og tekur þaðan í frá á sig vísitölu- eða gengishækkanir eða nýtur vísitölu- eða gengislækkana.
- Verði annað hvort mjög mikil styrking á krónunni/verðhjöðnun eða mikil kaupmáttaraukning, þá tekur lántakandi á sig stærri hluta lánsins.
- Stofnaður verði sjóður sem renna í einhverjir X milljarðar á ári, t.d. af fjármagnstekjuskatti eða söluandvirði bankanna þegar þeir verða seldir, og hann notaður til að afskrifa þann hluta lánanna sem er geymdur.
Auðvitað er þetta ekkert annað en niðurfærsla höfuðstóls, en þó með þeim formerkjum að ekki er um endanlega niðurfærslu að ræða. Hugmyndin var fyrst sett fram, þegar talið var að Landsbankinn og Kaupþing myndu standa storminn af sér, þannig að á þeim tímapunkti var gert ráð fyrir að bankar myndu greiða í sjóðinn. Þar sem ekki er einu sinni vitað hverjir standa þennan storm af sér, þá er einfaldara að nota fjármagnstekjuskatt í þetta eða söluandvirði bankanna.
Til að skýra betur hvað er átt við:
Verðtryggðalán eru stillt af þannig að höfuðstóllinn þeirra er færður í það horf sem hann var þegar vísitalaneysluverðs var 281,8, sem er vísitalan um síðustu áramót. Þessum höfuðstól er haldið óbreyttum þar til verðbólga milli mánaða er komin niður fyrir efri vikmörk Seðlabankans, en við það hefst aftur tenging höfuðstólsins við vísitöluna.
Gengistryggð lán eru stillt af þannig að höfuðstóll þeirra sé miðaður við gengi um síðustu áramót. Það má annað hvort gera með því að færa lánið yfir í íslenska mynt á þessu gengi og láta lánið eftir það breytast eins og um innlent lán sé að ræða eða með því að færa niður höfuðstól lánsins sem því nemur. Verði farin sú leið að færa lánið yfir í íslenskar krónur, þá byrjar lánið strax að breytast í samræmi við skilmála nýs láns. Verði farin sú leið að halda gengistengingunni, þá helst lánið í áramótagenginu, þar til nýtt ásættanlegt og fyrirfram ákveðið jafnvægi er komið á krónuna. Þar sem algjörlega er óvíst hvert jafnvægisgengi krónunnar er, þá gæti þurft að endurskoða endanlega stöðu höfuðstóls þegar því jafnvægi er náð.
Sá hluti höfuðsstólsins, sem settur var til hliðar vegna þessa, er settur á sérstakan "afskriftarreikning". Þessi reikningur getur lækkað með þrennu móti: 1. a) Verðtryggt lán: Ef breyting á vísitölu neysluverð fer niður fyrir verðbólguviðmið Seðlabankans, þá greiðir skuldarinn hærra hlutfall af skuldinni. 1. b) Gengistryggt lán: Ef gengisvísitala fer niður fyrir ákveðið gildi, þá lækkar höfuðstólsgreiðslan ekki, en skuldarinn greiðir í staðinn hærri hluta skuldarinnar. 2. Stofnaður er sérstakur afskriftarsjóður sem greiðir árlega niður lán á "afskriftarreikninginum". Afskriftarsjóður hefur tekjur sínar af hagnaði ríkisbankanna, fjármagnstekjuskatti lögaðila og söluandvirði eins eða fleiri af ríkisbönkunum, þegar bankarnir verða seldir aftur. 3. Við fyrstu sölu eignar rennur ákveðinn hluti andvirðis húsnæðisins í afskriftarsjóðinn.
Auðvitað þarfnast þetta allt nánari útfærslu, en markmiðið er að vera með sanngjarnar reglur.
Mönnum finnst þetta kannski dýr lausn, en málið er að hún kostar nákvæmlega það sama og leið Gylfa og Jóns. Eignist Íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðirnir hluta af húsnæði einstaklinga, þá er það hvort eð er bara talnaleikur. Skiptir einhverju máli hvort þessir aðilar eiga kröfu á afskriftarsjóðinn eða eignarhlut í húsnæði, sem þeir hugsanlega fá ekki greiddan fyrr en eftir dúk og disk, auk þess sem eigandi húsnæðisins er settur í nokkurs konar átthagafjötra, þar sem hann veit að um leið og hann seldur, þá hirðir einhver annar af honum stóran hluta af söluverðinu.
Skoðað hvort leyft verður að selja hluta húsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
3.11.2008 | 16:20
Geir, þú átt að segja satt.
Fyrir réttum 5 vikum sagði Geir: "Nei, þetta var enginn krísufundur. Ég er nýkominn að utan og bað um að hitta Davíð til að setja mig inn í málin hérna."
Viku seinna sagði Geir: "Nei, það var bara venjulegur fundur. Björgólfur Thor er sjaldan á landinu og mér finnst gott að hitta hann við og við."
Daginn eftir segir Geir: "Það var niðurstaða okkar að við þurfum ekkert að gera."
(Auðvitað eru þetta ekki orðrétt haft eftir manninum, en nokkurn veginn.)
Hvað kom svo í ljós? Það voru krísufundir um allan bæ síðustu helgina í september, þar sem reynt var að finna leið til að fella, nei fyrirgefið, bjarga Glitni. Dagana á eftir voru nokkrir fundir með Landsbankamönnum, þar sem leitað var leiða til að sameina Landsbankann og Glitni og því var ekkert gott við það að Björgólfur Thor væri að hitta Geir. Síðan kemur mánudagurinn 6. október og sett eru neyðarlög innan við18 klst. eftir að ekkert þurfti að gera.
Rétti þeir upp hönd sem trúa orðum mannsins. Ég geri það ekki og get ekki túlkað orð hans á annan hátt, en þveröfugt við það sem hann segir. Það eru greinilega miklir brestir í samstarfinu og bara sú krafa Samfylkingarinnar að Davíð víki hefði undir öllum öðrum kringumstæðum orðið til þess að stjórnarsamstarfið væri úti.
Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
3.11.2008 | 16:00
Hvaða áhrif hefur þetta á bankana? Er þetta kauptækifæri?
Það er leiðinlegt að menn tapi á því að treysta Íslendingum og mun skaða orðspor okkar um langa framtíð. Það sem mig langar meira að vita er hvaða áhrif þetta hefur á bankana. Þeir tóku lán til að lána aftur til fyrirtækja og einstaklinga. Ef lánin sem bankarnir tóku verða öll meira og minna afskrifuð, mun það nýtast okkur skuldurum bankanna eitthvað?
Annað í þessu. Gæti hér myndast kauptækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í vanda að kaupa kröfur á bankana og selja þær síðan bönkunum gegn niðurfærslu sinna skulda? Ég væri alveg til í (ef ég hefði efni á því) að kaupa 100 milljarða kr. kröfu á Landsbankann (svo dæmi sé tekið) fyrir 3 - 5 milljarða og selja honum hana síðan aftur á segjum 10 - 15 milljarða. Málið er að ég á náttúrulega ekki 5 milljónir handbærar hvað þá 5 milljarða.
Lítið fáist upp í skuldir bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 12:11
Engar hádegisfréttir á Stöð 2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2008 | 09:19
Veðmál á veðmál ofan
Mér sýnist sem ákveðinn hluti íslenska fjármálageirans sé haldinn slæmri spilafíkn. Það hefði kannski verið betra að leyfa fjárhættuspil hér á landi og skapa þeim sæmilega lokað umhverfi til að leggja sitt eigið líf í rúst, en láta okkur hin í friði. Það kemur svo sem ekki fram í frétt mbl.is hvort að bankarnir voru með í því að taka "stórfelldar stöðutökur gegn íslensku krónunni" bara haft eftir heimildarmanni að
..það haf[i] komið á óvart hversu háum fjárhæðum fjárfestingafélög, innlend og erlend, hafi verið tilbúin að veðja á að íslenska krónan myndi veikjast.
Ég feitletraði það sem mér fannst skipta máli. Nú er spurningin hver þessi innlendu félög voru og hvort eitthvað af þessum samningum enduðu hjá bönkunum, þ.e. hvort bankarnir voru virkir þátttakendur í þessu eða bara eðlilegur milligönguaðili.
Annars var ég að horfa á mjög forvitnilega fréttaskýringu í 60 minutes í gærkveldi, þar sem fjármálamarkaðnum var bara lýst sem jafn ómerkilegri veðmálastarfsemi og íþróttaveðmálum. Þeir sem ekki komust að kjötkötlunum til að versla með pappírana sjálfa, stóðu í veðmálum um þróun þeirra. Þetta er svo sem ekkert annað en ég hef oft verið að tala hér um í tengslum við skuldatryggingarálag og starfsemi vogunarsjóða en þessi eftirlitslausi markaður er búinn að leggja hátt í 600.000 milljarða USD undir (516.000 milljarða USD í CDO og 56.000 milljarða í CDS).
Ég hef margoft bent á að regluverk fjármálakerfisins þarfnist verulegrar yfirhalningar. Í upplýsingaöryggismálum erum við með í grunninn tvær reglur:
- Allt er leyft sem er ekki sérstaklega bannað
- Allt er bannað sem er ekki sérstaklega leyft
Fjármálageirinn virðist hafa verið stilltur á reglu 1 undanfarin ár og ekki bara það, hann hefur verið undir eigin eftirliti. Hvað á ég við með því? Jú, það þarf ekki annað en að fara inn á vefsvæði Fjármálaeftirlitsins til að sjá, að eftirlitsskyldir aðilar eiga að skila fleiri tugum skýrslna á hverju ári í gegnum rafrænt skilakerfi. Hjá FME starfa 53 starfsmenn (samkvæmt upplýsingum á vefsvæði). Ég leyfi mér að efast stórlega um að FME hafi haft burði til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Raunar var ég svo efins um það í vor, þegar stofnunin sendi frá sér enn eitt sjálfsmatsformið, að ég sendi þeim póst, þar sem ég bauð fram þjónustu mína við að aðstoða stofnunina við að sannreyna upplýsingarnar.
Veðjuðu á veikingu krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði