26.6.2010 | 15:55
Ekki bendi á mig...
Menn draga upp alls konar skýringar og afsakanir fyrir því að bönkunum tókst í 9 ár að bjóða upp á gengistryggð lán þrátt fyrir mjög skýran bókstaf laganna um að eina verðtryggingin sem leyfð er í lánasamningum sé við vísitölu neysluverðs og hlutabréfavísitölur, innlendar eða erlendar eða sambland þeirra. Um það er innihald 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, eins og ég benti á í athugasemd við færslu hjá mér í febrúar á síðasta ári. Ég verð að viðurkenna, að ég var svo hissa á innihaldi greinarinnar, að ég fylgdi henni ekki eftir, enda fannst mér ég þurfa að bera þetta undir lögfræðing. Það gerði ég loks í apríl, eða öllu heldur hann kom til mín og benti mér á að fylgja málinu eftir. Það voru nefnilega lögfræðingar bæði innan og utan fjármálafyrirtækjanna sem höfuð efasemdir um gengistrygginguna, en já-bræðralagið kom í veg fyrir að menn riðluðu fylkingunni.
Ég er sannfærður um að fjármálafyrirtækin vissu meira en þau eru að gefa í skyn. Málið er að þau gerðu sér leik í því að dansa á gráa svæðinu. Það sýnir bara skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og það sýna t.d. ummæli Elínar Jónsdóttur, fyrrverandi starfsmann FME og núverandi forstjóra Bankasýslu ríkisins, í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins 8. janúar 2009, sjá hér fyrir neðan:
Þetta viðtal og margt annað bendir því miður til einbeitts vilja fjármálafyrirtækjanna að ganga eins langt og hægt væri, þó svo að fyrirtækin mættu vita að með því væru þau að teygja lögin og beygja langt út fyrir vilja löggjafans. Síðan var öllum ákvörðunum áfrýjað eða þær kærðar og jafnvel niðurstöður dómstóla vefengdar, eins og er með dóma Hæstaréttar.
Þessi framkoma fjármálafyrirtækjanna fríaði FME ekkert undan því að grípa til aðgerða og þar liggur hundurinn kannski grafinn. FME gaf eftir undan hreinum tuddaskap fjármálafyrirtækjanna. Þau nýttu kraft sinn og stærð gegn hinni veiku eftirlitsstofnun. En FME var veikt vegna þess að löggjafinn útvegaði FME ekki þau vopn sem stofnunin þurfti á að halda. Svo einfalt er það. Og líka vegna þess að FME var ekki að beyta af nægilegri hörku þeim vopnum sem stofnunin þó hafði.
![]() |
Myntkarfan týndist á gráu svæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
26.6.2010 | 01:11
Fullt af áhugaverðum viðureignum í 16 liða úrslitum
Já, ég blogga stundum um annað lánamál
Nú er ljóst hvaða þjóðir leika í 16 liða úrslitum. Mér finnst nú að mbl.is hefði getað sagt hvaða lið mætast, en ég bæti bara úr því:
Úrúgvæ - S-Kórea
Bandaríkin - GanaArgentína - Mexíkó
Þýskaland - England
Holland - Slóvakía
Brasilía - ChileParagvæ - Japan
Spánn - Portúgal
Þarna eru margir flottir leikir og ljóst er að í 8 liða úrslit komast örugglega þrjár Evrópu þjóðir og tvær Ameríku þjóðir, en síðan er spurningin hvort styrkur Asíu er meiri en S-Ameríku og loks er það ákaflega óljós viðureign Bandaríkjanna, sem ekkert hafa sýnt, og Gana sem ég veit ekki hvað eru að gera í þessari keppni frekar en aðrar Afríku þjóðir. Skoðum leikina:
Úrugvæ - S. Kórea: Málið með Úrugvæ er að þeir eru með Forlan. Hann virðist ekki geta tapað mikilvægum leikjum þetta árið og alltaf skorar hann. Úrugvæ vinnur.
Argentína - Mexikó: Ég held að Argentína sé númeri of stór fyrir Mexíkó, en ekkert er gefið. Ef ég man rétt þá er ekki langt síðan að Mexíkó vann bæði Argentínu og Brasilíu og það væri fíflaskapur að ætla að Argentína eigi leikinn gefinn. Ég held samt að það gerist.
Þýskaland - England: Þetta verður eins og að fylgjast með Karpov gegn Kasparov í skák hérna í gamla daga. Það verður stillt upp í tvær varnir og þess gætt að ekkert fari í gegn. Þjóðverjar eru ennþá í sárum eftir 5-1 yfirhalninguna um árið, en það er einhvern veginn þannig að þýska stálið missir allt bit á móti Englendingum. Þó ég sé ekki hrifinn af enskum, þá eru þeir eiginlega á heimavelli og vinna því.
Bandaríkin - Gana: Það er eiginlega móðgun við mörg af þeim liðum sem eru dottin út að þessi tvö líð séu þarna. Þau geta hvorugt nokkuð og synd að annað þeirra komist áfram. Gana vinnur.
Holland - Slóvakía: Hér annað lið sem er nánast á heimavelli, þ.e. Holland. Studdir af Búum, þá fara þeir létt með Slóvaka. Holland vinnur.
Paragvæ - Japan: Hvað hefur Paragvæ gert í keppninni? Jafntefli við Ítalíu (sem gat ekki neitt), jafntefli við Nýja Sjáland (!) og sigur á Slóvökum. Nei, þá er Japan búið að sýna meira. Sigur á Kamerún og mjög sannfærandi sigur á Dönum og naumt tap gegn Hollendingum. Ég spái japönskum sigri, en vona að jeniið veikist.
Brasilía - Chile: Brasilía vinnur Chile nánast alltaf. 21 sinni frá 1970 og Chile fjórum sinnum. Þetta ætti að vera no-brainer og að maður tali nú ekki um 3 lykilmenn Chile í banni. En þetta er nú einu sinni fótbolti og Brasilía er óútreiknanleg. Spái samt business as usual, Brasilía vinnur.
Spánn - Portúgal: Yfirleitt myndi ég telja þetta öruggan spænskan sigur, en Portúgal er svona lið sem ómögulegt er að átta sig á. Eina stundina heldur maður helst að fótbolti sé ekki spilaður í landinu, bara leiklist sem byggir á því að veltast um í grasinu og halda um hina ýmsu líkamshluti, en svo gleyma menn leiklistinni og búmm mörkin hrúgast inn. Ég held, því miður að leiklistin verði ofan á í þessum leik og Spánn vinni, en þá verða þeir að hafa Cecs inn á allan leikinn. Hann einn kann að þræða boltanum milli varnarmanna.
Það er því ljóst að nokkrir minni spámenn komast í 8 liðaúrslit, en þar mætast:
Úrúgvæ/S-Kórea - Bandaríkin/Gana
Argentína/Mexíkó - Þýskaland/England
Holland/Slóvakía - Brasilía/Chile
Paragvæ/Japan - Spánn/Portúgal
(Feitletruðu liðin eru þau sem ég spái áfram.)
Líklegast er fulldjarft að spá um framhaldið, sérstaklega þar sem ekki er ljóst hvort fyrri spá stenst. En ég held að þrjár Evrópu þjóðir fari áfram og síðan Diego Forlan! Svo spái ég að Holland vinni Spán í úrslitaleik. Og Diego Forlan vinni England í hinum. Hann hefur ekki tapað fyrir ensku liði allt árið og byrjar varla á því núna.
Vinsæla spáin er að Argentína og Brasilía mætist í úrslitum og það er kannski líklegast, en einhver verður að halda með þeim sem minna mega sín.
![]() |
Brasilíumenn líklegastir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.6.2010 | 22:30
Góð ákvörðun ef rétt er eftir haft - Greiðsluáætlun á að gilda
Sé frétt RÚV rétt (hefur að vísu verið borin til baka), þá verður það gríðarlega stórt skref í rétta átt. Hvort skrefið er í samræmi við ákvæði laga kemur ekki í ljós.
Tekið skal fram að tveir stjórnarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna áttu fund með framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja í dag og var sá fundur mjög góður. Á fundinum kom fram að fjármálafyrirtækin fengu leyfi Samkeppnisstofnunar að ræða saman. Mikill þrýstingur er á þeim að klára málið núna um helgina.
Við frá HH lögðum mikla áherslu á rétt neytenda og hömruðum á 36. gr. laga 7/1936 sem kveður á um að sé ágreiningum um túlkun samnings, þá gildir túlkun neytandans. Ég held að þetta hafi komið SFF á óvart. Þá lögðum við mikla áherslu á, að ekki yrðu sendir greiðsluseðlar til þeirra lántaka, sem eru búnir að inna af hendi hærri heildargreiðslu en nemur samtölu greiðslna samkvæmt greiðsluáætlun. Fyrirtækin mættu ekki ganga lengri í innheimtu en næmi því sem greiðsluáætlun gerði ráð fyrir. Það er skoðun samtakanna að slíkt væri alvarlegt brot á samningsskilmálum og í andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar og ákvæði 36. gr. Vona ég að tekið verði tillit til þessarar ábendingar.
Við tjáðum SFF að það hafi alltaf verið markmið HH að hægt væri að viðhalda viðskiptasambandi fjármálafyrirtækjanna og viðskiptavina þeirra. Það væri öllum til hagsbóta.
Tekið skal fram að tilgangur fundarins var ekki að komast að niðurstöðu eða sátt, heldur að koma sjónarmiðum á framfæri og skiptast á skoðunum. Ég er sáttur við fundinn, en á eftir að sjá hvort farið verður eftir ábendingum okkar. Ekki var samið um neitt á fundinum, enda hvorugur aðili með umboð til slíks.
Á undan fundinum með SFF áttum við hjá HH fund með AGS í þeim tilgangi að tryggja að réttar upplýsingar um skuldastöðu heimilanna kæmust á framfæri við sjóðinn. Við útskýrðum skilning okkar á dóma Hæstaréttar, þ.e. að í þeim fælust þrenn skilaboð:
1. Bílaleigusamningar væru lánasamningar
2. Gengistrygging væri ólögleg.
3. Engu öðru var breytt í lánasamningunum umfram gengistryggingarákvæðið
Í því ljósi bentum við líka á 36. gr. laga 7/1936, því AGS virtist hafa hreinlega fengið rangar upplýsingar um áhrif og niðurstöður dómanna. Hvort sem fólki líkaði betur eða verr, þá tryggði greinin rétt neytenda að halda inni ákvæðum sem væru þeim hagstæð, þrátt fyrir að aðrar aðstæður hafi breyst.
Ég hef það á tilfinningunni að AGS finnist dómur Hæstaréttar lýsa, ja er ekki best að segja fúski. Það furða sig allir á því að svona geti gerst, en gert er gert og þetta verður ekki tekið til baka. Vissulega breyti þetta stöðunni, en við lögðum áherslu á að þetta breytti ekki skoðun okkur á að leiðrétta þyrfti verðtryggð lán heimilanna.
![]() |
RÚV: AGS hefur áhyggjur af stöðu fjármálakerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.6.2010 | 18:24
Fráleitur Gylfi - 18. gr. á eingöngu um oftekna vexti og endurgjald
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2010 | 11:36
Ábending frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna frétta mbl.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2010 | 00:41
FÚSK
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
24.6.2010 | 19:39
Sanngirni þegar ráðherra hentar og röng lagatilvitnun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
24.6.2010 | 13:04
Hvernig geta kröfurhafar tapað því sem þeir hafa þegar gefið eftir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
24.6.2010 | 12:07
Tveir bankar hafna málflutningi ráðherra og seðlabankastjóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2010 | 10:03
Leiðrétting höfuðstóls gengistryggðra lána er þegar inni í bókum bankanna, ekki vextirnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2010 | 23:01
Ertu að segja satt, Gylfi? Gögn Seðlabankans gefa annað í skyn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
23.6.2010 | 18:15
Hvernig hægir það uppbyggingu að almenningur og fyrirtæki hafi meira milli handanna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.6.2010 | 16:27
Umrifjun á færslu frá því í janúar: FME tekur ekki afstöðu til gengistryggðra lána
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2010 | 10:11
En hvorki talsmaður neytenda eða Hagsmunasamtök heimilanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.6.2010 | 09:47
Umræða á villigötum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2010 | 21:50
Ekki benda á mig segir FME
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2010 | 16:45
Það, sem ekki er breytt með dómi, stendur óbreytt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.6.2010 | 10:46
Út í hött að verðtryggja lánin. Engin lausn að fara úr einum forsendubresti í annan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.6.2010 | 21:08
Svar Hagsmunasamtaka heimilanna við erindi efnahags- og viðskiptaráðuneytis um meðferð gengistryggðra lána
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1682117
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði