27.8.2009 | 11:17
Útrás orðin að innrás
Íslenskir fjárfestar fóru, að dæmi forfeðra sinna, í víking til Stóra-Bretlands og meginlands Evrópu. Innrásin, sem átti að enda með sterku fjárfestingaveldi víkinganna, hefur núna snúist upp í gagnsókn, enda sóttu menn á öllu liði sínu og skyldi engar varnir eftir hér á landi. Þar sem sóknarliðið var heldur þunnskipað, þurfti ekki mikið til að rjúfa varnir þess og hrundi þá öll spilaborgin á þremur svörtum dögum í október. Það sem meira var, heimalendurnar höfðu engar varnir og stóðu því eftir sem sviðin jörð.
Erlend innrásarlið undir stjórn mismunandi lénsherra hafa nú tekið sér stöðu á hverju horni í borgum og bæjum landsins. Öll helstu fyrirtæki eru komin í eigu eða undir stjórn lénsherranna eða leppa á þeirra vegu. Innrásarliðið heldur á framtíð landsins í höndum sér.
Til að bjarga sjálfum sér, reyna margir af útrásarvíkingunum að semja við einstaka lénsherra svo þeir geti haldið einhverjum ítökum í þjóðfélaginu. Refsingin fyrir útrásartilraunina er öðrum grimm. Þeir missa allt sitt til útlendinganna. Verst er þó ævarandi útskúfunin sem þeir munu hljóta úr íslensku samfélagi. Farið hefur betra fé.
En eins og í öllum stríðum er tjón almennings mest. Heimilin þeirra hafa verið skilin eftir sem rústir einar. Skuldaklafarnir eru ekki bara að sliga almenna launamenn, öryrkja og aldraða, heldur einnig þá sem einu sinni töldust ríflega bjargálnamenn. Sviðna jörð ber að líta alls staðar.
Í ljós hefur komið að útrásarliðið hafði gengið um íslenskt samfélag sem verstu ribbaldar og rónar. Farið ránshendi um sjóði landsmanna og ekki greitt reikninga sína. Nú þarf þjóðin að taka til eftir þá og greiða erlendu lénsherrunum himinháar skaðabætur. Glæstustu eignir og stolt þjóðarinnar hafa verið tekin herfangi af sveitum lénsherranna. Það sem áður var í sameiginlegri eigu landsmanna hefur verið fært í hendur útlendinga og hafi það ekki átt sér stað ennþá, þá er ekki langt að bíða að svo verði.
Sagan ætti að hafa kennt mönnum, að enginn erlendur her hefur lagt Stóra-Bretland. Hvað þá fámennar vígasveitir sveitalubba frá lítilli eyju í ballarhafi. Það er bara á færi stórra, voldugra aðila að nýta sér Microsoft útgáfuna á orðatiltækinu "if you can't beat them, join them", sem Microsoft breytti í "if you can´t beat them, buy them". Íslensku sveitalubbarnir voru hvorki stórir né voldugir og bakland þeirra var veikt, þrátt fyrir að hafa keypt sér banka til að auðvelda aðgang að fjármagni. Nei, það kann ekki góðri lukku að stýra, að troða voldugum aðilum um tær. Hvað þá þegar það er gert með unggæðings-"ég veit allt miklu betur"-hroka. Stundum er betra að hlusta á sér reyndari menn og læra af þeim. Kannski eru fyrirtæki þeirra jafn öflug og gömul og raun ber vitni, vegna þess að þeirra aðferð var sú rétta. Góðir hlutir gerast hægt.
Framundan er ný sjálfstæðisbarátta. Hún verður ekki ólík þeirri síðustu. Þá var erlent yfirvald, þá voru öll helstu fyrirtæki landsins í höndum útlendinga, þá átti almenningur vart til hnífs og skeiðar og alls ekki húsnæðið sitt, þá sendum við afbrotamenn á Brimarhólm. Merkilegt hvað hlutirnir eiga það til að endurtaka sig.
Yfir okkur hangir að samþykkja afarkosti erlendra lénsherra í formi Icesave og skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hvorutveggja munu kalla auknar þrengingar yfir lýð og land. Er þatta það sem við viljum? Eru afarkostirnir óumflýjanlegir eða eigum við þann kost að standa upp og segja eins og Jón Sigurðsson á Þjóðfundinum forðum: Vér mótmælum!
Spurningin er hvort það muni taka 67 ár að verða fullvalda þjóð (Þjóðfundurinn var 1851 og Ísland varð fullvalda 1918) og önnur 26 til viðbótar til að öðlast sjálfstæði. Eða mun okkur bera gæfu til að hrinda hinni erlendu innrás af okkur áður en núverandi kynslóð er gengin á vit feðranna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 1679457
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hmm, já - það má vera, að sá slæmi kostur að neita að borga erlendar skuldir, sé eftir allt saman, eins hræðileg og staðan er annars orðin, íllskásti kosturinn.
Neikvæðar afleiðingar, hinar augljósu þ.e., er að þá mun þurfa að staðgreiða allann innflutning. Kreditviðskipti, myndu vera úr sögunni.
Það gæti skapast skortur á innfluttum varningi.
Það gæti þurft, að taka upp vöruskömmtun, jafnvel skömmtun á eldsneyti.
Innlend fyrirtæki, sem eru háð innflutningi með aðföng, og hafa ekki gjaldeyristekjur sjálf, munu óhjákvæmilega lenda í vandræðum.
-------------------------
Á móti:
Allar innlendar tekjur ríkisins, myndu fara í að standa undir innlendri starfsemi ríkisins. Hugsanlega, þíðir það að minna þyrfti að skera niður, í bráðnauðsynlegri almanna þjónustu.
Útflutningur heldur áfram, og jafnvel gagnaðgerðir innan EES samningsins, myndu ekki hindra útflutning - einungis draga úr tekjum sem fæst fyrir þann útflutning.
Ferðamenn, myndu áfram koma til landsins.
Útflutningsfyrirtæki, geta tryggt sér aðgang að lánsfé, með því að viðhalda, t.d. í bandar. bönkum, gjaldeyrisreikningum. Svo lengi, sem þeir reikningar, myndu vera í bönkum sem enn njóta alþjóðlegs trausts, ættu þessi fyrirtæki ekki að lenda í vandræðum með fjármögnun.
Ríkið mun þurfa að semja við útflutningsfyrirtæki, um að einhvers konar samlag á vegum þeirra og ríkisins, tryggði að innflutningur bráðnauðsynlegra hluta eins og lyfja, eldsneytis o.flr., ætti sér stað í nægu magni.
Ofuráhersla, þarf síðan að vera á, að auka útflutningsstarfsemi.
----------------------------------
Niðurst.:
Þessi staða, getur staðið hugsanlega um áratug.
Skuldir hverfa ekki, þ.e. erlendar skuldir, en eftir um áratug, má vera að nýtt tækifæri skapist, til að semja um að greiða eitthvert viðráðanlegt hlutfall þeirra.
En, þ.e. kröfuhöfum í hag, að fá eitthvað borgað, fremur en ekkert. Eftir nokkur ár af engu, ætti þeir að vera nægilega mynnugir þess.
-----------------------------------------
Erfið ár sem þessi, þarf ekki að vera slæm reynsla fyrir þjóðfélagið.
Við lærum ef til vill, að draga úr þeirri ofurneyslu, sem viðgengist hefur um árabil.
Gömul gildi, um að menn þurfi raunverulega að hafa efni á neyslunni, gætu komis í fyrirrúm á ný.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.8.2009 kl. 12:14
Þetta eru djúpstæðar pælingar, frændi. Ég held að við verðum að spyrna einhvers staðar við fótum. Staðan er einfaldlega þannig, að við núverandi aðstæður þá eru byrðarnar þyngri en við getum borið. Ekki það að við höfum ekki tekjur til að standa undir þeim. Við höfum ekki gjaldeyri til að greiða skuldirnar. Það er hinn ískaldi veruleiki og því fyrr sem við viðurkennum það, því betra.
Marinó G. Njálsson, 27.8.2009 kl. 12:24
Marinó,
Í þessari nýju sjálfstæðisbaráttu, hver er leitoginn, hver eru markmiðin og vopnin?
Andri Geir Arinbjarnarson, 27.8.2009 kl. 13:22
Þakka þér fyrir stórgóðan pistil!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2009 kl. 14:30
Andri Geir, ekki er ég búinn að sjá neinn góðan leiðtoga. Markmiðin er að Ísland verði af frjáls og fullvalda þjóð með full yfirráð yfir auðlindum sínum og með eðlilega skuldabyri. Losna við kúgara okkar og svikara. Vopnin eru þau sömu og Jón Sigurðsson og Fjölnismenn beittu: Penninn og orðræða.
Marinó G. Njálsson, 27.8.2009 kl. 16:49
Takk fyrir góðan pistil Marinó. Ísland mun eiga sér bjarta framtíð. Þetta var hrikalegt fyllirí og menn eru enn þunnir, en kynslóðin er sterk. Síðastliðnu daga hafa íslenskir iðnaðarmenn sett nýtt þak á húsið mitt. Þvílíkur dugnaður, nýjustu tæki og tól, vandað efni og kunnátta. Íslenskir iðnaðarmenn eru frábærar, og það eru þessir menn sem að draga kerruna. Ekki hagfræðingar eða viðskiptafræðingar með pungapróf, svo ég minnist ná ekki á lögmannastóðið. Liðið sem hugsar eingöngu um það að græða og komast á spenann. Gildismatið verður auðvitað að gjörbreytast og spillingarflokkarnir að hverfa. En það mun gerast. Unga fólkið er skynsamt og mun varða veginn fyrir betri framtíð. Ekki síst fólkið út á landsbyggðinni. Reykjavík er og verður hættusvæði.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 18:49
Marinó,
Í síðustu sjálfstæðisbaráttu áttum við bandamenn og höfðum málstað sem höfðaði til breiðs hóps fólks um víða veröld. Bandaríkjamenn studdu okkur dyggilega.
Þessi barátta verður háð án bandamanna. Nágrannaþjóðir okkar eru ekki á okkar bandi. Sagan segir okkur líka að þetta verður ekki auðvelt. Hvar eru fyrirmyndirnar. Kúba? Venesúela? Simbabve?
Svo er það tíminn. Þetta gæti tekið 10 ár, 50 ár eða lengur. Er þjóðin tilbúin að fórna því sem þarf í svoleiðis baráttu? Ætli margir freistist ekki til að flýja land til óvinarins, til landa lénsherranna sem kúga hina blásaklausu íslensku þjóð sem á sér þá einu ósk að vera frjáls og óáreitt út á hjara veraldar.
Andri Geir Arinbjarnarson, 27.8.2009 kl. 20:43
Andri - ég hef sagt við ímsa, að við eigum að tala við Bandaríkjamenn.
Einhvern veginn, hafa menn gert ráð fyrir, að þeim sé sama, án þess að nokkur maður, að því er best verður séð, hafi gert nokkra minnstu tilraun, til að vekja áhuga þeirra.
Menn gleyma, að nú er þar nýr forseti.
Þegar Ísland, gerði tilraun, cirka í nóvember sl., til að fá Seðlabanka Bandaríkjanna, til að veita Seðlabanka Íslands, neyðarlán. Þá var Bush enn við völd.
Staðreyndir:
Ég raunverulega held, að það sé þess virði, að athuga með að efla samstarf á ný við Bandaríkin.
Við þurfum, að bjóða eitthvað á móti. Í dag, er Obama, að streitast við að kríja út úr hinum svokölluðu bandamönnum sínum, að þeir aðstoði hann, við að loka Guantanamo. En, stærri hluti fanganna þar, eru í raun ekki hryðjuverka menn. Þá vantar hæli einhvers staðar.
Ef til vill, getum við boðið aðstoð, á móti aðstoð, þannig séð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.8.2009 kl. 22:47
Einar,
Ég er sammála þér að gegnum tíðina hafa Bandaríkjamenn reynst okkur betur en Evrópubúar. Það er því undarlegt að pólitískt samband við Bandaríkin er í frosti. Nýjar stjórnir eru við völd í báðum ríkjum.
Ætli VG séu ekki skeptískir á þetta.
Andri Geir Arinbjarnarson, 28.8.2009 kl. 05:51
Ég myndi ekki kalla það, að samskiptin séu í frosti.
Þau voru það, í tíð Bush. En, einhvern veginn, er Samfylkingin svo ákveðinn í stefnumótun sinni í átt að Evrópu, þó hún hafi á sínum tíma fagnað valdatöku Obama, þá hef ég ekki getað séð þess hin minnstu merki, að tilraun hafi verið gerð, til að fá einhverja jákvæða íhlutun í okkar mál, frá Bandaríkjastj.
Svo sannarlega, hlýtur að vera þörf fyrir Bandamenn.
Ég, á alls ekki von á, að nokkurn íllvilja, sé að finna gagnvart okkur, frá núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Helsti vandinn, væri þá helst, að ná þeirra athygli. En, það getur raunverulega verið vandi, þ.s. þeir eru A)önnum kafnir við laust mála í Írak og Afghanistan. B)enn að fást við á fullu við lausn kreppunnar heima fyrir.
Það þýðir fyrst og fremst, að við þurfum að vera til í að bjóða eitthvað á móti, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna, geti verið nokkur akkur í.
Ég get ekki séð nema einn hlut, sem geti haft slíkt vægi í augum bandaríkjastj. en þ.e. aðstoð við lokun Guantanamo búðanna.
Obama, hefur raunverulega verið að reyna að betla það út úr öðrum Nato þjóðum, og öðrum banamönnum úti um heim, að þeir taki við einhverjum fjölda. En, með því að fá slíka aðstoð, þá myndi það raunverulega hjálpa Obama, heima við til að fá sína þjóð til að samþykkja, að veita restinni af föngunum hæli í Bandar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2009 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.