22.12.2009 | 18:43
Lántakar eiga að fá raunverulegar lausnir, ekki sjónhverfingar
Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt umtalsverða vinnu við að skoða þær lausnir sem bankarnir bjóða upp á. Byrjað var að skoða tölur í kjölfar útspils Íslandsbanka í lok september og útbúið reiknilíkan til að finna út áhrif greiðslujöfnunar á lánin í samanburði við fyrra fyrirkomulag. Annað líkan var útbúið til að reikna út mismunandi lausnir bankanna. Hér hefur því verið vandað vel til verka. Við höfum meira að segja fengið tækifæri til að bera okkar útreikninga saman við upphaflega útreikninga Íslandsbanka og Arion banka.
Það skal tekið fram, að HH gerir sér grein fyrir, að lausnir Íslandsbanka, Arion banka og Frjálsa fjárfestingabankans gilda bara í 3 ár. Hvað tekur við að þeim tíma liðnum er óþekkt hjá Íslandsbanka, Arion banki talar um bestu vexti á húsnæðislánum og Frjálsi í millibankavexti + 1,5%. Út frá þessu má færa þau rök að lausnir þessara banka séu lakari en sýndar eru í greinargerðinni. Á móti kemur eru LIBOR vöxtum og vaxtaálagi haldið föstu, en rök eru fyrir því að LIBOR vextirnir hækki á komandi árum.
Í greinargerðinni er bara sýnd ein þróun fyrir hverja lausn. Það er ekki þar með sagt að ekki hafi fleiri verið skoðaðar. Gerð var næmnigreining á ýmsum breytum, svo sem gengi, vöxtum, afslætti, verðbólgu og greiðslujöfnunarvísitölu. Það væri að æra óstöðugan að lista útkomu næmnigreiningarinnar og niðurstöðurnar myndu drukkna í talnaflóði. Vafalaust ýmsum til gagns og fróðleiks, en þrátt fyrir það, var ákveðið að birta bara tölurnar í sinni einföldustu mynd.
Það sem skiptir mestu máli í þessari greiningu, er að fjármálafyrirtæki eru ekki að gera nóg. Þessi fjögur hafa öll mun meira svigrúm, en þau eru að nýta. Það er skýlaus krafa Hagsmunasamtaka heimilanna að þau nýti svigrúmið sitt betur. Mark Flanagan, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hefur sagt það vera skoðun sjóðsins, að allt svigrúm eigi að nota. Franek Rozwadozsky, fulltrúi AGS hér á landi, sendi mér póst um daginn, þar sem hann sagði að hluti af svigrúminu eigi að fara í að greiða fyrir óhagstæðari fjármögnun og er það gott og blessað. Málið er að nýju bankarnir eru að mestu fjármagnaðir með innlánum og þessi innlán eru almennt á lágum vöxtum, þó ég hafi ekki greiningu á því. Það er mat mitt, að hægt sé að lækka höfuðstól allra gengistryggðra lána um 50% og verðtryggðra um 20% hjá bönkunum þremur og bankarnir eiga samt nóg til að greiða 4,5% hærri vexti (þ.e. að vaxtaprósentan hækki t.d. úr 1,5% í 6% eða 2,5% í 7%). Meira um það síðar.
Svo það farið ekkert á milli mál, þá beinist gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna fyrst og fremst að því að ekki sé nógu langt gengið. Til skamms tíma (þriggja ára) eru lausnir Arion banka, Íslandsbanka og Frjálsa mjög jákvæðar. Það er ekkert sem mælir gegn því að fólk nýti sér þau, en muni að setja fyrirvara um lögmæti gengistryggðra lána og betri rétt neytenda. Svo skulum við vona, að eftir þrjú ár verði komin betri tíð og blóm í haga. Það kostar ekkert að láta sig dreyma
Viss blekking í úrræðum bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marinó, þér hlýtur að vera ljóst nú þegar að bankarnir eru bara að afskrifa til stórfyrirtækja og vildarviðskiptavina og þess vegna fá almenningur og smáfyrirtæki ekkert leiðrétt.
Það er í gangi bullandi spilling og mismunun sem ekki sér fyrir endann á og héðan af er bara spurning hvenær við springum á þessu og hættum að mjálma um réttlæti. Það fæst aldrei nema með einhverjum látum. Þetta vitum við af biturri reynslu.Haukur Nikulásson, 22.12.2009 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.