28.2.2008 | 19:43
Mat byggt á hverju?
Vissulega er ýmislegt sem breyst hefur til hins verra í rekstrarumhverfi íslensku bankanna, en það er ekkert sem bendir til þess að rekstur þeirra standi eitthvað veikari fótum en fyrr. Þannig er lausafjárstaða Kaupþings mjög sterk. Raunar svo sterk að ég efast um að það finnist margir bankar í Evrópu, hvað þá Norðurlöndum, sem er eins vel fjármagnaður. Bankinn er búinn að grípa til fjölþættra aðgerða til að bregðast við "bankakreppunni" og er í raun óskiljanlegt að lánshæfismat hans hafi lækkað svona mikið. Svipaða sögu er að segja af Landsbankanum, en Icesave reikningarnir í Bretlandi hafa styrkt lausafjárstöðu bankans mjög mikið. Nú er bankinn fjármagnaður að stórum hluta af innlánum í stað lána á millibankamarkaði. Glitinir stendur líklegast verst að þessu leiti af íslensku bönkunum, en þar hafa menn þegar farið af stað með aðhaldsaðgerðir.
Það merkilegasta við þess breytingu er að "bankakreppan" fór af stað vegna vandræða með svo kölluð undirmálslán á bandarískum fasteignamarkaði. Það er tvennt sem vert er að hafa í huga varðandi þessi lán. 1) Íslensku bankarnir eiga lítið sem ekkert undir varðandi þessi lán. 2) Moody's lofsöng þessi lán fyrir bara einu ári eða svo. Evrópskir bankar treystu þessum lánum eftir að Moody's, S&P og fleiri matsfyrirtæki stimluðu þau í bak og fyrir á sínum tíma og hirtu sína þóknun fyrir að hafa komið með greiningu sína (samkvæmt upplýsingum í 60 minutes).
Það er grafalvarlegur hlutur að lánshæfimat íslensku bankanna sé að lækka með þessum hætti. Menn bera hugsanlega blak af Moody's og segja að þetta hafi verið fyrirsjáanlegt, en þegar horft er til þess að fjölmargir erlendir bankar, sem hafa farið mjög illa út úr undirmálslánunum, eru að halda fyrra mati sínu, þá vekur þetta furðu. Það sem verra er að svona mat, sem hugsanlega er byggt á veikum grunni getur haft dómínóáhrif á íslenskt efnahagslíf og er ekki gott innlegg á sama tíma og Seðlabanki Íslands er þegar búinn að stytta í hengingarólinni meira en góðu hófu gegnir.
Lánshæfismat bankanna lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll,
bíddu aðeins með dómínóspádóma - Glitnir hefur t.d. starfað undir merkjum A einkunnar, en ekki Aa og kæmi mér ekki á óvart að ætti við um hina bankana eitthvað svipað. Reyndar er einkunn Moody´s nú alls ekki slæm, reyndar nokkuð sterk í ljósi geggjaðra umsagna víða að, t.d. héðan úr Danmörku.
Hvað sem líður raunhæfi matsins, bíður bankanna og opinberra aðila hér að bæta upplýsingagjöf og syna fram á styrkleika bankanna ... og íslensks efnahagslífs.
Ég tel að bankarnir geti notað einkunn Moody´s sér til hjálpar á næstunni, því eflaust hafa sumir búist við enn meira falli - bankarnir eru reyndar á pari við það sem var fyrir ári síðan.
Ólafur Als, 28.2.2008 kl. 19:58
Líklega er það rétt sem þú bendir á að bankarnir sjálfir standa ekki svo illa. Eru erlendu matsaðilarnir ekki að horfa á þetta, sem þú sjálfur bendir á? Er ekki mögulegt að hérna komi upp svipuð staða og í Bandaríkjunum, við erum jú ennþá skuldugri en þeir. Íslenska verðtryggingar + jafngreiðslu kerfið er miklu meira seindrepandi en í öðrum löndum, en þegar tíminn líður og afborganir hækka jafnt og þétt og húsnæðisverð lækkar, þá verður óþolandi ástand hjá skuldugu fólki.
Íslendingar eru orðnir svo hrikalega skuldugir að fólk á ekki lengur bílana sína. Jafnvel gamlar druslur eru keyptar í gegnum lánafyrirtæki.
Uppgangur bankanna hefur byggst á óvenju hagstæðum lántökum erlendis sem síðan eru endurlánuð hér með yfir 10% hærri vöxtum. Þessi tími er einfaldlega liðinn og kemur ekki aftur næstu árin.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.