Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Verður 12 mánaðaverðbólga 18 - 20% í haust

Þetta verðbólguskot, eins og það er kallað, sem nú gengur yfir, verður líklegast mun lengra og þyngra en flestir gera sér grein fyrir.  Það veltur þó allt á því hvort og þá hve langan tíma það tekur krónuna að rétta úr kútnum.

Hagstofan birtir verðbólgutölur á nokkra vegu.  Þ.e. sem hækkun milli mánaða, uppreiknuð 12 mánaðaverðbólga miðað við verðbólgu síðasta mánuðinn, síðustu 3 mánuði og síðustu 6 mánuði og loks ársverðbólgu síðustu 12 mánuði.  Í þessu kerfi, þá kemur verðbólgutoppurinn fram misjafnlega hratt eftir svona verðbólguskot, eins og það sem núna gengur yfir.  Verðbólgutoppurinn kemur strax fram þegar eins mánaðarverðbólgan er notuð, á 2 - 3 þegar þriggja mánaðaverðbólga er notuð, á 3 - 4 mánuðum ef notuð er sex mánaðaverðbólga og á allt að 6 - 8 mánuðum þegar notuð er 12 mánaðaverðbólga.  Það er því ljóst að verðbólgutölur sem sáust vegna breytinga á vísitölu neysluverðs milli mars og apríl, eru langt frá því að vera þær hæstu sem eiga eftir að sjást á þessu ári.

Ég hef leikið mér með nokkra möguleika og ef ekki kemur til verðhjöðnun á allra næstu vikum og mánuðum, þá mun 12 mánaðaverðbólgan mjög líklega fara að lágmarki upp í 14% síðsumars og talsverðar líkur eru á 17-18% verðbólgu.  Í fyrra tilfellinu er gert ráð fyrir að mánaðarleg hækkun vísitölu helmingist að jafnaði á milli mánaða fram að áramótum, en í því síðari að lækkun verðbólgu milli mánaða verði hægari en þó stöðug.  Ef skoðuð er þróunin þegar verðbólgan var síðast eitthvað í líkingu við það sem hún er núna (þ.e. árið 1988-89), þá má jafnvel gera ráð fyrir allt að 20% verðbólgu í vetrarbyrjun.  Nú er bara að vona að allir þessir útreikningar séu rangir og verðbólgudraugurinn hverfi á braut sem fyrst.


Í útvarpsviðtal út af bloggi

Það var hringt í mig í morgun frá Rás 2 og ég beðinn um að koma í viðtal út af bloggi mínu um efnahagsmál.  Að sjálfsögðu stóðst ég ekki freistinguna og verður viðtalið birt á næstu dögum.  [Uppfært kl. 17:54]

Það er gagnrýni mín á hagstjórn Seðlabankans sem varð til þess að ég var valinn sem "maðurinn af götunni" í umræðu um efnahagsástandið.  Það er áhugavert að blaðrið í manni er talið það merkilegt að maður geti talist góður fulltrúi almennings í svona umræðu.  Kannski fæ ég atvinnutilboð frá einhverri greiningardeild næst Grin

Með mér í viðtalinu var hinn glaðlyndi Freyr Eyjólfsson og svo Guðmundur Sverrir Þór af viðskiptablaði Morgunblaðsins.  (Það var kannski einhliða að fá tvo frá sama miðli, þar sem ég skrifa jú á mbl.is bloggið.)

Eins og þeir sem lesið hafa blogg mitt hafa tekið eftir, þá er mér tíðrætt um Bank of international settlement (BIS) og Basel II (New Basel Capital Accord) reglurnar og hef kennt þeim um margt.  Einnig hef ég bent á ábyrgð Seðlabanka Íslands (og þá Fjármálaeftirlitsins) í útfærslu Basel II á Íslandi.  Hefur sumum virst sem ég hvítþvoi bankana og almenning af allri ábyrgð.  Ég er alls ekki að segja að ábyrgðin sé ekki líka bankanna og almennings, en leikreglurnar eru settar af BIS og Seðlabankanum og það er annarra að vinna samkvæmt þeim. 

Það má koma með samlíkingu við leikreglur í handknattleik.  Alþjóða handknattleikssambandið (IHF) samþykkir breytingar á leikreglum og setur það í hendurnar á landssamböndum (hér HSÍ) að innleiða þær hvert í sínu landi.  Dómaranefndum er falið að birta þær, veita fræðslu, þjálfa dómara og hafa eftirlit.  Liðin eiga síðan að haga leik sínum í samræmi við reglurnar.  IHF eða HSÍ eru hugsanlega ekki sátt við það hvernig dómaranefndir hafa menntað dómarana, þannig að þeir leyfa leikmönnum meira en hugmyndir IHF og HSÍ með breytingunum voru, þá er geta IHF og HSÍ ekki gagnrýnt dómarana eða leikmenn.  Nú skiptum við á leikreglum og Basel II, IHF verður BIS, HSÍ að Seðlabanka, dómaranefnd verður Fjármálaeftirlit, dómarar að bönkum, lið/leikmenn verða fyrirtæki/almenningur.  Samkvæmt þess verða BIS og seðlabankar í löndum heims að axla ábyrgð sína á þeirri bankakreppu sem er í gangi í heiminum í dag, þar sem þessir aðilar skilgreindu rammann og leikreglurnar.


Aðdáendur Stoke eru þakklátir Íslendingunum

Ég hef tekið eftir því í umræðunni í gær og í dag hér á blogginu og í fjölmiðlum, að sá misskilningur virðist útbreiddur að stuðningsmenn Stoke beri einhvern kala til íslensku fyrrum eigenda liðsins.  Ég er búinn að fylgjast með umræðu á spjallvef Stoke í nokkuð mörg ár og hef vissulega orðið var við dæmigerða óánægju stuðningsmanna til eigenda á hverjum tíma, en Stokarar eru almennt ánægðir með Íslendingana og þá sérstaklega Gunnar Þór Gíslason og Guðjón Þórðarson.  Hér er t.d. nokkur ummæli af Oatcake Fanzine síðu stuðningsmanna Stoke, sum frá því núna í morgun:

Fornside (einn af þeim er hlustað á): I certainly hope that Gunnar was there - he would have been chuffed to bits. Despite everything that happened he was emotionally involved in the club in a way that many of his compatriots were not.

I think GT would also have had a few tears in his eye and I hope he was there as well so see his dream fulfilled - even though he was not at the helm.

The rest of the Icelandic board would have at least been happy with the £2 million cheque.

 
OldStokie (einn af öldungum úr hópi stuðningsmanna): John, the Icelanders simply weren't big enough to take us to the Prem but they laid the foundations for it. Our success owes as much to their failed venture as it does to Coates finishing it off. They deserve their extra couple of million. Did you stay and celebrate last night or did you have to go back home?

Mick.
 
Fornside: Yes, I don't begrudge them the £2 million Mick. They underestimated the money needed to make the final push. But, as you suggest, they certainly stopped the rot when they first bought the club from Coates. My reason for distinguishing Gunnar and GT from the rest is that for Gunnar and GT it was a labour of love whilst for the rest it was much more a venture capital operation. 
 
Swampy: I hope Gudjon was there. He was never a yes man and wanted the best for Stoke.

deserves his place in our history
 
ted1965:Thanks to the Icelanders especially Gudjon, who lets be totally honest stepped in and saved the club from possible oblivion, people can criticise them for many things near the end but they took a chance when very few were willing to even consider us, yes they were a little naïve as to what was really required to take this club to where they hoped it would go.
 
Tube: the Icelandic consortium came and bought us in a time when we were slipping down the football league and no-one else wanted us. They saved this club and undoubtedly we would not be where we are now without them. They were definitely not perfect, and in the end took the club probably as far as they could, but we owe them a debt of gratitude. I think Gislason was really gutted about leaving Stoke, and we still have many friends over in Iceland.
 
Surreystokie (Monica, samviska stuðningsmanna): "Halted the slide"? The Icelanders saved our club!

There are no hard feelings and some of them come, from time to time, and sit in the directors' box. Quite right, too.
 
lordb:Gunnar seemed,if not quite an out & out football man,a true gent as borne out by his statement when the club went back to PC.
 
dandare: Wouldn't it have been a nice gesture to have invited the Icelanders and Gudjon Thordasson to the party on Sunday? For all their faults it was Gudjon and Icelanders who halted the slide and had the courage to invest in a club which was in rapid decline. Gudjon in particular has a soft spot for this club and did well for us for the brief time that he was manager. I think we owe them something and a view from the directors box would have been nice.

 

 Ég gæti haldið svona áfram endalaust, en þetta eru ummæli sem viðhöfð hafa verið síðustu daga.  Það er gaman að sjá, að Lárus Sigurðsson hefur ennþá sérstakan sess í hugum stokara og það hlýtur að hafa verið gaman fyrir hann að sjá þau tvö lið sem hann spilaði með á Englandi (Stoke og WBA) bæði tryggja sér Úrvalsdeildarsæti í gær.


Stoke upp, Leicester niður

Stoke tryggði sér rétt í þessu sæti í Úrvalsdeildinni á næsta ári og sendi Leicester niður í 2. deild í leiðinni.  Leikur liðanna endaði 0 - 0, en það var nóg fyrir Stoke.  Leicester féll, þar sem Southampton vann Sheff U 3-2 eftir að hafa lent undir 0-1 snemma leiks.  Þetta er í fyrsta skipti sem Leicester leikur í C-deild ensku deildarkeppninnar.

Síðasta umferðin í Coca-Cola Championship var mjög spennandi.  Stoke hélt 2. sætinu allan tímann og segja má að Ipswich hafi tryggt þeim það með því að vinna Hull 1-0.  Í neðri hlutanum, var spennan gríðarleg, þar sem Leicester og Southampton skiptust á að verma þriðja neðsta sætið.  Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútum leiks Stoke og Leicester, þar sem leikmenn Leicester vöknuðu til lífsins við það að Southampton tók forystuna á móti Sheff U á 69. mínútu.  Mark frá Leicester hefði sent Coventry niður, svo naumt var það.

Lokastaðan er sem hér segir (lið-leikir-stig-markamunur-mörkskoruð-úrslit dagsins-mótherjar í dag):







West Brom 468133882-0 FT v QPR
Stoke 467914690-0 FT v Leicester
Hull 467518650-1 FT v Ipswich
Bristol City 46741543-0 FT v Preston
Crystal Palace 467116585-0 FT v Burnley
Watford 46706621-1 FT v Blackpool
Wolverhampton 46705531-0 FT v Plymouth
Ipswich 46699651-0 FT v Hull
Sheff Utd 46665562-3 FT v Southampton
Plymouth 466410600-1 FT v Wolverhampton
Charlton 46645634-1 FT v Coventry
Cardiff 46644593-0 FT v Barnsley
Burnley 4662-7600-5 FT v Crystal Palace
QPR 4658-6600-2 FT v West Brom
Preston 4656-6500-3 FT v Bristol City
Sheff Wed 4655-1544-1 FT v Norwich
Norwich 4655-10491-4 FT v Sheff Wed
Barnsley 4655-13520-3 FT v Cardiff
Blackpool 4654-5591-1 FT v Watford
Southampton 4654-16563-2 FT v Sheff Utd
Coventry 4653-12521-4 FT v Charlton
Leicester 4652-3420-0 FT v Stoke
Scunthorpe 4646-23463-3 FT v Colchester
Colchester 4638-24623-3 FT v Scunthorpe
KEY
Automatic Promotion
Play-off for Promotion
Automatic Relegation

Þetta þýðir að Hull mætir Watford og Bristol City mætir Crystal Palace í undanúrslitum úrslitakeppninnar um sæti í Úrvalsdeild.

Ólíkt hafast menn að

Það er óhætt að segja, að ólíkt hafist menn að.  Í Bandaríkjunum er hundruðum milljarða dollara veitt út í efnahagslífið af seðlabankanum, en hér virðist helst að betra sé að sem flestir missi atvinnuna eða fyrirtæki fari á hausinn.  Það er eins og menn skilji ekki, að verðbólgan gengur ekki til baka nema efnahagslífið styrkist, því um leið og það gerist þá styrkist krónan.  Það er fyrst og fremst veiking krónunnar sem veldur verðbólgunni og innlendar hækkanir leiddar af gengissiginu. 

Án þess að vera of svartsýnn, þá held ég að verðbólgan sem mældist hér milli mars og apríl sé fyrst og fremst vegna veikingar á krónunni í febrúar og kannski fyrstu vikuna í mars.  Allir sem gátu, spöruðu innkaup í mars og fram í apríl til þess að þurfa ekki að taka inn nýjar birgðir á óhagstæðu gengi.  Nú geta menn ekki beðið lengur og því á næsta vísitölumæling eftir að sýna umtalsverða verðbólgu.  Við getum því hæglega búist við að 12 mánaðaverðbólga mælist í kringum 13%, ef ekki meira, í næstu mælingu.

Fjöldauppsagnir eru farnar að vera daglegt brauð og fyrirtæki eru komin í fjárþrot.  Þeir sem voru að fjármagna sig á 5% vöxtum, þurfa nú að greiða yfir 20%.  Þetta getur ekki endað nema á einn veg.  Fyrirtæki munu leggja upp laupana í stórum stíl á næstu mánuðum og með þeim fer atvinna fólks og lífsafkoma.  Ef þetta er það sem stjórnvöld og Seðlabankinn vilja, þá mun þeim verða að ósk sinni verði ekkert að gert.  Ástandið er orðið ískyggilegt. Ég finn þetta vel, þar sem ég er að byggja og það er sama við hvern ég tala í þeim bransa menn eru komnir á brún hengiflugsins.  Við blasir hyldýpið.  Verði fasteignamarkaðnum ekki komið fljótlega af stað aftur, þá munu áhrifin verða geigvænleg og þau munu verða til þess að hrikta mun í fjármálakerfi landsins.  Þjóðin þolir betur 10% verðbólgu í nokkra mánuði en fjöldauppsagnir og fjöldagjaldþrot.

Annars sakna ég þess að heyra ekki frá bönkunum hvað þeir vilja að gert sé.  Það eru viðskiptavinir þeirra sem eru að lenda í tekjumissi, fjármögnunarkreppu o.s.frv.  Þó svo að stoðir bankanna séu orðnar sterkar utan landsteinanna, þá eru undirstöður þeirra hér á landi.  Ég skil vel að þeir vilji ekki virka veikir út á við með því að krefjast aðgerða af hálfu ríkisins, en eiga þeirra annarra kosta völ?


mbl.is Seðlabanki Bandaríkjanna reiðubúinn til að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1678161

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband