Leita í fréttum mbl.is

Eru gengistryggđ lán ólögleg? - endurbirt fćrsla

Ég birti ţessa fćrslu fyrst í apríl og vil birta hana aftur vegna skyndilegs áhuga Morgunblađsins á málinu. Međ ţví ađ smella á tengilinn má sjá umrćđuna sem skapađist síđast.

Eru gengistryggđ lán ólögleg?

Í lögum nr. 38/2001 um vexti og verđbćtur er í greinum 13 og 14 fjallađ um vísitölutengingu skuldbindinga.

VI. kafli. Verđtrygging sparifjár og lánsfjár.
13. gr. Ákvćđi ţessa kafla gilda um skuldbindingar sem varđa sparifé og lánsfé í íslenskum krónum ţar sem skuldari lofar ađ greiđa peninga og ţar sem umsamiđ eđa áskiliđ er ađ greiđslurnar skuli verđtryggđar. Međ verđtryggingu er í ţessum kafla átt viđ breytingu í hlutfalli viđ innlenda verđvísitölu. Um heimildir til verđtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveđi á um annađ.
Afleiđusamningar falla ekki undir ákvćđi ţessa kafla.
14. gr. Heimilt er ađ verđtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verđtryggingarinnar vísitala neysluverđs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvćmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánađarlega í Lögbirtingablađi. [Vísitala sem reiknuđ er og birt í tilteknum mánuđi gildir um verđtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi ţar nćsta mánađar.]*
Í lánssamningi er ţó heimilt ađ miđa viđ hlutabréfavísitölu, innlenda eđa erlenda, eđa safn slíkra vísitalna sem ekki mćla breytingar á almennu verđlagi.

*(L. 51/2007. 1. mgr.)

Ţađ vekur athygli í ţessum greinum, sem "gilda um skuldbindingar sem varđa sparifé og lánsfé í íslenskum krónum" ađ "[h]eimilt er ađ verđtryggja sparifé og lánsfé .. sé grundvöllurinn verđtryggingarinnar vísitala neysluverđs" eđa "hlutabréfavísi[tala]..eđa safn slíkra vísitalna".  Ţó svo ađ greinin banni ekki beint ađrar tengingar, ţá verđur ađ túlka hana á ţann hátt.  Ţađ er jú veriđ ađ nefna ţađ sem er heimilt á grundvelli reglunnar "allt er bannađ sem er ekki sérstaklega leyft".  Ekki vćri veriđ ađ nota orđiđ "heimilt", nema vegna ţess ađ annađ er bannađ.

Í greinargerđ međ frumvarpinu (sjá http://www.althingi.is/altext/126/s/0872.html) segir um 13. og 14. gr.:

    Í 13. gr. frumvarpsins er fjallađ um gildissviđ kafla um verđtryggingu sparifjár og lánsfjár.
    Í 1. mgr. er lagt til ađ heimildir til ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ gengi erlendra gjaldmiđla verđi felldar niđur. Frá 1960 var almennt óheimilt ađ binda skuldbinding ar í íslenskum krónum viđ gengi erlendra gjaldmiđla. Ţessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög“). Međ breytingum á ţeim áriđ 1989 var ţó heimilađ ađ gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum međ sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seđlabankinn birti. Ţessi breyting var liđur í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli ţessara vísitalna hefur notiđ tak markađrar hylli.
    Samkvćmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verđur ekki heimilt ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla. Er taliđ rétt ađ taka af allan vafa ţar ađ lútandi.

(Leturbreytingar: MGN)

Ég fć ekki betur séđ en ađ gengistryggđ lán, hvort heldur hrein eđa međ myntkörfu í bland viđ íslenskar krónur, séu ólögleg! ".. ekki verđur heimilt ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla".  Verđur ţađ nokkuđ skýrar?  Fjármálafyrirtćkin eru búin ađ vera ađ selja ólögleg lán í fjölmörg ár.

Ţar sem  ţessi lán eru helsti dragbítur margra heimila og fyrirtćkja, ţá skiptir ţetta miklu máli.  Hvernig stendur á ţví ađ Fjármálaeftirlit, Seđlabanki Íslands og viđskiptaráđuneytiđ hafa látiđ ţetta óátaliđ?  Hvađ segir ríkissaksóknari viđ ţessu?  Mér finnst alveg međ ólíkindum ađ ţetta hafi veriđ látiđ óátaliđ í öll ţessi ár, ţegar reyndin er ađ međ lögum nr. 38/2001 var löggjafinn ađ banna ţessi lán.

Nú ţýđir ekki fyrir fjármálafyrirtćki ađ ćtla sér ađ snúa út úr og segja ađ ţetta hafi veriđ skuldbindingar í erlendum gjaldmiđli.  Lánsumsóknir eru undantekningarlaust um fjárhćđ í íslensum krónum, útborgun lánanna var í íslenskum krónum, afborganir lánanna eru/voru í íslenskum krónum og ţegar upplýsingar eru gefnar um stöđu lánanna, ţá eru ţćr gefnar í íslenskum krónum.  Auk ţess er einn möguleiki ađ fá blandađ lán, ţar sem hluti ţess er miđađur viđ verđtryggđ kjör samkvćmt vísitölu neysluverđs međan restin er miđuđ viđ "dagsgengi erlendra gjaldmiđla".  Nú er spurningin hvort skjól gömlu bankanna fyrir lögsóknum muni koma í veg fyrir ađ lántakendur sem tóku hin ólöglegu lán geti leitađ réttar síns.

 


mbl.is Voru gengisbundin lán bönnuđ samkvćmt lögum?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ verđur fróđlegt um ađ litast á fróni ţann daginn; Ţegar eđa ef neyđarlögunum verđur beitt gegn heimilum landsins ţegar ţau leita réttar síns. Ţarf ţá nokkuđ meira ađ velta fyrir sér hugtakinu greiđsluvilja?

sr (IP-tala skráđ) 26.8.2009 kl. 19:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1673804

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2023
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband