Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
18.6.2009 | 23:25
Hvað þýðir að Ísland geri samning?
Ég hef aðeins verið að glugga í þessa Icesave samninga. Það sem vekur furðu mína að á meðan ríkissjóður Bretlands og hollenska ríkið eru aðilar að samningunum, þá er "Iceland" eða Ísland aðila að samningnum. Hvað þýðir það? Hvernig getur "Ísland" verið aðili að samningi? Ég hélt að það væri ríkissjóður, ríkisstjórnin eða fjármálaráðuneytið sem gætu verið samningsaðilar en ekki "Ísland".
Í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var það ríkisstjórn Íslands (e. government of Iceland) sem gerði samninginn. Nú er það bara "Iceland". Ekki einu sinni íslenska lýðveldið, nei, bara "Iceland".
Ég velti fyrir mér hvort þetta sé rétt fram sett. "Iceland" eða "Ísland" er jú eyjan verið búum á, en ég vissi ekki til að þessi tilvísun hefði neina þjóðréttarlega tilvísun. Ekki að ég þekki nokkuð til þjóðréttarlegra hluta. Þannig að spyr sá sem ekki veit og fróðlegt væri að fá skýringu á þessu.
Áhugavert er að sjá, að verði samningurinn ekki samþykktur á sumarþinginu, þá ógildist hann, skv. grein 3.2. Hér er því kjörið tækifæri fyrir stjórnarandstöðu að halda uppi góðu málþófi.
Ekki er Tryggingasjóðunum gefinn langur tími til að greiða inn á lánið. Fimm dagar eru það sem sjóðurinn hefur eftir að honum hafa áskotnast peningar frá Landsbankanum. Heilir FIMM dagar. Ekki er nú traustið mikið. Ekki það að Tryggingasjóðurinn þurfi eitthvað að liggja á peningunum, en það hefði alveg mátt gefa t.d. 15 daga. Nú vilji menn borga hraðar niður, þá verður að borga jafnt inn á báða samningana og láta vita af því með þriggja daga fyrirvara.
Grein 6 í samningnum sýnist mér vera alveg furðulegt afsal allra réttinda af hálfu Tryggingasjóðsins og Íslands: 6.5 Waiver of defences, 6.6 Immediate recourse, 6.7 Deferral of Iceland's rights.
Grein 7 bannar að gert sé betur við innistæðueigendur í öðrum bönkum. Mér sýnist hún geta haft áhrif á íslenskar innistæðutryggingar. Vissulega eru innistæðueigendur í NBI (Nýja Landsbankanum) en innistæðueigendur í öðrum innlendum innlánastofnunum eru ekki undanþegnir. Þýðir þetta að breytt forgangsröðun krafna er fallin um sjálfa sig? Hvað gerist ef fleiri innlendar innlánastofnanir falla? Eða gilda ákvarðanir sem hafa verið teknar og eingöngu er átt við nýjar ákvarðanir/samninga/lög? Annars skulum við athuga að íslenski tryggingasjóðurinn gæti þurft að greiða Icesave innistæðueigendunum hærri upphæð til baka!
Í grein 9 er talað um "costs and expenses of the Lender", en slíkt hefur ekki verið rætt fram að þeim tíma. Hver er þessi kostnaður eða útgjöld sem þarna geta fallið til? Er eitthvað þak á þeim og hvernig er það ákveðið?
Það kom fram á þingi í dag í máli Jóhönnu og fleiri stjórnarliða að ekki kæmi til að neitt falli á ríkið strax, en það er bara ekki satt. Samkvæmt grein 12, þá eru nokkrar leiðir til þess að Icesave skuldbindingarnar gætu fallið án mikils fyrirvara á ríkissjóð og þar með skattborgara. T.d. má þar nefna að ríkissjóður komist í vanskil við lánadrottna. Við skulum hafa í huga, að erlendir eigendur ríkisskuldabréfa eru margir og þeir eiga mikið. Vilji þeir fá öll bréfin sín greidd út á einhverjum gjalddaga og það færi saman við t.d. stóra afborgun á láni, þá gæti ríkissjóður hæglega komist í vanda sem myndi gjaldfella Icesave samningana. Líkurnar á því að þetta gerist á næstu árum eru bara nokkuð miklar miðað við þá skuldaklafa sem hvíla á ríkissjóði núna. Verði neyðarlögin dæmd ógild, þá eru yfirgnæfandi líkur á því að þessi staða komi upp. Næst er það greiðsluþrot Tryggingasjóðsins, þó það yrði varla fyrr en eftir 7 ár. Nú grein 12.1.11 útilokar að breyta íslenskum lögum til samræmis við hugsanlegar breytingar á ESB tilskipun um tryggingasjóð. Ég skil vel að menn vilja fyrirbyggja einhliða breytingu á lögunum til að draga úr ábyrgð sjóðsins, en það verður að leyfa rými fyrir breytingu sé hún samræmd innan EES samningsins.
Það vekur furðu að samningurinn falli undir breska dómstóla, þar sem innistæðurnar voru í íslenskum banka og reglurnar sem um þær giltu eru íslenskar. Þetta atriði segir mér, ásamt mörgu öðru sem kemur fram í samningnum, að þetta er ekki frjáls samningur. Hér er um nauðungarsamning að ræða. Enda segir í grein 17.2.3 "This paragraph 17.2 is for the benefit of the Lender only" (Lender er breski ríkissjóðurinn). Og til að bæta gráu ofan á svart, þá mega Bretar höfða mál fyrir hvaða dómstól sem er. Eru þá horfin rökin í grein 17.2.2 að breskir dómstólar henti best.
Verst af öllum finnst mér grein 18 í breska samningnum (16.3 í þeim hollenska):
Each of the Guarantee fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or judgement. If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdictioni to any immunity form service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets.
Ég fæ ekki betur séð en að með þessu séu allar eignir "Íslands" lagðar að veði fyrir greiðslu skuldanna. Einnig stendst ekki sú staðhæfing Steingríms J. Sigfússonar að einhverjar eignir ríkissjóðs verði aldrei lagðar að veði og séu griðhelgar. (Þetta er það sem Magnús Thoroddsen bendir á.) Staðhæfing Steingríms sýnir að hann hefur fengið lélega þýðingu og ekkert annað.
Ég hef svo sem ekki lesið marga samninga, en hef þó kynnt mér handarbaksþykka samstarfssamninga við erlenda birgja hér fyrir einhverjum 15 - 20 árum. Verð ég að segja, að jafn einhliða samning hef ég ekki augum litið. Ekki einu sinni íslenskir lánasamningar komast í hálfkvist við þetta og þó margir þeirra ansi einhliða. Hér er verið að gefa allt eftir. Hvergi er nokkurt atriði sem hægt er að segja að sé "Íslandi" eða Tryggingasjóðnum í hag. Og svo er það grein 16.3/18 sem gengur út fyrir allan þjófabálk. Það er sko eins gott að samningurinn lendi ekki fyrir dómi, verði hann á annað borð samþykktur. Bretar geta leitað um allan heim að lögsögu sem túlkar eitthvert eitt atriði þeim í hag og með því hirt hvaða eign sem þeir vilja sem ríkissjóður á. Ég myndi byrja á því að hirða öll varðskip og senda svo fiskveiðiflotann í Íslandsmið. Það er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir það. Þeir gætu líka gert tilkall til fiskimiðanna, þar sem fiskurinn er sameign þjóðarinnar og verður því ekki undanþeginn "veðkalli". Hverjum datt í hug að samþykkja þessa klausu?
Það getur vel verið að Tryggingasjóður innistæðueigenda sé ábyrgur fyrir greiðslum vegna Icesave upp að EUR 20.887. Ég ætla ekki að gera ágreining um það. En þessi samningur snýst ekki um það. Hann snýst um það hvernig Bretar og Hollendingar geta eignast Ísland. Ég held að það sé betra að fara til JP MorganChase og semja við þá um lánafyrirgreiðslu með lakari kjörum. Eða athuga hvort þeir vilji taka yfir Landsbankann með manni og mús gegn því að greiða Icesave. Það er allt betra en að gangast undir þennan samning. Nú ef við göngumst undir samninginn, þá ættum við samt að reyna að losna undan honum eins fljótt og hægt er. Spurningin er hvort grein 7 kæmi þá í bakið á okkur.
Stærsta kúlulán Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.6.2009 kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.6.2009 | 16:27
Breytingastjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu vantar
Ég hef, starfs míns vegna, verið sérlegur áhugamaður um góða stjórnhætti. Þó fókusinn hafi verið á áhættustjórnun, öryggisstjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu, þá er það nú nokkuð þannig að rekstur fyrirtækja snýst meira og minna um þetta. Raunar hef ég gengið svo langt að segja að rekstur fyrirtækja snúist meira og minna um þrennt og allt annað sé afleiðing af þessu þrennu, þ.e. breytingastjórnun, áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfelldu. Daglegur rekstur er bara að fylgja eftir ákvörðunum teknum í tengslum við þessa lykil stjórnunarþætti.
Þegar tilkynnt var í haust að Viðskiptaráð Ísland, Samtök atvinnulífsins og Kauphöllin ætluðu að gefa út leiðbeiningar um stjórnhætti fyrirtækja, þá setti ég mig í samband við framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs og bað hann endilega að sjá til þess að krafa um stjórnun rekstrarsamfellu yrði felld inn í þessar leiðbeiningar. Nú er skjalið komið út og þó vissulega sé tekið á nokkrum stöðum á áhættustýringu og áhættumati, þá örlar ekki á stjórnun rekstrarsamfellu hvað þá breytingarstjórnun. Finnst mér það miður. Sérstaklega finnst mér miður að stjórnun rekstrarsamfellu vanti, þar sem ég held að fáir geti mælt því mót, að það var einmitt sá hluti í rekstri fjármálafyrirtækja sem klikkaði hvað verst á síðustu árum. Ekki bara á síðasta ári, heldur líka á árunum á undan. Og síðan má ekki gleyma því, að nokkur fyrirtæki sem höfðu innleitt stjórnun rekstrarsamfellu stóðu af sér ofviðrið. Má þar nefna Reiknistofu bankanna og VALITOR. Ef þessi tvö fyrirtæki hefðu fallið, þá hefði vandinn í fyrra haust orðið umtalsvert meiri, þar sem greiðslukerfi landsmanna hefði dottið út.
Viðamiklar breytingar á stjórnarháttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2009 | 12:43
Mál sem aðrir ættu að fylgjast náið með
Loksins er kominn nógu stór aðili sem getur tekið til varna gegn eignaleigufyrirtækjunum. Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi málsins, þar sem rökin eru öll þau sömu hvort sem um er að ræða 40 vinnutæki, einkabifreið eða húsnæðislán. Get ég ekki annað en hvatt Klæðningu til dáða og vonandi fæst botn í málið sem fyrst. Fordæmisgildið er ótvírætt.
Auðvitað er niðurstaðan ekki sjálfgefin, en tilvísunin í forsendubresti og aðgerðir eigenda Lýsingar gegn krónunni og hagkerfinu eru okkur kunnugleg sem erum í forsvari fyrir Hagsmunasamtökum heimilanna. Við skiljum ekki að það sé betra fyrir lánveitendur að sitja uppi með illseljanlegar eignir án tekna, en að finna lausn á málunum, þannig að tekjuflæðið haldist eins og það var áður. Kannski er Lýsing búin að fá kaupanda erlendis, a.m.k. er ólíklegt að hann finnist hér á landi.
Ég virði alveg rétt Lýsingar til að grípa til þeirra aðgerða sem hér um ræðir, en sé ekki skynsemina í því. Er það virkilega svo, að betra sé að taka tækin úr tekjuöflun? Er betra að láta þau standa inni í einhverju porti og safna ryki, en að halda þeim í notkun með sömu greiðslubyrði og áður?
Klæðning hafnar kröfum Lýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2009 | 20:08
Traustið hvarf og það þarf að endurreisa
Ekki það að ég sé að mæla með aðferð húseigandans á Álftanesi, en í baráttu minni hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, þá finnur maður fyrir vaxandi gremju hjá fólki yfir úrræðaleysi stjórnvalda og bankanna. Mér finnst t.d. merkilegt að setjast niður með þjónustufulltrúum eða útibússtjórum hjá hamskiptingum gömlu bankanna og eiga að geta treyst þeim. Bara sorry Stína, þetta virkar ekki þannig.
Nýju bankarnir eiga alveg eftir að ávinna sér traust fólks og meðan það er ekki gert, þá verða svona uppákomur eins og í dag. Frjálsi fjárfestingabankinn var svo sem ekki stór þátttakandi í hruni efnahagskerfisins og því er ég ekki að beina orðum mínum til þeirra. Raunar varð FF fyrstur til að bjóða lántakendum upp á alvöru úrræði í fyrra haust, úrræði sem litu ekki dagsins ljós hjá stóru bönkunum fyrr en í byrjun apríl. En fyrir marga komu þessi úrræði of seint, eins og svo margt annað í tengslum við efnahagshrunið. Ég auglýsti eftir úrræðum í maí í fyrra og aftur í júní, en það tóku fáir mark á þessu kvabbi.
Eigendur og stjórnendur Glitnis, Landsbanka og Kaupþings glötuðu trausti landsmanna í kjölfar hrunsins í október, þegar ljóst var hvers konar sirkus hafði verið í gangi varðandi ýmis mál hjá bönkunum. Nýju bankarnir, þ.e. Íslandbanki, NBI og Nýja Kaupþing, erfðu þetta vantraust og þurfa því að hrista það af sér. Það er ekki gert með því að ganga fram af hörku gegn skuldurum. Það er gert með því að sýna auðmýkt og skilning. Þetta virðist mér full oft skorta miðað við þær sögur sem ég heyri frá því fólki sem ég á í samskiptum við eða les innlegg frá á blogginu eða Eyjunni.
En það eru svo sem ekki bara eigendur og stjórnendur bankanna sem misstu tiltrúa almennings. Það gerðu einnig stjórnmálamenn og embættismenn. Einhverjir stjórnmálamenn hafa vikið sætum til að hleypa nýjum andlitum að, en líkt og með bankanna, þá erfa þessir nýju aðilar vantraustið frá hinum fyrri. Síðan koma þeir sem höfðu þó traust, eins og Steingrímur og Jóhanna, og glata því á hraða ljóssins með því að treysta þjóðinni ekki fyrir vitneskjunni, sannleikanum.
Endurreisn samfélagsins byggist ekki á því að endurreisa banka eða semja um Icesave. Hún byggir á því að endurreisa traust.
Bankinn fékk ekki lyklana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.6.2009 | 23:55
Sökudólgurinn fundinn: Markaðsvirðisbókhald eða hvað?
Menn telja sig vera búnir að finna sökudólginn fyrir fjármálakreppunni. Það er ekki léleg efnahagsstjórn eða halli á fjárlögum. Það er ekki óvarlegar lánveitingar og offramboð á lánsfé. Það eru ekki þær aðgerðir sem Alan Greenspan, seðlabankastjóra í Bandaríkjunum, hrinti í framkvæmd til að hressa við efnahagslíf Bandaríkjanna árið 2001. Og það er alls ekki lélegri áhættustýringu, græðgi og því að menn keyrðu upp verð á öllu til að búa til hagnað. Nei, það er markaðsvirðisbókhald (Mark-to-Market Accounting) kenna.
Það má svo sem til sanns vegar færa, að breyta sífellt eignarstöðu í samræmi við markaðsvirði sé blekking þegar ekki stendur til að selja. En að ætla að kenna bókhaldsaðferð fyrir það að mönnum sást ekki fyrir í græðginni, er sú furðulegasta afsökun sem ég hef heyrt. Sú uppgjörsaðferð að miða við markaðsvirði er eingöngu til þess fallin að búa til hagnað, þegar enginn hagnaður og tap þegar tap hefur ekki orðið. Hugsanlega væri hægt að réttlæta að færa niður verðmæti á þeim tímapunkti þegar markaðsvirði hefur í langan tíma og í mikilli veltu haldist undir kaupverði og sama gildir um hagnað sem verður undir slíkum kringumstæðum. Það hljóta þó allir að vita, en fást við viðskipti að þetta er pappírshagnaður og pappírstap, þ.e. hvorki hagnaðurinn né tapið raungerast fyrr en sala á sér stað.
Líði mönnum eitthvað betur, þá er sjálfsagt að hætta að nota uppgjörsaðferð sem gefur kost á að misnota markaðinn jafn mikið og raun bar vitni. Verð hlutabréfa og hrávöru, s.s. olíu, hefur verið "talað" upp eða jafnvel fyrirtæki og félög misnotuð til að kaupa bréf á yfirverði til þess eins að mynda bókhaldslegan hagnað. Hvað er orðið af hinum gömlu góðu reglum framboðs og eftirspurnar? Af hverju er verðteygni hætt að virka? Hér áður fyrr myndaðist hagnaður eða tap við sölu á eigin eignum. Núna myndast þetta við það að aðrir kaupa og selja. Hafi eigandi verðbréfa, fasteigna eða hrávöru ekki í hyggju að selja eða kaupa, þá er ekki ástæða til að breyta verði í bókhaldi. Standi aftur sala fyrir dyrum, þá getur slík breyting verið réttlætanleg.
Vandinn við markaðsvirðisaðferðina var m.a. að menn notuðu svona sýndarhagnað til að styðja við kröfur sínar um kaupauka. Flestir yfirmenn í fjármálaheiminum voru nefnilega á afkomutengdum launum, þ.e. menn fengu feita kaupauka ef fyrirtækin skiluðu góðum hagnaði, þó aðeins væri um sýndarhagnað að ræða. Menn geta greinilega orðið háðir peningum, þar sem allt var gert til að búa til sýndarhagnað og endurskoðendur tóku þátt í leiknum á fullu, eins og sást vel í Enron málinu. En menn fengu ekki bara kaupauka þegar vel gekk. Stjórnendur virtust líka fá kaupauka þegar illa gekk. Fyrir hvað veit ég ekki.
Eftir að hafa lesið yfir talsvert efni tengt þessari umræðu um að markaðsvirðisuppgjörsaðferðin sé sökudólgurinn í fjármálakreppunni, þá er ég sannfærðari um að hér er verið að finna blóraböggul. Stjórnendur og endurskoðendur eru að leita að leið til að þurfa ekki að svara fyrir eigin heimsku. (Ef þetta særir einhvern, þá verður hann að eiga það við sig.) Ef það er einhver stjórnandi í fjármálafyrirtæki, sem ekki vissi að stöðug hækkun eignaverðs var bóla sem myndi springa, þá var sá hinn sami ekki hæfur til að gegna starfi sínu. Ef þessir aðilar héldu að olía gæti hækkað endalaust eða að það væri eðlilegt að húsnæðisverð tvöfaldaðist á 4 árum eða að lántakendur húsnæðislána gætu án sársauka greitt þrefalda vexti, þá voru þessir aðilar illa vanhæfir. Ég er nefnilega sannfærður um að flestir stjórnendur fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum vissu, að þetta gat ekki gengið til lengdar og sama gildir um stjórnendur gömlu bankanna hér á landi.
Vilji menn leita að sökudólg, ekki blóraböggli, þá er nær að líta til þess hvers vegna opnaðist allt í einu mikill aðgangur að ódýru fjármagni og hvers vegna þetta fjármagn leitaði í þá farvegi sem það fór. Ef við fylgjum farveginum, þá finnum við uppsprettuna. Þannig virkar það. Og hverjir eru farvegirnir? Jú, eignamarkaðir þar sem hægt er að veðsetja eignina fyrir láninu sem notað var til að kaupa eignina. Það var ekki bara á Íslandi og í Bandaríkjunum sem fasteignaverð hækkaði upp úr öllu. Þetta gerðist um allan heim. Það var heldur ekki bara á Íslandi sem velta á hlutabréfamarkaði jókst ótrúlega mikið, þó aukningin hafi vissulega verið mest hér á landi. Menn hljóta að spyrja sig hvað gerðist í rekstrarumhverfi bankanna snemma á þessum áratug, sem gerði það að verkum að þetta fór allt af stað. Ég er með tilgátu um atriði sem ég tel skipta miklu máli, en eins og með markaðsvirðisaðferðina, þá þurfti það stuðning misvitra manna og kvenna til að valda þessu mikla tjóni sem orðið hefur á hagkerfi heimsins.
Það sem ég er að tala um er Basel II regluverkið um eiginfjárstýringu fjármálafyrirtækja. Fyrir þá sem ekki vita, þá er til stofnun sem heitir Alþjóðagreiðslubankinn (Bank of International Settlements eða BSI) og er með aðsetur í Basel í Sviss. Þessi stofnun er oft nefnd banki Seðlabankanna. Hún hefur nokkurs konar yfirþjóðlegt vald til að ákvarða regluverk á fjármálamarkaði og mjög margar af þeim reglum um fjármálamarkaði sem settar hafa verið hér á landi koma beint frá BSI. Reglur um eiginfjárstýringar hafa verið til í einhverja áratugi og þóttu greinilega fullstrangar fyrir nútíma fjármálakerfi. Það var því á síðasta áratug 20. aldar að mönnum fannst kominn tími til að létta á höftunum. Útkoman voru reglur sem eru nefndar í daglegu tali Basel II en bera heitið New Capital Accord og voru gefnar út 2001, þ.e. árið sem uppsveiflan úti í heimi byrjaði. Reglurnar voru festar í sessi hér á landi um mitt ár 2003, þ.e. um svipað leiti og útrásin komst á skrið. Húsnæðismarkaðurinn fylgdi síðan í kjölafarið. En hvernig stóð á því að Basel II reglurnar höfðu hugsanlega þessi áhrif?
Galdurinn af áhrifum Basel II reglnanna var sá að með þeim var breytt útreikningi áhættu af útlánum vegna veðlána. Hægt var að veita hærri lán og fleiri gegn veð í veðhæfum eignum þó svo að eigið fé lánastofnunarinnar hefði ekki styrkst. Lán sem áður þurfti 8% eigið fé, þurfti núna bara 4%. Útlánageta fjármálafyrirtækja í vissum lánaflokkum tvöfaldaðist á einni nóttu. Það sem meira var að nokkrum árum síðar, 2005 úti í heimi og 2. mars 2007 hér á landi, þá lækkaði eiginfjárkrafan á ný. Fór úr 4% í 2,8%. Útlánagetan hafði því hækkað um 186% á örfáum árum. Banki sem áður gat lána 100 kr. fyrir hverjar 8 kr. í eigið fé, getur núna lánað 285,7 kr. (Tekið fram að þetta nær eingöngu til veðlána sem eru undir 80% af veðrými eignarinnar sem lögð er að veði.)
Ef við leggjum þetta núna saman við markaðsvirðisregluna og kaupaukana, þá erum við komin með þá banvænu blöndu sem lagði fjármálakerfi Vesturlanda í rúst. Basel II opnaði fyrir aukin útlán til kaupa á veðhæfum eignum með því að losa um mikið magn af "dauðu" eða "sofnandi" fjármagni. Offramboð á ódýru lánsfé hleypti af stað eignabólu sem myndaði mikinn hagnað hjá flestum fjármálafyrirtækjum heimsins. Stjórnendur og starfsmenn fengu kaupauka og kauprétt á hlutabréfum. Eina leiðin til að hagnast ennþá meira var að halda eignabólunni við, þar til að hún sprakk. Einn krókur á þessu er svo þáttur matsfyrirtækjanna, en virkni Basel II reglnanna treysti á það að þau stæðu sig í stykkinu og væru heiðarleg. Eins og rannsókn bandaríska fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós sl. sumar, þá klikkaði hvorutveggja.
Vissulega má kenna markaðsvirðisreglunum um eitthvað af þessu og Basel II á drjúga sök. Sama á við um matsfyrirtækin, en þegar upp er staðið, þá var það höfuðsyndin sjálf, græðgin, sem átti stærstu sökina. Við segjum: Veldur sá sem á heldur. Og það var nákvæmlega það sem gerðist. Stjórnendur fjármálafyrirtækja og fjárfestingafyrirtækja höfðu val. Þeir gátu valið að vera heiðarlegir og vinna í þágu hluthafa og eigenda eða að vinna með það eitt markmið að skara sem mestan eld að sinni köku. Þeir völdu síðari leiðina og köstuðu fyrir róðann varkárni, áhættustýringu og skynsemi. Það er alveg sama hvað við bendum á margar reglur eða lög sem ekki voru nægilega öflug, þá voru það mannlegir breyskleikar sem urðu fjármálakerfinu að falli. Það á jafnt við hér á landi sem úti í heimi.
Það skal samt fært til bókar, að ekki féllu allir vegna eigin breyskleika. Margir soguðust ofan í svelginn sem myndaðist af annarra völdum. Stór hópur þeirra, sem þannig soguðust með, og á það jafnt við um einstaklinga, fyrirtæki og fagfjárfesta, gerðu það vegna þess að áhættumatið þeirra klikkaði. Þeim datt bara líklegast ekki í hug, að þeir sem treyst var á, hefðu hagað sér af eins mikilli óvarkárni og raun bar vitni. Hvað þá að hugsanlega hefði verið unnið kerfisbundið gegn hagsmunum þeirra af þeim sem viðkomandi bar traust til. Þetta verður arfleifð íslensku "bankasnillinganna" og "útrásarvíkinganna". Þeir brugðust trausti okkar sem einstaklinga og þjóðar. (Þeir voru svo sem ekki þeir einu sem brugðust. Þann hópa fylla einnig stjórnmálamenn og embættismenn.) Er mér til efs um að það traust verði nokkru sinni áunnið aftur.
Bloggar | Breytt 17.6.2009 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.6.2009 | 12:07
Það er til betri leið
Ég tel mikla annmarka vera á leið Sjálfstæðismanna sem gerir hana ófæra. Það er hvernig á að halda utan um af hvaða iðgjöldum á að greiða skatt og af hvaða iðgjöldum er ekki búið að greiða skatt.
Ég hef hér á blogginu mínu ýjað að annarri leið og raunar rætt hana við fólk í kringum mig. Þessi leið felst í því að lækka í 3-4 ár mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóð og hækka tryggingagjald sem því nemur. Hef ég nefnt að mótframlagið lækki til fyrra horfs, sem var 6% í stað 8% núna (samsvarandi lækkun yrði að verða hjá ríkinu). Á almenna vinnumarkaðnum þýðir þetta að 1/6 af iðgjöldum 3-4 ára rynni til ríkisins í formi tryggingagjalds í staðinn fyrir að fara í ávöxtun hjá lífeyrissjóðunum.
Mun þetta hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga? Ég efast stórlega um það. Flestir sjóðfélagar greiða í lífeyrissjóði í 30 ár eða meira. Gefum okkur að iðgjöld þeirra og mótframlag atvinnurekenda nemi 12% af upphæð launa á hverju ári, þá greitt fyrir hvern og einn 360% af árslaunum. Við þá aðgerð, sem ég legg til, lækkar þessi upphæð í 352% sem er vissulega ríflega 2% lækkun en ég er sannfærður um að hún skiptir ekki máli.
Mun þetta hafa áhrif á lífeyrissjóðina? Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Þeir missa 16,6% af iðgjöldum sínum (LSR tapar minna), en ef leið Sjálfstæðisflokksins er farin, þá tapast allt að 35%. Áhrifin eru því minni á lífeyrissjóðina. Ég er ekki með á hreinu upphæðina, en miðað við að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók inn eitthvað í kringum 15 milljarða í iðgjöld á síðasta ári (16,6% gerir þá um 2,5 milljarða). LiVe var síðan með um 16% af öllum eignum lífeyrissjóða um síðustu áramót og ef við gefum okkur að sjóðurinn sé líka með 16% af öllum iðgjöldum, þá verða tekjurnar af þessu rúmlega 15 milljarðar á ári eða 60 milljarðar á 4 árum. Með því að hækka skerðingu í 3%, þá yrðu tekjurnar 22,5 milljarðar á ári eða 90 milljarðar á 4 árum.
Hér er virðist örugglega einhverjum að deilan snúist um keisarans skegg, þ.e. mín útfærsla og útfærsla sjálfstæðismanna, en svo er ekki. Munurinn á aðferðunum er umtalsverður. Vissulega leysir aðferð sjálfstæðismanna líka vanda sveitarfélaganna (ef við gefum okkur að þau fái útsvarshlutann til sín), en á móti kemur flókinn útreikningur á því hvernig gera á upp framtíðarskatt á iðgjöld. Mikil hætta er á því að ómögulegt verði að reikna úr skatt af lífeyristekjum í framtíðinni og því verði einfaldasta leiðin valin, sem er tvísköttun. Mín aðferð kemur alveg í veg fyrir tvísköttunina. Aðferð sjálfstæðismanna kalla líka á að þessi aðferð við skattheimtu verði tekin upp um aldur og ævi, þ.e. að ekki verði breytt til fyrra horfs. Mín aðferð felur svo sem þann möguleika í sér líka, þ.e. að tryggingagjald verði ekki lækkað aftur til fyrra horfs. Málið er að hér væri að hluta til um kjarasamninga tengda aðgerð, þ.e. að hækka mótframlag launagreiðenda aftur í 8%, meðan aðferð sjálfstæðismanna er skattkerfisaðgerð.
Allt hefur sína kosti og sína galla. Ég held að þessi hugmynd mín um að flytja hluta af lífeyrismótframlagi launagreiðenda yfir í tryggingagjald, sé einföld og ódýr aðferð sem auðvelt er að hrinda í framkvæmd. Hún hefur lítil framtíðaráhrif og skilur ekki eftir möguleikann á tvísköttun. Ég legg til að hún verði skoðuð betur áður en henni verður ýtt út af borðinu. Stærsti kosturinn við hana (líkt og tillögu sjálfstæðismanna) er að launafólk verður ekkert vör við hana í útborguðum launum sínum og hún hefur ekki áhrif á vísitölu neysluverðs og þar með fjárskuldbindingar landsmanna.
Ég geri mér grein fyrir að þetta falli ekki í góðan jarðveg hjá öllum, en ég held að þetta sé sársaukalítil aðgerð sem auðvelt er að hrinda í framkvæmd.
Greið leið gegnum vandann en dýrkeypt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.6.2009 | 21:21
Myndi þetta gerast á Íslandi?
Á vef Daily Telegraph er frétt þar sem segir að KPMG standi frammi fyrir 1 milljarðs dollara lögsóknar vegna undirmálslánafyrirtækisins New Century Financial Corporation. New Century fór á hausinn og nú hafa kröfuhafar fyrirtækisins stefnt KPMG fyrir að vanrækja gróflega eftirlitshlutverk sitt ("grossly negligent audits"). Og enn frekar segir:
As New Century's auditor, KPMG failed its public watchdog duty...The result was catastrophic.
Af hverju New Century er notað sem fordæmi á sér sögulega skýringu. Upphaf undirmálslánakreppunnar er oft tengt við fall fyrirtækisins árið 2007.
Spurningin er hvort svona eigi eftir að gerast hér á landi. Ársreikningar og milliuppgjör bankanna, fjárfestingafyrirtækja og annarra helstu aðila sem síðar hafa tengst hruni efnahagskerfisins sýndu ekkert sem benti til þess sem síðar varð. Skrifað var athugasemdalaust eða lítið upp á hvert uppgjörið á fætur öðru með afkomutölum og eignastöðu sem gaf ekki í skyn neitt af því sem hefur verið síðar hefur verið að koma í ljós.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2009 | 19:58
40% í fastar afborganir lána er ekki viðráðanlegt
Ég var á þessum fundi í dag og gerði nokkrar athugasemdir við framsetningu gagna. Ég spurði hvernig menn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri viðráðanleg greiðslubyrði að greiða 40% ráðstöfunartekna í fastar afborganir lána. (Að vísu vantar LÍN inn í þetta.) Svarið sem ég fékk var frekar loðið. "Þetta er það sem menn miðað við" eða eitthvað í þá áttina. Ég spurði líka hvort inn í þessum tölum væru lán með frystingu og frestunum, þ.e. miðað væri við töluna sem fólk væri að greiða eftir að frysting eða frestun var komin til framkvæmdar. Þorvarður Tjörvi fór einn og hálfan hring með það svar og veit ég ekki niðurstöðuna. Þá spurði ég hvort menn hefðu samanburð frá því fyrir einu ári, tveimur árum eða lengra aftur í tímann. Svarið við því var nei. Þá spurði Friðrik Ó Friðriksson, félagi minn hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, hvort til væri samanburður við önnur lönd og aftur var svarið nei. Jú, það væri til tölur frá 2007 þar sem kæmi fram að íslensk heimili væru með þeim skuldsetnustu í Vestur-Evrópu (að mig minnir), en bent var á að tölurnar um Holland í þeim gögnum væru rangar.
Gögnin virðast ná til um 76 þúsund fjölskyldna af þeim um 100 þúsund sem eiga eigið húsnæði. Hver samsetningin á restin er, veit ég ekki.
Niðurstaðan er sú að allt of stór hluti heimilanna er að nota of hátt hlutfall ráðstöfunartekna í fastar afborganir lána. Þetta hlutfall á eftir að versna meðan ekki er gripið til aðgerða. 1/6 hluti af þeim 76.000 heimila sem könnunin náði til eru með mjög þunga greiðslubyrði, þ.e. greiða meira en helming ráðstöfunartekna í fastar afborganir lána. Ekki er vitað um stöðu 45-50 þúsund heimila. (Heimilin í landinu eru talin vera á bilinu 120-126 þúsund.)
Mér finnst mjög langsótt að telja það viðráðanlegt að greiða 40% ráðstöfunartekna í fastar afborganir lána. Mér finnst það líka fáránlegt að segja að í lagi sé að nota 30% af ráðstöfunartekjum í greiðslu húsnæðislána. Þau gögn sem ég hef séð um þessa greiðslubyrði miða við að heildarkostnaður við húsnæði sé ekki meira en þriðjungur af ráðstöfunartekjum, en inni í því eru skattar, tryggingar, fastur kostnaður af húsnæði, vatn, hiti og rafmagn, ekki bara afborganir lána.
Annars hef ég heyrt af því að aðgerðir séu í undirbúningi sem fela í sér niðurfærslu húsnæðislána. Ég hef þetta staðfest úr þremur ólíkum áttum. Þetta snúist um að Jóhanna og Steingrímur vilja eigna sér björgunina. Ég segi bara, að mér er sama hvaðan gott kemur, og sama hver eignar sér lausnina.
Greiðslubyrði 77% viðráðanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.6.2009 | 23:08
Ferð leiðsögunema um Ísland
Dagana 13. - 18. maí sl. fór ég í hringferð með samnemendum mínum við Leiðsöguskólann. Þetta er svona síðasta æfing leiðsögunemans áður en honum er hent út í alvöruna. Ég ritaði greinarkorn um ferðina og er hana að finna á vef Félags leiðsögumanna. Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er hana að finna hér. Þetta er word-skjal, sem opnast eða er hægt að hlaða niður.
Í stuttu máli var ekið frá Kópavogi um Vesturlands til Stykkishólms og síðan á Hellissand. Dag tvö var ekið eftir norðan verðu Snæfellsnesi um Laxársdalsheiði gegnum Húnavatnssýslu til Löngumýri í Skagafirði. Á degi þrjú var komið við á Hofsósi, Hólum í Hjaltadal, Akureyri á leið á Mývatn. Dagur fjögur lá um Möðrudalsöræfi yfir í Jökuldal, Fljótdal og eftir fjörðunum suður á Breiðdalsvík. Næsta dag var ekið sem leið lá niður á Höfn og síðan að Hala í Suðursveit. Síðasta daginn var ekið sem leið lá til Reykjavíkur með stuttum stoppum.
Nú ef einhvern vantar leiðsögumann með litlum eða stórum hópum, þá er bara um að gera að hafa samband. Best er að nota tölvupóstfangið mgn@islandia.is. Ég leiðsegi bæði á íslensku og ensku.
Höfundur er leiðsögumaður.
Leiðsögn | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2009 | 18:44
Altarisbríkin er þjóðargersemi
Alabasturstaflan í Möðruvallakirkju er þjóðargersemi og á ekki undir neinum kringumstæðum að flytja úr landi. Það er sorglegt að henni hafi ekki verið gert hærra undir höfði, en þar er hún í flokki með ýmsum öðrum slíkum gersemum.
Ég held, að Íslendingar og íslensk stjórnvöld, séu smátt og smátt að átta sig á því að víða um land eru stórmerkilegir hlutir sem eru hluti af menningararfi okkar. Er vel að svo sé, en því miður hafa ýmsar gersemar glatast. Líklegasta skýringin er sú að mönnum fannst ekkert gildi í því að varðveita hlutina. Þetta voru gamlar og slitnar bækur sem gott var að nota í skó eða fúnir bátar sem voru til trafala eða húshjallar sem stóðu í vegi nýrra bygginga eða ókennilegar grjóthleðslur sem í lagi var að rista í sundur.
Í mörgum tilfellum eigum við útlendingum að þakka, að þjóðargersemar hafa varðveist. Þannig á við um Glaumbæ í Skagafirði, þar sem m.a. langamma mín dvaldi á stundum hjá afa sínum. Eða þá að einhverjir "furðufuglar" hafa tekið sig til og varðveitt sögulegar minjar af þrjósku eða áráttu. Þannig á t.d. við um fjölmarga muni á Skógasafninu.
Við megum alls ekki líta svo á, að íslensk náttúra sé það eina sem Ísland geti boðið erlendum ferðamönnum. Það er bara ekki rétt. Ferðamönnum finnst mikið til alls konar safna koma. Frakkar koma við á Fáskrúðsfirði til að skoða sögu fransmanna á Íslandi. Vestur-Íslendingar koma við á Vesturfararsetrinu á Hofsósi. Við þurfum að byggja á þessu og öðru sem gerir hvern stað sérstakan. Hópur fólks hefur t.d. mikinn áhuga á nútíma kirkjum, aðrir vilja skoða fugla, torfbæi, byggðasöfn og svona mætti lengi telja. Hægt væri að búa til ferðaáætlun um landið, þar sem ferðast væri milli þeirra kirkna sem geyma alabasturstöflur í sambland við náttúruskoðun eða eitthvað annað. Þingeyri, Hólar og Möðruvellir yrðu hluti af slíkri ferð. Gleymum því ekki að þetta eru allt forn mennta- og menningasetur sem hafa haft mikla þýðingu fyrir land og þjóð.
Höfundur er leiðsögumaður.
Ráðherra leggst gegn sölu bríkurinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leiðsögn | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði